Alþýðublaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. júni 1988 5 UMRÆÐA Dr. Valdimír Verbenko yfirmaður APN á íslandi, skrifar EINSTOK ÞROUN Að afloknum leiðtogafundi Bandaríski hugsuður- inn og rithöfundurinn Edgar Allan Poe sagði að best vœri að búast við hinu versta. Hann átti við að þá virtist hinn minnsti árangur sigur. Það er líklega eitthvert sannleiksgildi í þessu, þó að mönnum sé eiginlegt að búast við góðum árangri í venju- legum málum. En þar sem hin œðsta pólitík er að verki, viljum við öll að „kraftaverk“ gerist, því að hvaða löngun er einfaldari og eðlilegri en óskin um að búa við frið og vináttu? En hinn flókni heimur okkar er nú þannig úr garði gerður, að náist ekki árangur með „einfaldri" rökfærslu, búast menn við „krafta- verkunY'. Þess var vænst af leiðtogafundunum í Genf, í Reykjavík og í Washington og svo núna nýlega í Moskvu. Málin hafa skipast þannig að þessir leiðtoga- fundir eru ekki lengur krafta- verk og þess vegna eru þessar væntingar ekki út í bláinn. Og þá man ég eftir öðrum hugsuði og bók- menntafrömuði, Lev Tolstoj, sem sagði að allt sem tengd- ist dulrömmum sigri, væri í raun árangurinn af gífurlega miklu átaki. Og það er einmitt i kjölfar mikils og nákvæms starfs, sem fæðist það, sem gerir það að verkum að haldnir eru leiðtogafundir, — þ.e. við- ræður og traust á grundvelli þeirra. Þetta mat kom einmitt fram hjá Míkhaíl Gorbatsjov á blaðamannafundinum eftir leiðtogafundinn í Moskvu, en þegar hann var kjörinn aðal- ritari miðstjórnar KFS fyrir þremur árum, hóf hann gífur- lega perestrojku, ekki aðeins í innanríkismálum, heldur einnig á sviði utanríkismála, þar sem grundvöllurinn er hinn nýi pólitlski hugsunar- háttur. Hann sagði: „Fjórða fundi aðalritarans og forseta Bandaríkjanna á þriggja ára tímabili er lokið. Þetta er ekki bara reikningur, Ég tel þetta vera afar mikilvægt í póli- tísku tilliti. Fjórir fundir á þrem árum. Þetta sýnir hversu virkar hinar pólitísku viðræður okkur eru, á hvaða stigi samskipti okkar eru. Og ég held að það sé mikilvægt í sjálfu sér... Fundurinn hefur sýnt og sannað enn á ný mikilvægi viðræðnanna milli Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna, stað- fest enn einu sinni að rétt leið var valin í Genf fyrir tveimur og hálfu ári. Leiðin til Moskvu lá i gegnum Reykja- vik og Washington. Þetta er einstakt í sögunni eftir stríð.“ Fyrsta ályktun — enn um Reykjavíkurfundinn Síðan útskýrði hann málin á einfaldan og skýran máta: „Helsti árangurinn af fund- inum er að viðræðunum er haldið áfram, en þær ná nú yfiröll brýnustu málefni í heimspólitíkinni." Fjórði leið- togafundurinn „sýndi að við- ræðurnar ná yfir hin sönnu stjórnmál". Míkhaíl Gorbatsjov var ómyrkur I máli um þessa staðreynd: „Ég ætla ekki að fara að geta mér þess til hvert slíkur fjandskapur gæti leitt okkur, ef hann héldi áfram og ef menn í Kreml og Hvíta húsinu hefðu ekki beint stefnunni í þá átt, sem þörf var á — í átt frá óvináttunni inn á svið samstarfs og auk- inna viðræðna... Samskipti, sem fólu í sér hræðilega ógnun við allan heiminn, við tilvist mannkynsins, fóru að breytast. Tvö voldug ríki fóru að endurskoða gagnkvæm tengsl í eigin þágu og í þágu samfélags heimsins... Þetta var erfitt. Allir fundirnir fjórir voru erfiðir, en jafnframt árangursrík leit að hags- munajafnvægi. Ég minni á Reykjavíkurfundinn sem dæmi, á hina örlagaríku at- burði í Reykjavík. Þetta er bara dæmi um það, hversu erfitt er að þróa pólitískar viðræður milli tveggja stór- velda.