Alþýðublaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 26. ágúst 1988
MtfÐlfBLMÐ
Útgefandi: Blaö hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Umsjónarmaöur
helgarblaðs: Þorlákur Helgason
Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar
Friðriksson.
Dreifingarstjóri: Þórdls Þórisdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virkadaga, 80
kr. um helgar.
NÚ ÞARF SAMSTÖÐU
Stjómarflokkamir eru sammála um aö kanna til hlítar
hugmyndir um niöurfærslu launa og verðlags sem ráögef-
andi nefnd um efnahagsmál, skipuö af forsætisráöherra,
hefur sett fram. Þaö eru jafnframt eölileg viðbrögö stjórn-
arflokkanna þriggja aö setja fyrirvara viö sumar tillögur
ráögjafarnefndarinnar, enda er skýrsla hennar meira í ætt
við lausarhugmyndiren fullmótaö plagg. Meginmarkmiö-
ió meö niðurfærsluleiðinni svonefndu erað ná niðurverð-
bólgu. Þaö er augljóst aö mesti vandi efnahagsstjórnar á
íslandi er veröbólgan og því verður aö berjast meö öllum
tiltækum ráöum aö komaveröbólgu á íslandi niðurásvip-
að stig og í helstu nágrannalöndum okkar; ekki aðeins
timabundió, heldur til frambúðar. Þaö þarf aö uppræta
orsakir verðbólgunnar; langvarandi jafnvægisleysi í opin-
berum fjármálum og lánsfjármálum og átök um tekju-
skiptingu og um atvinnu- og byggöaþróun. Um þessi mál
þarf rfkisstjórnin að násamstööu. Sú leið sem nú er könn-
uö, svonefnd nióurfærsluleiö, getur skilaö árangri því aö-
eins aö hún nái til allraþátta þjóðlífsins. Annars eykur niö-
urfærsluleiöin enn áójöfnuóinn í þjóöfélaginu.
Verði niðurfærsluleióin valin verður því aö tryggja aö
hinni óhjákvæmilegu kjaraskerðingu verði jafnað jafnt á
alla; fyrirtæki sem einstaklinga, jafnt á opinberan rekstur
sem í einkageira. Samtímis veröur aö verja kjör hinna
tekjulægstu í samfélaginu og komaí veg fyriraö greiöslu-
byröi heimila af húsnæöislánum þyngist. En þaö er fleira
sem veröur að hyggja aö í efnahagspakka niöurfærslunn-
ar. Þaö er löngu tímabært aö skattleggja fjármagnstekjur
hátekjufólks umfram venjulegan sparnað almennings.
Þaó er siólaust aö hópur manna í þjóöfélaginu fái aö leika
lausum hala og auógast af fjármagni einu saman í takt við
hávaxtastefnuna án þess aö leggja neitt af mörkum til
framleiðslu verömæta. Ríkið og sveitarstjórnir verða aö
ganga á undan meö góöu fordæmi. Tryggja veröur afgang
á fjárlögum fyrir næsta ár og endurskoöa skattaálögur,
draga saman útgjöld og stórherða aðgerðir gegn skatt-
svikum. Hió opinbera jafnt sem sveitarfélög verður að
draga úr framkvæmdum og hér má Reykjavík ekki skerast
úr leik, svo ekki aukist enn misvægiö milli höfuóborgar-
svæöis og landsbyggðar. Á sama tíma þarf aö takmarka
lántökuheimildir og lánveitingar fjárfestingarlánasjóöa
svo dragi úr framkvæmdum einkaaöila. En umfram allt
veröur nióurfærsluleióin að vera sanngjörn og réttlát,
verði hún valin. Ríkisstjórnin veröuraö ábyrgjast að fram-
kvæmdinni veröi skipt jafnt niður á alla aöila. Sé lögbind-
ingu beitt veröur sú lögbinding aö gilda jafnt um verðlag
sem laun.
Þjóóin stendur frammi fyrir alvarlegri efnahagsvanda en
oft áöur. Gjaldþrot fyrirtækjaog heimila um allt land blasa
vió. Við þurfum á þjóöarsátt aö halda um leiðir sem skila
okkur varanlegum árangri. Stríösyfirlýsingar forseta Al-
þýöusambands íslands eru meö öllu ótímabærar áöur en
ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hefur ákveöiö og fullmót-
aö efnahagsaögeröirnar. íslenska þjóöin þarf síst af öllu
á langvarandi átökum á vinnumarkaöi að halda, ósam-
stööu og almennri upplausn. Viö þurfum víötæka sam-
stööu til aö vinna okkur út úr þeim vanda sem við blasir.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
TIMINN gerir nugmyndír
stjómarflokkanna um niður-
færsluleið svonefnda að um-
talsefni í forystugrein i gær.
