Alþýðublaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 1
Höfn í Hornafirði DRÆM HUM- ARVERTÍÐ Humarvertíö á Höfn i Hornafirði hefur gengið mjög ilia það sem af er. Aðeins hefur fengist um 40% af því sem afiast hafði á sama tíma í fyrra. Að sögn Egils Jónas- sonar verkstjóra hjá Kaupfé- lagi Austur-Skaftfellinga á Höfn hafa bátarnir fengið rúm 59 tonn á móti 141 i fyrra. Egill sagði aðspurðurað bræla hefði hamlað veiðum og því ekki vitað hvort miðin væru að bregðast. Alls stunda 15 bátar veiðar frá Höfn, þar af einn sem frystir um borð. Bátarnir leggja allir upp hjá Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga. Samkvæmt leyfi sjávar- útvegsráðuneytisins lýkur humarvertíðinni þann 15. ágúst, en fyrstu bátar fóru til veiða um hvítasunnuna. Um 70-80 manns hafa atvinnu við humarvinnsluna á Höfn á meðan vertíðin stend- ur yfir. Aflabresturinn hefur þýtt mun minni tekjur en undanfarin ár. Egill sagði að Hornfirðing- ar vonuðust til að úr rættist, en allt útlit er fyrir aö vertíðin verði mun lakari en í fyrra. RÁÐHÚSBYGGING FEST Á FILMU Borgaryfirvöld og Isfilm í samvinnu um gerð heimildarmyndar. Tökur þegar hafnar. Kvikmyndafyrirtækið ísfilm hefur undanfarið kvikmyndað framkvæmdir við byggingu ráðhúss í Reykjavík. Hug- myndin kom upphaflega frá ísfilm-mönnum, sem leituðu til Davíðs Oddsonar borgar- stjóra. Davíð mun hafa tekið vel í erindið og fól hann borg- arverkfræöingi að leita eftir samningum við ísfilm. Kvik- myndatökur voru þá hafnar og hafa haldið áfram eftir því sem framkvæmdum hefur miðað á lóðinni. Kostnaður hefur jafnóðum verið greidd- ur úr borgarsjóöi. „Þetta er samstarf með miklum ágætum." sagði Hall- varður E. Þórsson, markaðs- stjóri hjá ísfilm, þegar Al- þýðublaðið bar þetta undir hann i gær. Þegar tekin var ákvörðun um að flytja húsið Tjarnar- götu 11 af lóðinni sem ráð- húsi er ætlað, ákvað ísfilm að festa atburðinn á filmu. I framhaldi af því var Davíð Oddssyni sent bréf þar sem hugmyndin var reifuð um að safna saman efni um bygg- ingu ráðhússins, til þess að eiga og varðveita fyrir kom- andi kynslóðir. Hallvarður sagði að Davið Oddsson hefði tekið vel í þetta og svaraði bréflega að hann fæli borgarverkfræðingi málið. í framhaldi af því sendi borgarverkfræðingur ísfilm bréf þar sem óskað var eftir samningum um verkið. Síðan þá hefur ísfilm kvik- myndað framkvæmdir á ráð- húslóðinni eftir því sem þeim hefur miðað og hafa reikningar jatnooum verið greiddir úr borgarsjóði. Aðspurður sagði Hallvarð- ur að ekki væru um háar upp- hæðir að ræða. „Þetta eru mjög eðlileg viðskipti," sagði hann. Rikisráösfundur var haldinn á Bessastöðum í gærmorgun, hinn siðasti á ööru kjörtimabili Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Rikisráðsfundur hafði ekki veriö haldinn frá þvi þingi lauk i vor, m.a. vegna fjarveru ráðherra. |Lj Jj * * I Vítf IrM Forsetakosningarnar ERLENDIR FRÉTTAMENN FYLGJAST MEÐ Talsvert er um að erlendir fréttamenn sýni forsetakosningunum áhuga. Að sögn Kornelíusar Sigmunds- sonar, forsetaritara, hefur talsvert verið um að erlendir fréttamenn leiti til forsetaskrifstofunnar annað hvort til að fá viðtöl við forsetann eða til þess að fylgjast með undirbúningi kosninganna. Hér eru nú staddir fréttamenn frá norskum og þýskum útvarpsstöðvum og blaðamenn frá Frakklandi. Stuðningsmenn Vigdísar segja að minna beri þó á erlendum fréttamönnum nú miðað við kosningarnar árið 1980. Að sögn Kornelíusar er ekki vitað um neitt tilvik þess að erlendar fréttastofur sendi fréttamenn til íslands í þeim tilgangi einum að fylgjast með forsetakosningunum heldur eru þeir yfirleitt í almennri fréttaöflun og sýna þá Kvennalistanum ekki síðri áhuga. Sjá viðtöl og umfjöllun um forsetakosningarnar í opnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.