Alþýðublaðið - 02.06.1988, Qupperneq 8
AUGLÝSINGAR
SÍMI
681866
ftlPYBIIBIftfllB
Fimmtudagur 2. júní 1988
Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins:
SJÓDURINN VERDI
LAGDUR NIDUR
Nefnd sem sjávarútvegsráðherra skipaði vill leggja verðjöfnunarsjóðinn niður og að
komið verði á skattbundnum sveiflujöfnunarsjóðum innan fyrirtœkjanna.
Ríkisstjórnarfrumvarp vœntanlegt í haust. Búast má við togstreitu um hvernig
innistœðum verði skipt á milli einstakra greina sjávarútvegsins.
Nefnd sú sem sjávar-
útvegsráðherra skipaöi í
janúar s.l. til að endurskoða
lög og reglur um Verðjöfnun-
arsjóð sjávarútvegsins hefur
nú skilað áliti sinu og leggur
þar til að Verðjöfnunarsjóður
verði lagður niður. Niður-
staða og tillögur nefndarinar
voru ræddar á ríkisstjórnar-
fundi s.l. þriðjudag og er tal-
ið mjög líklegt aö rikisstjórn-
in taki ákvörðun um það í
sumar að sjóðurinn verði
lagður niður. Þetta yrði þó
væntanlega ekki gert meö
bráðabirgðalögum heldur
beðið eftir að þing komi sam-
an i haust og stjórnarfrum-
varp verði þá tilbúið. Hér er
um að ræða einhvern
stærsta sjóð landsins og
miklir hagsmunir honum
tengdir. Talið er að mikið
vatn muni renna til sjvávar
áður en tekist hefur að ná
samkomulagi um hvernig
innistæðum í sjóönum verð-
ur ráðstafað til einstakra
greina sjávarútvegsins en i
dag má áætla að eignastaða
sjóðsins sé a.m.k. 1600
milljónir króna og sjóðsstaða
nokkru lægri sem stafar af
þvi að endanlegt uppgjör
liggur ekki enn fyrir á fram-
leiðslu síðasta árs og sjóður-
inn á umtalsverðar fjárhæðir
útistandandi hjá saltfiskfram-
leiðendum.
Nefndin leggur ekkert til
um hvernig innistæðum skuli
skipt á milli greina sjávar-
útvegsins en leggur hins veg-
artil að þeim innistæðum
sem í sjóönum eru verði ráð-
stafað til greiðslu verðbóta
eftir hliðstæðum reglum og
nú gilda, þannig að út-
greiðslu verði í síðasta lagi
lokið innan 24 mánaða. í stað
Verðjöfnunarsjóðs leggur
nefndin til að sjávarútvegs-
fyrirtækjum verði heimilað að
mynda sveiflujöfnunarsjóði
til aö jafna afkomu á milli
ára. Þar sem allar llkur eru
taldar vera á því að ákvörðun
verði tekin á þessu ári um að
leggja sjóöinn niður er nú
mikið spáö og spekúlerað
hvernig beri að reikna út inn-
eign til fyrirtækja og
hagsmunasambanda.
I nefndinni áttu sæti Árni
Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri
í sjávarútvegsráðuneytinu,
sem var formaður nefndarinn-
ar, Bolli Þór Bollason, hag-
fræðingur í fjármálaráðuneyt-
inu og Ólafur ísleifsson efna-
hagsráðgjafi rikisstjórnarinn-
ar. Áður en nefndin skilaði til-
lögum sínum fékk hún álit
margra fulltrúa ýmissa sam-
taka sem aðild eiga aö sjóðn-
um. Samkvæmt okkar heim-
ildum eru menn almennt á
þeirri skoðun að Verðjöfnun-
arsjóður hafi ekki megnað
undanfarið að uppfylla það
hlutverk sem honum er ætl-
að þ.e. að jafna sveiflur I sjáv-
arútvegi.
í samtali við Alþýðublaðið
segir Friðrik Pálsson forstjóri
Sölumiðstöðvar sjávarútvegs-
ins, um tillögur nefndarinnar:
„Við höfum margsinnis ítrek-
ao, ao viö teljum að Verðjöfn-
unarsjóðurinn, í þvi formi
sem hann er, hafi ekki geng-
ið. Þetta er raunar mjög mið-
ur því ég var lengst af þeirrar
skoðunar að hann væri þarf-
ur og það hefur sýnt sig í
vissum tilfellum var hann það
en aftur á móti var sjóðurinn
notaður sem gengisjöfnunar-
sjóður i mörg misseri í stað
þess að vera eiginlegur verð-
jöfnunarsjóður. Það varð til
þess að nánast allir aðilar
sem að honum standa,
misstu algjörlega trú á, að
hann væri einhvers virði. Þeg-
ar svo er komiö, þá verður að
viðurkenna að hann hefur
ekki tilgang lengur," sagði
Friðrik.
