Alþýðublaðið - 29.07.1988, Síða 2
2
Föstudagur 29. júlí 1988
MPYDUMMD
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
iJmsjónarmáöur
helgarblaðs: Þoriákuf Helgason
Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnauutíir og Ómar
Friðriksson.
Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60
kr. um helgar.
JÖFNUÐUR í REYND
Ríkissjóöur hefur sent frá sér 35 þúsund ávísanir, sam-
tals að upphæð 1.9 milljarða króna til skattborgara lands-
ins sem rétt eiga á barnabótum, barnabótaaukum, hús-
næðisbótum og vaxtaafslætti og endurgreiðslum sam-
kvæmt nýja skattkerfinu. Alls mun ríkissjóður greiða 4
milljarða króna á árinu í framangreindar bætur til borgar-
anna. Það er 122% hækkun frá því sem var á síðasta ári.
Samkvæmt athugun hagdeildar fjármálaráðuneytisins
hefuraukning barnabótaog barnabótaauka verið 54% frá
síðasta ári. Ef miðað er við 27-28% meðalhækkun verð-
lags nemur raungildi hækkunarinnar tæplega 21%
Kostir hins nýja skattkerfis eru nú að koma greinilega í
Ijós. Sú stefna Alþýðuflokksins að umbylta tekjuöflunar-
kerfi ríkissjóðs í því skyni að treystaog efla velferðarríkið
er nú farin að skila árangri. Með tilkomu staðgreiðslukerf-
is skatta innheimtast skattpeningar mun betur en áður.
Þannig hefur orðið um 20% aukning á innheimtu tekju-
skatts. Á sama tíma hefur bætt skattkerfi gert jöfnuðinn
meiri í þjóðfélaginu. Fá hinir verr settu meira fé frá hinum
betur settu. Það er hugsunin í hugmyndafræði jafnaðar-
mennskunnar: Að jafna kjörin og aðstöðuna í þjóðfélag-
inu og draga úr forréttindum hinna efnaðri en efla stöðu
hinna tekjuminni. Þessari stefnu hefur Alþýðuflokknum
tekist að haldafram í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi og
eins og tékkarnir sem streyma frá fjármálaráðuneyti Jón
Baldvins Hannibalssonar (sessa dagana sanna best.
GEF OSS NIEIRA PUDI
Svonefnd vinnutímanefnd sem Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra skipaði í septembermánuði í fyrra til
að leita leiðatil að stytta vinnutíma íslendinga, án þess að
skerða tekjur, hefur skilað niðurstöðum sínum. í skýrslu
vinnutímanefndar kemur meðal annars fram að íslending-
arvinnamest í heimi og heildarvinnutími karlaá íslandi er
57 tímar á viku en kvenna 49 stundir á viku. Meðal hug-
mynda sem vinnutímanefndin setur fram til úrbóta á
þrælkunarvinnu íslendinga er að leita leiða til að stytta
vinnutímann með þeim hætti að lækka yfirvinnukaup en
hækka dagvinnukaup verulega. Nefnir nefndin lagasetn-
ingu sem hugsanlega lausn. Það gefur auga leið að ís-
lendingar eiga erfitt með að stunda áhugamál, fjölskyldu-
líf eða nýta frítíma sinn á uppbyggilegan hátt þegar mest-
ur hluti sólarhringsins fer i vinnuþrælkun. Ætla mætti að
forystumenn verkalýðshreyfingarinnar fögnuðu slíkum
hugmyndum sem styttavinnutímaalmenningsán þess að
tekjur skerðist. En af fyrstu viðbrögðum talsmanna verka-
lýðshreyfingarinnar virðist ekki raunin sú. Guðmundur J.
Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins og
Dagsbrúnar, fór háðulegum orðum um tillögur nefndar-
innarí fréttatíma Ríkisútvarpsins í fyrrakvöld og líkti þeim
við jólagjafir. Formaður Verkamannasambandsins varði
yfirvinnutíma verkalýðsins með kjafti og klóm í viðtalinu
líkt og helsta náðarmeóal vinnandi manna væri auka-
vinna. Þetta eru úrelt sjónarmið og taka ekki mið af mann-
gildishugsun eða mannúð. Afkoma heimila á ekki að
byggjast ástriti myrkannaámilli. Almenningurá rétt ásín-
um frítíma og stund með fjölskyldu og vinum. Guðmund-
ur J. Guðmundsson á að hætta aó taka undír sönginn um
aukavinnuna í revíunni Járhausinn eftir þá bræður Jónás
og Jón Múla Árnasyni. „Ó Guð, ó gef mér meira puð“!
