Alþýðublaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. ágúst1988 5 UMRÆÐA Bjarni Sigtryggsson skrifar AÐ LÁTA VERÐ RÁÐA FERÐ Af hverju er matarverð svona hátt hér á landi? Þaö er þekkt og ekki um- deilt aö matvöruverð er sá þáttur verðlags sem fólk fylg- ist nánast meö og lætur sig þar af leiðandi mestu varða. Jafnvel þótt ýmis önnur út- gjöld vegi oft þyngra og ráði meiru um afkomu heimil- anna. En þar sem matarút- gjöld eru fólki flestu sýnileg flesta daga ársins (húsmæðr- um að minnsta kosti) þá er matarverð eflaust oftar til umræðu en annað verðlag. Á dögunum gerði einn af umsjónarmönnum sjónvarps- þáttarins 19:19 samanburð á matarverði í Lundúnum og Reykjavík og vakti þar með enn á ný athygli áhorfenda á hinum mikla mun verðlags í Bretlandi og á íslandi. Því. miður tókst svo illa til að verulega var rangt fariö með tölur í þessum þætti — og þarafleiðandi gátu áhorfend- ur auðveldlega dregið rangar ályktanir. Auk þess vantaði ýmsar frekari skýringar, en slíkt er oft afsakað með tíma- skorti. Látum það liggja á milli hluta. Slæmt er, þegar fjallaö er um mál af þessu tagi, aö gefnar séu rangar forsendur, svo mikilvæg sem umræðan um verðlagsmál er og nauð- synlegt fyrirafkomu heimil- anna, að stöðugt verðlagseft- irlit fjöldans sé virkt. Við skulum hins vegar taka vilj- ann fyrir verkið og vona að dagskrárgerðarfólk Stöðvar 2 haldi áfram að fjalla um þetta mál og leiti þá nánari skýr- inga og réttari forsenda. RANGAR TÖLUR UM AUFLUTNINGSGJÖLD Jón Ásbergsson, fram- kvæmdastjóri Hagkauþs, skýrði frá þvi i viðtali í fyrr- greindum fréttaþætti, þegar hann útskýrði verðmuninn, að ofan á innkaupaverð vör- unnar eins og það er í Bret- landi ætti eftir að bætast all- ur flutningskostnaður, 30% tollur, öll innlend álagning og loks 25% söluskattur. Því miður er þarna rangt skýrt frá og sumt mikilvægt ósagt lát- ið. Tökum þessi atriði lið fyrir lið. í fyrsta lagi innkaupaverð. Það er fátt sem segir að inn- kaupaverð þurfi að vera hærra fyrir íslensk fyrirtæki en ensk. Innkaup eru fyrir löngu orðin sérgrein, þar sem stór verslunarfyrirtæki hafa til þess sérþjálfað fagfólk. Birgðastýring og flutninga- tækni eru líka sérgrein, sem stærri verslunarfyrirtæki geta hagnýtt sér til bættrar sam- keppnisstöðu. Væri slíku fyrir að fara hér á landi og myndu íslensk verslunarfyrirtæki beita stærðarhagkvæmni og rekstrarþekkingu þá væri ekkert sem benti til þess að innkaupaverð þeirra þyrfti að vera hærra en hjá erlendum verslanakeðjum. í öðru lagi er það rang- hermt hjá forstjóra Hag- kaups, að 30% tollur leggist á innflutta matvöru. Aðflutn- ingsgjöld voru lækkuð um síðustu áramót með örfáum undantekningum. Til að vernda innlenda samsetningu morgunverðargrjóna er haldið áfram 30% tolli á þeirri vöru- tegund. Af innfluttu græn- meti þarf einnig að greiða 30% toll, sem fer þó lækk- andi og hverfur áriö 1991. Nær öll innflutt vara býr því hér á landi við svipuð verð- lagsskilyrði og í öðrum lönd- um. Af innlendum gosdrykkj- um, sælgæti og kexi er hins vegar innheimt 14% vöru- gjald og 17,5% af samskonar innfluttri vöru. SÖLUSKATTUR: ADEINS 7% HÆKKUN Á MAT! Kemur þá í þriðja lagi að söluskatti. Það var rétthermt í fyrrgreindum sjónvarps- þætti aö matvörur væru und- anþegnar virðisaukaskatti í Bretlandi. Það eru hins vegar leifar kerfis með fleiri en einn skattstofn, sem hverfur þegar Evrópubandalagið verður