Fyrirtœkin verji sig sjálf
Nefndin bendir á í skýrslu
sinni að á þeim tæplega
tveimur áratugum sem liðnir
eru frá stofnun sjóðsins, hafi
starfsumhverfi sjávarútvegs-
ins tekið miklum breytingum.
Þetta styður néfndin m.a.
með þvl að vísa til þess að
með fullum yfirráðarétti yfir
fiskveiðilögsögunni hafi
skapast aðstæður til að beita
vlsindalegri stjórn fiskveiða
og jafnframt myndast
forsendur til að draga úr
sveiflum í þeim afla sem að
landi berst á hverjum tima.
Það geri starfsemi sjóðsins
flóknari og valdi erfiðleikum í
framkvæmd að útflytjendum
sjávarafurða hafi fjölgað á
seinustu árum og jafnframt
hafi framleiðslan orðið fjöl-
breyttari samhliða því sem
markaðssvæðum hafi fiölgað.
Með aukinni fjölbreytni hefur
dregið úr áhrifum gengis
Bandarfkjadals á hag fyrir-
tækjanna. Þá hafi samkeppn-
isstaða sjávarútvegsins
breyst mikið á þeim tíma
sem sjóðurinn hefur starfað.
Möguleikar til útflutnings
hafi batnað að mun og nýir
markaðir opnast en á móti
þessu komi að samkepnni
um hráefni til fiskvinnslunnar
hafi harðnað að mun.
Nefndin styður tillögur sin-
ar líka með því að benda á að
verðmyndunarkerfi sjávar-
útvegsins hafltekið breyting-
um. Verðlagsráð hafi heimild
til að gefa fiskverð á tiltekn-
um tegundum frjálst og
sprottið hafa upp uppboðs-
og fjarskiptamarkaðir víða
um land. Þá hafi fyrirtæki I
sjávarútvegi betri skilyrði en
áður til aö verja starfsemi
sína fyrir sveiflum í afkomu.
Verðtrygging og fjölbreyttir
sparnaðarkostir gefi færi á
að verja það fé sem lagt er til
hliðar fyrir verðlagsbreyting-
um og breytingum á gengi.
„Öll þessi atriði gera það að
verkum, að starfsemi Verð-
jöfnunarsjóðs er ekki lengur
eins sjálfsögð og óumdeild
og áður,“ segja nefndarmenn.
Verðjöfnunarsjóður
brást
Lagt er til að Verðjöfnunar-
sjóður skuli lagður niður
með þeim rökum að sjávar-
útvegsfyrirtæki hafi nú betri
burði til að verja afkomu sína
áföllum. Það er nokkuð kynd-
ugt I Ijósi þess að ríkisstjórn-
in hefur nú þurft að grípa til
„neyðarráðstafana" með
bráðabirgðalögum og gengis-
fellingu fyrir hagsmuni út-
flytjenda. Sú staðreynd sýnir
best að sjóðurinn nýtist ekki
í dag sem almennt sveiflu-
jöfnunartæki vegna þess hve
starfsemi hans er orðin flók-
in og hagsmunir tengdir hon-
um margbrotnari en áður.
Bendir nefndin sjálf á að
þrátt fyrir hagstæða verðþró-
un á botnfiskafurðum síð-
ustu tvö árin er sjóðurinn
ekki fær um að standa undir
þeim verðlækknum er orðið
hafa að undanförnu.
í dag er sjóðnum skipt í 5
deildir eftir tegundum afurða
og hafa þær aðskilin fjárhag.
Frá ársbyrjun 1987 hafa inni-
FRETTASKYRING
Omar Fridriksson
skrifar
AUGLÝSINGAR
SÍMI
681866
Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegs-
ins hefur ekki tekist að draga úr
áhrifum ytri áfalla og jafna sveiflur
sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa
orðið fyrir. Nær öll samtök sem
aðild eiga aö stjórn sjóðsins vilja
nú að hann veröi lagður niöur eöa
verulegar breytingar gerðar á
starfsemi hans.
stæður sjóðsins verið geng-
istryggðar miðað við SDR og
borið svokallaða LIBOR-vexti
að frádregnu 1/8%.
