Alþýðublaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. júní 1988 5 Guðmundur Árni Síefánsson bæjarstjóri segir Hafnarfjarðarbæ sfanda á traustum fótum fjárhagslega og mikið sé um framkvæmdir í bænum. A mynd Róbert. Hafnarfjörður 80 ára: AFMÆLISBARNIÐ HRESST EFTIR ALDRI segir Guðmundur Árni Stefánsson bœjarstjóri Hinn hýri Hafnarfjörður á afmæli í dag. 80 ár eru liðin síðan bærinn fékk kaupstað- arréttindi og verða því hátið- ardagar í Firðinum út vikuna. Alþýðublaðið ræddi við Guðmund Árna Stefánsson bæjarstjóra Hafnarfjarðar, og spurði hann fyrst hvernig ástand afmælisbarnsins væri? „Það er í góðu lagi afmæl- isbarnið, það er hresst eftir aldri.“ — Hvað búa margir í Hafn- arfirði? „Það eru 13.900. Við sjáum ekki fyrr en 1. desember á þessu ári hvort Hafnarfjörður eða Akureyri taka þann sess að vera þriðji stærsti kaup- staður á landinu. Það munaði 35 íbúum á siðasta ári Akur- eyri i vil, okkur sýnist vöxtur- inn í bænum vera á því stig- inu að við siglum upp fyrir þá á þessu ári.“ — Hvernig er fjárhagsleg staða bæjarins? „Bærinn stendur mjög traustum fótum fjárhagslega og það þykir ekki vera algengt á þessum síðustu og verstu timum hjá sveitarfé- lögum, en það er engu að síður þannig hjá Hafnarfjarð- arbæ, að við erum á þessu ári með umfangsmiklar framkvæmdir i gangi þrátt fyrir að lántökur eru i algjöru lágmarki, og við þær er raun- ar ekki bætt frá fyrri árum, þannig að ég held aö óhætt sé að fullyrða það að bærinn standi mjög traustum fótum fjárhagslega.1' — Hvað er helst að frétta af framkvæmdamálum? „Það er mikið í gangi hjá bænum, og bara á þessum síðustu mánuðum get ég nefnt að fyrir tveimur mánuð- um síðan tókum við i notkun nýja æskulýðs- og tóm- stundamiðstöö i hjarta bæj- arins sem við köllum Vitann, og fyrir mánuði opnuðum við nýtt dagvistarheimili sem sinnir þörfum 100 barna. Fyr- ir hálfum mánuði opnuðum við glæsilega menningar- og listamiðstöð sem ber nafnið Hafnarborg. í ágúst opnum við nýja heilsugæslustöð, Sólvang og það er allt (full- um gangi við byggingu nýrrar sundlaugar sem opnar um mitt næsta ár, úti- og inni- sundlaug. Á næsta ári verður ráðist i byggingu nýs iþrótta- húss.“ — Eruð þið ekki með ágætis íþróttahús? „Jú, þetta er íþróttabær og miklir afreksmenn hér og þeir þurfa sitt. Afreksíþróttir taka sinn tíma og sitt pláss og við viljum g'efa öðrum kost á því að vera með, það verður þvi byggt nýtt íþróttahús i fullri stærö með áhorfendaplássi og öllu slíku. í ár verður farið í umfangs- miklar framkvæmdir við vatnsveitu bæjarins, það eru tugmilljónaframkvæmdir og í skólamálum er rétt að drepa á það, að þetta árið byggjum við 600 fermetra viðbyggingu við Engidalsskóla og einnig verður hafist handa á næstu vikum við nýjan skóla i Set- bergshverfi sem verður 2000 fermetrar að stærð og þeirri framkvæmd á að Ijúka fyrir haustið 1989. í hafnarmálum er mikið að gerast, það er gífurlegur upp- gangur í allri hafnarstarfsemi, og umferð aukist af mörgum orsökum. Þar erum við að verða senn landlausir, við höfum úthlutað það mörgum lóðum til ýmissa aðila sem eru þar að hefja rekstur eða bæta við þann rekstur sem fyrir er. Samandregið myndi ég ætla að það væri u.