Alþýðublaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 2
2 MMDUMMIIÐ Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Umsjónarmaöur helgarblaðs: Blaöamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Þorlákur Helgason Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttirog Ómar Friðriksson. Þórdís Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. ENDURSKIPULAGNING LANDBÚNAÐARINS Agreiningur ríkir nú innan ríkisstjórnarinnar um land- búnaðarmál. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn annars vegar og Alþýðuflokkurinn hins vegar eru ósammála um hvernig greiða beri úr fjárhagserfiðleikum landbúnaðarins. Óformleg viðræðunefnd þriggja ráðherra stjórnarflokkanna hefur leitast við að finna leiðir út úr þeim ógöngum sem landbúnaðarmálin eru komin í og eitt- hvað virðist hafa þokast í samkomulagsátt þótt flokkana greini enn á um heildarleiðir. Offramleiðsla landbúnaðar- vara og þá einkum kindakjöts hefur skapað kerfi niður- greiðslna og útflutningsbóta sem íþyngir rikissjóði æ meir. Þrátt fyrir þá staðreynd að Jóni Baldvin Hannibals- syni fjármálaráðherra tókst að skila hallalausum fjárlög- um og þrátt fyrir að fjármálaráðherra hefur sýnt mikla þrautseigju og dug til að halda ríkissjóði réttum megin við strikið, sýna bráðabirgðaáætlanir í fjármálaráðuneytinu að gera megi ráð fyrir halla á ríkissjóði á þessu ári sem nemur um hálfum milljarði króna. Það er því brýn nauðsyn að stjórnarflokkarnir axli þá ábyrgð sameiginlega að íþyngja ekki ríkissjóði um of, og sýna sanngirni, réttsýni og dómgreind í kröfum um rfkisútgjöld. Alþýðuflokkurinn hefur löngum bent á þá nauðsyn að endurskipuleggja atvinnuvegina frá grunni. Liður í þeirri endurskipulagn- ingu er að færa undirstöðuatvinnuvegina frá sjálfvirkri verndun hins opinbera. Sjálfvirk ríkisforsjá sem stundum hefur verið nefnt pilsfaldakapítalismi, felur í sér að atvinnufyrirtækin færa eigendum sínum verulegan hagnað í góðæri en skilaríkinu litlu, en njótaverndar ríkis þegar illa árar sem þýðir að eigendurnir taka enga áhættu en skattgreiðendur mikla. Þessu verðurað sjálfsögðu að breyta. Hvað landbúnaðinn varðar, erýmislegt sem þarf að lag- færa. í fyrsta lagi verður aó stokka landbúnaðinn upp og endurskipuleggja hann að nýju. Skera verður niður fram- leiðslu á illseljanlegum búvörum og hætta þeim dæma- lausa leik að flytja út kjöt og aörar landbúnaðarafurðir á yfirfullan erlendan markað en taka síðan erlend lán til aó standa straum af endaleysunni. í öðru lagi þarf markvissa landnýtingu í þágu skógræktarog gróðurverndar sem lið í heildarendurskipulagningu landbúnaðarins. í þriðja lagi þarf að draga úr sjálfvirkni ríkisábyrgðar í kostnaði land- búnaðarins. í fjórða lagi er mikilvægt að lækka milliliða- kostnaðinn, lækka vinnslukostnað landbúnaðarvara með því að einfalda og skera niður sölu- og verðmyndunar- kerfið í landbúnaðinum. Það er mikilvægt að stjórnarflokkarnir nái samstöðu um þessar aðgerðir án misklíðar. Eitt mesta ágreiningsefnið er búvörusamningurinn svonefndi. Það er Ijóst að standa verður við þá málamiðlun sem gerð var við stjórnarmynd- unina um framkvæmd búvörusamningsins en hitt er einnig nauósynlegt, að endurskoóa verður samninginn samkvæmt ákvæðum i búvörulögum. Endurskipulagning landbúnaðarins þýðir miklar umbreytingar á högum bændaog landsbyggðarfólks. Þaðerþví mikilvægt aðjafn umfangsmikilli endurskipulagningu sé gefinn aðlögunar- tími. ÖNNUR SJÓNARMIÐ ÞORARINN Þórarinsson, fyrrum ritstjóri Tímans, birtir grein i sínu gamla málgagni í gær, sem fjallar um hve betur styrkir til landbúnaöar hafa gagnast hérlendis en i lönd- um Efnahagsbandalagsins. Þórarinn segir fullum fetum aó styrkir til landbúnaðar hafi veriö öllum til hags, beint eóa óbeint. Á tímum landbúnaðar- deilna er full ástæöa til aö doka lítils háttar viö þessi sjónarmið. Þórarinn skrifar: „Þegar litið er á málið frá þessu sjónarmiði veröur ekki hægt að komast hjá þeirri niðurstöðu, að landbúnaðar- styrkirnir hafi gagnast betur hér en í löndum Efnahags- bandalagsins. í löndum Efna- hagsbandalagsins er víöa gíf- urlegt atvinnuleysi, einkum í stórborgum. Á íslandi hefur ekki veriö teljandi atvinnu- leysi um alllangt skeið. Þessu valda að sjálfsögðu ýmsar ástæður, en sú ekki síst, að enn býr hér í sveitum og hefur atvinnu við land- búnað hlutfallslega fleira fólk en í löndum Efnahagsbanda- lagsins. Þessi staðreynd hefur dul- ist íslendingum seinustu árin, þvi aö sjórinn hefur verið gjöfull og mikið flutt inn af erlendu lánsfé. Atvinna hefur því verið meö mesta móti. En sjórinn getur brugð- ist og endalaust er ekki hægt að taka lán erlendis. Þegar þrengir að af þessum ástæö- um, mun þjóðinni reynast það þungur baggi ef land- búnaðarframleiðsla hefur stórlega dregist saman og fólksstraumur legið úr dreif- býlinu til höfuðborgarsvæðis- ins.“ Og síöan skrifar Þórarinn: „Nokkur visbending er at- vinnuástandið í sveitaþorpun eins og Hellu og Hvolsvelli um þesar mundir. Ef land- búnaðarframleiðsla heldur áfram að dragast saman, myndi svipað ástand koma til sögu miklu víðar. Og stór- borgin Reykjavik myndi ekki sleppa, ef fólksfjöldinn hefði stóraukist þar vegna aðflutn- inga úr dreifbýlinu. Þá gæti ástandið þar orðið likt því, sem var hér á kreppuárunum fyrir síðari heimsstyrjöldina. Énginn, sem það man, mun óska eftir sliku aftur. Þeir, sem fárast yfir styrkj- um til landbúnaðarins, þurfa að átta sig á, hvaða þýðingu þeir hafa haft fyrir Reykjavík og fleiri kaupstaði og kaup- tún. Með þeim hefur veriö komið í veg fyrir að þar mynduðust skilyrði fyrir at- vinnuleysi í stórum stíl og til- heyrandi vandræði. Hér er því ekki í raun um að ræða styrki til einnar stéttar eða eins atvinnuvegar, heldur styrki sem þjóðin hefur öll notið góös af með einum eða öðrum hætti, beint eða óbeint, Reykvíkingar og Reyknesingar ekki síður en aðrir landsmenn. Stundum heyrast þær raddir, að styrkir tii landbún- aðarins standi í vegi heil- brigðrar iðnþróunar og vaxtar iðnaðarins. Reynslan talar öðru máli. Hvergi hefur land- búnaður verið styrktur meir og hvegi hefur iðnaður vaxið meira og þróast betur en í Japan. Reynslan þar sýnir, að eigi þjóð að farnast vel þurfa blómiegur landbúnaður og vaxandi iðnaður að haldast í hendur." Svo mörg voru þau orö. ÞJÓÐVILJINN fjallar í leiðara í gær um ráöningu Ómars sjónvarpsmanns Ragnarssonar yfir á Stöð 2. Blaðið kemst aö þeirri frum- legu niöurstöðu að það séu sjálfstæðismenn sem hafi fælt Ómar yfir á Stöð 2. Möröur Arnason ritstjóri er merktur sem leiðarahöfundur og hann siglir á eftirfarandi oröum úr höfn í forystugrein sinni: „Ómar Ragnarsson frétta- maður hefur sagt upp á Sjón- varpinu og ætlar í haust að hefja störf hjá helsta sam- keppnismiðlinum, Stöö tvö. Þetta eru tiðindi i daglega lif-i inu vegna þess að helstu sjónvarpsmenn eru nauðugir ! viljugir einskonar heimilisvin- ir þjóöarinnar, og i þeirra hópi hefur Ómar