“ (Mig langar til að minna á það að í öllum sín- um pólitísku ræðum, svo og í bók sinni „Perestrojka. Ný hugsun, ný von“, þar sem tveir kaflar eru um Reykja- víkurfundinn, hefur Míkhaíl Gorbatsjov lagt áherslu á að Reykjavíkurfundurinn, sem haldinn var að frumkvæði hans, hefði „markað söguleg tímamót", verið „framrás" og án þess hefðu raunhæf skref í átt til afvopnunar, til friðar án kjarnorkuvopna ekki verið möguleg.) Önnur ályktun — varðar komandi öld Hjá mörgum þjóðum er við lýði máltæki, sem felur í sér eftirfarandi visku, að það sem er gott í dag, hafi í för með sér eitthvað betra á morgun. „Mig langar til að leggja áherslu á hugmyndina um samhengi, sem var ríkj- andi á fundinum," sagði M. Gorbatsjov. „Þið finnið þaö i lokaplagginu. Ég tel að það sé merkt plagg. Það felur í sér þá hugmynd, að viðræð- urnar, fjórði fundurokkar, séu hornsteinninn í framtíðar- samskiptum okkar og hvetur til að halda áfram til 21. ald- arinnar." Þriðja ályktun — hún varðar alla og er öllum Ijós Lokið er samningaviðræð- um um að uppræta meðal- drægar og skammdrægar eldflaugar. „Undirbúningurinn fyrir fjórða fundinn ýtti á eftir þessari þróun og við gátum skipst á staðfestum plöggum samningsins," sagði M. Gorbatsjov við þá athöfn. „Þetta er ekki aðeins formleg athöfn. Leyfið mér að nota hátíðleg orð. Lokið er máls- meðferð sem lýtur að því að Samningurinn um uppræt- ingu meðaldrægra og skammdrægra eldflauga öðl- ist gildi, sem gerði Moskvu- fundinn að tímamótamark- andi viðburði í samskiptum Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna, já og í heimsstjórn- málunum. Það eru ekki aðeins þjóðir Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, sem geta óskað sér til hamingju, heldureinnig bandamenn þeirra, allur almenningur í heiminum, allt hið mannlega samfélag. Þetta er hinn sam- eiginlegi sigur skynseminnar, raunsæisins. Hann varð mögulegur vegna þess að í öllum heimsálfum, í öllum löndum er rlkjandi sameigin- legur skilningur á því að heimurinn er kominn að mörkum, þar sem verður að stöðva, þar sem verður að halda i aðra átt, i átt til kjarn- orkuvopnalauss heims, til betra ástands á sviði alþjóða- samskipta og þessi skiln- ingur er fyrir hendi án tillits til þess hvaða þjóðfélags- skipan og gildismat hver þjóð hefur valið og mótað." Fjórða ályktun — á sviði afvopnunar Um þetta sagði Míkhaíl Gorbatsjov: „Hérvildi ég minnast á þá þróun, sem hefur orðið á sviði afvopnun- ar. Þetta er mjög erfið þróun og einkum hvað varðar strategisk árásarvopn. Þaö er erfiðasta viðfangsefnið, sem við höfum fengist við í stjórn- málunum eftir stríð. En ég verð að segja að við þokumst í átt til samnings um fækkun þessa vígbúnaðar." Hann sagði að hægt yrði að gera þennan samning í stjórnartið núverandi stjórnar í Banda- rikjunum, ef báðir aðilar létu hendur standa fram úr ermum. Aðalritarinn beindi athygli manna að tillögu Sovét- ríkjanna um viðræður um fækkun vígbúnaðar og herja í Evrópu. Fimmta ályktun — þróun tvíhliða samskipta landanna Eins og M. Gorbatsjov skýrði frá hefur verið undir- ritaður samningspakki, sem varðar tvíhliða samskipti milli Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna. Sjötta