Tíminn - 21.11.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.11.1967, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 31. nóvember 1967. Rautt sortutyn rGuSmundur Frímann: Rautt sortulyng. ALmenna bókafélagið, Reykjavík 967. Þetta er annað smásögusafnið, sem Gu'ðimundur Frímann gefur út Fyrir þrem árum kom út eftir Jjann SvartJárdalssólin og fieiri smá •»gur og vakti sú bók nokkra at- liygli og hlaut misjafna dóma. Má vera að svo verði einnig um þetta sögusafn. Engan efa tel ég þó á því, að áður en lýkur verði báðar þessar bæ-kur viðurkenndar og skipað á bekk með ljóðum höfund arins, en á því sviði hefur aildrei leikið neinn efi á hæfileikum hans. Guðmundur Frámann er ágætt ljóðskáld, söngrænn, ljúfur og þýður, þó að ha:nn eigi einnig til tregasáran streng. Hann er fiðlar inn meðai íslenzkra skálda, sem nær hinum ólíklegustu veðrabrigð um í strengleik sinn eins og tátt er um þá, sem skynja sorg og gleði Mfsins með meiri næmleik en aðrir. Smásögur Guðmundar hafa allir hin sömu einkenni og kvæðin. Mér þykir sennilegt, að hann hafi fyrst hugleitt efni sumra þeirra til ljóða gerðar, en það hafi orðið Ijóða- forminu ofviða og þess vegna orðið að smásögu. Stíil hans er ljóðrænn og blæibrigðaríkur, oft svo að unun er að lesa hann. í þessari bók: Rautt Sortulyng, eru átta smásögur og allar góðar. Bezt þykir mér þó sagan: Stór- þvottur á hausti, sem er einkar vel gerö saga og ógleymanieg í einfaldleik sinum. f stórbrimi skolast líkin upp á ströndina, reköld allra átta og heimshafa. Lífsþreyttar og fálátar konur taka á móti þeim, þvo þau og gera þeim til góða eins og unnt er, þegar hingað er komið sögu. Meðal þeirra, sem hafið skil ar á land, er lík af gömium og nýjum elskuga annarrar þvotta- konunnar, sem hún hefur kvatt aðins fyrir fám klukkustundum. Hún hafði hitt hann eina ögur- stund, er hún var ung, og iátið vel að honum, áður en hann hvarf út í veröldina tii að lifa rótlausu flökkulífi farmannsins, og aftur hittir hún hann af tilviijun og hlynnir að honum, áður en hann leggur á hinzta vaðið. Reyndar sýnist hún vera hálfs hugar í ást sinni. Það er meira kveneðli henn- ar og móðurtilfinningar, sem ráða í viðskiptum þeirra. Konan er þarna ímynd algæzkunnar, sem tekur hina þreyttu og þjáðu í faðm sinn og veitir þeim hvíld. Og einmitt þess vegna fellur það einnig í hlut hennar að veita hon- um þessa síðustu þjónustu og loba augum hans undir nótt allra nótta. Enginn ræður í það að fullu, hvaö hrærist í sál konunnar. En meistaralegá er fórnarverki henn ar lýst, sem ástmeyjar og móð- ur. Lóla með rauða hárið, er saga um ástina, lífið og dauðann. Þetta er sterk saga, og miskunnariaus lýsing á því, hvernig frilla Máva- hlíðaibóndans tryllist í frygð sinni í sama mund og hann flytur heim lik konu sinnar eina dimma haust- nótt. Einhverjir mundu kannske hneykslast á því, hvernig höfund urinn stefnir þessum atburðum hverjum gegn öðrum. En með því lætur hann ofsa dauðans og sköpunarinnar vegast á með blindu tiliitsíeysi eins og oft virðist eiga sér stað. Mýrarþoga er saga um berkla- veíku systurnar, sem hverfa hver af annarri niður í kirkjugarðinn, sögð af þrúgandi dapurleik. Aitar hafa sögur Guðmu.ndar Frimanns til sfns ágætis nokkuð. Þær eru stærri í sniðum en þær virðast í fyrstu, mál far hans auðugt og áferðar- gott. Hann segir sögur sínar af mikilli list, af því að hann Iifir þær. Þær eru hluti af skynjun hans af lífinu, ægilegu og unaðs legu í senn. Höfundurinn lýsir líf- inu eins og hann skynjar það af samúð og tilfinningu, og hann hef- ur hugrekki til að gera þetta, hvor1 sem það kann að hneyksla menn eða ekki. Fyrsta viðleitni hvers rithöfund ar ætti að vera sú, að vera sann- ur. Án þess verður ekkert gagn að ritum hans, enginn listrænn árangur eða aukinn skilningur á lífinu Guðmundur Frímann hefur aldrei látizt vera neitt annað en hann er. List hans er orðin til fyrir djúpa innlifun og samúð með allri lifandi veru. Benjamín Kristjánsson. Fasteignasalan Garðastræti 17 símar 24B47-15221 TIL SÖLU Einbýlishús við Gufunes, 4ra herb., bílskúr. Góð- ar geymslur. Girt og ræktuð lóð. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Einbýlishúsið Sólvellir við Hvassahraun, sem er 3 herb., ásamt útihúsum og hektara af ræktúðu landi. Útborgun við samning 35 þús. Góð að- staða til að reka hærsnabú Árni Guðjónsson hrl., Þorsteinn Geirsson hdl. Helgi Ólafsson, sölustjóri Kvöldsími 40647. SKRIFSTOFA Stuðningsmenn séra Bjórns Jónssonar, við prest-s- kosningar í Hallgrímsprestakalli, er á Frakka- stíg 12, kjallara, opm daglega kl. 16—22- — Sími 10675. BRONCO EIGENDUR ÞOKULJÓSIN komin Pantanir óskast sóttar sem fyrst. S M Y R I L L Laugavegi 170 Sími 12260. AUGLÝSIÐ í TÍMANUIVI FYRSTIR með STÆRRA rými 320 lítra DJÚP- FRYSTIRINN STÆRRA geymslurýnii miðað við utánmál.ryð- frír, ákaflega öruggur í notkun, fljótasti og bezti djúpfrystirinn. KPS-djúpfryst er örugglega djúpfryst. Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. Vesturgötu 2 Verzlunin Búslóð við Nóatún. Baldur Jónsson s/f Hverfisgötu 37. FEILER REIKNIVELIN fer sigurför um landiS • LEGGUR SAMAN • DREGUR FRÁ • GEFUR KREDITÚTKOMU • STIMPLAR Á STRIMIL Feiler reiknivélin kostar rafknúin 7.504.00 handknúin 5.687.00 Fullkomin viðhaldsþjónusta á eigin verkstæSi. SKRIFSTOFUVELAR H.F. % ^ Hverfisgötu 33. Sími 20560. Sænsku gæðavörurnar frá: STAR-Producter Fata- og eldhússkápa, inni og útihurðir afgreið- um við með stuttum afgreiðslufresti. Hagstætt verð. Vönduð vara. Sýmshorn og myndlistar á skrifstofunni. BYGGIR H.F. — Sími 17672 — 34069. Fyrirliggjandi: Eikarparkett — Lakk og listar — Plast-gólfdúkur m/filti — Plastic-gólffíísar — Lím — Eik og eikarspónn — Teak & Teakspónn — Mahogany og spónn — Krossviður 4 og 6 mm. — Veggflísar. BYGGIR H.F. — Sími 17672 — 34069. BLAÐBURÐARBORN óskast í eftirfalin hverfi: Hraunbæ og Rofabæ. f Bankastræti 7. Sími 12323

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.