Ragnarsson talsverða sérstöðu af ýmsum ástæðum. Það er áfall fyrir Sjónvarpið að missa Ómar. Menn koma og menn fara, á Sjónvarpinu einsog á öör- um fjölmiðlum og öðrum vinnustöðum, og Ómar þarf engum að svara um sína at- vinnu. Og hvað Sjónvarpið varðar kunna að vera fullkom- lega eðlilegar skýringar á því að á þeim bæ verði menn að sætta sig við að sjá af Ómari. Þvi er hins vegar ekki að neita að brottför eins litrík- asta og vinsælasta starfs- manns Sjónvarpsins yfirá Stöðina vekur nú sérstaka athygli, vegna þess að ríkis- útvarpið hefur verið í sér- stöku sviðsljósi undanfarin misseri, einkum Sjónvarpiö. Þróunin í því fyrirtæki, sem íslendingar eiga í samein- ingu, hefur að undanförnu mótast einkum af tvennu. Annarsvegar hefur Sjónvarpið orðið fyrir hverri niðurlæging- unni af annarri í samkeppn- inni við Stöð tvö, — sem sjáfiur útvarpsstjóri kallar há- þróaða myndbandaleigu með heimsendingarþjónustu. Hinsvegar hefur Sjálfstæðis- Ómar: Samkvæmt leiöara Þjóð- viljans voru það sjálfstæðis- menn sem hröktu hann af Sjón- varpinu. flokkurinn reynt af fremsta megni að gera áhrif sín sem allra mest á ríkisútvarpinu og sérstaklega á Sjónvarpinu. Menntamálaráðherra er úr Sjálfstæðisflokknum, út- varpsstjóri er úr Sjálfstæðis- flokknum, formaður útvarps- ráös er úr Sjálfstæðis- flokknum og yfir menn í inn- lendri dagskrárgerð og á fréttastofu eru báðir tengdir flokknum traustum böndum.“ Og síðan segir: „Það er engu líkara en þetta tvennt hangi saman, aö Sjálfstæðisflokkurinn ætfi sér að ganga frá ríkisútvarp- inu af umhyggjusemi gagn- vart einkareknum stöðvum. Stofnuninni er haldið að- krepptri með fé, hvort sem athugaðar eru fjárveitingar eða afnotagjöld, á sama tima og það hefur tapað hundruð- um milljóna i auglýsingatekj- um frá þvi nýju stöðvarnar urðu til. Þetta hefur leitt til verulegs niðurskurðar á dag- skránni, sérstaklega í Sjón- varpinu, á sama tíma og dag- skrá Stöðvar tvö styrkist, bæði i tíma og að gæðum. Aö auki hefur verið tekinn upp sá siður að fela öðrum fyrirtækjum framleiðslu meginhluta innlendrar dag- skrár. Þaö er í sjálfu sér eðli- legt, og getur stutt við bakið á vaxandi kvikmyndaiðnaði, en hefur að undanförnu verið stundað i þeim mæli að farið er að stórsjá á tæknideild- inni, einu af fjöreggjum Sjón- varpsins. Óg fréttastofa Sjónvarps hefur ekki farið varhluta af þeirri sérkennilegu sýkingu sem herjar á Laugaveginn. Þar stendur sífellt þras viö yfirmenn um vinnulag og launamál, sem endar með áhugaleysi og atgervisflótta, og er hinn nýi fréttastjóri ekki öfundsverður af sinu hlutskipti." Og lokaorð leiðarahöfund- ar verða þessi: „En Sjálfstæðisflokkurinn ræður og Sjálfstæðisflokkur- inn stjórnar, og Sjálfstæðis- flokkurinn vill hvorki efla né treysta. Þessvegna var tillaga Svavars söltuð, og þessvegna getur Stöð tvö tínt sér starfs- menn á Sjónvarpinu einsog laufblöð af trjánum." Kannski hefði verið nær að segja að laufblöðin falli af sjálfu sér af trjánum. Ha? Einn tneð kaffinu Trúboöi einn var staddur í fyrsta sinn í þorpi í Afríku. Hann hitti fyrir svertingja á götunni og spurði hann hvar pósthúsið væri. Svertinginn sagði honum til vegar. — Veistu annars hver ég er? spurði trúboðinn dálítið hróðugur. — Nei, svaraði svertinginn. — Ég er nýi trúboðinn sem mun sýna þér leiðina til himna, sagði trúboðinn. — Þú sem veist ekki einu sinni hvar pósthúsið er? svaraói svertinginn forviða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.