Alþýðublaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 13 júlí 1988 FRÉTTASKYRING Ómar Friöriksson skrifar Ný þjóðhagsspá ÞENSLA OG JAFNVÆGISLEYSI Þjóðhagsstofnun spáir að verðbólga á þessu ári gæti orðið 25% frá upphafi til loka ársins og er það breyting frá marsspá þegar reiknað var með 16% verðbólgu. Talið er að landsframleiðsla aukist um 0.2% á árinu sem eru betri horfur en reiknað var með í fyrri spám Þjóðhags- stofnunar. Þessar upplýsing- ar koma fram í endurskoðaðri þjóðhagsspá sem rædd var á ríkisstjórnarfundi í gærmorg- un og kynnt fréttamönnum síðdegis. Þensluskeiðinu er engan veginn að Ijúka. í þjóðhags- spánni er reiknað meö að þjóðarútgjöld aukist um tæp- lega 1% á þessu ári en þjóð- artekjur dragist saman um 0.5% vegna viðskiptakjara- rýrnunar skv. spánni. Því eykst bilið milli þjóðarút- gjalda og þjóðartekna í ár eins og i fyrra. Af þessum sökum hefur gætt áframhald- andi eftirspurnarþenslu og jafnvægisleysis í þjóðarbú- skapnum það sem af er ár- inu. Þjóðhagsstofnun segir að aukið aðhald í ríkisfjár- málum og peningamálum gæti dregið úr þenslu á seinni hluta þessa árs en tæplega þó nóg til að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Til þess að það takist þarf að draga töluvert úr þjóðarút- gjöldum. Á hinn bóginn er þó talió að landsframleiðslan aukist um 0.2% á árinu í stað tæp- lega 1% samdráttar sem spáð var í mars. Spá Þjóðhagsstofnunar tekur nú mið af efnahags- aðgerðum ríkisstjórnarinnar í maí, kjarasamningum frá í vor og þróun i efnahags- og atvinnumálum síðustu mán- uði sem skýrir þær breyting- ar sem orðið hafa frá mars- spá stofnunarinnar. Ef litið er á einstaka liði þjóðarútgjalda eins og þeir eru settir upp í þjóðhags- reikningunum skv. spánni kemur fram að gert er ráð fyr- ir að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna á mann þ.e. eftir skatta, verði 1% minni á þessu ári miðað við síðasta ár en kaup- máttur atvinnutekna standi í stað á milli ára. Þar sem ekki er gert ráð fyrir breytingum á sparnaðarhneigð heimilanna er spáð sömu einkaneyslu í ár og í fyrra. AUKNAR FRAMKVÆMDIR RÍKISINS Samneysluútgjöldin eru talin aukast um 2% milli ár- anna ’87 og ’88 og eins og er reiknaö með að fjárfesting í heild muni dragast saman um 1% á þessu ári. Áætlað er að opinberar framkvæmdir aukist um 4%, en þar munar mest um framkvæmdir við byggingar hins opinbera, raf- orkumannvirki og hitaveitur. Hins vegar er talið að framkvæmdir við samgöngu- mannvirki dragist saman um tæplega 20% sé flugstöðin í Keflavík meðtalin, en án hennar verði um 9% aukn- ingu að ræða frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir að fjárfesting atvinnuveganna dragist sam- an um 51/2% i ár og er reikn- að með samdrætti í öllum atvinnugreinum nema flutn- ingastarfsemi og almennum iðnaði. Framkvæmdir í iðnaði eru taldar verða álika miklar og þær voru á síðasta ári og reiknað er með 40% meiri fjárfestingu í flutningatækj- um. Mestur samdráttur er tal- inn verða I byggingu verslun- ar- og skrifstofuhúsnæðis, eða um 20% en að um 5% aukningu íbúðabygginga í ár. Samtals fela þessar áætlanir i sér lítilsháttar aukningu neyslu- og fjárfestingarút- gjalda frá því í fyrra og að teknu tilliti til birgðabreyt- inga þýðir þetta að þjóðarút- gjöld í heild aukist um tæp- lega 1% á þessu ári. INNFLUTNINGUR EYKST Erfiðasta viðfangsefni stjórnvalda er glfurlegur við- skiptahalli og hefur verið tal- að um halla á bilinu 10 til 15 milljarðar á árinu. í spá Þjóð- hagsstofnunar er reiknaö með því að halli á viðskiptum við önnur lönd verði um 11 milljarðar kr., eða sem svarar til tæplega 4V2% af lands- framleiðslu. Á siðasta ári var viðskiptahallinn rúmlega 7 milljarðar sem var 31/2% af landsframleiðslu. Þjóðhags- stofnun bendir á að áfram- haldandi halli á viðskiptum við útlönd verði bæði á þjón- ustu- og vöruviðskiptum. Reiknað er með að vöru- skiptajöfnuðurinn verði óhagstæður um tæplega 51/2 milljarð samanborið við 2 milljarða króna í fyrra. Þjón- ustuviðskiptin að meðtöldum vaxtagreiðslum eru með rúm- lega 6 milljarða kr. halla skv. spánni fyrir þetta ár en voru með rúmlega 5 milljarða kr. halla í fyrra. Þjóðhagsstofnun gefur sér þá forsendu í þessari spá að gengi verði haldið stöðugu út árið en 3% gengisbreytinga- heimild verði þó