Tíminn bendir á, að gallar
þessarar leiðar hafa verið út-
hrópaðir meðan hinar
jákvæðu hliðar hennar hafa
nánast ekki fengið neina um-
fjöllun.
Tíminn segir:
„Eftirtektarvert er aö i um-
ræðum um nauðsyn efna-
hagsráðstafana, sem eðlilega
hafa aukist eftir að niður-
færsluhugmyndin komst í al-
mæli, er varla staðnæmst við
að ræða sjálfan vandann,
sem við er að giíma, heldur
einblint á ágalla þeirra leiða,
sem til greina koma við lausn
á efnahagsöngþveitinu.
Það væri illa farið, ef þjóð-
in og forystulið hennar í hópi
stjórnmálamanna og for-
manna hagsmunasamtaka
almennings halda áfram að
deila um leiðir út úr ógöng-
unum, þar til þjóðin og þjóð-
arleiötogarnir hrapa út af
bjargbrúninni.
Hvað niöurfærsluleiöina
varðar þá er æskilegt að allir
geri sér grein fyrir þvi að hún
er því aðeins fær að öll
áhrifaöfl þjóðfélagsins standi
á bak við hana. Niðurfærslu-
leiðin er vissulega rothögg á
pólitískar kreddur og þær
patentlausnir, sem móðins er
að veifa sem allrameinabót á
borð við óhefta markaös-
hyggju eða slagorðavaðal um
kjaraskerðingu, ef reynt er að
rjúfa vítahring verðbólgu-
skrúfunnar.
Niðurfærsluleiðina verður
að skilja þannig — og fram-
kvæma þannig — aö í henni
felist þær heildarráðstafanir
sem gera þarf til þess að
koma útflutnings- og sam-
keppnisatvinnuvegunum á
réttan kjöl.“
Og síðar í leióaranum segir
Tíminn:
„Það sem er aö drepa ís-
lenskt atvinnulíf er verðbólga
og framkvæmdaþensla á höf-
uðborgarsvæðinu. islensk út-
flutningsstarfsemi er ósam-
keppnisfær að selja vörur
sínar á erlendum mörkuöum.
Samkeppnisiðnaður í landinu
stenst ekki samkeppni við
innflutta vöru. Fjármagnið er
orðiö að markaðsvöru á opin-
berum svartamarkaöi innan i
þröngum og lokuðum fjár-
magnsmarkaði íslensks hag-
kerfis.
Ef umrædd niðurfærslu-
leið liggur út úr þessu öng-
þveiti, þá ættu ráðamenn
þjóðarinnar aö fara hana. Rík-
isstjórnin lýsir yfir því aö hún
sé að kanna þessa leið sem
úrræði til lausnar efnahags-
vandans. Þaö er ástæöa til
að skora á önnur ráðaöfl
þjóðarinnar að gera slíkt hið
sama. Fordómalaus athugun
ætti engan að skaða.“
Skrifar Tíminn.
A öörum stað á leiöarasiðu-
Tímans birtist aö venju pistill
eftir aöstoöarritstjóra blaðs-
ins, Odd Ólafsson. Að þessu
sinni fjallar Oddur um fisk-
verö og hve dýr fiskur er til
íslenskra neytenda.
Timinn er þeirrar skoðunar aö niðurfærsluleiðin sé rökkuð niður áður en
hún hafi veriö skoðuð eöa hinar jákvæðu hliðar hennar athugaðar.
Oddur: Fiskverð ótrúlega hátt til
íslenskra neytenda
Oddur skrifar:
„í Tímanum í gær var sagt
að 100 kr. hafi fengist fyrir
kiló af ýsu i Bretlandi. Fyrr í
mánuðinum var það á 77 kr. á
sama markaði.
Morgunblaið sagði frá 70
kr. meðalverði á ýsu á fisk-
mörkuðum i Bretlandi i júní.
Sama mánuð var meðalverð á
ýsu í Hafnarfirði 46,43 kr.
kílóið, en á fiskmarkaði Suð-
urnesja var meðalveröið á
ýsu í júli 53,22 kr. Á Faxa-
markaði var meðalverðið
47,21 kr. í júlimánuði.