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
WMtrn
Þjóðviljinn: Ásakaður af lesendum fyrir að hygla siðlausum gróðapung-
UtP.
ÞJÓÐVILJINN hefur
ákveðna sérstöðu í íslensk-
um blaðaheimi. Meðal annars
er sérstaða Þjóðviljans sú að
vera í eilífum sálarhremming-
um og geðklofa milli þess að
kasta skít á atvinnurekendur
og verslunarstéttina en sam-
timis þurfa að biðla til henn-
ar varðandi auglýsingar og
stuðning sem heldur blaðinu
gangandi fjárhagslega.
Með árunum þegar verr
hefur gengið hjá Þjóðviljan- .
um og þyngra á brattann að •
sækja, hefur talsvert dregið
úr neikvæðum skrifum um
verslunarstéttina og þeir ekki
kallaðir „Kapítalistar",
„gróðapungar" og „óvinir al-
þýðunnar" eins og oft áður.
Engu að síður heldur geð-
klofinn áfram í blaðinu. Og
stundum reyndar hjá lesend-
um. í gær til að mynda. Þá
sendi einn lesandi blaðsins,
Ólafur Ó. Guðmundsson að
nafni, bréf til málgagnsins
síns og skammaði Þjóðvilj-
ann fyrir dulbúnar auglýsing-
ar. Ólafur hellir sér yfir rit-
stjórann fyrir að hafa sagt frá
því að Bifreiðar og landbún-
aðarvélar hafi tekið í notkun
um daginn nýjan sýningarsal.
Maður segir ekki frá slíkum
„siðlausum peningapungum"
að mati bréfritara enda hafi
hann sjálfur keypt bíl hjá
þessum mönnum sem fór
hvorki meira né minna en 20
sinnum á verkstæði á 10
mánuðum! Og svo er mál-
gagnið hans, Þjóðviljinn, að
hampa þessum „siðlausu"
mönnum!
En gefum Ólafi orðið eins
og texti hans kom af Þjóðvilj-
anum í gær:
„Mig langar til að gera
athugasemd við ákveðna til-
hneigingu hjá Þjóðviljanum
sem ég hef orðið var við und-
anfarin ár sem lesandi blaös-
ins. Um er að ræða umfjall-
anir blaðsins um fyrirtækið
„Bifreiðar og landbúnaðarvél-
ar“ sem flytur inn Lada-bif-
reiðar sem kunnugt er. Birtist
þessi tilhneiging blaðsins
m.a. í skrifum blaðsins um
flutning áðurnefnds fyrirtæk-
is í nýtt og glæsilegt hús-
næði fyrir skömmu. Birtist þá
allstór grein á besta stað í
blaðinu, vitnað var í forstjór-
ann í fyrirsögn og farið fjálg-
legum orðum um árangur fyr-
irtækisins á undanförnum ár-
um.
Á ég erfitt með að skilja
þetta þar sem um eitt mesta
fjárplógsfyrirtæki landsins er
að ræða sem beitir siðlaus-
um viðskiptaháttum ef því
svo hentar og er undirritaður
ekki einn um að hafa orðið
fyrir barðinu á þvi.
Fyrir um einu og hálfu ári
keypti ég af þeim bíl sem
reyndist allur rammgallaöur
þegar til kom. Átti ég bifreið-
ina i 10 mánuði og á þeim
tíma fór hún um 20 sinnum á
verkstæði. Þegar ég fór fram
á að fá hinni gölluðu vöru
skilað, mætti mér þvilík
ósvífni að öðru eins hef ég
aldrei fyrr né síðar kynnst.
M.a. ásakaði forstjóri fyrir-
tækisins mig um fjárkúgun
þegar ég reyndi að ná fram
rétti mínum.
Leitaði ég með málið tii
lögfræðings FÍB og fékk þar
upplýst að kaupandi nýrra
bilá er i raun upp á náð og
miskunn seljenda kominn.
Kærur og málaferli taki svo
langan tíma að það borgi sig
engan veginn að leita réttar
sins þó að hann sé ótviræður
i svona tilfeflum."
Og þá snýr bréfritari sér að
blaðamönnum Þjóðviljans:
„Vona ég að framvegis
standist siðferöisþrek blaða-
manna Þjóöviljans þá freist-
ingu að hygla siðlausum pen-
ingapungum, jafnvel þótt þeir
auglýsi i blaðinu og flytji inni
sovéskar vörur.
Ólafur Ó. Guðmundsson
Neðstaleiti 5, R.“
Það er sem sagt engin
málsvörn þótt þeir auglýsi í
Þjóðviljanum eða flytji inn
sovéskar vörur! Nú er að sjá
hvort auglýsingar frá B.o.L.
birist í Þjóðviljanum á næst-
unni.
