Alþýðublaðið - 29.07.1988, Page 6

Alþýðublaðið - 29.07.1988, Page 6
6 Föstudagur 29. júlí 1988 SMÁFRÉTTIR Lán til þjónustuíbúða Félagsmálaráðherra hefur í dag gefið út reglugerð um lán úr Byggingarsjóði ríkisins samkvæmt nýjum lánaflokki vegna lána til kaupa eða bygginga á sérhönnuðum íbúðum fyrir fólk, 60 ára oq eldra. Meginmarkmið þessa nýja lánaflokks er að auðvelda fólki 60 ára og eldra að kom- ast í sérhannaðar þjónustu- íbúðir fyrir aldraða. Þeir sem vilja aðlaga húsnæðismál sin efri árum og flytja í þjónustu- íþúð fyrir aldraða þurfa oftast annars konar iánafyrir- greiðslu en almennar lána- reglur húsnæðislánakerfisins gera ráð fyrir. Þannig er láns- þörfin oft eingöngu bundin við þann tima sem tekur að fá fyrri íbúð greidda eftir að hún hefur verið seld. Reglugerð um sérstök lán til sérhannaðra þjónustu- íbúða fyrir 60 ára og eldri gerir ráð fyrir að veitt verði framkvæmdalán, ef um ný- byggingar er að ræða, til sveitarfélaga eða félagasam- taka, sem hlotið hafa sam- þykki félagsmálaráðuneytis- ins. Þegar framkvæmdum er lokið og úttekt hefur farið fram, er framkvæmdaláninu breytt í skammtímalán eða langtímalán til kaupenda íbúðanna. Skammtímalánið á að fyrir- byggja að umsækjandi sem er að skipta um íbúð þurfi að selja hana fyrr en hann getur flutt inn i þjónustuíbúðina. Lán þetta getur numið allt aö fullu nýbyggingarláni miðað við lánsrétt umsækjanda. Lánstími verður 5 ár en fyrstu tvö árin eru afborgunarlaus. Langtímalánið verður til allt að 40 ára og tvö fyrstu ár- in eru afborgunarlaus. Um- sækjandi, sem er að eignast sína fyrstu íbúð, á kost á há- marksláni skv. reglum Bygg- ingarsjóðs ríkisins um lán til nýbygginga. Ef hins vegar umsækjandi á íbúð fyrir mið- ast langtímalánið við mis- mun á söluverði fyrri íbúðar að frádregnum áhvílandi lán- um og kaupverði þeirrar sem sótt er um lán til. Sé um eldri íbúð að ræða getur lánið numið allt að 70% af raun- verulegu kaupverði íbúðarinn- ar. Reglugerðin er liður í sam- ræmingu og endurbótum á_ húsnæðismálum aldraðra. í tengslum við stofnun þessa nýja lánaflokks fyrir 60 ára og eldri hefur félagsmálaráð- herra óskað eftir því við hús- næðismálastjórn að ráðgjaf- arstöð Húsnæðisstofnunar ríkisins veiti fólki 60 ára og eldra sérstaka ráðgjöf varð- andi ibúðaskipti. Aformað er að veita 100-200 milljónum króna til framkvæmdalána vegna þessa lánaflokks á þessu ári. Vinsælustu myndböndin TOPP 20 (20.7-27.7. 1988) 1. (1) No Way Out (Skífan), 2. (4) Nornirnar frá Eastwick (Steinar), 3. (7) Windmills of the Gods (J.B. Heildsala), 4. (2) The Bourne Identity (Steinar), 5. (5) Innerspace (Skífan), 6. (9) The Man with Two Brains (Steinar), 7. (3) Full Metal Jacket (Steinar), 8. (10) Dirty Dancing (J.B. Heild- sala), 9. (8) Blue Velvet (J.B. Heildsala), 10. (6) The Last Innocent Man (J.B. Heild- sala), 11. (13) He’s My Girl (Myndbox), 12. (11) Disorder- lies (Steinar), 13. (-) Slam- dance (Steinar), 14. (-) Kæri Sáli (Háskólabíó), 15. (-) Power (Steinar), 16. (14) White Water Summer (Skífan), 17. (-) Crocodile Dundee =1 (Stein- ar), 18. (18) The Boy in Blue (Skífan), 19. (12) Something Wild (Skífan), 20. (20) Hands of a Stranger (J.B. Heildsala). _ Hjólreiðamaður 1 \ - Lifandi viðvörun! IUMFERÐAR RÁD RSK RIKISSKATTSTJÓRI AUGLÝSING um aö álagningu opinberra gjalda á árinu 1988 sé lokið. Samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75 14. september 1981 um tekjuskatt og eignarskatt er hér meö aug- lýst, aö álagning opinberra gjalda á árinu 1988 er lok- iö á þá menn sem skattskyldir eru hér á landi sam- kvæmt 1. gr. greindra laga, á börn sem skattlögð eru samkvæmt 6. gr. þeirra, svo og á lögaðila og aðra að- ila sem skattskyldir eru skv. 2. og 3. gr. þeirra. í álagningarskrá kemur m.a. fram álagóurtekjuskatt- ur og útsvar sem koma til innheimtu, en skv. 2. gr. laga nr. 46/1981 berað fella niður innheimtu áálögð- um tekjuskatti og útsvari af launatekjum ársins 1987. Álagningarseðlar skattaðila er sýna álögð opinber gjöld 1988 sem skattstjóra ber að leggja á hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, að kirkjugarðsgjöldum undanskildum, sem þessum skattaðilum hefur verið tilkýnnt um með álagningar- seðli 1988 þurfa að hafa borjst skattstjóra eða um- boðsmanni hans innan 30 c±aga frá og með dagsetn- ingu þessararauglýsingareðáeigi síðaren 27. ágúst nk. 1 Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 98. gr. áður tilvitnaðra laga munu álagningarskrár fyrir hvert sveitarfélag liggja frammi á skattstofu hvers umdæmis og til sýnis í viðkomandi sveitarfélagi hjá umboðsmanni skattstjóra dagana 29. júlí-12. ágúst 1988, að báðum dögum meðtöldum. Ákvarðaðar húsnæðisbætur 1988 eru birtar rétthöf- um á álagningarseðli 1988. Athugasemdir við ákvörðun skattstjóra varðandi húsnæðisbætur skulu berast skattstjóra viðkomandi umdæmis fyrir 1. september 1988. 