Alþýðublaðið - 08.07.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. júlí 1988
7
UTLOND
Umsjón:
Ingibjörg
Árnadóttir
MEOARNIR
HALDA ÁFRAM
AÐ BERJAST
i ókunnu landi. Margir hmong-flóttamannanna hafa sest aö i Bandarikj-
unum. Aðrir eru enn i flóttamannabúöunum i Thailandi.
Hmong ættbálkurinn, sem
þekktari er sem Meo-fóíkiö,
var mikilvirkt verkfæri CIA,
meöan á striöinu i Laos stóö,
á árunum 1962 til 1975. í til-
raun sinni til að berjast gegn
Pathet Lao-uppreisrtar-
hreytingunni gengu Banda-
rikjamenn til samvinnu viö
hmongana — létu þeim í té
vopn, tjarhagsstuðning,
ásamt ööru. Þetta fór á sömu
ieið og í Vietnam; kommún-
istar sigruöu og Bandaríkja-
menn sleiktu sár sín.
Nú hafa um 60.000 hmong-
arar leitað hælis i flótta-
mannabúðum í Thailandi en
um 55.000 hafa fengið land-
vistarleyfi I Bandarikjunum.
Enginn veit hve margir þeirra
eru enn á heimaslóðum.
Sumir segja um 200.000, aðrir
segja að þeir séu fleiri.
Sagnaritarar segja að
hmong-fólkið hafi komið frá
Kínaog Vietnam til Laos í
kringum 1800. Hvar sem þeir
settust að reistu þeir sér hí-
býli á hálendi, þar sem gott
útsýni var yfir og auövelt yrði
að koma auga á innrásar-
menn. Aðalatvinnuvegur
þeirra var ópíumræktun.
Laos var frönsk nýlenda til
ársins 1949 er það hlaut sjálf-
stæói. Fljótlega fór uppreisn-
arhreyfing Pathets Lao að láta t
á sér kræla gegn rikisstjorn-
inni i höfuðborginni Vienti-
ane, og 1961 var svo komiö
að uppreisnarherinn stjórn-
aði tveimur þriðju hlutum
landsins.
Bandariska ríkisstjórnin
ákvað að senda sérsveitir
hermanna til Laos. Þetta var i
forsetatíð Johns F. Kennedy.
Ætlunin var að þjálfa hmong-
hersveitir til að berjast gegn
uppreisnarmönnunum.
Yfirstjórn þessara her-
sveita var sett i hendur ungs
manns, Vang Pao. Vegna hins
mikla stuönings CIA gat
Vang Pao, sem þá var tittaður
hershöfðingi, þjálfað 40.000
vel undirbúna hermenn.
í 13 ár börðust hmong-her-
mennirnir gegn sistækkandi
her Pathets Lao, en allt kom
fyrir ekki og í apríl 1975 tók
Pathet Lao völdin í Vientiane
og gerði Vang Pao-hernum
erfitt um vik og þeir voru kall-
aðir föðurlandssvikarar. Flótt-
inn yfir Mekong-fljótið hófst.
Margir þeirra fengu land-
vistarleyfi í Bandaríkjunum.
Meðal þeirra er Vang Pao,
sem enn hótar hefndum á
erkióvinunum í Vientiane,
Pao býr í Montana, og styður
nú contra-skæruliða i Nicar-
agua. Hann segir það verði
að berjast gegn kommún-
isma þar sem hann skýtur
upp kollinum.
Stuðningsmenn Vang Pao í
frelsissamtökunum NUFLL
(National United Front for
the Liberation of Laos) vinna
að þvi að koma ríkisstjórn-
inni frá en eiga erfitt um vik,
þar sem þeir eru ekki í land-
inu sjálfu. Nú hefur ríkis-
stjórnin i Laos fengió önnur
samtök á móti sér — ELOL
(Ethnics Liberation Organi-
sation of Laos). Þessi sam-
tök eru á heimavelli, ekki í út-
legð. Meðlimur þeirra sam-
taka sagði í viðtali við blaðið
Bangkok Post, að þar sem
Vang Pao og nánustu sam-
starfsmenn hans byggju ekki
i Laos gætu stuðningsmenn
ELOL ekki litið á hann sem
foringja þeirra.
Fréttaskýrendur telja að
starfsemi þessara andspymu-
hreyfinga sé máttlausari nú
en fyrir nokkrum árum og
enginn virðist vita með vissu
hvað mörgum hermönnum
þessar tvær andspyrnuhreyf-
ingar hafa á að skipa.
Thailand og Bandaríkin
Yfirvöld í Thailandi hafa
fram að þessu lokað augun-
um fyrir hinni pólitísku starf-
semi hmong-flóttamannanna.
Menn velta því fyrir sér
hvort Bandaríkin muni styðja
þessa áframhaldandi baráttu
hmong-fólksins.
Talsmaöur sendiráðs
Bandaríkjanna í Vientiane
svarar þessu afdráttarlaust
neitandi. „Við getum samt
ekki komið í veg fyrir að
Vang Pao og aðrir landsmenn
hans búsettir i Bandarikjun-
um afli fjár, til að halda áfram
baráttunni í Laos. Við getum
heldur ekki komið í veg fyrir
Þaö býr í
fjölluniim í Lcios,
/ flóttamannabúð-
um í Thailandi og
í stórborgum í
Bandaríkjunum.
Þrettán círum eftir
aö stríðinu í Indo-
Kína lauk heldur
/aotíski hmong
œttbálkurinn
áfram erfiðri
baráttu.
að flóttamenn í Thailandi fari
yfir landamærin með vopn og
vistir," segir talsmaðurinn.
Enginn dans á rósmn
Þrátt fyrir þessar yfirlýs-
ingar finnst Bandaríkjamönn-
um sem þeir hafi skyldum að
gegna við hmong-flóttamenn.
„Það leikur enginn vafi á
því að hmong-flóttamenn
sem böróust við hlið Banda-
ríkjamanna í stríðinu i Laos
eiga auðveldara með að fá
landvistarleyfi i Bandarikjun-
um en aðrir,“ segja thailensk-
ir, sem vinna í flóttamanna-
búðunum í Ban Vinai, en þar
eru hmongarar í miklum
meirihluta.
Ekki ber að skilja þetta svo
að líf flóttamannanna i
Bandaríkjunum sé neinn
dans á rósum. Bæði land-
fræðilega og menningarlega
séð er langur vegur frá
hæðunum í Laos til stórborg-
arhávaðans í Los Angeles og
Chicago. Vegna þess hve
erfiðlega gengur að festa
rætur i nýju heimkynnunum
eru ótrúlega margir flótta-
menn sem verða að þiggja
fátækrahjálp hjá opinberum
félagsmálastofnunum.
„Eg á ekki von á því að
Bandaríkjamenn leysi vanda
þessa fólks,“ segir Tove
Bjerkan, fulltrúi norska flótta-
mannaráðsins i Thailandi.
„Vió verðum að reyna að
finna lausn á þessu vanda-
máli hér, í því héraói eða
landi þar sem fólkið á rætur
sínar.“
(Arbeiderbladet.)