Alþýðublaðið - 08.07.1988, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. júlí 1988
5
FRETTASKYRING
Kristján Þorvaldsson
skrifar
Landbúnaðarkröfur upp á milljarð
KERFIÐ STOKKAÐ UPP
Samkomulag um 90 milljónir í
niðurgreiðslur; en ekki 160 milljónir.
Að öðru leyti er beðið eftir tillögum
landbúnaðarnefndar um
heildarskoðun
Ríkisstjórnin hefur enn
ekki náð samkomulagi um
landbúnaðarmálin, þótt
ákvörðun hafi verið tekin um
hækkun á niðurgreiðslum á
hefðbundnum landbúnaðar-
vörum vegna hækkana á
söluskatti, sem urðu við bú-
vöruveröshækkun í júní. Fyrr
í vikunni var því haldið fram
að um væri að ræða hækkun
sem miðaðist við september,
til jafns við söluskattshækk-
unina í mars og júni, og að
upphæðin næmi 160 milljón-
um. „Þetta er ekki nema hálf-
ur sannleikur," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra við Alþýðublað-
ið í gær. Því er Ijóst, að enn
leita stjórnarflokkarnir leiða
til að leysa ágreininginn í
heild sinni.
Eins og menn muna var
talsveröur ágreiningur fyrir
nokkrum vikum um útgjöld til
landbúnaóarmála og áhrif
þeirra á ríkisfjármálin. Að
sögn Jóns Baldvins stóð
málið um kröfur um aukin
rikisútgjöld upp á rúman
milljarð. Niðurstaðan varð sú
að sett var á laggir nefnd,
sem ætlað er aö fara yfir allt
svið landbúnaðarútgjaldanna.
Nefndin er á vegum stjórnar-
flokkanna þriggja og em-
bættismenn, einkum i fjár-
málaráðuneytinu, vinna að
ýmsum tillögum í þeim efn-
um.
„Kjarni málsins er því sá,
aö landbúnaðarmálin eru til
heildarskoðunar," segir Jón
Baldvin. „Það eina sem ríkis-
stjórnin samþykkti í lok júní
var að tekjuauki ríkissjóös af
söluskatti, vegna hækkunar á
landbúnaðarverói 1. júní,
skyldi fara til aukinna niður-
greiðslna að þessu sinni.“ Að
sögn Jóns tekur þetta til
tímabilsins frá júní til sept-
ember. Upphæðin sem um er
að ræða er 90 milljónir króna.
Að öðru leyti er þess einfald-
lega beðið, að nefndin sem
vinnur að endurskoðun í
landbúnaðarmálum komi
með tillögur sínar.
Jón Baldvin segir að
nefndinni sé einkum ætlað
aö lýsa forsendum sem þurfi
til að nýta það fé sem varið
ertil stuðnings við landbún-
aðinn betur en nú er gert.
Meðal helstu atriða í þeirri
endurskoðun er t.d.:
1) Að hætta að verðbæta inn-
an verðlagsársins þær af-
urðir sem þegar hafa verið
staðgreiddar á hverju
hausti af afurðastöövum.
2) Að vaxta- og geymslu-
gjöld, sem eru eðlilegur
þáttur í framleiðslukostn-
aði, sölu- og dreifingar-
kostnaði, færist inn í verð-
lagsgrundvöll landbúnað-
arafurða, ( stað þess að
hækka sjálfkrafa niður-
greiðslutölur fjárlaga.
3) Að breyta stjórn Fram-
leiðnisjóðs og skoða
möguleikana á því, að
minnka þann þátt sem fer
til útflutningsbóta, en
auka fremur þann þátt
sem fer til þess að kaupa
upp fulivirðisrétt og hraða
búháttabreytingunum.
Með öðrum orðum, aö
laga heildarframleiðslu
landbúnaðarafurða að
markaðseftirspurn, fyrr en
ella hefði verið.
4) Aö endurskoða lög um
jarðræktar- og búfjárrækt-
arstyrki, þannig aö bak-
reikningum vegna fram-
kvæmda frá liðinni tíó
verði ekki framvegis vísað
með sjálfkrafa hætti til
greiðslu, heldur verði
menn að sækja um slikar
framkvæmdir fyrirfram og
fá þær heimilaðar, þannig
að hægt sé að halda þess-
um útgjöldum innan
ramma fjárlaga.
5) Leita leiða til þess að
draga úr millifærslum og
öðrum útgjöldum til þjón-
ustustofnana landbúnað-
arins, á sama tíma og
bændur verða að taka á
sig í vaxandi mæli ýmsar
byröar vegna minnkandi
framleiðslu.
Þá koma til álita langvar-
andi „strúktúr“breytingar,
eins og t.d. að auka áherslu á
svæðaskipulag í landbúnaði,
þ.e. að dregið verði úr sauð-
fjárrækt á tilteknum svæð-
um: Annars vegar á þeim
svæðum þar sem auóvelt er
aö stunda annan búskap, eða
leita annarra starfa, hins
vegar á þeim svæðum sem
sérstaklega eru í hættu
vegna ofbeitar eöa gróður-
eyðingar. Ennfremurað
tryggja að fjárveitingar til að
græða örfoka land og stöðva
gróðureyðingu komi að full-
um notum með því að setja
hertar reglur um bann við
lausagöngu búfjár. Þetta mið-
ar að því að það fjármagn
sem varið ertil landgræðslu
og skógræktar nýtist betur,
en verði ekki étið upp jafnóð-
um.
I viðtölum hefur Jón
Helgason landbúnaðarráð-
herra tekið fram, að hann
geti enga ábyrgð borið á
þeim tölum um niðurgreiðsl-
ur sem haldið hetur verið
fram að þessu sinni. En í fjöl-
miðlum hafa 160 miiljónir
verið nefndar. „Mér finnst
þetta rétt og skynsamlegt af
landbúnaðarráðherra, því
rétta talan vegna þessarar
ákvörðunar er um 90 milljón-
ir. Hvorki meiri né minni,“
sagði Jón Baldvin þegar
blaðið spurði um nákvæma
tölu. Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra sagði í sam-
tali við blaðið að hann kann-
aðist ekki við samkomulag
um að niðurgreiðslur ættu aö
vera til samræmis við hækk-
un söluskattsins. Viöskipta-
ráðherra, sem fer með niður-
greiðslumá! í samráði við
landbúnaðarráðherra, var er-
lendis þegar rikisstjórnin tók
ákvörðun um 90 milljón krón-
urnar. Jón sagði að upphæö
niðurgreiðslna vegna sölu-
skatts væri ekki ágreinings-
mál innan ríkisstjórnarinnar,
heldur vandamál sem þyrfti
að leysa.
Landbúnaðarnefndin var
upphaflega skipuð fulltrúum
landbúnaðar- og fjármálaráð-
herra. Siðan óskaði forsæt-
isráðherra eftir þvi að eiga
aðild að nefndinni, sem þýddi
að Ólafur ísleifsson efna-
hagsráðunautur tók sæti í
henni. Nefndin er þvi skipuð
fulltrúum allra stjórnarflokk-
anna, en að sögn Jóns Bald-
vins er vinnan að mestu í
höndum embættismanna í
fjármálaráðuneytinu.
Búist er við að nefndin
Ijúki störfum á næstu vikum.