Alþýðublaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. ágúst 1988 ÚTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Eiginmaður Jane Larsen, Finn, andaðist af völdum alnœmis fyrir um það bil fjórum mánuðum. Síðan hefur líf Jane verið martröð líkast og vinnuna missti hún. „Hjálpsemi og stuöningur samfélagsins hurfu meö Finn — undanfarnir mánuðir hafa veriö martröö. Þetta hefur hér um bil verið verra en nóttin þegar ég kvaddi Finn...“ Fyrir hálfu ári komu Jane Larsen og eiginmaöur hennar Finn fram í sjónvarpi og lýstu því hvernig líf þeirra var eftir að staðfest hafði veriö að Finn væri sjúkur af alnæmi. Finn andaðist þann 10. april og segja má að ekki hafi raunir Jane minnkað eftir andlát eiginmannsins. „Þetta byrjaði með því að sjúklingar sem voru á Hvid- ovrespítalanum með Finn fóru að halda mér úti í kuld- anum, vegna þess að þeim fannst ég hafa veriö of opin- ská og gagnrýnin á kerfið. Svo var komið að ég fékk enga sálfræðilega aðstoð og endaði með því að ég var rek- in úr vinnunni. Tvisvar sinn- um var þetta hreinlega orðið mér ofviða og ég gleypti fullt glas af pillum. Sem betur fer var í bæði skiptin komið að mér áður en það var of seint — ég á þó ennþá börnin mín þrjú. Samt er það svo, að annað slagiö er ég hálfhrædd við sjálfa mig...“ SIÐFERÐISLEGA RANGT Jane er ekki aðeins sorg- bitin vegna sjálfrar sín — því eins og hún heldur áfram: „Á hverjum einasta degi verða margir fyrir því að missa þann, sem þeim þykir vænst um, og standa uppi al- einir. Þeireru líka sorgbitnir en margir þeirra hafa vinnu. Það verður að segjast eins og er, að það sem fór einna verst með mig var þegar mér var sagt upp vinnunni fyrir rúmum mánuði. Árum saman hef ég unnið við skrifstofu- störf í félags- og heilbrigðís- geiranum í Kaupmannahöfn. Það er sjálfsagt samkvæmt lögum leyfilegt að segja mér upp. Ég var oft frá vinnu með- an Finn var veikur og einnig eftir lát hans, en siðferðis- lega finnst mér þaö rangt. Mér var sagt æ ofan í æ, að menn skildu vandamál mín og að ég skyldi bara vera heima og safna kröftum.“ EKKERT UM ÞAÐ AÐ SEGJA Uppsögnin var undirrituð af starfsmannastjóranum, Kirsten Fichner, sem svaraði stuttlega: „Ég ræði aldrei einkamál starfsfólksins." Blaóamaður Det fri Aktuelt spyr þá hvort tala megi við yfirmann skrifstofunnar sem Jane vann á. „Það má enginn nema ég skýra frá neinu...“ Strax og Ijóst var að Finn var orðinn alvarlega veikur átti Jane frumkvæði að því að sækja um færri vinnu- daga, og hún fékk leyfi til þess að vinna aðeins þrjá— fjóra daga í viku. Þaó kom fyrir að hún gat ekki mætt á þeim dögum — ekki síst vik- urnar eftir andlát Finn: „Það var eins og fótunum hefði verið kippt undan mér þegar mér var tilkynnt að ég fengi ekki lengur þá sálfræði- aðstoð sem ég þurfti svo mikið a að halda og hafði notið. Ástæöan fyrir þessu var sú, að ég bý í Kaup- mannahöfn og tilheyri því bæjarfélagi hennar, en „Stolpeggaarden" i Vangede, þar sem ég var í meðferð, til- heyrir amtinu. Nú hefi ég ekki fengið sálfræöilega hjálp í næstum því tvo mán- uði og því fór sem fór, að ég reyndi sjálfsmorð." Jane Larsen heldur áfram Á myndinni er Jane Larsen ásamt eiginmanni sinum, Finn, sem andaðist af völdum alnæmis fyrir nokkrum mánuöum. baráttu sinni, — fyrir nokkr- um dögum hefði Finn orðið þrítugur hefði hann lifað. Jane Larsen segir: „Afmælis- gjöf mín til hans er sú að ég ætla ekki að gefast upp við að reyna að halda loforðið sem ég gaf honum, að vinna af öllum mætti til hjálpar þeim sem hafa lent í sömu hörmungunum og hann. Ég held áfram, þó mér sé full- kunnugt um þær óvinsældir sem ég bakaði mér þegar ég gagnrýndi skortinn á sál- fræðilegri og félagslegri að- stoð til handa alnæmis- sjúklingunum, sem eiga ekki í önnur hús aó venda en Hvidovresjúkrahúsiö. Mín sannfæring er sú, að sama- staður sem líkist sem minnst sjúkrahúsi gæti gert þessum sjúklingum lífið bærilegra." Þegar Jane Larsen og Finn hófu búskap var Jane ekki kunnugt um að Finn hneigð- ist til beggja kynja og þegar hann sagði henni það reyndi hún að hjálpa honum eins og hún gat. Hún segir Finn hafa verið góðan eiginmann og ■ föður. (Det fri Aktuelt)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.