Alþýðublaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. júií 1988 3 FRÉTTIR Meitillinn hf 190 STARFSMENN FÁ UPPSAGNARBRÉF Rekstrarskilyrði ekki fyrir hendi segir Guðmundur Sigurðsson Meitillinn hf. í Þorlákshöfn hefur sent 190 starfsmönnum sinum uppsagnarbréf. Upp- sagnirnar taka gildi frá og með næstu mánaöamótum þar sem rekstrarskilyrði eru ekki fyrir hendi lengur. Alþýðublaðið hafði sam- band við Guðmund Sigurðs- son skrifstofustjóra Meitils af þessu tilefni. Guðmundur sagði að rekstrarskilyrði væru einfaldlega ekki fyrir hendi og hefðu ekki verið það lengi, og því gripi fyrir- tækið til þessara aðgerða. Það sem vantaði væri að þessu landi væri stjórnað, það vantaði ríkisstjórn í land- ið. Helsti atvinnuvegur ís- lendinga, útgerðin og fisk- vinnslan, væri á vonarvöl með- an minniháttar hlutir eins og fjármálasýsla gengi mjög vel. Hér væri um einfalt fjár- magnskostnaðardæmi að ræða, þessi atvinnuvegur yrði að taka við öllum kostn- aði vegna verðbólgunnar og vaxtastefnu ríkisstjórnarinn- ar. FRAMKVÆMDASTJÓRI EFTA Á ÍSLANDI Framkvæmdastjóri EFTA, Georg Reisch, dvelur á ís- landi 27. til 30. júlí í boði Steingrims Hermannssonar, utanríkisráðherra. Auk viðræðna við utanrík- isráðherra mun framkvæmda- stjórinn eiga fund með for- sætisráðherra og viðskipta- ráðherra auk þess sem hann mun fara í kurteisisheimsókn til forseta íslands. Jafnframt mun framkvæmdastjórinn ræða við nýskipaða þing- nefnd, sem fjallar um Evrópu- bandalagið og stöðu íslands gagnvart því, svo og ráðgjafa- nefnd íslands og EFTA. Framkvæmdastjórinn mun einnig heimsækja Vest- mannaeyjar og Þingvelli. Jóhanna Siguröardóttir félagsmálaráðherra heimsótti vinnustaði á ferö sinni um Vesturland. Vestlendingar áttu einnig kost á viðtali við hana á hverjum staö. A-mynd/EG Félagsmálaráðherra með sveitarstjórnum MIKILL ÁHUGIÁ KAUPLEIGUÍBÚDURH Félagsmálaráðherra leggur til að umboðsaðilar á vegum Húsnœðisstofnunar verði staðsettir um allt land. NORRÆN JAFNRÉTTIS- RÁÐSTEFNA í OSLÓ Dagana 3. til 5. ágúst næst komandi verður haldin í Oslo opinber ráðstefna á vegum Norðurlandaráðs og Nor- rænu ráðherranefndarinnar um jafnréttismál. Fjöldi þátt- takenda þar er 150 manns. í tengslum við þá ráðstefnu verður haldin dagana 31. juli til 7. ágúst á vegum sömu aðila Norræn kvennaráö- stefna, Nordisk Forum, sem er öllum opin. i formaður laganefndar Norð- urlandaráðs. Auk Eiðs Guðnasonar sækja ráðstefnu þessa af hálfu Alþingis Guð- rún Helgadóttir alþingismað- ur, fulltrúi efnahagsmála- nefndar Norðurlandaráðs, Salome Þorkelsdóttir alþing- ismaður, Kristín Einarsdóttir alþingismaður, Elin Líndal varaþingmaður og Kristín Karlsdóttir. I siðustu viku sótti Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra Vesturland heim ásamt aðstoðarmanni sínum Láru V. Júlíusdóttur og starfsmönnum ráðuneytis- ins. Markmið heimsóknarinn- ar var að kynna sveitarstjórn- um á Vesturiandi ýmis verk- efni sem eru í undirbúningi hjá ráðuneytinu og fá fram viðhorf þeirra til þessara mála. Þá var heimamönnum gefinn kostur á viðtali við ráðherra auk þess sem hún heimsótti vinnustaöi. Jöhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra sagði að all- ir málaflokkar sem heyrðu undir ráðuneytið væru i end- urskoðun, og því væri nauð- synlegt að kynna sveitar- stjórnum hvernig málin stæðu. Hún kynnti sérstak- lega verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga en það er stærsti málaflokkurinn sem snýr að sveitarfélögum á komandi þingi. Jóhanna sagði að það væri mjög brýnt að kynna málin úti á lands- byggðinni og hún hefði feng- ið margar góðar ábendingar í þessari ferð. Mikill áhugi á kaupleiguíbúðunum er hjá öllum sveitarstjórnum og náðst hefur mjög breið pólit- ísk samstaða hjá sveitarfé- lögum um að þetta sé kostur en