Steingrímur: Honum þykir vænt
um alla
STEINGRÍMUR Her
mannsson ervinsælasti
stjórnmálamaður þjóðarinnar
samkvæmt nýjustu skoðana-
könnuninni og undrar
kannski engan. Reyndar
hvfslaði góðvinur Alþýðu-
blaðsins því að ritara þessara
lína að vinsældir Steingríms
væru eins konar barnatíma-
vinsældir.
Þetta ber að hafa í huga
þegar hyllingarleiðari Tímans
til foringjans er lesinn.
Forystugrein sem birtist í
gær hampar að sjálfsögðu
úrslitunum og Steingrími
auðvitað sérstaklega og ítrek-
ar þau orð Steingríms að
honum þyki vænt um tólk og
segi allt sem honum búi í
brjósti hverju sinni. (Þetta er
reyndar ný pólitík á Islandi
og felst í því að Steingrímur
er alltaf með sömu skoðun
og meirihluti þjóðarinnar.)
En leiðarahöfundur Tímans
setur fram eftirfarandi lýs-
ingu á formanni Framsóknar-
flokksins og vinsældum
hans.
„Steingrímur Hermanns-
son sagöi sjálfur í sjónvarps-
viðtali í tilefni af niðurstöðu
siðustu könnunar, að honum
þætti vænt um fólk og þá um
leið þjóðina alla. Slikur
þankagangur hlýtur að vera
mikilsvert veganesti fyrir
mann, sem lagt hefur út á
ólgusjó stjórnmálanna. Fólk
finnur að hann varðar um hag
þess og vill láta eins gott af
sér leiða og aöstæður leyfa.
Þetta sjónarmið kemur und-
anbragðalaust í Ijós við öll
tækifæri. Sjónarmiðið er ekki
tilgerð stjórnmálamanns,
sem vill koma sér vel. Stein-
grimur talar af einlægni um
stjórnmál og segir hverju
sinni það sem honum býr í
brjósti og hefur reyndar hlot-
ið marga skrokkskjóðu fyrir
hjá andstæðingum."
Það hlýtur að vera mikils-
vert að þjóðin er nú klár á því
að Steingrfmi þyki vænt um
hana og leyfir henni að koma
til sín eins og frelsarinn
börnunum.
EN leiðarahöfundur Tímans
minnist einnig á Halldór
Ásgrímsson sem kom númer
tvö f vinsældakönnuninni,
enda farinn aö temja sér her-
kænsku Steingríms að þykja
vænt um alla og þá sérstak-
lega forstjóra Hvals hf. Og
svo segir leiðarahöfundur
Tímans, að það sé alveg
sama hvað Halldór geri: allt
sé þrauthugsað á undan.
Þetta þykir höfundi forystu-
greinar málgagns Framsókn-
arflokksins sennilega ný-
lunda í flokki sínum og sér
sérstaka ástæðu til að geta
slíkra vinnubragða. En lesum
skilgreiningu Tímans á hugs-
uðnum Halldóri:
„Hjá Halldóri Ásgrímssyni
skín traustleikinn af hverju
verki sem hann vinnur. Eins
og Steingrímur vill hann fóiki
og þjóð vel og vinnur henni
það gagn sem hann má.
Afstaða hans í viökvæmum
deilumálum byggir á þraut-
hugsuðum grunni, þar sem
miðað er að þvi að ná sem
bestum árangri, standa fast
við orð og gerðir og bregðast
hvergi i þvi sem honum hefur
verið trúað fyrir. í viðkvæm-
um atriðum, eins og hvala-
málinu, hefur hann jafnan
gætt þess að þjóðin haldi
virðingu sinni gagnvart
áhlaupsliði og aðfararmönn-
um.“
En þessi síðasta setning
hefði reyndar getað verið um
Jón Helgason og landbúnað-
arráðuneytið. Hins vegar
komst Jón Helgason ekki á
blað í vinsældakönnuninni
og verður að bíða eftir áðdá-
unarleiðara í Timanum enn
um sinn.
Einn
með
kaffinu
Fyrirtæki eitt hafði dregið lengi að afgreiða pöntun
til viðskiptavinar. Að lokum gafst viðskiptavinurinn upp
og sendi skeyti til fyrirtækisins þar sem hann afpantaði
vöruna.
Viðskiptavinum barst svohljóðandi skeyti nokkrum
dögum síðar frá fyrirtækinu: „Getum því miður ekki
sinnt afpöntun þinni í bráð vegna anna. Þú verður að
bíóa þangað til kemur að þér.“