Alþýðublaðið - 08.07.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.07.1988, Blaðsíða 8
fmiiiiiíiriint Föstudagur 8. júlí 1988 VIÐTALIÐ Davíð Scheving Thorsteinsson Mörgum þótti þaö djörf ákvöröun þegar Sól hf., undir forystu Davíðs Scheving Thorsteinssonar, geröi innrás á gosdrykkjamarkaðinn meö tilheyrandi fjárfestingum. Þessi markaður var þá þegar talinn mettur. Einnig hefur sala á Svala til Bretlands vak- iö athygli. Alþýðublaðið hafði samband við Davið Scheving Thorsteinsson og spurði hann fyrst hvernig rekstur fyrirtækisins gengi. „Það hefur aldrei veriö jafnmikið selt og aldrei jafn- mikið að gera hérna, og aldrei jafnfáir menn sem anna jafnmiklu." — í viðtali við Alþýöublað- ið í ársbyrjun sagðirðu að auka þyrfti söluna úr 600 í 700 milljónir í ár, og þá vær- uð þið á grænni grein, ann- ars væruð þið illa staddir. Hvernig lítur þetta út núna? „Við erum á því rólinu, en svo er bara komin þessi mikla verðbólga síöan sem gerir kröfurnar ennþá hærri. Við þurfum sjálfsagt aö ná 750 milljónum núna til að samsvara þessum 700 milljónum þá.“ — Ertu bjartsýnn á að þaö takist? „Já, ég er það, við erum komnir meö nokkrar nýjar vörur. Lika er það, að útflutn- ingurinn hefur aldrei verið jafnmikill. Það merkilega við það er að hann jókst veru- lega þegar viö hækkuðum verðið, við hækkuðum þaö um 25% í pundum, og þá færðist hann til í ímynd fólksins. Við gerðum þetta á grundvelli þess að við iétum fara fram mjög mikla bragð- könnun, kostaði stórfé, og Svali sigraði alladrykki sem í boði voru á Bretlandseyjum, hvern einn og einasta af svona ávaxtadrykkjum, með 60 til 70% atkvæða." — Hversu mikill er útflutn- ingurinn til Bretlands? „Við fluttum núna milljón fernur í þessari og síðustu viku, og nú eru þegar komnar pantanir til viðbótar. Þaö lítur vel út með þann markaö. Hann er náttúrulega mestur á sumrin, en bæði með hækk- un pundsins og hærra verði er þetta farið að gefa vel af sér. Síðan erum við komnir með tvær nýjar bragðtegund- ir af gosi sem hafa slegið í gegn, Sóló og núna Míló, og Það var hjá mér Israels- maður um daginn og hann sagði: „Þið eruð nú bara eitt- hvað skrýtnir íslendingar sem þjóð. Hvernig dettur ykk- ur í hug að flytja svona mikiö inn, og að íslendingar sjálfir skuli kaupa allt þetta útlenska „Damn shit“, eins og hann orðaði það, „hvers vegna kaupið þið ekki vörurn- ar sem þið framleiðið sjálf- ir?“ Það er nokkuð mikið til í þessu, og glöggt er gests augaö. Mér finnst þetta vera málefni þjóðarinnar, hvers vegna í ósköpunum styður hún ekki sjálfa sig? — Hvernig kemur hækkun dollarans við þig? „Það náttúrulega hefur þau áhrif að djúsarnir sem við kaupum frá Ameríku verða dýrari, en aftur á móti eru þetta smámunir miðað við þá óðaverðbólgu sem við lifum og hrærumst í þessa dagana. Ég held að þessu sjónarspiIi sé bráðum lokið. Hvernig í ósköpunum á það að geta gengið fyrir atvinnulífið, að frá 1. janúar 1986 þangað til núna hækka laun i samnmgum um öl,5%, lánskjaravísitalan um 55,5% og dollari eftir tvær gengis- fellingar um 4,4%? Hvað heldurðu að hefði verið sagt, ef launin hefðu hækkaó um 4,4%, en lánskjaravísitalan um 55,5%? Þetta er það sem fyrirtæki búa við, það er eng- in tilviljun hvað er búið að loka mörgum fyrirtækjum í ullariðnaóinum og víðar.“ — Nú ert þú yfirlýstur sjálfstæðismaöur og þínir menn í forystu ríkisstjórnar- innar. Ertu þá ekki óhress með þeirra verk? „Ég er óhréss með þessi undanfarin tvö ár hvaö stjórn- málamennirnir eru lítið biblíulesnir. Ef þeir hefðu les- ið Mósebók hefðu þeir ekki hegðað sér svona, því það stendur i Mósebók hvernig þeir hefðu átt að haga sér. Þar segir um Jósep og draum Farós, um mögru kýrnar og feitu kýrnar, það er verðjöfn- unarsjóður. Jósep ráðlagði Faró að taka upp verðjöfnun- arsjóð. En í mesta góðæri sem gengið hefur yfir þjóð- ina, þá lögðu þeir niður verð- jöfnunarsjóð. Það eru afleið- ingar af þessari litlu biblíu- kunnáttu stjórnmálamanna sem við erum núna að súpa seyöið af“, segir Davíð Scheving Thorsteinsson. ,Erum að súpa seyðið af lítilli biblíukunnáttu stjórnmála- mannaf segir Davíð Scheving Thorsteinsson. — Er þetta ekki vonlaus barátta við erlenda auð- hringa? „Sjálfsagt, ef þeir beittu mætti sínum gætu þeir jú drepið allt hér. Þeir velta meiru en fjárlög ísfenska rík- isins eru, og græða eftir því. tvær aórar eru væntanlegar á næstu tveim vikum, og mjög miklar vonir bundnar við þær á grundvelli þessa, Sólóið sést orðið varla. Á tveim dög- um í þessum mánuði seldum við meira en allan maímán- uð.“ — í fyrrgreindu viðtali sagöiröu að þið þyrftuð að ná 10% af gosmarkaðinum, hver er hlutdeild ykkar núna? „Ég get ekki svarað því, ég veit það ekki. Ég vona að við verðum búnir aö ná 8% í ágúst.“ „HVERS VEGNA STYÐUR ÞJÓÐIN EKKI SJÁLFA SIG?“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.