Tíminn - 21.11.1967, Blaðsíða 13
?
ÞRIÐJUDAGUR 21. nóvember 1967.
TÍMBNN
13
VlSTHEIMfLI
Framhald af 8. síðu.
Hvað er byggingin komin vel á
veg'
Nú er beðið eftir mildu veðri
svo að un-nt sé að steypa hellu
yfir aðalbygginguna, sem er 450
fermetrar. En vistheimilið er, eins
og þú sérð, í þrem samstæðum
byggingum, samtals nær eitt þús-
und fermetrar að stærð. Ingólfur
Jónsson stjórnar framkvæmdum
en Guðmundur Valdimarsson er
verksljóri. Svo á að reisa starfs-
mannaíbúðir. Við slík vistheimili
þarf m ai-gt~aiarfsfóllc-.aSæ■ allt að
einn á hverja tvo vistmenn.
Hver er afstaða bæjarfélagsins
hér til þessarar framkvæmdar?
í fjögur ár hefur bærinn lagt
til hliðar upphæð, sem svarar til
10 kr. á hvern íbúa bæjarins,
þessu málefni til stuðnings og
er það lofsvert, eins og viðhorf
bæjarstjórnarinnar til þessa miáls
hefur alltaf verið. Mörg önnur
sveitarfélög hafa heitið málinu
stuðningi, en of mörg hafa enga
afstöðu tekið, enn sem komið er.
Hlýtur sú afstaða að breytast á
næslu tímum.
Og ekki má gleýma suðningi
einsíaklinga og ýmissa félaga, sem
beinlínis hafa tekið málið á dag-
ekrá og látið hendur standa fram
úr ermum við fjársöfnun og á ann
an hátt. í vor verður strax farið
að planta skógi og prýða um-
hveríið. Verða hjálparstörf vel
þegin þegar þar að kemur. Stað-
urinn er fallegur, útsýni mikið og :
fagurt, 4 ha. lands fylgja- Hann
er nálægur aðalbyggð bæjarins
en frfðsæll vegna þess, að um-
ferðaæðar liggja ekki um landið.
Nokkuð að lokum, Jóhannes?
I>að sem mér er efst í huga,
er þakklæti mitt til allra þeirra,
sem hafa stutt þetta málefni í vax
andi mæíi. Veit ég, að þar tala
ég tyrir munn okkar allra í Styrkt
arfélagi vangefinnja. Stuðningur
og hverskonar aðstoð almennings
er okkur mikil hvatning, segir
Jóhannes Óli Sæmundsson að lok-
um og þakka ég þessar upplýs-
ingar.
E. D.
IÞ R Ó TTIR
Framhald af bls. 12.
um við strax að máli við hann.
Viðurkenndi hann, að völlurinn
væri mjög slæmur, en hann var-
aði okkur við þvi að neita að leika.
Sagði hann, að þetta væri „bczta“
aðstaða, sem Júgóslavar gætu boð
ið upp á þarna í nágrenni. Við
vorum komnir á fremsta hlunn
með að neita að leika, en sáum
okkur um hönd, því að slík ákvörð
un hefði getað orðið afdrifarík.
Okkur hefði e. t. v. ekki aðeins
verið vísað úr keppninni núna
heldur útilokaðir frá Evrópubikar-
keppninni í náinni framtíð“. |
Sdðan skýrði Birgir frá því, að
öllum Fr am-Ie ikmön num hefði
verið útvegaðir nýir keppnisskór
í von um, að þeim gengi betur að
fóta sig, en það nægði ekki, þeg-
ar á hólminn var komið. Hins veg
ar virtust Júgóslávarnir vera van-
ir því_ að leika vib þessar aðstæð-
ur. „Ég vil taka það fram“, sagði
Birgir, „að ég er 'ekki að afsaka
ósigurinn sem slikan með þessu.
Júgóslavarnir eru sterkari, en
bessar aðstæður gerðu það að
verkum, a@ Fram-liðið var langt
frá sínu bezta og hefði aldrei
þurft að tapa með svona miMum
mun, hefðu allar aðstœður verið
eðlilegar". ,
Eftir hina slæmu byrjun, jafn-
aðist leikurinn nokkuð og í hálf-
leik var staðan 10:4. í síðari háif-
leik sýndu Júgóslavarnir enn
meiri yfiriburði og urðu lokatölum
ar 24:9, eins og fyrr segir. Birgir
bar lofsorð á hinn a-þýzka dómara
leiksins, sem hann fcvað hafa
dæmt mjög vel, nema hvað óskilj-
anlegt hefði verið, þegar hann
vísaði markvörðum Fram, þeim
Þorsteini Björnssyni og Guðmumdi
Gunnarssyni, út af fyrdr lítiMuátt-
ar brot.
