Alþýðublaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 13 júlí 1988 SMÁFRÉTTIR Kennarar Ölduselsskóla senda frá sér greinar- gerð: Mótmæla veit- ingu skóla- stjórastöðu Kennarar Ölduselsskóla hafa sent frá sér greinargerð varðandi ráðningu Sjafnar Sigurbjörnsdóttur sem skóla- stjóra skólans. Greinargerðin var samþykkt á Foreldrafundi skólans þ. 30. júni s.l. og lesin upp á fundinum. I grein- argerðinni kemur m.a. fram það álit kennara að annar umsækjandinn, Daníel Gunn- arsson sé hæfari til skóla- stjórastarfans sakir menntun- ar og starfsreynslu, og sagt að með þessari veitingu sé menntamálaráðherra ósam- kvæmur sjálfum sér þar eð hann hafi lýst þvi yfir opin- berlega að hann styðji þá stefnu að auka sjálfstæði skóla og leggja meiri rækt við samstarf heimila og skóla. Alþýðublaöinu hefur borist greinargerð kennara Öldu- selsskóla og segir orðrétt i niðurlagi hennar: „Að lokum viljum við ítreka að óánægja okkar beinist fyrst og fremst að eftirtöld- um atriðum: 1. Stöðuveitingin er lítils- virðing við þá grunnskóla- kennara sem hafa aflað sér hefðbundinnar kennara- menntunar og starfað ein- göngu innan grunnskólans. 2. Við teljum niðurstöður fræðsluráðs ekki byggðar á ábyrgu, faglegu mati. 3. Við áteljum að ráðherra skuli fara eftir áliti og óskum allra annarra en þeirra sem málið snertir þ.e.a.s. foreldra og starfsfólks skólans og hunsa um leið samstarf heimila og skóla. 4. Við álítum að þau atriði sem fram hafa komið i mál- flutningi menntamálaráö- herra til réttlætingar stöðu- veitingunni séu hvergi rök- studd á fullnægjandi hátt.“ Utanríkis- ráðuneytið takmarkar fiskútflutning Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að takmarka útflutn- ing á óunnum þorski og ýsu þannig að vikulegur útflutn- ingur af þessum tegundum fari ekki yfir 600 tonn. Um- sóknir um leyfi til útflutnings á óunnum fiski í gámum þurfa að berast ráðuneytinu eigi síðar en árdegis á föstu- degi í næstu viku á undan þeirri sem útflutningur er fyrirhugaður. Ráðuneytið tekur afstöðu til umsókna og tilkynnir umsækjendum fyrir dagslok á föstudegi um það heildarmagn sem hverjum um sig er heimilt að flytja út i næstu viku þar á eftir. Fyrir- komulag þetta gildir um út- flutning á óunnum þorski, ýsu, karfa og ufsa til loka septembermánaðar 1988. Ráðuneytið mun veita útgerð- um einstakra skipa, á grund- velli þeirra umsókna sem bár- ust fyrir 7. þ.m., vilyrði fyrir útflutningsleyfum fyrir helm- ingi þess magns sem flutt var út af þorsk- og ýsuafla einstakra skipa á sama tíma- bili í fyrra. Þeir sem slík vil- yrði fá þurfa siðan vikulega að óska leyfis til útflutnings á tilteknu magni og verða leyfi til vikulegs útflutnings bundin við 15% af útflutn- ingsheimildum viðkomandi aðila á öllu tímabilinu. Séu útflutningsheimildir á öllu tímabilinu samtals á bilinu 50 til 300 lestir, má vikulegur útflutningur þó nema allt að 20% heildarmagns og séu heimildir samanlagt undir 50 lestum, verða ekki gerðar kröfur um dreifingu á ein- stakar vikur. Nái samanlögð útflutn- ingsleyfi samkvæmt ofan- greindu ekki 600 tonnum í einstakri viku, verða öðrum umsækjendum um útflutning í þeirri viku veitt leyfi fyrir því sem á kann að vanta. Við þá úthlutun hafa þeir er sóttu um útflutningsleyfi fyrir 7. þ.m. forgang. Með hliðsjón af markaðs- horfum í Evrópu á óunnum karfa og ufsa hefir ráðuneytiö ennfremur ákveðið að engin útflutningsleyfi verði veitt vegna útflutnings á þessum tegundum í gámum á tima- bilinu 24. júlí til 7. ágúst 1988. Ráðuneytið mun leitast við að fylgjast með horfum varðandi sölu á óunnum krafa og ufsa og grípa til frekari takmarkana á veitingu útflutningsleyfa reynist það nauðsynlegt. SÍM TOPP 20 Samtök íslenskra mynd- bandaleiga hafa gefið út eftir- farandi lista yfir 20 vinsæl- ustu myndböndin dagana 29. júní - 6. júlí. 1. ( 1) Innerspace 2. (—) No Way Out 3. (—) Full Metal Jacket 4. (—)TheBourne Identity 5. ( 2) Dirty Dancing 6. ( 5) The Jerk 7. (—) The Last Innocent Man 8. ( 3) Something Wild 9. ( 4) Raising Arizona 10. (17) He’s my girl 11. (—)WiseGuy 12. (15) White Water Summer 13. ( 6) No Mercy 14. (16) Amazing Stories 4 15. ( 8) Hands of a Stranger 16. ( 7) Roxanne 17. ( 9) Otto 2 18. (11) Dudes 19. (14) Whistle Blower 20. (19) Positive ID Landbúnaðar- ráðstefna Samtaka um kvennalista Ráðstefna Samtaka um kvennalista um landbúnað og landnýtingu var haldin að Sólgörðum i Fljótum helgina 25. - 26. júlí s.l. Fjölmörg framsöguerindi voru flutt um hinaýmsu þætti landbúnað- This Path brings happiness, contentment and health. It is the Path within to God, the eternal consciousness. Further inl'ormation is available in different languages, french, arabic etc.: UNIVERSAL LIFE, dept. F, P.O. Box 5643, D-8700 Wuerzburg, West-Germany. 