Alþýðublaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 1
Ríkisstjórnin og ASÍ SAMRÁD EKKI ÚTILOKAÐ Á fundi miðstjórnar Al- I að tryggja kaupmátt fólks. I þýðusambandsins í gær var því sambandi hljótum við að ákveðið að hitta ríkisstjórn- tryggja stööu þeirra sem erf- ina að máli og kanna nánar iðast eiga. Af þeim sökum hvaö hún hefur fram að færa varð niðurstaða okkar sú, aö áður en ákvörðun veröur tek- óhjákvæmilegt væri að við in um ósk rikisstjórnarinnar, könnuðum afstöðu ríkis- sem fram kom i gær, um stjórnarinnar til einstakra samráð vegna efnahagsað- þátta málsins áður en við geröa á nótum niðurfærslu. segðum miklu meira,“ sagði „Það sem snýr að okkur er | Ásmundur Stefánsson, for- seti ASI, við Alþýðublaðið eft- ir fundinn. Klukkan átta árdegis geng- ur miðstjórnin á fund ríkis- stjórnarinnar. Eftir þann fund verður líklega haldið áfram að ræða möguleikann á sam- ráði. „Mér sýnast þessi fyrstu viðbrögð á þann veg, að mið- stjórnin vilji ræða nánar hvað stjórnvöld telja að þessi leið eigi að innifela," segir Karvel Pálmason, varaformaður Verkamannasambandsins. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins hafa Framsókn og kratar ákveðnar hugmynd- ir um um hvað slíkt samráð getur snúist. Nánar er fjallað um það í fréttaskýringu á bls. 3. Anker Jergensen „Norðurlönd úr einangrun“ „Noröurlönd veröa aö losna úr einangrun," sagði Anker Jorgensen, fyrrum for- sætisráðherra Oana, á fundi norrænna bankamanna á Hótel Sögu i gær. Fjallaöi hann um samvinnu Noröur- landa og samskipti við önnur Evrópulönd. „Samvinnan má ekki kosta hvað sem er,“ sagði Anker og taldi t.d. ekki koma til greina að umhverfismálum yrði fórn- aö á kostnað markmiða Evrópubandalagsins um frjáls viðskipti og afnám allra hindrana. Þá hefur hann og miklar efasemdir um hugsan- lega skattastefnu bandalags- ins og telur fráleitt að Danir fórni markaðri velferðar- stefnu. Danir eru einir Norður- landaþjóða í Evrópubanda- laginu, en Anker Jorgensen segir samvinnu Norðurlanda nauðsynlega til þess að hag- ur þeirra verði ekki fyrir borð borinn í viðræðum þeirravið Evrópubandalagið. í helgarblaði Alþýðublaðs- ins verður rætt nánar við Anker Jorgensen. Anker Jorgensen: Samvinna við EB má ekki kosta hvað sem er. Eggjastríð UPPÁ KRÓNU sama verð í verslunum Neytendasamtökin hafa kært samtök eggjaframleið- enda fyrir samráö í verðlagn- ingu. Frá því hefur veriö sagt i Alþýðublaðinu að verðlagn- ing á eggjum hljóti að vera með undarlegum hætti i verslunum. Frá því í mars hefur verð á eggjum t.d. verið upp á krónu hið sama í Hag- kaup og Miklagarði, tveimur stærstu matvöruverslunum landsins. Verð á kílói var i mars 199 krónur, og hefur siðan færst samhliða i báð- um mörkuðum upp í 298 kr. í júlí sl. Samkvæmt verðkönnun Al- þýðublaðsins, sem fram- kvæmd var í byrjun vikunnar, er verð á eggjum áfram óbreytt og nákvæmlega hið sama í verslununum tveimur. 298 kr. kostar kg. Formaður eggjaframleið- enda var kallaður á fund í Verðlagsstofnun í gær og var samtökunum gefinn frestur til að útskýra stööuna út frá þeirra bæjardyrum séð og leggja fram nauðsynlegar upplýsingar. Guðmundur Sig- urðsson á Verðlagsstofnun segir áð í ítarlegri verökönn- un stofnunarinnar, sem lauk um miðjan ágústmánuð, hafi komið í Ijós að smásöluverð á eggjum sé upp á krónu hið sama í öllum verslunum, sem könnunin náði til. Það sama gildi og um heildsöluverðið. Það sé þó of snemmt að full- yrða að um ólögmæta við- skiptahætti sé að ræða. For- maður í félagi eggjabænda segir að 1—2 risar á markaðnum marki leiðina, og aðrir fylgi í kjölfarið með sama verð. Formaður eggja- bænda telji að með aðgerð- um eggjabænda fyrr á árinu hafi komist á jöfnuður á markaðnum. I dag sé ekki um umframframleiðslu að ræða. Kallar Guðmundur þetta selj- endamarkað, þar sem selj- endur ráði nú ferðinni. Eggja- framleiðendur haldi því samt fram að ekki sé um samráð að ræða. „Eftir sem áður er þetta spurning um rétt og órétt á markaði," segir Guð- mundur Sigurðsson á Verð- lagsstofnun. MIKAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 • Akureyri Sími 96-24700

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.