þ.b. 400 íbúðabyggingar i gangi eða að fara i gang, fjölbýli og ein- býli. Rétt fyrir hálfum mánuði síðan úthlutuðum við 70 lóð- um og það fengu færri en vildu. Það voru u.þ.b. 300 um- sóknir vegna þeirra 150 Ibúða sem þar voru til skiptanna. Þótt að lóðaframboð hafi hér stóraukist og við leggjum mikla áherslu á að brjóta land undir byggingar, þá ná- um við ekki enn sem komið er að sinna eftirspurninni. Gatnagerðar- og holræsa- framkvæmdir eru hér í mikl- um gangi og hefðbundnar gatnaframkvæmdir varðandi varanlegt slitlag og því um líkt. Við stöndum náttúrlega vel að vígi hér, hér eru allar götur nánast malbikaðar. Við höldum okkar striki f þeim málum í ár, og malbikum þær götur sem eftir standa. í Hafnarfirði hefur um nokkurt skeið verið lögð áhersla á að fegra bæinn og prýða og umtalsverðu fjármagni varið til þeirra hluta, ekki síst á þessu afmælisári ætlum við að standa okkur vel í því máli.“ — Aö lokum, eru Hafnfirð- ingar öðruvísi en aðrir, sam- anber Hafnfirðingabrandar- arnir? „Já, þakkaþér fyrir, þeir eru allt öðru visi en aðrir og verða það vonandi alltaf.“ — I góðri merkingu þess orðs? „í bestu merkingu þess orðs. Við erum náttúrlega ekki eins og þessir Hafnar- fjarðarbrandarar segja til um, en Hafnfirðingar eru Gaflarar og eru dálitið sérstakir og vilja vera sérstakir og ég hygg i öllu þessu tali um stór-Hafnarfjarðarsvæðið eða stór-Reykjavíkursvæðið, eftir því hver orðar það hverju sinni, að þrátt fyrir náiægð við höfuðborgina og ágætt samstarf viö hana að öllu leyti, eru Hafnfirðingar mjög meðvitaðir um bæinn sinn. Og eitthvað hjal og einhverjir órar manna um að þetta svæöi á suðvesturhorninu sé eitt tökum við ekki undir. Við erum hér sjálfstæðir og hér eröll sú grundvallarþjónusta sem þarf í bæjarfélagi á borð við þetta, þannig að við erum sjálfum okkur nóg og verðum það“, segir Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri Hafn- arfiarðar. Á afmælisdagskránni sem hefst klukkan 14 i dag verður m.a. brúöuleikhús fyrir börn og klukkan 17 mun Málfund- arfélagið Magni afhenda hafnarfjarðarbæ Hellisgerði til eignar. Klukkan 20.30 verð- ur hátíðarfundur fyrir boðs- gesti ( nýju menningar og listamiðstöðinni Hafnarborg, og verður Vigdís Finnboga- dóttir forseti íslands heiðurs- gestur. Á morgun verða skemmt- anir á sjúkra- og elliheimilum i Hafnarfirði, afmælisveisla fyrir aldraða Hafnfirðinga og ýmsar sýningar opnaðar, þar á meðal verður sýnd nýupp- gerð heimildarkvikmynd: Hafnarfjörður fyrr og nú. Á föstudaginn verður afhjúpað listaverk við fiskmarkaðinn, sem Sigrún Guðjónsdóttir og Gestur Þorgrimsson hafa gert. Á laugardaginn verður bátaleiga við Lækinn og hestaleiga við iþróttahúsið, knattspyrna og fallhlífarstökk og fjölskylduhátið í iþrótta- húsinu þar sem ýmsir þekktir tónlistarmenn og skemmti- kraftar koma fram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.