Alþýðublaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 24. júní1988 + MINNING + ANNA JÓNA JÓNSDÓTTIR / 2.7. 1956 d. 11.6. 1988 Samtal í kaffitíma um aö sýningin veröi alltaf aö hafa sinn gang — the show must go on... Ungi leikarinn segir þaö sem við hin vitum líka, að þannig sé með leikhúsiö, sjónvarpið, kvikmyndirnar, þennan bransa. Þaö sé engin önnur leiö. Ef einhver fellur frá eöa forfallast veröur bara aö fá annan í staðinn og þaö meö hraöi, fá nýjan Ijósa- mann, nýjan búningahönnuð, æfa annan leikara inn í hlut- verkiö... — Um daginn, sagöi hann, vissum viö ekki einu sinni hversu alvarlega veik leikkon- an var þegar byrjað var aö æfa inn i hlutverkið hennar — hún heföi eins getaö verið dauövona. Sumum okkar hinna fannst máliö ekki alveg svona ein- falt. Anna Jóna orðaði hugs- anir okkar hinna um að þaö væri óhugnanleg hliö á leik- húsinu, hvernig fólk yröi aó vinna þó það væri fárveikt og slys eöa dauösföll breyttu ekki gangi sýningarinnar þó að hver einstaklingur móti verkiö meira meö sál sinni og líkama í þessari vinnu en nokkurri annarri. Sýningin hefur alltaf forgang, og sköp- un einstaklingsins veröur aö hverju ööru tannhjóli sem hefur brotnaö og þarf að skipta um. Tveim dögum síðar kemur þetta samtal upp f hugann þegar óhugnaöurinn steypist yfir okkur. Anna Jóna er dáin. Hún var svo sannarlega eitt- hvaö miklu meira en skarð sem þurfti aö fylla. Eins og allir vita sem kynntust henni haföi hún bæöi hlýja og sterka nærveru, sem var stór og ómissandi þáttur í vinnu okkar. Undir svona kring- umstæðum verður staöreynd- in um aö sýningin verði aö hafa sinn gang ömurleg. Við reynum aö halda starfi henn- ar áfram, en getum auövitaö aldrei gert þaö eins vel og ef hennar heföi notiö áfram. Sorg okkar er djúp og viö samhryggjumst aöstandend- um innilega. Fyrir hönd samstarfsfólk í „Degi vonar" á Sjónvarpinu. Lárus Ýmir Óskarsson Nýr stjórnar- formaður í Norræna húsinu Á stjómarfundi Norræna hússins, sem haldinn var í Reykjavík 14. júní sl. var Hákon Randal, fylkisstjóri í Hörðalandi, Noregi, kosinn stjórnarformaöur. Varafor- maöur var kjörinn Guðlaugur Þorvaldsson rfkissáttasemj- ari, sem hefur veriö formaöur stjórnarinnar sl. 8 ár. Ráóningartími núverandi forstjóra, Knuts 0degárds rennur út um næstu áramót. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Lausar stöður við framhaldsskóla Viö Menntaskólann í Kópavogi er laus til umsóknar hálf kennarastaöa í tölvufræði og hálf staöa í bók- færslu. Viö Sjómannaskólann í Reykjavík er laus til umsókn- ar staöa umsjónarmanns. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 8. júlí næstkomandi. Umsóknarfremstur á áöur auglýstum kennarastöð- um viö eftirtalda skóla framlengist til 1. júlí næst- komandi. Viö Framhaldsskólann að Laugum vantar kennara í stærðfræöi og ensku, þá er laust hluta- starf í viðskiptagreinum. Viö Menntaskólann og Iðn- skólann á ísafirði eru lausar kennarastööur í eftir- töldum greinum: Ein staöa í þjóðhagfræði, rekstrar- hagfræði og öðrum viðskiptagreinum, hlutastööur í félagsfræöi, ensku og staöa námsráðgjafa. Þá vant- ar stundakennara í sálarfræöi, heimspeki og lög- fræöi. Þáerlaus til umsóknarstaðakennaraí tölvufræði og stundakennarastaóa í íslensku við Menntaskólann við Hamrahlíð. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameistara viökomandi skóla. Menntamálaráðuneytið AUGLÝSING frá undirkjörstjórn í Mosfellsbæ Kjörstaðurvegnaforsetakosninga25. júní 1988 verö- ur í Varmárskóla. Kjörstaöur opnar kl. 10.00 árdegis og kjörfundur stendur til kl. 23.00 SÖLUSKATTUR Viöurlög falla á söluskatt fyrir maímánuð 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síöasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaöan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viö- bótarfyrir hvern byrjaðan mánuö, taliö fráog meö 16. júlí. Fjármálaráðuneytið ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Skólaskrifstofu Reykjavíkur óskar eftir tilboöum [ gerð loftræstikerfis í sundlaug Árbæjarskóla Reykjavík. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri aö Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn krónur 15.000.- skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuö á sama staö fimmtudaginn 7. júlí kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Póstholf 878 — 101 Reykjavilt Sumarferð Alþýðuflokksins Alþýöuflokksfélögin í Reykjavík og á Reykjanesi fara í sameiginlega sumarferð laugardaginn 2. júlí n.k. og aó þessu sinni verður haldið I austur. Ferðaáætlun: 1. Lagt af stað frá BSÍ kl. 9.30. 2. Komið við í Hveragerði og á Selfossi, þar bætast i hóp- . inn hressir félagar af Suðurlandi. 3. Ekið sem leið liggur í Þjórsárdal, þarverðursnætt nesti. Við skoðum þjóðveldisbæinn og rústirnar að Stöng. Farið veröur í sund (hafið með ykkur sundföt). 4. Þessu næst verður haldið upp á hálendið. Virkjanirnar við Hrauneyjarfoss og Sigöldu heimscttar. 5. Næsti áfangastaður er Skiðaskálinn i Hveradölum með viðkomu í Hveragerði. Þar verðurtekið á móti hópnum með veglegri víkingaveislu. Ef vel viðrar verður grillað úti. Áætlaður komutími til Reykjavíkur er kl. 23.00. Reyndir fararstjórar og leiðsögumenn veröa með hópnum. Verð fyrir fullorðna kr. 1.800,- og verð fyrir börn yngri en 12 ára kr. 800.-. Skráning þátttöku eráskrifstofu Alþýðuflokksins Hverfis- götu 8-10 frákl. 10-16 alla virkadagasími 91-29244. Athugið greiðslukortaþjónusta. Alþýðuflokkurinn. Frá stuðningsmönnum Vigdísar Finnbogadóttur Á kjördag, laugardaginn 25. júni, höfum við skrifstofur til aðstoðar kjósendum sem hér segir: Aöalskrifstofa Suöurlandsbraut 14 Kosningastjórn og kosningasjóöur, sími 31236 Kjörskrá og upplýsingar um kjörstaöi, sími 681200 (6 línur) Bílaskrifstofa, sími 38600 (5 línur) og 84060 Skrifstofa Garöastræti 17 Samband viö kjördæmi utan Reyjavíkur Kosningasjóöur Bílaskrifstofa \>* Símar 11651, 17765, 17823, 17985, 18829, 18874. Hafiö samband viö sem flesta og hvetjið þá til að kjósa XVIGDÍS FINNBOGADÓTTIR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.