Alþýðublaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13 júlí 1988 Sigmundur Smári: Það er ekki sama hvernig brauðin eru löguð. Sigmundur Smári í Smárabakarí ASTÆÐULAUST AÐ LÆKKA VERD í gær voru kynntar niöur- stöður verðkönnunar sem Verölagsstofnun framkvæmdi siðari hluta júnímánaðar í brauðgerðarhúsum um allt land. Sérstaka athygli vakti mikill verðmunur í bakarium á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þau eru flest og þar sem samkeppnin ætti að vera hörðust. Innkaupakarfan af sneiddu brauði var t.d. 44% dýrari i Smárabakarí Klepps- vegi 152, þar sem sneiddu brauðin voru dýrust, en í AB bakariinu Dalbraut 1, þar sem þau voru ódýrust. Á ósneiddu brauði var enn meiri munur, eða 56%. Þau reyndust einn- ig dýrust í Smárabakarí Kleppsvegi 152. „Brauðin eru ekki alveg eins dýr og þarna kemur fram,“ sagði Sigmundur Smári Stefánsson bakari I Smárabakarí þegar Alþýðu- blaðið ræddi við hann í gær um niöurstöður könnunarinn- ar. — Var þá rangt að könn- uninni staðið? „Alls ekkert rangt að henni staðið. Ég gat ekki séð það, en við erum með fullt af brauðum hér á ágætu verði. Við erum með t.d. „Spari- brauð“ sem kostar 55 krónur. Þriggjakornabrauðin okkar eru ákaflega vönduð og það kemur fólk allsstaðar að úr bænum að kaupa þau. Ég kalla það ekki dýrt að selja 700 gramma brauð á 110 krónur. Mér finnst það bara hlægilegt verð. Þetta eru vönduð og góð brauö, því það er ekki alveg sama hvernig þau eru löguð. Það er hægt að laga brauð og taka franskbrauðsdeig og henda saman við einum, tveimur hnefum af klíði og kalla það klíðbrauð. Það er ekkert vandamál. Þetta bakarí hefur fengið mjög góöa dóma fyrir sín brauð og ég er ekki ósáttur við verðið. — Tel það í samræmi við gæðin.“ — Þetta hlýtur þá að vera svolitið vitlaus könnun? „Nei, en það er voðalega erfitt að taka tillit til gæða í slíkri könnun. Þessi brauð okkar eru t.d. öll handupp- slegin. Ekkert vélrænt. Við stöndum ekki í sömu sam- keppni og t.d. Myllan, sem spýtir öllu út úr sér sjálfkrafa, kannski ekki einu sinni með aðstoð bakara heldur bara með aðstoðarfólki. Þetta er handverksbakari. Ég skal t.d. segja þér eina sögu: Við reyndum að selja brauðin okkar fyrir hálfvirði daginn eftir. Það er ekki litið viö þeim, en hins vegar keypt tveggja eða þriggja daga brauð í stórmörkuðum. Fólk gleypirvið þeim, þó þau séu sáralítið ódýrari, — ef ekki dýrari. Hérna fleygjum við út öll- um brauðum eftir daginn. Bjóðum aldrei upp á gömul brauö og bökum alla daga vikunnar." — Verðkönnunin hlýtur samt að koma illa við þig? „Já hún gerir það, vegna þess að hún mælir ekki gæð- in.“ — Hefurðu orðið var viö viðbrögð frá þinum viðskipta- vinum? „Nei, ég hef ekki orðið var. við það. Þetta hefur reynst þokkalega góður dagur." — Hefurðu orðið var við aö fólki finnist dýrt hjá þér? „Nei, ég hef hins vegar orðið var við það að fólk hef- ur komiö úr Miklagarði, hér fyrir neöan, og verslað hjá okkur vegna þess að því finnst varan ódýrari og betri. Tökum sem dæmi snúðana hjá okkur: Þeir kosta ekki nema 47 krónur. Þeir eru svo stórir, að þeir eru jafnvel fyrir tvo. Ég hef séð snúða I bakaríum á 52 til 53 krónur. Þá erum við t.d. með óseytt rúgbrauð, maltbrauð, sem vigtar 1200 grömm. Við seljum alveg feiknalega mik- ið af þeim. Þau kosta ekki nema 135 krónur. — Nú hefur sýnt sig eftir slíkar verðkannanir, að þau bakari sem reynast dýrust verða gjarnan að meðallagi í næstu könnun. Ætlar þú að lækka verðiö? „Ég sé enga ástæðu til þess. Brauðin eru það góð, að þau standa fyllilega undir verði. Ég sé ekki að þau séu dýr.“ — Er þá einhverjum greiði gerður með slíkum verðkönn- unum? „Já, auövitað neytendum. Þeir sjá mismuninn á verði en verða sjálfir að dæma um gæðin. Ég set t.d. aldrei enda inn I vlnarbrauð. Þetta er alveg sérlagaður massi, púðursyk- ur massi. Þessi vínarbrauð urðu t.d. alveg landsfræg þegar ég var á Hressingar- skálanum. Þetta er auðvitað alveg rándýr massi, en við teljum okkur verða að gera góða hluti.“ GJALDDAGI .FYRIRSKIL . A STAÐGREBSLUFE m f Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endur- gjaldi mánaðarlega. Ekki skiptir máli I þessu sambandi hversu oft I mánuði laun enj greidd né hvort þau enj greidd fyrirframeðaeftir á. Gjalddagl skila er 1. hvers mánaðar en eindagi Með greiðslu skal fylgja grein- argerð á sérstöku eyðublaði „skilagrein". Skilagrein ber að skila, þó svo að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðlr skulu vera í hellum krónum. Allir launagreiðendur og sjálf- stæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið eyðublöð fyrir skilagrein send. Þeir sem ein- hverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér til skatt- stjóra, ríkisskattstjóra, gjald- heimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. 15 -Gerið skil tímanlega og forðlst örtröð síðustu dagana. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1974-1. fl. 15.09.88 kr. 17.697,98 1977-2. fl. 10.09.88 kr. 5.213,51 1978-2. fl. 10.09.88-10.09.89 kr. 3.330,59 1979-2. fl. 15.09.88-15.09.89 kr. 2.171,18 INNLAUSNARVERÐ ÁRGREIÐSLUMIÐA 1973-1. fl. B 15.09.88-15.09.89 10.000 gkr. skírteini 50.000 gkr. skírteini kr. 1.290,05 kr. 6.450,25 Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands,. Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Sérstök athygli skal vakin á lokagjalddaga árgreiðslumiða 1. fl. B1973 og spariskírteina í 1. fl. 1974, sem er 15. september n.k. Reykjavík, júlí 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.