Alþýðublaðið - 16.06.1988, Side 4

Alþýðublaðið - 16.06.1988, Side 4
4 Fimmtudagur 16. júní 1988 FRÉTTÁSKÝRING Haukur Holm skrifar mP i UHI EIGNAR- ÍSLENDINGA Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og fjögurra evrópskra álfyrir- tækja munu funda i Reykja- vík i næsta mánuði, og er stefnt að því að á þeim fundi verði stofnuð verkefnisstjórn til að gera endanlega hag- kvæmnisathugun á nýju ál- veri i Straumsvík. Friðrik Sophusson iðnaðarráöherra segir að ekki sé ákveðið hvort nýja álverið verði sér- stakt fyrirtæki eða hvort það verður sameinað álverinu sem fyrir er. Ekki er heldur Ijóst hvort íslendingar komi til með að eiga hlut i nýja ál- verinu, segir iðnaðarráðherra það ekki vera neitt keppikefli. Landsvirkjun er tilbúin með frekari virkjunaráætlanir Straumsvík getur mest orðið um 85.000 tonn á ári. Á fund- inum sem haldinn var í London voru meginatriði slíks samnings rædd og sjónarmið samræmd, eins og segir í fréttatikynningu frá iðnaðarráðuneytinu. Annar fundur var boðaður í Reykja- vík 4. júlí n.k. og er stefnt að því að ganga á þeim fundi frá stofnun á sameiginlegri verk- efnisstjórn sem gera á end- anlega hagkvæmnisathugun á fyrirhuguðu álveri. Aðilar munu samhliða þessu vinna að samstarfssamningum um hið nýja fyrirtæki og er stefnt að því að taka endanlega ákvörðun um hvort af bygg- ingu álversins verður vorið - ■ Friðrik Sophus- son iðnaðarráð- herra segir markmiðið að ná sem mestu út úr nýju álveri í formi raforku, skatta og atvinnu. náist samningar um álverið. í fyrradag áttu fulltrúar rík- isstjórnarinnar viðræður við fulltrúa fjögurra evrópskra ál- framleiðenda um stofnum samstarfsfyrirtækis til aö reisa nýtt álver i Straumsvik. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í viðræðunum voru: Alumined Beheer BV í Hollandi, Austria Metal AG í Austurríki, Gráng- es Aluminium AB í Sviþjóð og Alusuisse. Rætt var um að reisa 90 til 100.000 tonna álver með það í huga að hægt yrði að stækka það um helming síðar. Til samanburðar má geta þess að álverið í 1989, og þá gert ráð fyrir að það tæki til starfa fyrri hluta árs 1992. Eitt eða tvö fyrirtœki? Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort hið fyrir- hugaða álver og það sem fyrir er i Straumsvík verði eitt og sama fyrirtækið eða tvö aðskilin. Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra sagði í sam- tali við Alþýðublaðið að nvort tveggja kæmi til greina, að núverandi álver í Straumsvík starfaði sem hluti af einu fyrirtæki og hið nýja álver væri þá hugsað sem stækk- un þess, eða að nýja álverið yrði byggt sem sérstakt fyrir- tæki sem Alusuisse ætti jafnframt hluta í. Friðrik segir Ijóst að úr- vinnslufyrirtækin í Evrópu þurfi í vaxandi mæli á áli að halda. Annars vegar hafi notkun áls aukist í Evrópu og hins vegar hafi nokkrum hrá- álsverksmiðjum verið lokað, m.a. vegna orkuskorts og mengunar, enda sé verið sums staðar að framleiða raf- magn úr kolum. „Þetta hefur gefið okkur tækifæri með okkar orku að koma inn í myndina, og áhugavert er fyrir þá að byggja hérna ál- ver.