notuð. Segir í spánni að mikil óvissa ríki um ýmsar forsendur þessarar spár og sérstaklega sé óvíst að hvaða marki stefna ríkis- stjórnarinnar í fjármálum rík- isins og peningamálum muni skila sér i minni eftirspurn í efnahagslífinu á síðari hluta þessa árs. Þannig er spáð raunaukningu almenns inn- flutnings án olíuinnflutnings um rúmlega 1% þrátt fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist ekki. 6% HALU í VEIDUM OG VINNSLU „Afkoma útflutnings- og samkeppnisgreina verður áfram erfið, þótt spáð sé lægra raungengi krónunnar á þessu ári en áður var reiknað með. Áætlað er að botnfisk- veiðar og -vinnsla séu rekin með töluveröum halla um þessar mundir,“ segir í þjóð- hagsspánni. Nú benda afkomuáætlanir til að botn- fisksvinnslan sé rekin með 41/2% halla en hagur ein- stakra greina sé þó misjafn því hallinn á frystingu sé lík- ast til um 8%, en saltfisk- verkunin sé hins vegar rekin með 2% hagnaði. Útgerð botnfiskveiða í heild er einn- ig rekin með halla sem nem- ur um 3% af tekjum. Afkoma innan greinarinnar er hins vegar mjög misjöfn. Þannig sýni minni og stærri togarar um 1-2% hagnað af tekjum i samanburði við 81/2% halla af bátaútgerð. Ef botnfisks- veiðar og -vinnslan er tekin í eina heild er hallinn 6% af tekjum. Kemur m.a. fram í þjóð- hagsspánni að heildarafla- verðmæti sjávarafurða mun lítillega aukast á árinu eða um tæplega 1% miðað við fast verð. Þessi aukning staf- ar eingöngu af auknu afla- verðmæti loðnu. En á þessu ári er spáð að heildarafli verði 1.813 þús. lestir sem er meiri afli en nokkru sinni hef- ur fengist á einu ári. HÆRRI SKATTAR Þjóðhagsstofnun spáir um 600 milljóna halla á ríkissjóði í ár. Um ríkisfjármálin segir Þjóðhagsstofnun að þar sem mikilvægar efnahagsforsend- ur hafi breyst verulega á þessu ári og ríkisstjórnin hafi sett sér að leysa engar hækkanir rfkisútgjalda að þvi er varðar tilfærslur, viðhald og fjárfestingarliði, þá þýði það að skera verði niður um 1,7 milljarð í þessum út- gjaldaflokkum á seinni hluta ársins. Skv. endurskoðaðri gjaldaáætlun veröi útgjöld ríkissjóðs um 5 milljörðum hærri en reiknað var með I fjárlögum en tekjur 4,4 milljörðum hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. 600 milljóna kr. halli sé þvi 0,2% miðað við landsframleiðslu saman- borið við 1,3% í fyrra. Þá verði lánsþörf rikissjóðs nokkru meiri en áætlað var eða 0,5% af landsframleiðslu í stað 0,2%. Heildartekjur rikissjóðs aukast á þessu ári um 1,5% miðað við landsframleiðslu. Þá kemur fram (töflu Þjóð- hagsstofnunar yfir fjármál ríkis og sveitarfélaga að hlut- fall skatttekna af vergri landsframleiðslu muni auk- ast á þessu ári miðað við bráðabirgðatölur síðasta árs eða úr 29,2% í 31,4% og að álagning beinna skatta mið- að við landsframleiðslu verði 8% í stað 7,3% á síðasta ári. RAUNVEXTIR HÆKKA Þjóðhagsstofnun bendir á að horfur í peningamálum á siðari hluta ársins séu óviss- ar og reiknar með að lausa- fjárstaða innlánsstofnana muni versna á næstu mánuð- um. í júní var staða ríkissjóðs gagnvart Seðlabankanum 2,5 milljörðum kr. lakari en áætl- að hafði verið og telur Þjóð- hagsstofnun að þróun pen- ingamála á síðari hluta ársins muni einkennast af harðn- andi samkeppni um lánsfé og ennfrekari hækkun raun- vaxta. Öll er spá Þjóðhagsstofn- unar sem fyrr háð mikilli óvissu enda hafa spár stofn- unarinnar hlotið mikla gagn- rýni að undanförnu. Má vera að mörgum finnist verðbólgu- spá Þjóðhagsstofnunar held- ur varfærin en hún spáir því nú að þó verðbólgan á árinu verði líkast til um 25% verði hraði hennar kominn niður f 20% í lok ársins. Frá áramót- um til júní hefur vísitala framfærslukostnaðar hækk- að um tæplega 9% á sama tíma sem laun hafa hækkað nokkru meira eða nálægt 14%. Samkvæmt þessu mun því verðlag hækka töluvert umfram launahækkanir á síð- ari hluta ársins ef þessi spá gengur eftir. F00000000 Meiri landsframleiðsla en búist var við en þjóðarútgjöld dragast saman. Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna á mann dregst saman um 1%. Verðbólga verður 25%. Viðskiptahallinn 11 milljarðar. Mikið veltur svo á því hvort ríkisstjórninni tekst aukið aðhald í ríkisfjármálum og peningamálum segir í endurskoðaðri þjóðhagsspá frá Þjóðhagsstofnun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.