Alþýðublaðið - 08.07.1988, Page 6

Alþýðublaðið - 08.07.1988, Page 6
6 Föstudagur 8. júlí 1988 SMAFRETTIR Benedikt Gröndal Benedikt í heimsókn í Ástralíu og Indónesíu Benedikt Gröndal sendi- herra var í síðastliðnum mán- uði fulltrúi íslands við hátíða- höld vegna 200 ára afmælis landnáms hvitra manna i Ástralíu. Hátíðin stendur allt þetta ár, en hámark hennar var vígsla nýrrar þinghús- byggingar í Canberra, þar sem Elísabet drottning og flest stórmenni landsins voru saman komin. Þjóðþing Norðurlanda gáfu sameiginlega gjöf til hinnar nýju þinghúsbyggingar, fimm kertastjaka úr kristal og silfri. Afhentu sendiherrar Norður- landanna gjöfina, sem hlaut mikla aðdáun og þótti undr- un sæta að fimm sjálfstæð ríki hefðu samstarf og vináttu til að gefa sameigin- lega þjóðagjöf. I sömu för afhenti Benedikt Gröndal trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra ís- lands í Ástralíu. Tók land- stjórinn, sir Ninien Stephen, við bréfinu við hátíðlega athöfn sem venja er. í ávarpi flutti sendiherra kveðjur og heillaóskir forseta íslands, rikisstjórnar og þjóðarinnar til Ástralíumanna á þessum tímamótum. Landstjórinn þakkaði m.a. hina fögru gjöf og sagði það vel við hæfi að þjóð sem á að baki sér lýð- skipan Alþingis hins forna fyrir svo mörgum öldum skyldi kjósa að heiðra Ástralíu 200 ára með gjöf til þinghússins. Frá Ástralíu fór sendiherr- ann til Indónesíu og kynnti sér fiskveiðar þar með tilliti til hugsanlegs markaðar fyrir þekkingu og reynslu íslend- inga á því sviði. Indónesar eru mikil en frumstæð fisk- veiðiþjóð, sem er að byggja upp nútímafiskveiðar til að nýta nýja markaöi í Japan og Bandarlkjunum. Kom fram mikill áhugi á að kynnast því hvað íslendingar hafa að bjóða á þessu sviði. I Jakarta fóru einnig fram umræður um samstarf ís- lands og Indónesíu í alþjóða- málum. Rikin hafa átt sam- leió í landhelgismálum og baráttu fyrir afvopnun í höf- um. Valið í drengja- landsliðið Lárus Loftsson, þjálfari drengjalandsliðsins, hefur nú valið þá 16 leikme.nn sem keppa munu fyrir Islands hönd á Norðurlandamóti drengjalandsliða sem fram fer í Vesterás í Svlþjóð dag- ana 31. júlí — 7. ágúst nk. Eftirtaldir leikmenn voru vald- ir: Arnar B. Gunnlaugsson ÍA Bjarki B. Gunnlaugsson ÍA Friörik Ingi Þorsteinsson Fram Guðmundur Páll Gíslason Fram Gunnar Þór Pétursson Fylki J. Ásgeir Baldurs UBK Kjartan Páll Magnússon Stjörn- unni Kristinn Ingi LárussonStjörnunni Lárus Orri Sigurðsson ÍA Nökkvi Sveinsson Tý Pétur Hafliði Marteinsson Fram Siguröur Fr. Gylfason Tý Sigurður Ómarsson KR Steingrímur Örn Eiðsson KS Þórhallur Dan Jóhannsson Fylki Ægir Þormar Dagsson KA Sex þjóðir taka þátt i Norð- urlandamótinu, þ.e. ísland, Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland auk Englands. Keppnisfyrirkomulagið veröur þannig að allir leika við alla. Undirþúningur fyrir val liösins hófst með Knatt- spyrnuskóla KSI og Nutra- Sweet sem fram fór á Laugar- vatni í ágúst í fyrra, en þang- að komu 24 efnilegir leik- menn úr4. flokki hvaðanæva af landinu. Fyrr í sumar stóð drengjalandsliðsnefndin jafn- framt tvívegis fyrir úrtöku- leikjum landshlutaúrvalsliða þar sem stefnt var saman bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar í þessum aldurs- flokki. Islandsmót í atskák Fyrsta Islandsmótið í at- skák fer fram í Félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur dag- ana 8.—10. júlí nk. Tefldar verða 11 umferðir, en mótið hefst föstudaginn 8. júlí kl. 20. Atskák er nýyrði yfir það sem á ensku nefnist action chess. í atskák hefur hvor keppandi 30 mínútna um- hugsunartima. Þótt ekki sé hér um eiginlega hraðskák að ræða má búast við að hin nýju tímamörk geri atskákina mjög vinsæla og margir líti á hana sem hvíld frá hinum löngu, alvarlegu keppnis- skákum. FIDE hefur hvatt aöildar- sambönd sín að hefja keppni í atskák og nýlega er lokið fyrsta Evrópumeistaramótinu meö þessu sniði. Fyrsti at- skákmeistari Evrópu var eng- inn annar en Anatoly Karpov. Síðar er í ráði að koma í gang heimsmeistarakeppni atskák- ar og reikna sérstök atskákar- stig. Vafalaust munu margir vilja taka þátt í þessu fyrsta íslandsmóti í atskák, en skráning fer fram á skrifstofu SÍ kl. 14—17, fram