“ Hann segir flest þess- ara fyrirtækja vera af þeirri stærð að þau gætu ekki ráðið við að byggja álver af þeirri stærð sem fyrirhuguð sé, ein og sér. Island eignaraðili? En hvernig munu eignar- hlutföll í hinu nýja álveri verða? „Það er ekki ljóst,“ segir Friðrik. Hann segir að hins vegar sé Ijóst að fyrirtækin fjögur, burtséð frá hvernig eignarhlutföll koma til með að verða, geri nú þegar ráð fyrir því að nota framleiðslu í þvi magni sem álverið myndi anna, þ.e.a.s. 100 þúsund tonn af áli á ári. Alveg eigi eftir að ræða í hvaða hlut- föllum framleiðslan verði seld. „Það er líka alveg órætt hvort að við eigum að eiga einhvern hluta af þessari ál- verksmiðju. Það er ekkert keppikefli nema síður sé, en • kæmi auðvitað til greina í mjög smáum stíl. Það gæti verið ástæða til að eiga kannski örfá prósent til þess að vera með í ráðurn." Kostnaður við byggingu ál- versins verður síðan í réttu hlutfalli við eignarhluta eins og hjávenjulegu hlutafélagi. Friðrik segir að þegar sé bú- ið að leggja í nokkurn frum- kostnað, og veröi hann lagð- ur inn I þá undirbúningsvinnu sem eftir á að vinna, en að öðru leyti verði það borgað af þessum fjórum fyrirtækjum ef af samningi verður. Landsvirkjun tilbúin í þeirri hagkvæmnisathug- un sem stefnt er að fari fram verður kannað m.a., hvaða tækni sé best að nota hér á landi, en um ýmsar leiðir er að ræða i þeim etnum, ýmsa verkfræðilega útreikninga þarf að gera og siðast en ekki síst hvaða orkuverð þurfi að borga svo eitthvað sé nefnt. Eins og að framan greinir, er það ekki fyrr en að henni lokinni sem ákvörðun verður tekin hvort af bygg- ingu verður, bæði af hálfu fyrirtækjanna og eins af hálfu íslands. „Því auðvitað er markmiðið hjá okkur að ná sem allra mestu út úr slíku fyrirtæki, bæði í formi orku- verðs, í formi skatta og at- vinnu,“ segir Friðrik Sophus- son. Verði af þessu álveri er Ijóst að fara þarf út í frekari virkjanir. „Við erum alveg klárir með plön. Það fer allt eftir því hvað þetta verður stórt og í hvaða áföngum á að gera þetta, hvernig við för- um í hlutina", segir Jóhann Már Maríusson aðstoðarfor- stjóri Landsvirkjunar í sam- tali við Alþýðublaðið. Hann segir að við þetta myndi Blönduvirkjun fullnýtast strax, og sennilega þyrfti að bæta við. Þar væri þá nær- tækasti kosturinn að stækka Búrfellsvirkjun og klára Kvísl- arveituvirkjun en einn áfangi er eftir við hana. Of snemmt er að segja til um hvaða áhrif álverið gæti haft fyrir Landsvirkjun hvað raforkuverð varðar, en sala raforku til slíkra fyrirtækja má ekki valda hærra raforku- verði til annarra aðila sam- kvæmt lögum um Landsvirkj- un. „Á hinn bóginn erum við klemmdir af því að það eru aðrir sem vilja lika ná i svona viðskipti, þannig að við get- um ekki heimtað hvað sem er“, segir Jóhann Már Mar- íusson. Möguleikar kannaðir En hvað með frekari stór- iðjuframkvæmdir? Friðrik Sophusson benti á að nýlega hafi verið komið á markaðs- skrifstofu fyrir orku, og væri það samstarfsverkefni ráðu- neytisins og Landsvirkjunar. „Þar verður starfandi for- stöðumaðurog starfsfólk sem mun vinna að þvi skipu- lega aö afla allra hugsanlegra upplýsinga sem geta komið okkur að gagni við að selja orku, hvort sem það yrði með beinum eða óbeinum hætti til stóriðju hér á landi“, segir Friðrik Sophusson iðnaðar- ráðherra.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.