að einu sameiginlegu markaðssvæði að rúmum þremurárum liðnum. Þá verð- ur virðisaukaskattur á öllum neysluvörum og allri þjón- ustu hinn sami í ríkjum EB. Hér á landi var söluskattur lagður á matvæli að nýju á síðasta ári. Hins vegar var jafnframt ákveðið að sölu- skattur af búvöruframleiðslu yrði endurgreiddur neytend- um í formi niðurgreiðslna. Þegar samanlögð áhrif tolla- breytinga og aukinna niður- greiðslna voru metin gagn- vart upptekningu söluskatts á matvæli kom i Ijós að mat- vörur áttu aðeins að hækka um 7% að jafnaöi. SAMSETNING ÁLAGNINGARINNAR Þá kemur að fjórða þættin- um, sem aðeins var nefndur í einu orði í sjónvarpsþættin- um, en á skilið mun ítarlegri umfjöllun. Það er álagning verslunarinanr. Hversu miklu skyldi hún valda um matar- verð hér á landi? Útgjaldaþáttum verslunar má skipta i fimm megin- þætti: 1) Innkaup (þar með talinn flutningskostnaður og birgöahald), 2) laun og launagjöld, 3) fjármagnskostnað (þar meö talinn húsnæðiskostn- aður), 4) stjórnunarkostnað (þar með talinn auglýsingakostn- aður) og 5) arögreiðslur. Fyrsti þátturinn er svokall- aður „breytilegur kostnaður" sem endurspeglast óbreyttur í verðlagsákvörðun. Hinir fjór- ireru það sem nefnist „fast- ur kostnaður" og hefur í heild sinni bein áhrif á verð, en getur einnig, sem verðstýr- ingartæki, orðið samkeppnis- þáttur. Til að lækka breyti- lega kostnaðinn er vænleg- ast að beita fagmennsku við innkaup og birgðastýringu, en til að lækka fasta kostn- aðinn þarf að huga að hag- kvæmni á öllum rekstrarsvið- um og ekki síður við ákvarð- anir um að ráðast í fjárfest- ingu, hvort sem um er að ræða húsnæði eða tækja- búnað. EINFÖLDUN OG KOSTNAÐARLÆKKUN Leiðir til að lækka verðlag almennt og ekki síst verð brýnustu nauðsynja eru af framansögðu margar, og ekki einar þær að lækka tekju- hlutfall ríkissjóðs. Kaupmenn vita það engu síður en aðrir að tekjuöflun ríkissjóðs er aðeins velferðarskattur sem allir eiga að greiða, og mynd- ar ramma sem allt atvinnulíf starfar innan, á jafnréttis- grundvelli. En hvað getur verslunin 'gert? Litum á nokkra þætti. Meðal þeirra aðferöa, sem beitt hefur veriö til sparnaðar í rekstri verslana, er straum- linulögun svokallaðs „þjón- ustukerfis". Það er að gera viðskiptavinina virkari við sjálfsafgreiðslu. Þessi aðferð hefur verið innleidd að hluta hér á landi, en ennþá er fólk í dauðum störfum hvarvetna, jafnvel í stórmörkuðum. Svo sem vió að vigta ávexti og grænmeti. Víðast hvar erlendis sér kaupandinn um slikt sjálfur eftir að hafa fyllt pokann að eigin vali. Eftirliti með slíkri eigin vigtun er svo komið við meó úrtaksprófun við búðakassa. Slíkt eftirlit hefur leitt í Ijós að svo lítil brögð eru að því að fólk reyni að svindla við vigtina, að það borgar sig ekki að hafa þar starfsfólk, heldur láta eftirlit búðarinnar sjá um það. Þávirðist fjármagnskostn- aður vera að sliga fyrirtæki í verslun engu síður en í fram- leiðslu. Fróðlegt væri að kanna að hve miklu leyti birgðahald verslunarinnar er nú fjármagnað með pening- um sem teknir eru að láni á ofurvöxtum. Hver önnur áhrif til vöruveröslækkunar hafa þættir eins og greiðslukort og afborgunarviðskipti? Eða tækjabúnaður sem fenginn er frá kaupleigufyrirtækjum? Að ótöldum áhrifum þeirra byggingaframkvæmda sem verslunin hefur ráðist í á síó- ustu þremurárum og reynir að greiða á sem skemmstum tíma. Það eru sem sé margir þættir sem