DV sagði þær fréttir, einn-
ig i gær, að á Faxamarkaði
hafi fengist 61—64 kr. fyrir
kílóið af ýsu.
Tvær stórlúður voru seldar
á 160 kr. kílóið.
Allt er þetta náttúrlega
heildsöluverö og fiskur er
seldur hausaður i smásölu,
eða jafnvel flakaöur, nema
stórlúðan, og skattur leggst
á með álagningunni.
Þetta verð getur hvert ein-
asta heimili á landinu borið
saman við þaö sem greitt var
fyrir siðustu máltíð af ýsu
eða lúðu.
Samt sem áður er fiskur
óheyrilega dýr til íslenskra
neytenda. Ef þeir sem fiskinn
draga, verka og selja bæru
gæfu til að draga úr okrinu
tif islenskra neytenda og
gefa þar með kost á ódýrri og
hollri fæðutegund mundi þaö
vera meiri og betri kjarabót
en flestar ráðstafanir aðrar.
Það gæti jafnvel farið svo að
þeir hefðu efni á aö reka út-
gerö og fiskvinnslu áfram, ef
þeir aðeins hefðu það vit í
kollinum að reyna að græða
meira á öðrum en einmitt því
sama vinnuafli sem þeir segj-
ast ekki hafa efni á að borga
kaup.
Ef heimilin ættu þann val-
kost að einhver ódýr fæðu-
tegund væri á boðstólum
mundi þaö geta lækkað
heimiliskostnað verulega og
haft áhrif til að draga úr vöru-
veröi og þar með verðbólgu."
Segir í sjónarmiðum Odds
Ólafssonar.
MORGUNBLAÐIÐ fjaii
ar í leiðara í gær (líkt og Al-
þýðublaöiö) um tilboðið I
Granda hf. Sigurjón Péturs-
son, fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins í borgarstjórn, hefur
lagst gegn því að Reykjavík-
urborg selji hlut sinn i
Granda hf. Morgunblaðið hef-
ur hins vegar aðra skoóun á
því máli.
Blaðið segir:
„Eftir tilkomu Granda hf.
1985 hefur tekist að halda
þannig á rekstri fyrirtækisins
aö bæöi 1986 og 1987 skilaði
hann hagnaöi. í ár hefur fé-
lagið glímt viö samskonar
erfiöleika og önnur útgerðar-
og fiskvinnslufyrirtæki og í
vor var gripið til hagræðingar
og annarra ráðstafana til að
koma í veg fyrir halla. Þegar
ákveðið var fyrir forgöngu
Daviðs Oddssonar, bqrgar-
stjóra, að sameina BÚR og
ísbjörninn snerust vinstri-
sinnar í borgarstjórn Reykja-
víkur gegn þeim ráðagerðum.
Þeir hafa siðan leitast viö að
gera uppbyggingarstarfið i
Granda hf. sem tortryggileg-
ast og oftar en einu sinni lát-
ið eins og fyrirtækiö væri að
stíga sín síðustu skref. Það
er í hróplegri aðndstööu við
þann málflutning allan, að nú
skuli fjögur einkafyrirtæki
taka höndum sman og gera
500 milljóna króna tilboð i
eignarhlut Reykjavikurborgar
í Granda hf., en hann er 241
milljón króna. Ef eitthvaö
hefði verið að marka það,
sem talsmenn vinstrisinna í
borgarstjórn Reykjavíkur hafa
sagt um þetta mál, heföi
mátt ætla að hér væri um
byrði og vandræðafyrirtæki
fyrir borgarsjóð að ræða,
sem hann mætti þakka fyrir
að geta losnað viö.“
Þessi sama skoðun kom
fram í leióara Alþýðublaðsins
I gær og eru því blöðin tvö
innilega sammála í þessu
máli. Og ekki orð meira um
þaó.
Kona ein kærði eiginmann sinn fyrir líkamlegt of-
beldi. Þegar hjónin mættu í réttarsalinn kom í Ijós aö
maðurinn var afar veikburöa og sat í hjólastól. Konan
var meö mikiö glóðarauga.
Dómarinn spurói: „Ætlaröu aö segja mér, kona góö,
aö jafnpervisinn maður og í hjólastól þar aö auki hafi
getað gefið yöur þetta glóöarauga?“
Konan svaraði: „Hann var hvorki pervisinn né í hjóla-
stól þegar hann sló mig!“