151 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR w Vonarstræti 4 — sími 25500 LAUS STAÐAí ELLIMÁLADEILD 50% staöa (gæti veriö full staöa til áramóta) er nú laus til umsóknar. Staöan er laus nú þegar og er tilskilin menntun fé- lagsráögjafa eöa sambærileg menntun. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur er til 27. júlí. Allar nánari upplýsingar veitir Anna S. Gunnarsdótt- ir í síma 25500. Starfsmannafélags Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, aö gjalddagi söluskatts fyrir júní mánuð er 15. júlí. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkis- sjóös ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytiö. KRATAKOMPAN Frá skrifstofu Alþýðuflokksins Frá 5. júlí til 15. ágúst verður skrifstofan opin á fimmtudögum frá kl. 10-16 vegna sumarleyfis. Alþýöuflokkurinn ar. Hreppsnetnd Fljótahrepps bauð ráðstefnukonum í skoð- unarferð um sveitina og var sú ferð í senn ánægjuleg og fróðleg. Kunna kvennalista- konur hreppsnefndinni þakkir fyrir þetta góða boö. Framkvæmda- stjóri Evrópu- ráðs á íslandi Framkvæmdastjóri Evrópuráðsins Hr. Marcélino Oreja og frú, dvelja á íslandi 10. til 13. júll í boði Stein- gríms Hermannssonar utan- ríkisráðherra. Auk þess að eiga viðræður viö utanrikisráðherra mun framkvæmdastjórinn hitta að máli forsætisráðherra, menntamálaráðherra og dómsmálaráðherra. Jafnframt mun framkvæmdastjórinn heimsækja Alþingi í boöi for- seta Sameinaðs þings og ræða við fulltrúa íslands á ráðgjafarþingi Evrópuráðsins. Sumarhátíð Styrktarfélags Sogns Hin árlega sumarhátiö Styrktarfélags Sogns verður haldin aö Sogni dagana 22.- 24. júlí n.k. Hefst hátíðin á föstudagskvöld. Hljómsveitin Karma leikur fyrir dansi bæði föstudagskvöld og laugar- dagskvöld. Margvísleg skemmtiatriði verða að vanda. Styrktarfélag Sogns hefur það að markmiði að styrkja starfið að Sogni sem best. Meðal fastra liða í starfi félagsins er að halda umrædda fjölskyIduhátíð en hún er orðin fastur liður í lífi hundruða fjölskyldna. Öllum er heimil þátttaka. BÖRN í BÍLUM ÞURFA VÖRN □ 1 2 3 r r* 5 6 □ 7 9 10 □ 11 □ 12 13 □ □ • Krossgátan Lárétt: 1 önguls, 5 vond, 6 geit, 7 samstæðir, 8 óvissunni, 10 guð, 11 sjó, 12 tónn, 13 veitt. Lóðrétt: 1 þrástagast, 2 fyrir- lestur, 3 tón, 4 horfir, 5 minnka, 7 djörf, 9 viðkvæma, 12 fæddi. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 sleip, 5 apar, 6 nit, 7 at, 8 glanni, 10 ii, 11 enn, 12 utan, 13 tómir. Lóðrétt: 1 spili, 2 lata, 3 er, 4 patinn, 5 angist, 7 annar, 9 neti, 12 um. • Gengii Gengisskráning 128 - 11. júlí 1988 Kaup Sala Bandaríkjadollar 46,000 46,120 Sterlingspund 78,115 78,319 Kanadadollar 38,034 38,133 Dönsk króna 6,5757 6,5928 Norsk króna 6,8857 6,9037 Sænsk króna 7,2773 7,2963 Finnskt mark 10,5191 10,5465 Franskur franki 7,4301 7,4495 Belgiskur franki 1,1943 1,1974 Svissn. franki 30,0457 30,1241 Holl. gyllini 22,1794 22,2372 Vesturþýskt mark 24,9966 25,0618 ítölsk líra 0,03373 0,03382 Austurr. sch. 3,5528 3,5621 Portúg. escudo 0,3057 0,3065 Spanskur peseti 0,3778 0,3788 Japanskt yen 0,34509 0,34599 Irskt pund 67,227 67,402 SDR 24.11 60,0452 60,2018 ECU - Evrópumynt 51,9432 52,0787 • Ljósvakapunktar •RUV 21.00 Blaðakóngurinn. Enn segir frá baráttu fjármála- manns í London, sem reynir hvað hann getur að eignast eitt af virtustu blöðunum. Átakasaga I líkingu við Helgar- póstsins. • Stöð 2 21.20 Mannslíkaminn. Fylgst með áhrifum adrenalíns á starfsemi líkamans. Þátturinn ætti að geta hjálpað brjálæð- ingum að ná tökum á sjálfum sér. Voöinn getur verið vís, þegar adrenalínið flæðir. 23.05 Tiska. Frömuðir ætla að segja ósjálfstæðum og niður- brotnum karlmönnum hverju þeir eiga að klæðast. • Rás 1 Landpósturinn — Frá Austur- landi. Þeir sem misstu af Haraldi Bjarnasyni frá Nes- kaupstað í morgun fá tækifæri til að hlusta. Þátturinn verður væntanlega ekki endurtekinn. • Rás 2 19.30 íþróttarásin. Hinir virtu íþróttamenn ríkisins rása með tunguna á milli leikja i fyrstu- deildar-fótboltanum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.