Alþýðublaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 8
fLÞYBIIBIfPIB Föstudagur 29. júlí 1988 VIÐTALIÐ Freyr Þormóösson skrifar Þaö hefur víst ekki fariö framhjá neinum aö nýr kóla drykkur er kominn á islenska gosdrykkjamarkaöinn, í viö- bót við hina hundrað og eitt- hvaö, af öllum stærðum og geröum. Þetta er drykkur Is Cola frá Sól hf. sem framleið- ir fjölda annarra gos- og svaladrykkja. Mörgum þykir djarft aö ryöjast inn á þennan lokaöa markaö sem fjölþjóðarisarnir Pepsi Cola og Coca Cola hafa veriö næstum einráðir á í áratugi, sérstaklega þegar fé hefur veriö eytt í margra ára rannsóknir af hálfu Sól hf. Fyrirtækið hefur reyndar áður sett á markaöinn kóla- drykk, Sól Cola, sem seldist svo lítiö að skynsamlegast þótti að hætta framleiðsl- unni. Áhættan virðist því enn meiri nú. Að vísu sýnir reynslan að íslendingar eru nýjungagjarnir, en þegar um er að ræða fámennan markað þar sem fyrir eru á annað hundrað gosdrykkjategundir finnst manni líklegast að drykkurinn sé dæmdur þegar nýjabrumið fer af honum. Því þótti mér forvitnilegt að spyrja forstjóra Sól hf., Davíð Scheving Thorsteinsson, hvernig standi á svo áhættu- sömu ævintýri og hversu stóra hlutdeild í markaðnum hann þarf og gerir sér vonir um til þess að dæmið gangi upp. Davíð hefur reyndar löngum vakið athygli fyrir dirfsku í vöruframleiðslu og markaðssetningu. — Okkur finnst við fara mjög varlega af stað. Ætli þetta sé ekki svona einn tí- undi af þvi sem Kók auglýsir og þeir gera það allan ársins hring. Þaö er vissulega áhættusamt að fara inn á markað sem fjölþjóðarisarnir hafa verið einráðir á, en ég held aftur á móti að fólk vilji gjarnan prófa eitthvað nýtt. Mér finnst ég finna það. Við- tökurnar í þessari kynningar- herferð okkar hafa verið afar góðar. Við vorum áður búnir að gera afskaþlega umfangs- miklar markaösrannsóknir og prófanir, aftur og aftur, þang- að til við fengum niðurstöðu sem við vorum ánægðir með. Þá fyrst fórum við út i fram- leiðslu. Við hefðum viljað koma með drykkinn mörgum árum fyrr, en það tók einfald- lega þennan tima að þróa hann. — En dugir þaö til aö koma með sambærilegan drykk á viö hina kóla drykk- náum tiu prósenta hlutdeild á honum. Við höfum ekki framleiðslugetu fyrir meira. — En gengur dæmiö upp ef þið náið svona sjö til átta prósenta hlut? — Já. Ef við náum tíu prósenta markinu erum við í myljandi gróða. — Hvaö hafa rannsóknirn- ar og kynningarherferðin kostað hingað til? — Rannsóknirnar hafa aðallega kostað blóð, svita og tár. Það hafa fimm mann- eskjur meira eða minna verið við rannsóknir síðan í október í fyrra. Sírópið sem við notum er okkar eigin upp- finning, og þess vegna al- íslenskt þó annað hráefni en vatnið sé innfutt. Þettaer sennilega íslenskasti drykk- urinn á markaðnum. Dósirnar eru búnar til hér, þær eru is- lensk hönnun eins og vöru- merkið og svo er drykkurinn íslenskur líka. Vatnið er svo undirstaða gæðanna. Við höfum verið að laga drykkinn að íslenska vatninu og ís- lenskum smekk, eins og við höldum að hann sé. I kynn- ingunni liggur nokkurra millj- óna fjárfesting. Við þurfum að selja nokkuð mikið magn fyrstu mánuðinatil að borga kynninguna upp. Eins og er lítur út fyrir að það takist. Það er ekkert að marka þetta ennþá, því dreifingin er ekki komin í fullan gang. Viðtök- urnar hafa verið miklu betri en við áttum von á. Við höf- um orðið að skammta drykk- inn til verslana þó unnið sé í verksmiðjunni 24 tíma á sól- arhring. Miðað við þessar við- tökur gegnur dæmið upp. Stóra málið fyrir okkur í þessu dæmi er að fá fólk til að smakka drykkinn fordóma- laust. Ef fólk gerir það mun það kaupa ís Cola aftur. — Þarftu ekki að reka stöðugan áróður allan ársins hring til þess að viðhalda kynningunni, líkt og stóru kólafyrirtækin? — Ég veit það ekki. Tek- urðu lengur eftir kók-auglýs- ingunum? Ertu ekki löngu hættur að sjá þetta hressa og fallega fólk? Stelpurnar eru svo grannar og strákarnir svo stæltir. Það er svo ofsa- fengið fjör í kringum kókið að maður er alveg hættur að trúa á það. Ég held ekki að við þurfum að keppa við þetta. Okkur nægir að fólk gefi ís Cola tækifæri, kaupi drykkinn í svona tíunda hvert skipti. Þá erum við ofan á. ís cola ryðst inn á markað sem al- þjóðarisarnir Pepsi Cola og Coca Cola hafa nánast einokað í áratugi. Davíð Scheving Thorsteinsson, forstjóri i Sól hf. ina? Er ekki vaninn svo sterk- ur að hann útilokar nýjungar á þessum markaöi? Man fólk eftir ís Cola þegar þaö kemur í verslunina? — Þetta er alveg rétt. Það er búið að berja á þeim gráu í fjörutíu ár. Sterkasta vöru- merki í heimi er án efa Coca Cola, en við ætlum okkur aldrei mjög stóra hluti á markaðnum. Okkurdreymir ekki svo barnalega drauma að ætla að yfirtaka markað- inn. Við erum alsælir ef við IS COLA ROKSELST Milljónaœvintýrið virðist œtla að ganga upp

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.