Þeiss má að lokum geta, að leikn
um var sjónvarpað um alla Júgó-
slavíu. Júgóslavneska sjónvarpið
tók sérstaka kvikmynd fyrir ísl.
sjónvarpið — stutta að vísu — og
verður hún væntanlega sýnd í
íþróttaiþætti sjónvarpsins.
I Þ R Ó T T I R
Framhald af bls. 12.
Júgóslavarnir beiti bellibrögð
um af svipuðu tagi gegn ein-
hverjum öðrum, er sjálfsagt að
benda á aðbúnaðinn á heima
veMi þeirra", sagði Birgir.
Hann sagði ennfremur, að
stjóm Handkmattleiksdeildar
Fram myndi taka ákvörðun um
þetta fljótlega.
BRIDGESTONE
H JÓLBARÐAR
Síaukin sala
sannar gæðin.
BRIDGESTONE
veitír aukið öryggi
í akstri.
BRIDGESTONE
ávalit fyrirliggjandi
GÖÐ ÞJÓNUSTA —
Verzlun og viðgerðir.
Sími 17-9-84
Gúmmíbarðinn hf.
Brautarholti 8
FASTEIGNAVAL
Skólavörðustíg 3 A II. hæð
Sölusími 22911
HÚSEIGENDUR
Látið okkur annast sölu á fast-
eigr.urr yðar. Áherzla lögð á
góða fyrirgreiðslu. Vinsamleg-
ast hafið samband við skrif-
stofu vora ef þér ætlið að
selja eða kaupa fasteignir, sem
avallt eru fyrir hendi í miklu
urvali hjá okkur.
JÓN ARASON, HDL.
Sölumaðui fasteigna:
Torfi Ásgeirsson.
Jón Grétar Sigurðsson
héraðsdómslögmaður
Austurstræti 6.
Sími 18783.
txB4
£IdhúsiS, sem allar
húsmœður dreymir um
Hagkvœmni, stíltegurð
og vönduð vinna á öllu.
Skipuleggjum og
gerum yður fast
verðtilboð.
Leitið upplýsinga.
í
P
AUSTIN GIPSY
FJÖLHÆFASTA FARARTÆKJÐ
til sjávar og sveita
AUSTIN GIPSY
— flytur yður á leiðarenda. — Nokkrir
bíiar til afgreiðslu strax.
Verð: Benzín kr. 179 þús. Diesel kr. 199 þús.
GARÐAR GÍSIASON H.F.
Hverfisgötu 4—6. — Sími 11506
UAUQAVBÐI 133 ■Iml 117BB
NAUÐUNGARUPPBOÐ
sem auglýst var í 44., 46 og 48 tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1967, á m.b. Hafrúnu GK 90, talinn
eigandi Fiskimiðstöðin h.f., en þingl. eigandi Auð-
björg h.f., fer fram efir kröfu Jónasar A. Aðal-
steinssonar hdl- Ragnars Olafssonar hrl., og Sig-
urðar Baldurssonar hrl við skipið, þar sem það
nú er í Rifshöfn á Snæfellsnesi föstudaginn 24.
nóvember 1967, kl. 2 síðdegis.
KR. KRISTJÁNSSON,
setuuppboðshaldari, skv. sérstakri umboðsskrá.
Yfirsjúkraþjálfari
Staða yfirsjúkraþjálfara við Landspítalann er laus
til umsóknar. Laun samkvæmt úrskurði Kjara-
dóms. Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri storí sendist skrifstofu ríkis-
spítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 30. nóv. n.k.
Reykjavík, 17. nóvember 1967.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Sjúkraþjálfari
Staða sjúkraþjálfara við Landspítalann er laus til
umsóknar- Laun samkvæmt úrskurði Kjaradóms.
Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun
og fyrri störf sendist skrifstofu ríkisspítalanna,
Klapparstíg 29, fyrir 30 nóvember n.k. \
Reykjavík, 17. nóvember 1967.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
LAND ROVER
Óskum að kaupa nýjan eða nýlegan Land Rover
disel bíl. Upplýsingar f síma 12209 milli kl. 9 og 6
daglega.