Alþýðublaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 5
Föstudagur 24. iúní 1988 FORSETAKOSNINGAR 5 HVAÐ A AÐ KJðSA? r Islendingar ganga að kjörborðinu á morgun í fjórða sinn til að kjósa sér forseta. Alþýðublaðið brá sér í Kringluna í gœr til að grennslast fyrir um hvað fólk œtlar að kjósa og af hverju. Grétar Hannesson „LANDI OG ÞJÓÐ TIL SÓMA“ „Ég kýs Vigdtsi" sagði Grétar Hannesson. Fannst honum Vigdís hafa staðið sig vel í forsetaembættinu og verið landi og þjóð til sóma hvar sem hún hefur farið svo að ekki væri um annað að ræða en að kjósa hana. íris Jónsdóttir „VIGDÍS VINNUR HVORT SEM ER“ „Ég verð ekki í bænum svo að ég ætla ekki að kjósa. Vigdís vinnur hvort sem er“ sagði íris Jónsdóttir. Hún sagðist frekar ætla í Jóns- messureiðtúr þó að alltaf væri verið að skamma hana fyrir að kjósa ekki. Eðvarð Ingólfsson „LÍST EKKERT Á HINA“ Rannveig Gunnlaugsdóttir „HALDA í VIGDÍSr* „Vigdisi. Ég er svo ánægð með hennar störf“ sagði Rannveig Gunnlaugsdóttir. Hún vildi endilega fá að halda í hana sem lengst í forsetaembættinu. Sigríður Sigurjónsdóttir „VIGDÍSI HIKLAUST“ „Vigdísi, alveg hiklaust" sagði Sigríður Sigurjónsdótt- ir. Hún kaus Vigdísi ekki í upphafi en fannst hún hafa staðið sig með prýði og sýnt sóma sinn i öllu. Taldi hún frámunalega heimskulegt að bjóða sig fram á móti henni. Agnar Aðalsteinsson „HAFA ALLT ÓBREYTT ‘ „Vigdísi, ég vil hafa allt óbreytt" sagði Agnar Aðal- steinsson. Hann var mjög ánægður með störf Vigdísar og vildi engar breytingar á embættinu sem slíku. Halla Þórisdóttir „HEFUR STAÐIÐ SIG VEL“ „Vigdísi. Hún hefur staðið sig svo vel“ sagði Halla Þóris- dóttir. Hún taldi Vigdisi góð- an fulltrúa þjóðarinnar jafnt erlendis sem hérlendis. „Eg ætla að kjósa Vigdísi, mér list ekkert á hina“ sagði Eðvarð Ingólfsson. Honum fannst Vigdis hafa staðið sig vel sem forseti og þvi ætti hún að vera áfram í embætti. Pétur Pétursson „BÁÐIR BESTIR“ „Ég segi eins og Haukur vin- ur minn pressari var vanur að segja. Svo bætti hann við ef hann átti að velja milli tveggja: „Báóir bestir". Ég býst þó naumast við að nokk- ur frambjóðandi verði jafn sigursæll og blessaður kall- inn hann Jósep Stalín sem fékk 101% atkvæöa í kjör- dæmi sínu“ sagði Pétur Pét- ursson, er hann var inntur um afstöðu sína. Hannes Hrafnkelsson „ÞAKKA FYRIR MIG“ „Ég kýs Vigdísi" sagði Hann- es Hrafnkelsson. Kvaðst hann glaður að fá tækifæri til að þakka henni vel unnin störf með stuðningi sínum. Kristin Sigurðardóttir „TREYSTI ENGUM BETUR“ „Ég ætla að kjósa Vigdísi því ég treysti engum betur" sagði Kristín Sigurðardóttir. Hún var hamingjusöm að fá að kjósa Vigdísi núna því hún kaus hanaekki siðast.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.