leiða hér á landi til vöruverðs sem er umfram það sem þekkist í nágranna- löndunum. Tekjur ríkisins af innflutningi og sölu eru þar veigalitlar og ættu einar út af fyrir sig ekki að valda þeim verðmun, sem nú mælist. HVER VERÐA VIÐBRÖGÐ NEYTENDA? Ekki er vitað hversu margar fjölskyldur muni leggja leið sína í verslunargötur Glas- gowborgar i næsta mánuði, en straumurinn þangað í fyrrahaust hlýtur aö hafa orö- ið hérlendum verslunarmönn- um lærdómsríkur. Reyndar er það svo i vest- rænu nútímasamfélagi, að vöruverð eitt ræður ekki allt- af úrslitum um það hvar er verslað. Nálægð, úrval, um- hverfi, þjónusta og auglýs- ingar eru einnig áhrifavaldar. Enda eru fjárráð fólks og kröfur mismunandi, og það býður upp á breidd í verð- lagningu og þjónustu. Hins vegar hafa islenskir hagfræð- ingar komist að því að hér á landi sé tiltölulega lítill almennur launamunur — og þar af leiðandi sé verðvið- kvæmni fólks nokuð svipuð. Slíkt ætti að geta verið góð forsenda fyrir virku eigin verðlagseftirliti almennings. Hingað til hefur ekki borið á almennum samtökum launafólks í viðbrögðum við ofurverðlagningu í neinni lík- ingu við aðra lífskjarabaráttu. Þegar barist er fyrir hærra kaupi fara sjálfboðaliðar í verkfallsvörslu inn í fyrirtæk- in til að tryggja framgang barattumála sinna. Hvað mælir gegn því að verkalýðs- félögin tryggi á svipaðan hátt aðra baráttu sína. Þá að ganga úr skugga um að verð- lagning fylgi leikreglum. Jafnvel lögum, ef svo kynni að verða raunin þurfi fólk að taka á sig kauplækkun gegn því að fá á móti lækkun vöru- verðs og vaxta. Þá kann svo að fara, að fengnum upplýs- ingum um vöruverð og álagn- ingu, að fólk bindist samtök- um um að sniðganga þá sem ekki virða leikreglurnar. Að fólk láti verð ráða ferð. 24. ágúst 1988 MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ OLDUNGADEILD Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð er fyrsta öldungadeild við íramhaldsskóla hérlendis, stofnuð 1972. Frá upphafi hafa þúsundir manna og kvenna stundað þar nám og nokkur hundruð lokið stúdentsprófi. Nútímaþjóðfélag gerir kröfur um menntun. Auk þess hefur menntun gildi í sjálfri sér. Langar þig að rifja upp, bæta við eða hefja nýtt nám? Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð býður framhaldsskólanám á 6 brautum: eðlisfræðibraut, náttúrufræðibraut, nýmálabraut, fornmálabraut, félagsfræðabraut (hún skiptist í fjölmiðlalínu, sál- fræðilínu og félagsfræðalínu) og tónlistarbraut. Vel menntað og þjálfað kennaralið tryggir gæði kennslunnar. Hægt er að stunda nám í mörgum eða fáum náms- greinum. Á haustönn 1988 býður skólinn eftirtaldar greinar: Tungumál: Danska Enska Franska ítalska Spænska Þýska Raungreinar: Stærðfræði Eðlisfræði Efnafræði Jarðfræði Líffræði Samfélagsgreinar: Félagsfræði Þjóðhagfræði Bókfærsla Listasaga Lögfræði Stjórnmálafræði Heimspeki Saga Auk þessa er boðið upp á nám í tölvufræðum, bæði grunnnám og forritun. Notaðar eru tölvur af PC og BBC-gerðum. Boðið er fjölbreytt nám í íslensku, bæði ritþjálfun, bókmenntir og| málfræði. Einnig eru myndlist og leiklist kenndar við öldungadeildina. Innritun og val í öldungadeild MH fer fram á skrif- stofu skólans frá 9.00—16.00, dagana 29. ágúst til 2. sept. Skólagjald er aðeins 7.400 krónur óháð fjölda námsgreina sem þið leggið stund á. Menntaskólinn við Hamrahlíð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.