Vegna verðfalls á afurðum
rækjuvinnslustöðva undan-
farið hafa rækjuframleiðend-
ur nú krafist þess að fá greitt
úr Verðjöfnunarsjóði og vísa
þá til versnandi afkomu i
greininni. Um síðustu áramót
áttu rækjuframleiðendur i
sjóði rækjudeildar tæplega
400 milljónir króna og hefur
það þótt til marks um hve
viðkvæmt uppgjör á Verð-
jöfnunarsjóðnum geti orðið
ýmsum sem aðild eiga að
sjóðnum þótti Steingrímur
Hermannsson, sem gegnir
embætti sjávarútvegsráð-
herra þessa dagana, taka full-
mikið upp í sig er hann lýsti
því yfir I útvarpsviðtali í vik-
unni að rækjuvinnslustöðv-
arnar fengju llkast til greidd-
an verulegan hluta af inneign
sinni hjá sjóðnum ef hann
verður lagður niður.
Talsmenn hagmunaaðila
hafa forðast að svara þvi með
hvaða hætt þeir vilji að inni-
stæðum sjóðsins verði skipt
ef og þegar sjóðurinn verður
lagður niður. Friðrik Pálsson
segir að þar séu margar leiðir
mögulegar en vildi þó ekki
ræða það nánar. „í aðalatrið-
um þarf að reyna að tryggja
að þeir sem hafa lagt þessa
peninga til hliöar fái þá til
sín. Hvernig það verður
nákvæmlega reiknað út, er
ekki hægt að ræða í fjölmiöl-
um,“ sagði hann.
I tillögum nefndarinnar
kemur fram að i stað Verð-
jöfnunarsjóðs verði fyrirtækj-
um heimilað að mynda sér-
staka sveiflujöfnunarsjóði
innan fyrirtækja. Þannig gæti
fyrirtæki lagt tiltekið hlutfall
hreinna skattskyldra tekna
(t.d. 60%) í sveiflujöfnunar-
sjóð og drægist tillagið frá
tekjuskattsstofni þess árs.
Sveiflujöfnunarsjóð mætti
einungis nýta til að mæta
rekstrartapi.
ZsB
D 1 2 3 4
5
6 □ 7
8 ^ 9
10 □ 11
□ 12
13 _ ' nj
Krossgátan
Lárétt: 1 heilbrigöur, 5 digur, 6
barlómur, 7 skáld, 9 fööurlandiö,
10 rúmmálseining, 11 dreifi, 12
millibil, 13 skálmar.
Lóörétt: 1 hljóðskref, 2 kvabb, 3
þegar, 4 vikapilt, 5 blekkja, 7
röskir, 9 tré, 12 umdæmisstafir.
Lausn á siöustu krossgátu
Lárétt: 1 bátur, 5ollu, 6 tau, 7 SK,
8 rumska, 10 að, 11 kál, 12 súld,
13 aftri.
Lóörétt: 1 blauð, 2 álum, 3 tu, 4
rekald, 5 otrana, 7 skáli, 9 skúr,
12 st.
Gengið
Gengisskráning 100 - 31. maí 1988
Kaup Sala
Bandaríkjadollar 43,770 43,890
Sterlingspund 80,712 80,933
Kanadadollar 35,380 35,477
Dönsk króna 6,6707 6,6890
Norsk króna 7,0049 7,0241
Sænsk króna 7,3249 7,3450
Finnskt mark 10,7490 10,7785
Franskur franki 7,5453 7,5659
Belgiskur franki 1,2148 1,2182
Svissn. frankí 30,3895 30,4728
Holl. gyllini 22,6348 22,6968
Vesturþýskt mark 25,3423 25,4118
itölsk líra 0,03419 0,03429
Austurr. sch. 3,6047 3,6146
Portúg. escudo 0,3119 0,3127
Spanskur peseti 0,3838 0,3848
Japanskt yen 0,35016 0,35112
•Ijósvakapunktar
•RUV
20.35 Stangveiði. Fyrsta
mynd af sex sem fjallar um
stangveiðar í Bretlandi. Það
er til of mikils mælst að þátt-
urinn sé íslenskur.
22.00 Fréttaskýringaþáttur
um leiðtogafundinn í
Moskvu. Áhorfendum gefst
eflaust kostur á að bera sam-
an, þær Nansi og Raísu.
• Stöí 2
20.15 Svaraðu strax. Bjarni
Dagur og Bryndís fá gesti úr
sal til að snúa „lukkuskífu",
inn á milli auglýsinga.
• Ras 1
15.03 Ertu að ganga af göfl-
unum ’68? Þeir sem ekki
hlustuðu á þáttinn í gær-
kvöldi fá annað tækifæri. Ný
þáttaröð í umsjón Einars
Kristjánssonar (frá Her-
mundarfelli?)
• Útvarp Alfa
22.15 Fagnaðarerindið í tali
og tónum.