29. júlí 1988 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjafd- arsson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Ólafur Helgi Kjartansson. Skattstjórinn i Noröurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Noröurlandsumdæmi eystra, Gunnar Rafn Einarsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Bjarni G. Björgvinsson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveins- son. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stef- ánsson. RSK RÍKISSKATTSTJOR: AUGLÝSING samkvæmt 7. gr. laga nr. 14/1965 um launaskatt með áorðnum breytingum, sbr. ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, um að álagningu launaskatts á árinu 1988 sé lokið. Tilkynningar (álagningarseðlar), er sýna launaskatt sem skattstjóra ber að ákvarða, hafa verið póstlagð- ar. Hér er annars vegar um að ræða launaskatt skv. 4. gr. fyrrnefndra laga, þ.e. á reiknuð laun manna við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og á hlunnindi sem ekki eru greidd í peningum, og hins vegar launaskatt skv. 3. gr. sömu laga sem greiða ber af greiddum launum á árinu 1988. Kærur vegna álagðs launaskatts, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með launaskattsseðli 1988, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en 27. ágúst 1988. 29. júlí 1988 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn i Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjald- arsson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Ólafur Helgi Kjartansson. Skattstjórinn i Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Rafn Einarsson. Skattstjórinn i Austurlandsumdæmi, Bjarni G. Björgvinsson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveins- son. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, SigmundurStef- ánsson. FRÁ BORGARSKIPULAGI Tillaga að deiliskipulagi reits 1.186.5 sem markast af Nönnugötu, Njarðargötu, Urðarstíg og Bragagötu, er hér með auglýst samkvæmt grein 4.4 skipulags- reglugerðar nr. 318/1985. Uppdráttur, skýringarmyndir og greinargerð verður almenningi til sýnis frá 29. júlí til 26. ágúst 1988 hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, frá kl. 8.20-16.00 alla virka daga. Athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipu- lags eigi síðar en kl. 16.00, 26. ágúst 1988. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tiltekins frests, teljast samþykkir tillögunni. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartúni 3, 105 Reykjavik. □ 1 2 3 r 4 5 6 □ 7 5— 9 10 □ 11 □ 12 13 j □ • Krossgátan Lárétt: 1 fuglar, 5 hlífa, 6 svelg- ur, 7 kyrrö, 8 svíðing, 10 ónefndur, 11 guði, 12 örk, 13 lausingjar. Lóörétt: 1 dáin, 2 hugarburður, 3 skóli, 4 tóbakið, 5 líka, 7 rum- ar, 9 styggja, 12 olíufélag. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 þroti, 5 þrek, 6 rök, 7 kk, 8 æskuna, 10 st, 11 ræð, 12 fipi, 13 nefna. Lóðrétt: 1 þröst, 2 rekk, 3 ok, 4 iðkaði, 5 þræsan, 7 knæpa, 9 urun, 12 ff. • Gengið Oengisskráning 141 - 28. júli 1988 Kaup Sala Bandarikjadollar 45,980 46,100 Sterlingspund 79,614 79,822 Kanadadollar 38,079 38,178 Dönsk króna 6,5475 6,5646 Norsk króna 6,8418 6,8596 Sænsk króna 7,2352 7,2541 Finnskt mark 10,4905 10,5179 Franskur franki 7,3583 7,3775 Belgiskur franki 1,1863 1,1894 Svissn. franki 29,7991 29,8769 Holl. gyllini 21,9921 22,0495 Vesturþýskt mark 24,8172 24,8819 ítölsk lira 0,03358 0,03367 Austurr. sch. 3,5335 3,5427 Portúg. escudo 0,3054 0,3062 Spanskur peseti 0,3756 0,3766 Japanskt yen 0,34768 0,34858 Irskl pund 66,660 66,833 SDR 24.11 60,0885 60,2453 ECU • Evrópumynt 51,6723 51,8072 •RUV Maðkar í mysunni. Bíómynd um bónda sem berst við sýk- ingu í kálfum sínum. • Stöð 2 20.30 Sakamálamynd Alfred Hitchcocks sem erekkert eftir Alfred Hitchcock. • Rás 1 13.00 90 klukkustunda um- ferðaráróður hefst. • Rás 2 22.07 Skúli Helgason hring- snýst milli plöturekka í leit að óskalögum hlustenda. • Bylgjan 18.00 Fréttamenn Bylgjunnar pakka saman og þakka fyrir sig. • Stjarnan 21.00 Verslunarmenn hefja helgina í sumarskapi með Bjarna Degi og Sögu. • RÓT 17.00 Jón frá Pálmholti les úr meistaraverkum Þórbergs.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.