ályktun — um svœðisbundin átök Gorbatsjov sagði að svæðisbundin átök hefðu „Það á ekki aðeins að vœnta þess besta — það er nauðsyn- legt að vinna í þágu þess af fullum krafti. Þá bíður okkar verulegur árangur. Þá gengur vel. Moskvufund- urinn er skýrt dœmi um það, “ segir greinarhöfundur m.a. í umrœðugrein sinni. Teikningin sem gerð er af norska teiknaranum Finn Graff sýnir Gorba- tsjov Sovétleiðtoga kampakátan að loknum leiðtoga- fundi verið rædd ofan í kjölinn. „Þetta vandamál var til staðar í öllum viðræðum okkar við forsetann. Ég held að við séum komnir að slíku ástandi, þegar hægt er að slá því föstu, að á „átakastöðum" plánetunnar séu fyrir hendi möguleikar til að leysa svæðisbundin vandamál, til að leysa þessa föstu „hnúta" á grundvelli pólitískrar lausnar, á grundvelli hags- munajafnvægis... Skapast hafa möguleikar til að leysa allar þessar deilur eftir póli- tískum leiðum. Sterk öfl innan þessara svæða og í heiminum I heild hafa hafist handa.“ Aðalritarinn tók eftirfarandi sérstaklega fram: „Ég sagði forsetanum hreinlega að það samkomulag, sem undirritað hefur verið um Afganistan- málið, skapar fordæmi sem nær langt út fyrir ramma þessa vandamáls. Vegna þess að þetta er í fyrsta skipti sem Sovétrikin og Bandaríkin hafa ásamt deilu- aðilum undirritað samkomu- lag, sem opnar leiðina til pólitiskrar lausnar." Sjöunda ályktun — á sviði mannréttinda M. S. Gorbatsjov sagði að viss hreyfing hefði átt sér stað hvað varðar mannrétt- indi og sagði að hann hefði lagt til við forsetann að skipulagður yrði vinnufundur innan samskiptaramma þjóð- þinga ríkjanna, þar sem full- trúar þjóðþinganna, stjórn- málaafla og almennings mundu hittast og skiptast á upplýsingum um hvernig málin standa i Bandaríkjun- um og í Sovétríkjunum á þessu sviði. Hann sagði að Sovétríkin væru tilbúin til þessa. Áttunda ályktun — um Evrópu (því miður í ,,mínus“) M. Gorbatsjov sagði hrein- skilnislega við blaðamenn: „Það hefði verið hægt að ná betri árangri á þessum fundi Ég held að við höfum glatað tækifæri til að taka stórt skref í átt til þess að móta samskipti milli þjóðanna í anda siðmenningar. Það tókst ekki að semja um efni viðræðnanna um hefðbund- inn vígbúnað í Evrópu. Við lögðum til að við skyldum notfæra okkur leiðtogafund- inn, án þess að láta hann koma I stað Vínarfundarins — skyldum auðvelda starfið þar, komast að einhverju samkomulagi, niðurstöðu." En það var ekki fallist „á dirfskufulla og raunhæfa áætlun okkar," sem var í þremur stigum. Almenn niðurstaða og framtíðarhorfurnar Aðalritarinn sagði að niður- staða hans væri eftirfarandi: „Heimsókn forsetans og þær viðræður, sem við höfum átt, stuðla að því að bæta sam- skipti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, þróa þau og efla... Þetta er merkur við- burður. Viðræðurnar halda áfram af fullum krafti og samskipti Sovétríkjanna og Bandarikjanna hafa jDokast úr stað. Og þetta er i sjálfu sér merkur þáttur i heimsmálun- um.“ Allar þessar ályktanir leiöa okkur að einhliða niðurstöðu: Það á ekki aðeins að vænta hins besta — Það er nauð- synlegt að vinna i þágu þess af fullum krafti. Þá biður okkur verulegur árangur. Þá gengurvel. Moskvufundurinn er skýrt dæmi um það. Dr. Vladimír Verbenko, yfirmaöur APN á íslandi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.