Alþýðublaðið - 10.06.1988, Síða 2

Alþýðublaðið - 10.06.1988, Síða 2
2 Föstudagur 10. júní1988 MÞYMBLM9 Utgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Umsjónarmaður helgarblaös: Blaðamenn: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Þorlákur Helgason Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friðriksson. Þórdís Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Slðumúla 12. Áskriftarslminn er 681866. Dreifingarsími um helgar: 18490. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. FLÓTTI UNDAN FRAMSÓKN Landbúnaðarmál eru enn til umræðu. Leiðarahöfundur Tímans kemst að þeirri merkilegu niðurstöðu í gær, að landbúnaðarstefnan hrjái ekki efnahag þjóðarinnar. „Þettaerfjarri öllu lagi. Landbúnaðarstefnan áengan þátt í þeirri stöðu sem efnahagskerfið hefur lent í undanfarna mánuði og misseri." Niðurstað Tímans er því miðurekki í samræmi við raun- veruleikann. Og það bætir ekki úr skák, þó að fjármálaráð- herra sé af Tímanum talinn haldinn „bókhaldaraþröng- sýni“. Viðbrögðin eru dæmigerð fyrir þá sem hafa siglt í strand. Allt í kringum okkur blasir við strand framsóknar- stefnunnar. Flóttinn af landsbyggð í þéttbýlið við Faxaflóa úrvígjum Framsóknarflokksins eru talandi dæmi.Sjálfur formaður flokksins sá þetta fyrir og flutti sig í kjölfarið í kjördæmið stærsta við Faxaflóa fyrir kosningar í fyrra. Framsóknarstefnan er gjaldþrota í landbúnaði og í þeim undirstöðum sem fólk á landsbyggðinni hefur búið við. Sama dag og uppgötvun Tímans um að landbúnaðurinn tilheyrði ekki efnahagslífinu birtist á leiðarasíðu, hófst aðalfundur Sambands íslenskra Samvinnufélaga. Þar er fyrsta mál á dagskrá að taka fyrir gjaldþrot verslunarinnar á landsbyggðinni. Þar blasir víðast við uppgjöf framsókn- arverslunar við að aðlagast breyttum lífsskilyrðum til sveita. Tap á rekstri kaupfélaganna á landsbyggðinni nem- ur yfir 200 milljónum króna á síðasta ári. Á sama tíma mjólka önnur fyrirtæki Sambandsins landsbyggðina m.a. með því að draga til sín óeðlilegt hlutfall af þeim tekjum sem falla landbúnaði til. Framsóknarmaddaman hefur góðan hagnað út úr því að geyma óselt kjöt í frystihúsum víða um land — og stjórnar útsölu á kjöti ofan í útlend- inga. LeiðarahöfundurTfmans telur þettaekki hlutaefnahags- vandans. Vandinn liggur að mati blaðsins í of háum vöxt- um og lágu verði á helstu útflutningsafurðum okkar. Vand- inn liggur ekki f því sem marg oft hefur verið bent á í Al- þýðublaöinu, að rfkisstjórn Steingríms Hermannssonar skildi þjóðinaeftir f skuldasúpu eftirgóðæri rfkisstjórnar- árannaFramsóknar-og Sjálfstæðisflokksins. Skuldirhafa verið að hlaðast upp og ógreiddir reikningar góðærisins liggja á skrifborði núverandi fjármálaráðherra. Bent hefur verið á að með vaxtalækkun megi rétta úr kútnum. Hætt er við að sú lækning yrði f meira lagi skammær. Við lækn- um ekki mein efnahagskerfisins með þvf að ákveða að draga úr hita sjúklingsins með einu pennastriki. Við misstum sannanlega af lestinni við síðustu gengisfell- ingu. í stað þess að verðbólgan var á niðurleið sem hefði leitt til vaxtalækkunarríkurverðbólgan nú upp í skjöli mis- skilinnar gengisfellingar, sem ríkisreknir