Alþýðublaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 8
 Keflavík ÞETTA ER HLUTI AF VALDDREIFINGU segir Anna Margrét Guðmundsdóttir fyrsta konan sem verður forseti bœjarstjórnar Keflavíkur. Anna Margrét Guömunds- dóttir bæjarfulltrúi Alþýðu- flokks í bæjarstjórn Keflavik- ur tekur við stöðu forseta bæjarstjórnar 1. ágúst n.k. og er hún fyrsta konan sem gegnir því embætti. Þessi skipti á miðju kjörtímabili eru tilkomin vegna bæjarstjóra- skipta i Keflavík. Vilhjálmur Ketilsson annar maður á lista Alþýðuflokks hættir sem bæjarstjóri og efsti maður listans, Guðfinnur Sigurvins- son forseti bæjarstjórnar, tekur við bæjarstjóraembætt- inu. Alþýðublaöiö hafði sam- band við Önnu Margréti og spurði hana fyrst hvernig nýja embættið legðist í hana? „Alveg ágætlega, þetta er hluti af valddreifingu." — Hvernig hefur rekstur bæjarfélagsins gengið? „Það er núbúið að taka fyrir ársreikningana, og þar kemur fram að staðan er slæm og það eru ýmsar ástæður fyrir því. Laun hafa hækkað mjög mikið, meira en nokkur gerði sér grein fyrir, svo má kannski segja það að við höfum verið full áköf við verklegar fram- kvæmdir." — Vikurfréttir segja að í bókun meirihlutans á bæjar- stjórnarfundi i siðustu viku segi að útgjöid bæjarsjóðs hafi farið verulega fram úr áætlun í ýmsum málaflokk- um, hvaða? „Fyrst og fremst eru það launin og verklegar fram- kvæmdir, og svo hafa stofn- anir bæjarins farið fram yfir fjárhagsáætlun í almennum rekstri, það eru margir þætt- ir.“ — Eru þetta stórar upp- hæðir? „Já, þetta er a.m.k. mun meira en við hefðum viljað sjá.“ — Minnihlutinn hefur sagt, að verði ekkert að gert, Anna Margrét Guðmundsdóttir leiði þetta til gjaldþrots bæjarfélagsins, er þetta svo slæmt? „Ég vil ekki taka undir það. Endurskoðendur okkar segja að ef veltuhlutfallið er fyrir neðan 1, þá teljist það slæmt. Þaö var 0,71% í fyrra, og er 0,47% núna að mig minnir, sem er slæmt. Það má segja í þessu, að ekki hefur veriö farið út í mikið af framkvæmdum sem öll bæj- arstjórnin hefur ekki verið sammála um. Við erum ekki að fara út í verklegar fram- kvæmdir nema af því að við höldum að það séu til pen- ingar til að gera það. Það var t.d. tekið 20 milljóna króna lán, sem enginn ágreiningur var um, til að gerast hluthafar í Hraðfrystihúsi Keflavíkur sem var nánast á hausnum, og björguðum því fyrirtæki. Þaö bætist líka ofan á skuldastöðuna að það er ver- ið að byggja hér íbúðir fyrir aldraða sem bæjarsjóður kemur aldrei til með að greiða af, en framkvæmdalán upp á rúmar 15 milljónir er sett á bæjarsjóð. Það er margt sem hefur verið farið út í og ekki komið neinar sér- stakar bókanir frá minnihlut- anum þess efnis að vara við einhverju, þeir hafa verið þátttakendur í þessu. Við höfum ekki sett einhverjar milljónir í gæluverkefni sem þeir hafa verið á móti. Núna er stefnan hjá okkur að vera á bremsunum og reyna að rétta við fjárhag- inn.“ — Hvernig hefur útkoma staðgreiðslukerfis skatta veriö? „Það er smátími þar til uppgjörið fer að skýrast hjá okkur við ætlum svo sannar- lega að vona að það gefi okkur meiri tekjur en fjár- hagsáætlun gefurtil kynna núna á þessu ári.“ — Hvernig er framtiðin í atvinnumálum bæjarins? „Ég held að framtíðin sé nokkuð björt. Það hefur ekki verið mikið atvinnuleysi hérna sem betur fer sl. tvö ár,“ segir Anna Margrét Guð- mundsdóttir verðandi forseti bæjarstjórnar Keflavikur. ■I • Krossgátan Lárétt: 1 sterkja, 5 bragð, 6 farfa, 7 tón, 8 spilið, 10 samstæðir, 11 eyktamark, 12 morgna, 13 maka. Lóðrétt: 1 bletts, 2 stakt, 3 lengd- armál, 4 útlimina, 5 hestar, 7 van- búna, 9 yndi, 12 lést. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 stáls, 5 hlær, 6 rór, 7 óa, 8 ertinn, 10 SA, 11 lýs, 12 elta, 13 terta. Lóðrétt: 1 slóra, 2 tært, 3 ár, 4 stansa, 5 hresst, 7 ónýta, 9 illt, 12 er. • Gengií Gengisskráning 109 - 13. júnf 1988 Bandaríkjadollar Sterlingspund Kanadadollar Dönsk króna Norsk króna Saensk króna Finnskt mark Franskur franki Belgiskur franki Svissn. franki Holl. gyllini Vesturþýskt mark itölsk lira Austurr. sch. Portúg. escudo Spanskur peseti Japanskt yen Kaup Sala 43,860 43,980 80,034 80,253 35,943 36,042 6,6972 6,7155 6,9503 6,9693 7,2991 7,3190 10,7211 10,7504 7,5361 7,5567 1,2180 1,2213 30,4161 30,4993 22,6848 22,7469 25,46% 25,5393 0,03424 0,03434 3,6214 3,6313 0,3114 0,3122 0,3855 0,3866 0,35059 0,35155 • Ljósvakapunktar •RUV 22.15 Rússarnir koma. Rússagrýlan í skerjagarðin- um ( Svíþjóð frá sextándu öld. • Stöí 2 23.15 Viðskiptaheimurinn. ísland ekki tekið með af skilj- anlegum ástæðum. • Rás 1 22.20 Forsetakosningar. Um hvað hefur verið kosið í for- setakosningum? Broddi Broddason og Óðinn Jóns- son velta því fyrir sér. • Útvarp Alfe 22.00 Fagnaðarerindið í tali og tónum. Aril Edvardsen séi um flutninginn. mm mmmm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.