til 6. júlí sími 27570. Öllum er heimil þátttaka. Heildarverðlaun verða kr. 50.000 og keppt verður um veglegan farand- bikar gefinn af VISA-ÍS- LANDI. „Maðurinn í forgrunni“ að Ijúka Sýningunni „Maðurinn í forgrunni", íslensk fígúratív list 1965 til 1985, lýkur n.k. sunnudagskvöld. Sýningin sem er á Kjarvalsstöðum var sett upp á vegum Listahátíð- ar. Hún er opin daglega frá kl. 14 til 22. □ 1 2 3 r 4 s 6 □ 7 8 9 jw □ 11 □ 12 13 J □ • Krossgátan Lárétt: 1 áriðandi, 5 stórir, 6 rykkorns, 7 lærdómstitill, 8 úrgangurinn, 10 lengdarmál, 11 látbragð, 12 mundar, 13 rispur. Lóðrétt: 1 öldum, 2 krot, 3 bogi, 4 geilar, 5 sorg, 7 seðlar, 9 hamagangur, 12 jökull. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 skúta, 5 sárt, 6 trú, 7 hg, 8 ristir, 10 ær, 11 áta, 12ólar, 13 iðkir. Lóðrétt: 1 sárir, 2 krús, 3 út, 4 angrar, 5 stræti, 7 hitar, 9 táli, 12 ók. • Gengil Gengisskráning 125 - 6. júlí 1988 Kaup Sala Bandaríkjadollar 45,650 45,770 Sterlingspund 78,242 78,447 Kanadadollar 37,659 37,758 Dönsk króna 6,6212 6,6386 Norsk króna 6,8900 6,9082 Sænsk króna 7,2830 7.3022 Finnskt mark 10,5403 10,5680 Franskur franki 7.4622 7,4818 Belgiskur franki 1,2002 1,2034 Svissn. franki 30,2518 30,3313 Holl. gyllini 22,3058 22,3645 Vesturþýskt mark 25,1328 25,2989 ítölsk líra 0,03388 0,03397 Austurr. sch. 3,5720 3,5814 Portúg. escudo 0,3073 0,3081 Spanskur peseti 0,3779 0,3788 Japanskt yen 0,34200 0,34290 Irskt pund 67,482 67,660 SDR 24.11 59,8996 60,0571 ECU • Evrópumynt 52,1802 52,3174 • Ljósvakapunktar •RUV 21.50 Lausamenn. Bandarísk- ur vestri frá árinu 1971. Tveir ístöðulausir kúrekar ráða sig í vinnu til kerlingar á bóndabæ. Það reynist ekki happadrjúg ráðstöfun. • Stöð 2 20.30 Alfred Hitchcock. Nýjar, stuttar sakamálamyndir gerð- ar í anda meistarans. Létt- geggjaðar og hrollvekjandi. • Rás 1 10.30 Niður aldanna. Sagt frá gömlum húsum á Norðurlandi og fleiru fráfyrri tíö, Listamað- urinn Örn Ingi sér um þáttinn. • Rás 2 18.00 Gunnar Salvarsson held- ur áfram aö spjalla um sumar- ið. • Bylgjan 9.30AnnaBjörk hjálpar fólki að losna við gamalt drasl á flóa- markaði Bylgjunnar. • RÓT 17.00 Jón frá Pálmholti heldur áfram að rýna í Þórberg Þórð- arson. • Útvarp Alfa 10.00 Guðs orð og bæn. BYGGINGARHAPPDRÆTTI SJÁLFSBJARGAR 1988 Dregið4.júlíl988 Upplýsingar um vinninga í síma 91 -29489. íbúd að eigin vali kr. 2.000.000 91234 Bifreið hver á kr. 500.000 4566 88174 94157 107206 45558 93941 105769 Sólarlandaferð eða vöruúttekt kr. 85.000 2814 23634 59572 72267 105201 3438 29411 63928 73904 105945 5083 32323 64168 78671 111084 6750 42455 64778 80364 113328 15199 46232 68113 84413 117650 19247 51392 69332 84729 119847 21280 52084 70561 93814 21703 52272 70969 101932 21772 56541 71051 103804 Kópavogskaupstadur Starfsmaður á skipulagsdeild Viljum ráða nú þegar arkitekt eða skipulagsfræðing á skipulagsdeild bæjarins. Umsóknarfresturertil 18. júlí n.k. og skal umsóknum skilað til undirritaðs á sérstökum eyðublöóum sem liggja frammi á bæjarskrifstofum, Fannborg 2, 4. hæð. Upplýsingar um starfið veitir undirritaður. Kópavogi 7. júlí 1988 Bæjarstjóri Kópavogs. KRATAKOMPAN Frá skrifstofu Alþýðuflokksins Frá 5. júlí til 15. ágúst verður skrifstofan opin á fimmtudögum frá kl. 10-16 vegna sumarleyfis. Alþýðuflokkurinn FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eru lausar til umsóknar kennarastöður í viðskiptagreinum, fé- lagsfræði, dönsku og vélritun. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands er laus kennara- staða í rafvirkjun. Þá vantar stundakennara í ensku og viðskiptagreinum og forfallakennslu í dönsku. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 23. júlí næstkomandi. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameistur- um viðkomandi skóla. Þáer umsóknarfrestur á áður auglýstum kennara- stöðum I stærðfræði og rafeindavirkjun viö Fjöl- brautaskóla Vesturlands framlengdur til 12. júlí Menntamálaráðuneytið Laus staða Umsóknarfrestur um stöðu sérkennara vió Æfinga- skóla Kennaraháskóla íslands er framlengdur til 20. júlí n.k. Umsóknirsendist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið 5. júlí 1988

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.