bankar og spá- kaupmenn framkölluðu fyrirvaralaust. Vissulega verða vextirað lækka — og verðbólgan sömuleiðis. En bati efna- hagskerfisins kemur ekki af sjálfu sér og alls ekki þó að allir helstu hagsmunagæslustjórar þessa lands kalli á aðgerðir til hjálpar nauðstöddum atvinnugreinum. Þær eru skottulækningar, ef farið er að boðum framsóknar- stjóranna. VANDI FLOKKS Samkvæmt skoðanakönnun um fylgi flokka um þessar mundirhefur Alþýðuflokkurinn Iftinn byr. Jafnaðarmanna- flokkur getur ekki setið undir slíku án þess að reynt sé að kryfja málið til mergjar. Því er þess óskað að hið fyrsta ver- ið kallað á samkomu Alþýðuflokksfólks um allt land til skrafsog ráöagerðaum flokkinn og stefnuna. Það erof Ift- il umræða um Alþýðuflokkinn meðal velunnara hans, og ráðherrum væri hollt að heyrahvað félagarviljaum þessar mundir. ÖNNUR SJÖNARMIÐ HELGA Sigurjónsdóttir, kennari og námsráögjafi ritar fróölega grein i Tímann í gær um breytingar á skólakerfinu. í dag eru tíu sinnum fleiri unglingar í framhaldsskólum landsins en fyrir rúmum ára- tug. Hvaö breyttist og hvers vegna? „Mér viröist svo sem þaö sé einkum þrennt sem kaii- aði á umrædda skóiabyltingu í vestrænni menningu: geim- ferðakapphlaup stórveldanna, aukin fjárráð almennings að lokinni síðari heimsstyrjöld- inni (þetta á einkum við um ísland) og margvíslegar kröf- ur um mannúð og frelsi í stofnunum þjóðfélagsins þar á meðal skólum. Flestir sem komnir eru vel af barnsaldri muna þann gíf- urlega taugatitring sem varð á Vesturlöndum þegar Gagar- ín hinum rússneska var skot- ið út i geiminn 1961. Þetta var nokkuð sem ekki átti að geta gerst. Menn töldu að Vestur- lönd hefðu nú dregist aftur úr í tækninni og umsvifalaust var farið að leita að söku- dóigi. Beindust spjótin eðli- lega fyrst að skólunum. Þeir höfðu brugðist, sögðu vísir menn og nú þyrfti að taka til hendinni í skólakerfinu. Og ekki var látið sitja við orðin tóm. Áætlanir voru gerðar sem miðuðu að því að auka menntun ungra barna, nám sé fyrst til hinna gáfuðustu, kenna þeim sérstaklega stæröfræði og raungreinar og bæta þess utan almennt kennslu i þeim greinum. I kjölfar þess kom krafan um bættar kennsluaðferðir i fleiri greinum. Uppgötvunar- aðferðinni var haldið mjög á loft og ítroðslan dæmd og léttvæg fundin. Börnin áttu fyrst og fremst að skilja, hugsa rökrétt og draga álykt- anir. Þessar hugmyndir bárust brátt til íslands og skutu rótum. Yfirvöld menntamála brugðust fremur fljótt við kalli timans og skólamenn voru gerðir út af örkinni til að kynna sér nýjungar í einstök- um greinum, einkum þó stærðfræði. Mengjakennsia varð ráðandi i stærðfræði- námi í grunnskólum upp úr 1970 og um svipað leyti var samfélagsfræðiáætlunin skipulögð og ýtt úr vör. Áætl- un sem að vísu varð aldrei framkvæmd að fullu en það er önnur saga. Fleiri náms- greinar voru endurskoðaðar s.s. islenska og erlend tungu- mál. Ailt þetta hafði í för með sér feikimiklar breytingar í yngri bekkjum grunnskóla (sem þá hét barnaskóli). í samræmi við nytsemissjón- armiðið og hugmyndirnar um að hagnýta sem fyrst gáfur barna og andlegt atgervi þeirra þótti bera nauðsyn til að færa niður á það skólastig margar námsgreinar sem fram til þessa höfðu aðeins verið kenndar í framhalds- skóla eða a.m.k. ekki fyrr en i efri bekkjum grunnskóla (7.