henti landsbyggðinni mjög vel. í framhaldi af þessari ferð mun félagsmálaráðuneytið skrifa Húsnæöismálastofnun bréf þar sem farið er þess á leit að stofnunin muni auka mjög þjónustu sína við landsbyggðina. Félagsmála- ráðuneytið mun leggja til að komið verði á fót skipulögðu kerfi umboós um land allt sem veiti upplýsingar og ráð- gjöf. Ráðuneytið leggur áherslu á að þessir þjónustu- aðilar Húsnæðismálastofn- unar hafi greiöan aðgang að ráðgjafastöðunni. Vesturland er aöeins fyrsta kjördæmið sem félagsmála- ráðherra sækir heim en mein- ingin er að hún heimsæki öll kjördæmin. A jafnréttisráðstefnunni verður meðal annars fjallað um hlut kvenna á þróun efna- hagsmála og samræmingu fjölskyldulífs og atvinnulífs. Jafnréttisráðstefnunni lýk- ur með umræöum þeirra ráð- herra á Norðurlöndum, sem fara með jafnréttismál. Um- ræðum þessum stjórnar Eið- ur Guðnason alþingismaður, Verslunarmannahelgi framundan HVAD VERÐA SLYSIN IHÖRG? Upplýsingamiðstöð á vegum Umferðarráðs og lögreglu Forseta íslands Afhent kjörbréf Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands veröur afhent kjörbréf sitt hinn 1. ágúst fyr- ir kjörtímabilið 1988-1992. Hinn 1. ágúst mun Hæsti- réttur afhenda forseta ís- lands frú Vigdísi Finnboga- dóttur kjörbréf hennar fyrir kjörtímabilið, sem hefst 1. ágúst og lýkur 31. júli 1992. Athöfnin fer fram í Alþingis- húsinu að lokinni guðsþjón- ustu í Dómirkjunni, er hefst kl. 15.30. Verslunarmannahelgin er mesta ferðahelgi ársins og áætlar lögreglan að um 110 þúsund bílar verði á þjóðveg- unum um helgina. Til að slík umferð gangi slysalaust fyrir sig verða allir að leggja sitt af mörkum af ábyrgð og tillits- semi. Umferðarráð og lög- regla verða sem áður með þó nokkurn viðbúnað og hafa virkjað til þess Ijósvakamiðl- ana sem verða með sameig- inlegar útsendingar á klukku- stundarfresti frá sérstakri upplýsinga-miðstöð. Sími upplýsingamiðstöðv- arinnar er 26666 og þangað geta allir hringt sem upplýs- ingar hafa eða vilja fá leið- beiningu. Útvarpað verður frá miðstöðinni á klukkustundar- fresti á báðum rásum ríkis- útvarpsins, Bylgjunni, Stjörn- unni og Hjóðbylgjunni á Ak- ureyri. Þar verða fréttir af ástandi þjóðvega, umferðar- þunga og öðru því sem veg- farendum getur komið að gagni. Vegalögreglan verður með einn bíl i hverju kjör- dæmi og þann fimmta á há- lendinu. Að auki verður þyrla landhelgisgæslunnar á stöð- ugu eftirlitsflugi. Sex FÍB- þjónustubílar verða á þjóð- vegunum og félagið hefur að auki gert samninga við 73 bifreiðaverkstæði um þjón- ustu. Umferðarslys eru sjaldnar algengari en einmitt um verslunarmannahelgi. I fyrra uröu 22 bílveltur víðs vegar um landið, yfir 40 árekstrar, keyrt var á 3 gangandi vegfar- endur og 7 skepnur, aðeins á þessum þremurdögum. Eng- in banaslys urðu þessa daga í fyrra. Lögregla áætlar að umferðarþungi aukist um 10% í ár og miðað við það má áætla á milli 80 og 90 umferðaróhöpp næstu þrjá daga. Slysaaukning á milli ár- anna 1986 og 1987 var yfir 20% og því gæti talan orðið enn hærri. Það er heldur óskemmti- legur endir á nýbyrjuðu ferða- lagi að enda utan vegar rétt utan við bæinn. Fríið og ferðalagið ónýtt, sem maður hafði lengi hlakkað'til. Vera jafnvel alvarlega slasaður og billinn ónýtur. Ég minnist jeppabifreiðar með tengivagn sem endaði á hvolfi utan veg- ar rétt austan við Hveragerði á föstudagskvöldi fyrir versl- unarmannahelgina í fyrra. Karlmaður lá undir teppi úti í móa, smábarn hágrét á hand- legg einhvers nákomins og fólk sat miður sín umhverfis. Ég veit ekki um orsakir slyss- ins en oftast verða slik slys vegna stundar gáleysis þins eða annarra í umferðinni og hröðum akstri. Er þáekki skynsamlegra að fara sér ör- lítið hægar, en komast í fri- ið?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.