Alþýðublaðið - 16.08.1988, Page 1

Alþýðublaðið - 16.08.1988, Page 1
Samkvæmt heimildum Al- þýdublaðsins eru mikil brögð að því að smáfiski sé mokað upp án þess að komi til kasta veiðieftirlits sjávarútvegs- ráðuneytisins. Sjómaður sem Alþýðublaðið ræddi við sagði t.a.m. algengt að togarar úti fyrir Austfjörðum notuðu karfapoka við veiðarnar og væri nánast þegjandi sam- komulag um þessa aðferð á svæðum þar sem notkun karfapoka er ekki leyfileg. Þá hafa sjómenn sem blaðið hefur rætt við sagt að mjög auðveldlega megi fara á bak við eftirlitið og oft liði mán- uðir án þess að sjáist til skipa Landhelgisgæslunnar. „Svona lagað hafa menn ekki viljað segja opinberlega og ekki viljað standa viö,“ sagði Jakob Jakobsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnun- ar, þegar blaðið bar þetta undir hann í gær. Upplýsing- arnar virtusst þó ekki koma honum á óvart: „Eina ráðið er að draga úr veiðiheimildun- um. Það er því langeinfaldast að fara eftir okkar tillögum og leyfa stofninum að byggj- ast upp í friði,“ sagði Jakob. Samkvæmt skýrslu sem Hafrannsóknastofnun birti í gær er sóknin í þorskstofn- inn langt umfram það sem gefur hámarksnýtingu. Gert er ráð fyrir að þrír af hverjum fjórum fiskum sem veiöast 1988 séu 4—5 ára þorskur, þ.e. árgangur 1984 og 1983. Fari afli fram úr 360 þúsund tonnum á árinu mun það fyrst og fremst leiða til þess að hlutfall smáfisks í afla aukist enn frá því sem gert er ráð fyrir. Hafrannsókn lagði til að aflinn yrði 300 þúsund tonn í ár, en gert er ráð fyrir að hann verði 360 þúsund tonn. Svo virðist sem mikil um- Veiðieftirlitið hunsað. Karfapokar óspart notaðir á þorskinn. „Eina ráðið er að draga úr veiðiheimildunum, “ segir Jakob Jakobs- son, forstjóri Hafrannsóknastofnunar skipti hafi orðið í endurnýjun þorsks síðustu árin, frá tveimur sterkum árgöngum 1983 og ’84 yfir í tvo mjög rýra árganga 1986 og ’87. í tveimur síöustu skýrslum Hafrannsóknastofnunar hefur verið bent á að nú væri lag að breyta nýtingu þorsk- stofnsins á þann hátt að fisk- gengd ykist á vertíðarsvæö- inu þar sem elsti og þyngsti þorskurinn veiðist. „Nú verð- ur ekki betur séö en það tækifæri sem við eygðum í fyrra og hitteðfyrra hafi geng- iö okkur úr greipum þar sem lélegir árgangar frá 1986 og 1987 eru væntanlegir í stofn- inn á næstu árum,“ segir f skýrslunni. Hafrannsókn telur Ijóst að ef þorskstofninn á ekki að fara minnkandi megi afli ekki fara yfir 300 þúsund tonn árin 1989 og 1990. Það virðist því megininntak skýrslunnar, hvað varðar þorskinn, að sókn í stofninn sé afskaplega hörð — verið sé að moka upp tveimur stór- um árgöngum. Jakob sagði að væntanlega yrði um sam- drátt að ræða eftir 2—3 ár ef ekki kæmu til göngur af ’84- árgangi frá Grænlandi, en seiði af þessum árgangi rak héöan í verulegum mæli til Grænlandsmiða. Hafrann- sókn treystir sér þó ekki til að segja til um að hve miklu leyti árgangurin skilar sér til hrygningar á íslandsmiðum. í skýrslu Hafrannsókna- stofnunar er lagt til að afli ufsa og ýsu veröi svipaður og gert er ráð fyrir í ár, en dregið verði úr veiðum á grálúðu og karfa. I gær kynntu sértræðingar Hatrannsóknastofnunar spár sínar og tillögur um nýtingu fiskstofnanna. I skýrslu sinni benda þeir „pent“ á að tækifæri sem viö eygðum i fyrra og hitteðfyrra hafi gengið okkur úr greipum, þar sem lélegir árgangar eru væntanlegir í stofninn á næstu árum. A-myndr Magnús Emil. ÞEGJANDI SAMKOMULAG UM SMÁFISKADRÁPIÐ Foldaskóli í Grafarvogi NEMENDUR EKKI FYRIR Foreldrar barna i Grafar- vogieru nú uggandi vegna þess aö enn er byggingu nýs áfanga að Foldaskóla ekki lokiö, en hann á að taka í notkun 1. september. Takist ekki að Ijúka byggingu hans 'fyrir þann tíma er Ijóst að nokkur hundruð börn munu þurfa að sækja skóla i öðrum hverfum. Kolbrún Ingólfsdóttir, yfir- kennari í Foldaskóla, sagði í samtali við Alþýðublaðið að enn væri of snemmt að segja til um hvort einhverjum börn- um yrði vísað frá skólanum, því enn væri ekki útséð um að nýi áfanginn yrði tilbúinn á réttum tíma. í þessum nýja áfanga væru almennar kennslustofur og svo sér- KOMAST greinastofur. Kolbrún sagði að skólinn hefði verið starf- ræktur undanfarin 3 ár, og hefðu 460 nemendur sótt skólann sl. vetur. Nú eru hins vegar 750 nemendur skráðir í skólann. Ef kennslurýmið, sem áætlað er að taka i notk- un nú í september, verður ekki tilbúið má því ætla aö um 300 börn verði að sækja skóla annars staðar. Einnig er margt sem skólinn getur ekki boðið upp á vegna þrengsla, t.d. verður félags- rými ekki tilbúið nú i haust. Grafarvogurinn er hverfi í örum vexti og gefa tölur um fjölda barna sem skráð eru í Foldaskóla engan veginn tæmandi upplýsingar um þann fjölda sem í hverfinu býr. Kolbrún sagði að margir nemendur hefðu börn sfn áfram í öðrum skólum, og svo væri 9. bekk ekið i Rétt- arholtsskóla. Það er því Ijóst að þörfin á úrbótum f skóla- málum hverfisins er mjög brýn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.