Alþýðublaðið - 16.08.1988, Page 5

Alþýðublaðið - 16.08.1988, Page 5
Þriðjudagur 16. ágúst 1988 5 Svo virðist sem hækkun ibúðarverds á Akureyri verði ekki jafmikil i ár og síðastliðið ár. íbúðarverð á Akureyri Hækkaði um 38% umfram vísitölu Á sama tíma voru hœkkanir á Suðurnesjum ríflega umfram almennar verðlagshœkkanir Páll Halldórsson fasteignasali á Akureyrí: Verðið var óeðlilega lágt en komst í 80—85% af íbúðarverði á Reykja- víkursvœðinu undir lok síðasta árs. „í byrjun ’86 var húsnæðis- verð hérna í lágmarki. Það var raunar óeðlilega lágt því það var ekki nema 60—65% af byggingarkostnaði. Hús- næðisstofnuri úthlutaði siðan fjölda lána á einu bretti og þá jókst eftirspurnin um- fram framboö,“ sagði Páll Halldórsson, sölustjóri hjá fasteignasölunni Eigna- kjörum á Akureyri, við Al- þýðublaðið i gær. Páll sagði að svo virtist sem íbúðarverð á Akureyri hefði í lok síðasta árs verið komið í 80—85% af verði á Reykjavíkursvæðinu. „Mér virðist frekar hafa dregist sundur aftur.“ Húsnæðisskortur er enn mikill á Akureyri, að sögn Páls, og í dag munar ekki ýkjamiklu á leiguverði á Akur- eyri og í Reykjavik. Fermetraverð ibúða á Akur- eyri hækkaði um rúmlega 60% frá síðari hluta árs 1986 til síðara hluta árs 1987, sem er um 36% til 38% umfram almennar verðhækkanir. Ekki mældist meiri hækkun á ár- inu á öðrum svæðum sem Fasteignamat ríkisins birtir reglulega upplýsingar um. Söluverö þriggja herbergja íbúöar á Akureyri reyndist 31.463 á fermetra og útborg- unarhlutfallið um 81,4%. í nýju fréttabréfi frá fast- eignamatinu er fjallað um íbúðarverð á höfuðborgar- svæðinu, á Akureyri og á Suðurnesjum áárinu 1987. Þar kemur fram að i þeim miklu verðhækkunum sem orðið hafa á íbúðarhúsnæði síðustu misseri hafa hækk- anir í Keflavík og Njarðvík ekki orðið eins miklar og í Reykjavík og á Akureyri. Út- borgunarhlutfall hefur hækk- að aðeins á Suðurnesjum, en er þó enn undir 70%. Á und- anförnum árum hefur útborg- unarhlutfall á Suðurnesjum verið lægra en á öðrum svæðum. Verðhækkanir á Suðurnesj- um héldu rétt riflega i við verðbólgu en voru um 36—38% umfram almennar verðhækkanir á Akureyri. Á höfuðborgarsvæðinu voru hækkanirnar 19—27% um- fram vísitölu, á söluverði ein- býlishúsa. Að mati fasteignamatsins Leiðrétting: 10 EN EKK119 Sú leiðinlega prentvilla slæddist inn í fyrirsögn á við- tali við Sigurð Gunnsteins- son, dagskrárstjóra SÁÁ á Sogni, í laugardagsblaði Al- þýðublaðsins að Sogn væri 19 ára. Að sjálfsögðu átti að standa 10 ára eins og reyndar kom fram i textanum. Alþýðu- blaðið biður Sognverja og lesendur velvirðingar á þess- ari lymsku prentvillupúkans. eru skýringar á verðhækkun- um ekki einhlítar, en í frétta- bréfinu segir að þær helstu sem gilda fyrir landið allt séu eftirfarandi: 1. Auknar þjóðartekjur og aukinn kaupmáttur frá fyrri hluta árs 1986 til loka árs 1987. 2. Aukin lánafyrirgreiðsla til kaupa á eldra húsnæði. Hækkaðir vextir hafa sennilega haft takmörkuð áhrif til að halda í við verð- hækkanir, því vextir á hús- næðislánum hafa ekki hækk- að, svo og sýnir athugun sem gerð var nýlega hjá FMR að vextir lána eru skráðir á um helming kaupsamninga, svo aðilar á fasteignamarkaði virðast ekki athuga náið hæö og tilvist vaxta. Þegar ofan- greindar ástæður eru athug- aðar skýra þær ekki hina misjöfnu verðþróun eftir svæðum. Þessar ástæður hljóta þvi að vera staðbundnar, s.s. atvinnuástand, aðflutningur fólks og lóðaframboð. Útborgunarhlutfall hefur hækkað á öllum svæðum, mest á Akureyri, 10—11%, þá í Reykjavik, 4—5%, og minnst á Suðurnesjum, um 3%. Augljóst er að jákvæð tengsl eru á milli hækkunar verðs og útborgunarhlutfalls. Tiltölulega fleiri einbýlis- hús eru seld.á Akureyri og Suðurnesjum en i Reykjavík. Vinningstölurnar 13. ágúst 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 3.926.768,- 1. vinningur var kr. 1.965.176,- og skiptist hann á milli 4ra vinningshafa, kr. 491.294,- á mann. 2. vinningur var kr. 589.182,- og skiptist hann á 226 vinnings- hafa, kr. 2.607,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.372.410,- og skiptist á 5.967 vinnings- hafa, sem fá 230 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mí \m fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.