-9. bekk). Má þar nefna dönsku, ensku, eðlisfræði og líf- fræöi.“ Helga leggur fram tillögur f 5 liðum um úrbætur í ís- lenskum skólum. 1. Það þarf að þjálfa kenn- ara og skólastjóra markvisst í fordómaleysi gagnvart nem- endum. 2. Það þarf að endurskoða námskrá fyrir yngri bekki grunnskóla og taka burt greinar sem eiga þar ekki heima. Það liggur ekkert á að kenna kornungum börnum háskólagreinar s.s. eðlis- fræði og líffræði og allra síst séu bækurnar á tyrfnu vís- indamáli eins og hefur viijað brenna við i þessum grein- um. 3. Það þarf að endurskoða kennslu í 7.-9. bekk grunn- skóla og athuga hvort ekki sé unnt að koma þar við hrað- ferð og hægferð, þannig að nemendur geti lokið síðasta áfanga ýmist á þremur eða fjórum árum. Það hlýtur að vera betra fyrir alla aðila að taka á vandanum sem fyrst en bíða ekki eftir fallinu í 9. bekk. Margir unglingar þrosk- ast mikið andlega einmitt um 15-16 ára aldur og þeim eru áreiðanlega hollara að fá að þroskast í friði og að vinna með námsefni við hæfi held- ur en að skreiðast upp á grunnskólapróf og kolfalla á fyrstu önn í framhaldsskóla. Þessi tillaga miðar að sparn- aði. 4. Falli tillaga nr. 3 ekki í góðan jarðveg þarf að koma á fót vel skipulögðum undir- búningsdeildum við fram- haldsskóla fyrir þá nemendur sem eru illa á vegi staddir viö lok grunnskólans. 5. Síðast en ekki sist þarf að auka aðhald og festu í framhaidsskólunum, einkum í fjölbrautaskólunum þar sem nemendur koma og standa oft stutt við. Þetta aðhald þarf að koma bæði frá skól- um og heimilum en skólar verða og hafa þar frumkvæði. Eins og ég hef sagt er það á misskilningi byggt að ung- lingar upp til hópa séu færir um að standa á eigin fótum i námi og það er hvorki nýtt í sögunni né barnalegt að þurfa stuðning, hjálp og upp- örvun þó að maður sé orðin(n) 19 ára. Helga gerir betur grein fyrri punktunum 5 í greininni. ALLABALLINN geturek ki veriö i sömu jakkafötunum á Alþingi og sjálf- stæðismaðurinn. Þetta er niðurstaða búðareiganda sem selur fleiri jakkaföt en áður. „19. júní“ blaðið segir frá þessu í grein um jafnrétt- isbaráttuna. Og Hjörleifur Guttormsson er „áberandi best klæddi maðurinn á Al- þingi“. „Núna er mjög algengt að menn kaupi sér tvenn jakka- föt á ári, ekki endilega af því þá vanti ný, heldur vegna þess að þálangarí þau. Ég flyt yfirleitt ekki inn nema ein föt í númeri, þannig að aldrei eru margir í sömu fötunum. Þetta finnst mörgum skipta miklu máli t.d. á opinberum vinnustöðum eins og Alþingi. Þar gengur ekki að maður t.d. úr Alþýðubandalaginu sé í nákvæmlega eins fötum og annar úr Sjálfstæðis- flokknum. Og til þess að ko- ma i veg fyrir þetta höldum við bókhald hér yfir hvaða föt hver kaupir og á hvaða tíma. Annars finnst mér Hjörleifur Guttormsson áberandi best klæddi maðurinn á Alþingi." Einn með Storm P. sá danski er góður: „Ó, góði herra, ég hef verð á flakki f fjóra daga matar- laus,“ segir flækingurinn. „Haltu því áfram, metið eru 9 dagar.“ kaffinu

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.