Alþýðublaðið - 16.08.1988, Side 4

Alþýðublaðið - 16.08.1988, Side 4
4 Þriðjudagur 16. ágúst 1988 1 t MINNING + BJÖRN JÓNSSON fiskmatsmaður F 18.8. 1910 D. 8.8. 1988 Það var á hádegi 8. ágúst síðastliðinn sem mágur minn hringdi í mig frá Þingeyri. Hann sagði mér að Bjössi tengdapabbi væri dáinn. í fyrstu trúði ég varla mínum eigin eyrum. Mig langar hér með örfáum orðum aö minnast Bjössa. Mér þótti vænt um karlinn þar sem hann sýndi mér mikla hlýju og traust. Ég kynntist Bjössa fyrst sumarið 1976 er ég vann í Hraðfrystihúsi Dýrafjarðar. Bjössi var þá verkstjóri í salt- fiski. Ég man hvað mér þótti þá til karlsins koma vegna framkomu hans við okkur sem ungir vorum. Síðar meir fannst mér það hans ein- kenni að líta á aðra sem jafn- ingja. Sumarið 1979 kem ég aftur '^reiðs/a l9''e/'n vei 3J^aUf'agre/ðs(na hvers mánaðar ttj Undirriíaóur 4 ^"erlfullu stadfestir samræmi lyrirlimnu'gúg0r,e,‘n 5 Frumrli G'tidilutkjii EINDAGI . SKIIA . A STAÐGREBSLUFE Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi mánaðarfega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft I mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eðaeftirá. Með skilunum skal fylgja greinargerð á sérstökum eyðublöðum „skilagreinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af (mánuðinum. Allar fjártiæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálfstæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið send eyðublöðfyrirskilagrein. Þeirsem einhverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér til skattstjóra, gjaldheimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI til Þingeyrar til að vinna i HD þar um sumarið. Þá kynntist ég Kollu dóttur Bjössa. í fyrstu áttu Ninaog Bjössi erfitt með að sætta sig við mig, stráklinginn. Um haustið fluttumst við Kolla, ásamt börnum hennar, til Reykja- víkur. Þá fyrst skildi ég við- brögð þeirra sem mótuðust af umhyggju fyrir dóttur sinni og barnabörnum. Bjössi baö mig í einrúmi að passa vel dóttur sína og barnabörn. Upp frá því hófst hin fölskva- lausa vinátta okkar. Bjössi dvaldist hjá okkur Kollu í nokkra daga í fyrra- sumar. Eina helgina fórum við austur að Þingvallavatni. Á leiðinni sagði Bjössi okkur frá því að hann hefði verið í sveit þarna rétt hjá, í Stíflis- dal í Þingvallasveit. Einnig sagði hann okkur frá för sinni á Alþingishátíöina 1930 ásamt bróður sinum Gísla. Bjössi var mikið þakklátur fyrir þennan bíltúr þar sem margir áratugir voru síðan hann hafði farið þarna um síöast. Bjössi hóf snemma sjó- mennsku, aðeins 18 ára. Tók hann stýrimannapróf og stundaði sjóinn sem slíkur og einnig sem skipstjóri á vélbátum. 1954 fór Bjössi i land og aflaði sér réttinda sem matsmaður á skreið og saltfisk. Vann Bjössi í frysti- húsi Dýrfirðinga fram á sein- asta dag og vann eins og hver annar fullfrískur maður. Var hann talinn verkmaður góður og vandvirkur. Oft a meðan viö dvöldumst fyrirvestan kom Bjössi til mín og bað mig að koma í bíltúr. I þessum biltúrum ræddum við um heima og geima. Bjössi tók málstað lítilmagnans í þjóðfélaginu, var á móti matarsköttum allrahanda og sífelldum kjara- skerðingum sem bitnuðu illa á verkafólki, enda var Bjössi verkalýðssinni og jafnaóar- maður. Hann var formaður sjúkrasjóðs verkalýðsfélags- ins Brynju á Þingeyri og vildi sterka verkalýðshreyfingu og baráttusinnaða gegn miklu valdi atvinnurekenda. Oft talaði hann um að hann yrði því fegnastur að vinstri menn á íslandi sameinuðust í einum sterkum verkalýðs- f lokki. Ég veit að þessi orð eru fátækleg og að Bjössi hefði ekki oróið par hrifinn af slíkri grein, en ég mátti til. Þessi skrif hjálpa manni kannski til að sætta sig viö oróinn hlut. Þetta er eina leiðin til að þakka samfylgdina síðast- liðin 9 ár, sem hafa verið ánægjuleg og góð. Ég samhryggist tengda- móður minni, henni Ninu, innilega sem og öðrum skyldmennum. Andlát ást- vina veldur alltaf mikilli sorg en lífið heldur áfram. Bjarni Jónsson

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.