Alþýðublaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 3
Miövikudagur 1. júní 1988 3 FRÉTTIR Búvörusamningarnir til 1992: ÚTFUmilNGSBÆTUR LÆKKI UM MILUARÐ Framkvœmdanefnd um búvörusamningana telur að jafnvœgi náist fyrr en áœtlað var á milli framleiðslu mjólkur og kindakjöts og neyslu innanlands. Enginn útflutningur verður á mjólkurvörum á nœstu árum og útflutningur kindakjöts minnki um helming. Landbúnaðarráðherra og framkvæmdanefnd búvöru- samninga kynntu í gær skýrslu um framkvæmd samninga fyrstu tvö árin og horfur til samningsloka 1992. Skv. búvörulögum er heimilt að ráðstafa 3.100 milljónum króna úr ríkissjóði til útflutn- ingsbóta árin 1987-1992 en skv. nýjum áætlunum munu þær lækka um ríflega milljarð króna. Áætlað er að af þessari fjárhæð gangi um 2 milljarðar til greiðslu út- flutningsbóta og að ráðstaf- að verði til uppkaupa á ónot- uðum fullvirðisrétti 400 millj- ónum. Vegna skuldar frá fyrst tveim árum samnings- ins upp á 400 milijónir er áætlað að óráðstafað sé um 250 milljónum af þeim rétti til útflutningsbóta sem lögin kveða á um. Vegna minni innanlands- sölu kindakjöts árin 1985- 1987 en ráö var fyrir gert í BREYT- INGAR HJÁ HP Miklar uppstokkanir áttu sér stað á Helgapóstinum á aðalfundi Goðgár hf., útgáfu- félags HP í fyrradag. Ný stjórn var kjörin og skipa hana nú: Róbert Árni Hreiðarsson formaður, Birgir Hermannsson og Sigurður Ragnarsson fyrrv. formaður stjórnar. Varamenn eru Gísli Guðmundsson, Ólafur Sigur- geirsson og Guðmundur Óli Guðmundsson. Valdimar Jóhannsson fyrrv. framkvæmdastjóri Alþýðu- blaösins hefur tekiö við fram- kvæmdastjórastöðu HP af Hákoni Hákonarsyni sem er nú framkvæmdastjóri Alþýöu- blaðsins. Fram kom á aöal- fundinum aö um 7 milljóna króna tap varö á rekstri blaðsins á síðasta ári. Haft er eftir starfsmönnum HP aö engar breytingar á ritstjórnar- stefnu sé fyrirhugaðar í kjölfar þessara breytinga en þær voru kynntar starfs- mönnum á fundi í gær. F0RSÆTIS- RÁÐHERRA ÁFERÐ OG FLUGI Þorsteinn Pálsson forsæt- isráðherra er á ferð og flugi þessa dagana. Þorsteinn er nú staddur i New York en mun síðan halda i opinbera heimsókn til Finnlands. Forsætisráöherra situr 3. allsherjarþing Sameinuöu þjóöanna um afvopnunarmál. Þorsteinn fór utan til New York þ. 29. mai s.l. og mun flytja ræðu á þinginu þ. 2. júní n.k. forsendum búvörusamninga hefur það leitt til tímabund- ins fjárskorts upp á 356 millj- ónir kr. en skv. nýjum áætlun- um myndi þetta endurgreið- ast af fullvirðisrétti næstu þriggja ára. Bendir framkvæmdanefnd- in m.a. á aö því markmiði verði náð fyrr en áætlað var að ná viðunandi jafnvægi á milli framleiðslu mjólkur og kindakjöts og neyslu innan- lands og að koma birgðum þessara afurða niður í hæfi- legt magn. Samdráttur í fram- leiðslu á mjólk og kindakjöti er fenginn með því að kaupa tímabundið upp framleiðslu- rétt hjá hverjum bónda og fækkun sauðfjár vegna riðu- veiki. Eru horfur á að þessar aðgerðir munu leiða til þess að útflutningur mjólkur verði óverulegur í lok samnings- tímabilsins og að útflutning- ur kindakjöts verði aðeins um 1.000 tonn á ári. Bendir nefndin á að við bú- háttabreytinguna hafi ekki tekist að ná fram þeirri aukn- ingu í nýbúgreinum sem nauðsynleg er til að mæta samdrætti í framleiðslu á mjólk og kindakjöti. Náist ekki meiri árangur i eflingu nýbúgreina er sá möguleiki fyrir hendi að í lok samnings- tímans verði á ný fullvirðis- réttur virkur sem svari til 5 millj. lítra af mjólk og um 1.200 tonna af kindakjöti. Framlög ríkisins til land- búnaðar að meðtöldum nið- urgreiðslum hefur skv. út- reikningum nefndarinnar far- ið lækkandi sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, var 2.5% árið 1983 en 1.7% á síðasta ári. Heildarútgjöld rikissjóðs til landbúnaðar I ár nema alls 5.049 milljónum króna og þar af eru 2.950 milljónir vegna niðurgreiðslna. Tekjur ríkis- sjóðs af innheimtu sölu- skatts af búvöru ásamt inn- heimtu grunngjalds og jöfn- unargjalds nema alls 4.038 milljónum og er því mismun- urinn hvað útgjöld varðar ríf- lega milljarður til landbúnað- ar. Leggur nefndin til ýmsar aðgerðir til að draga úr fram- leiðslu mjólkurog kinda- kjöts, m.a. að