Alþýðublaðið - 02.06.1988, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 02.06.1988, Qupperneq 7
Fimmtudagur 2. júní 1988 7 ÚTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir HANN IÐRAÐIST EINSKIS r „Eg hef það stórfínt, gœti þó hugsað mér að fara aftur til Bret- lands, en ekki nema í einn mán- uð“, sagði Kim Philby, einhver mesti njósnari allra tíma. Kim Philby á velmektardögum sínum, rétt áður en hann stakk af til Sovétrikjanna. Bresk yfirvöld virðast hafa sofnað á vaktinni, hvað Philby varðar. Hann var á góðri leið með aö verða yfir- maður allrar bresku leyni- þjónustunnar. Á sama tíma var hann einn afkastamesti njósnari Sovétríkjanna á Vesturlöndum. Þegar andlát hans spurðist var þetta graf- skrift Breta yfir honum: „Loksins er siðasti Englend- ingur Stalíns horfinn“. Þar með lauk síðasta kafla í hneyksli, sem breska öryggis- og leyniþjónustan vill helst gleyma. Þegar Harold Adrian Russ- el Philby fæddist, var breska heimsveldið stórt og öflugt. Hann fæddist f Indlandi og var yfirstéttarbarn. Gælunafn- ið Kim gaf faðir hans honum, fékk hugmyndina í einni af sögum Kipling frá Indlandi, þar segir frá dreng, Kim, sem njósnar fyrir bresku nýlendu- stjórnina! Kim Philby aftur á móti var föðurlandssvikari af hæstu gráðu sem gaf njósn- urum Stalfns, upplýsingar um breska leyniþjónustumenn og átti þar með hlutdeild f þvl að þeir voru handteknir og Ifflátnir. Philby var hreyk- inn af þessu. Upp komst um svik Philby fyrir um 25 árum sfðan og blaöamenn, rithöfundar og rannsóknarlögregla, hafa í áranna röð reynt að finna út úr þvf hvað kom Philby til að svíkja bæði uppruna sinn og föðurland. Þessar vangavelt- ur hafa skotið upp kollinum aftur nú, eftir dauða hans. Þeir sem þekkja til í bresku leyniþjónustunni þykjast hafa fundið að minnsta kosti eina ástæðu. Hún er sú, að Philby á að hafa erft skapgerðarein- kenni frá fööur sínum, Harry St. John, sem alltaf var að leita að einhverju, sem var betra en það þjóðfélag, sem hann var alinn upp í. Harry St. John var opinber embættismaður í Indlandi, sem þá laut yfirstjórn Breta. Seinna varð hann sérfræðing- ur í málefnum araba og varð einskonar trúnaðarmaður þá- verandi konungs ( Saud- Arabíu, Abde el-Aziz. Harry St. John komst til svo mikilla áhrifa í Saudi-Arabiu, að hann hefði auðveldlega geta tryggt Bretlandi einkarétt á olíuvinnslu í því rfki, sem enn þann dag I dag er eitt mesta olíuframleiðsluríki í heim- inum. Hann lét það tækifæri renna sér úr greipum, en gaf Bandarfkjunum tækifæri til að tryggja sér olíuréttindin. Til þess að finna eitthvaö kannski betraen hann hafði, sveik Harry St. John heims- veldið sem skóp hann. Það þykir ekki ólfklegt að faðirinn hafi haft áhrif á soninn og þarna sé skýringin á því að Philby sveik föðurland sitt, að honum hafi fundist að nú hefði hann fundið eitthvað betra. í háskólanum í Cambridge, þróaði Philby hinar byltinga- kenndu hugmyndir sínar. Það var einnig í Cambridge, sem hann kynntist mönnunum sem áttu eftir að vera kjarn- inn í einhverju mesta sam- særi gegn Vesturlöndum á síðari tímum: Guy Francis Burgess, sem njósnaði fyrir Sovétríkin á sama tíma og hann vann í bresku utanríkisþjónustunni. Það komst upp um hann árið 1951, en honum tókst að komast til Sovétríkjanna. Hann dó árið 1963 fimmtíu og tveggja ára gamall — banamein — drykkjuskapur. Donald MacLean gekk í ut- anríkisþjónustuna þegar hann útskrifaðist frá Cam- bridge. Það var einnig flett ofan af honum árið 1951, hon- um tókst eins og Burgess að komast til Sovétrfkjanna. Eiginkona hans yfirgaf hann og fór að búa með Philby. MacLean andaðist áriö 1983 — sögur segja einnig af of- drykkju. Anthony Blunt, skriftaði fyrir bresku leyniþjónustunni árið 1964 að fyrra bragði. í staðinn fékk hann nafnleynd og fékk virðulega stöðu sem listráðunautur við bresku hirðina. Árið 1979, komst fer- ill hans f hámæli, opinber- lega. Drottningin rak hann og hann lést árið 1983. Allir þessir menn voru meðlimir klfku, sem var mjög erfitt að komast í, postularnir voru þeir kallaðir. Það var fyrsta eiginkona Philby sem kom honum í samband við sovésku leyniþjónustuna, og Philby var strax til í tuskið og upp með sér í þokkabót. Málin þróuðust þannig að Philby varð dýrmætasti njósnari Sovétríkjanna á Vesturlöndum. í meira en 20 ár sendi hann ómetanlegar upplýsingar til Sovétríkjanna t.d. um uppbyggingu NATO o.fl. Þegar Philby kom til Sovét- ríkjanna var honum strax út- veguð íbúö og hann fékk alls- konar heiðursmerki fyrir þjónustu sfna í þágu Sovét- ríkjanna. Hann virtist ekki skorta neitt og undi glaður við sitt. Hann eignaðist tvær eiginkonur f viðbót, (eina f einu), börnin hans heimsóttu hann reglulega. Hann fékk Times á hverjum degi, Marmelade frá Oxford og sendibréf frá vinum sfnum. Rithöfundurinn Graham Greene heimsótti hann og fannst kynni sín af Philby áhugaverð. Philby stóð á því fastar en fótum, að tilvera hans í Sovétrikjunum væri yndisleg og f ölium viðtölum var ekki annað að sjá og heyra. Hann sagðist langa til Bretlands en ekki nema í einn mánuð. Hann sagði Sovétrfkin vera sitt föðurland, sfðan árunum eftir 1930. Hann lagði svo fyrir í erfða- skrá sinni, að ösku sína ætti að grafa f Sovétríkjunum, ekki í Bretlandi. Hann var 76 ára þegar hann lést. Heimurinn fékk aldrei fulla vitneskju um þann usla sem hann olli í bresku leyniþjónustunni. Ekki fékkst heldur vitneskja um „fimmta Englending Stal- íns“, en því er haldið fram að háttsettur maður f bresku ör- yggisþjónustunni, hafi verið sá fimmti. PeterWright, höfundur bókarinnar Spycatcher (sem kom út í íslenskri þýöingu fyrir jólin) heldur þessu einn- ig fram í bókinni. Rfkisstjórn Bretlands hefur sett rauðan leynistimpil á þetta mál og engar nánari upplýsingar hafa komið I Ijós opinber- lega. (Aktuelt)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.