ónotaður fram- leiðsluréttur flytjist ekki til annarra framleiðenda. Þar með leigi rikissjóður ónotað- an rétt og verð á leigu miðist við laun og vaxtakostnað á verðlagsgrundvellinum. Óheimilt sé að færa fullvirð- isrétt milli jarða og fram- leiösluréttur á ríkisjörðum felldur niður, svo nokkrar aðgerðirséu nefndar. I skýrslunni er bent á að það sem eftir lifir samnings- timans hafi framleiðnisjóður landbúnaðarins 1.2 milljarða til ráðstöfunar til búhátta- breytinga og hagræðingar I landbúnaði. Telur nefndin nauðsynlegt að tryggt verði með þessum fjármunum að bændum verði skapaðir nýir framleiðslumöguleikar I staö hefðbundinnar búvörufram- leiðslu þannig að það jafn- vægi haldist sem nást mun á samningstimanum milli fram- leiðslu og neyslu innanlands á mjólk og kindakjöti. Til þess þurfi að byggja upp ný störf í sveitum f stað 228 hefðbundinna búa er svara til 350 ársverka. Landbúnaðarráðherra kynnti í gær skýrslu framkvæmdanefndar um framkvæmd búvörusamninga og horfurn- ar út árið 1992. Mjólkurframleiðsla er nú i jafnvægi en staöa sauðfjárbænda er öllu verri. A-mynd Róbert. Ragnar hœttir sem forstjóri Álversins: ..EKKERT ÓEÐLILEGT AÐ BREYTA TIL“ „Það er ekkert óeðlilegt þótt maður vilji breyta til eftir 20 ár i forstjórastarfinu,“ sagði Ragnar Halldórsson forstjóri ISAL og nýkjörinn stjórnarformaður við Alþýðu- blaðið í gær. Á aðalfundi ÍSAL sem haldinn var í Zurich f Sviss voru ákveðnar breytingar á stjórn félagsins. Halldór H. Jónsson gaf ekki kost á sér til stjórnarformennsku og var Ragnar kosinn f hans stað. Jafnframt var ákveðið að Ragnar léti af störfum fljót- lega. Magnús Óskarsson var Ragnar Halldórsson: Reikna með aö sinna eingöngu stjórnarfor- mennsku á næstunni endurskipaður í stjórnina af iðnaðarráðherra, en í stað Jóns A. Jónassonar var Eggert Haukdal skipaður. Gunnar J. Friðriksson og Sig- urður Halldórsson voru endurkjörnir. Ragnar sagðist reikna með að sinna eingöngu stjórnar- formennskunni á næstunni: „Fyrst um sinn er þetta fram- hald af mfnum störfum. Síð- an koma vafalaust önnur verkefni til. Það er t.d. talað um nýtt álver eða stækkun á álveri. Hvað verður ofan á veit maður auðvitað ekki,“ sagði Ragnar. Forsetakjör 1988: 21% FJÖLGUN KJÓSENDA FRÁ1980 Heildarfjöldi kjósenda á kjörskrárstofninn fyrir for- setakjöriö 25. júni er um 173.800 og er áætluð fjölgun kjósenda á kjörskrá frá siö- asta forsetakjöri 1980, 21%. Með breytingum á lögum um kosningar til Alþingis 1984 var lágmarksaldur kjós- enda lækkaöur úr 20 f 18 ár. Kosningaréttur var einnig rýmkaður með þvi að lögræð- issvipting eða flekkað mann- orð veldur ekki missi kosn- ingaréttar og ekki heldur lög- heimilisflutningur til útlanda á síðustu 4 árum. Þeir sem fæddir eru 26. aprfl 1969 til 25. júnf 1970, og geta nú neytt kosningaréttar í fyrsta sinn eru um 4.700 segir f frétt fráHagstofunni. Á kjörskrá f Reykjavík fyrir þessar forsetakosningar eru um 68.500 manns, í Reykja- nesi eru 40.400, á Vesturlandi 10.100, á Vestfjörðum 6.800, á Norðurlandi vestra eru 7.300, á Norðurlandi eystra 18.100, á Austurlandi 9.100 og á Suður- landi um 13.600. Þeir eru tald- ir frá sem verða 18 ára á ár- inu en eftir kosningar 25. júní og Ifka þeir sem voru á kjör- skrá miðað við 1. desember s.l. en hafa látist á sfðustu 6 mánuðum. Breytingar hjá Flugleioum: FORSTÖÐUMENNIRNIR FÆRÐIR TIL Rúmlega 20 deildarstjórar og forstööumenn Flugleiöa voru i gær færðir til í störfum hjá félaginu. Megintilgangur- inn með þessu er aö aðlaga fyrirtækið að nýjum áhersl- um í rekstrinum. í tilkynningu frá Flugleið- um segir að þessar breyting- ar séu í samræmi við þá stefnu sem Siguröur Helga- son forstjóri Flugleiða hefur markað hjá félaginu, að færa menn reglulega til f starfi til að koma f veg fyrir stöðnun og til að tryggja stöðugan straum nýrra hugmynda og endurmat á aðferðum. Með breytingunum ereinn- ig skilið betur á milli rekstrar- eininga sem auðveldar að leggja sjálfstætt arðsemis- mat á ýmsa hluti fyrirtækis- ins, segir f tilkynningunni. Til dæmis eru hótel- og veitinga- rekstur félagsins nú skilinn meira frá flugrekstrinum sjálfum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.