Tíminn - 24.11.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.11.1967, Blaðsíða 8
8_ f TÍMINN FOSTUDAGUR 24. nóvember 1967. E ÍTffiTffiffrftHll*W!Tfffffl EJ-Reykjavík, fimmtudag. Aðalfréttin þessa dagana hefur að sjálfsögðu verið gengisfelling brezka sterlingspundsins. Sterlína, eins og ítalarnir kalla pundið, féll um 14,3%. Noldcur ríki felldu einnig gengi gjaldmiðils síns, en flest þó ekki. Hefur svo mikið verið ritað um þetta mál í blöðum síðustu dagana, að óþarfi er að rekja það mál hér. Eitt atriði gengisfelingarinn ar þykir þó rétt að benda á. Það hefur verið ein helzta krafa Frakka, að Bretar felldu gengi steriingspundsins/ áður en þeir fengju aðild að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Því taldu margir, þegar fréttin um gengisfellinguna barst, að það myndi flýta mjög fyrir inn- göngu Bretlands í EBE. f vikunni urðu þessar vonir þó að engu. Ljóst varð, að Frakkar voru á móti gengisfell ingu á þessum tírna. A mánud. hófst fundur utanríkisráðherra EBE-ríkjanna í Briissel, og kom þá í Ijós, að Maurice Couve de Murville, utanríkis- raðherra Frakka, var enn sama sinnis um viðræður við Breta um inngöngu í Efnahagsbanda- Grivas hershöfðingi ■ kallaður til Aþenu til afkæling ar. lagið. Á þessum fundi átti m.a. að ræða um hugsanlegar við- ræður við Breta um aðild. Þjóðverjar gerðu það að til- lögu sinni, að framkvæmda- neínd EBE skyldi gera skýrslu um áihrif gengisfellingarinnar í Bretlandi og ræða við brezka raðamenn í því samibandi. Skyldi nefndin skila áliti fyrir nassta fund ráðlherranna, sem halda á um miðjan desember. ,En jafnvei þessi tiilaga mætti andstöðu Frakka. De Murville lagði áherzlu á, að hann myndi ekki samþykkja fillögu, er fæli í sér hina minnstu heimild um viðræðUr við Breta. Það yrði túlkað á bann veg, að franská ríkis- stjórnin hefði fallizt á viðrœð- ur við Bretland, og það væiri andstætt stefnu Frakka í því máli. Árangur af fundinum var því enginn, og Pierre Harmel, utan rikisráðherra Belgíu, sagði á fundinum: „Ég er ekki viss um, að ég þoli enn einn slík- an fund“. Á barmi styrjaldar vegna Kýpur Kýpur komst aftur í fréttirn ar í síðustu viku og þeirri, sem nú er að líða — og leit svo ut, er á Ieið, að styrjöld hæfist milli Grikklands og Tyrklands. Af því hefur enn ekki orðið, en ef til nýrra átaka kemur á Kýpur, telja fréttaritarar svo til gefið mál, að Tyrkir hefji feernaðaraðgerðir. í þessari viku fullyrti t.d. yfinmaður tyrk neska herráðsins, Cemal Tural, hershöfðingi, að tyrkneskt her- lið yrði örugglega sett á land á Kýpur. Kýkurmálið bomst á forsiður dagblaðanna í síuðstu viku, þegar til bardaga bom milli grísbumælandi Kýpurbúa og hinna tyrknesku sem eru í minnihluta á eyjunni. Var þetta á miðvikudag, og féllu 23, tyrkneskir menn og tveir grískir. Vopnahlé komst á strax næsta dag, en frá þessum degi hefur oft komið til smávægi- legri átaka, og yfirvöld á Kýp- ur hafa sakað tyrkneska flug- herinn um að hafa oftsinnis sent flugvélar sínar inn yfir lofthelgi eyjarinnar síðustu dagana. Átök þessi voru hin alvarleg ustu í tæp tvö ár, en gœzlulið Sameinuðu þjóðanna hefur ver ið á Kýpur í tæp fjögur ár. Hefur þeirn tekizt að halda eyjaskeggjum nokkurn veginn rólegum, hverjum þjóðflokki á sínum helmingi eyjarinnar. Uppíhaf þeirra átaka, sem nU hafa átt sér stað er að finna í atburðum fyrir hálfum mán. síðan. Þá var leiðtogi tyrk- neskr? manna á Kýpur, Rauf- Oenktash, handtekinn, er hann reyndi að fara á land í Kýpur leynilega. Hann hafði verið sendur í útlegð, og skyldi vera það í þrjú ár. Þetta sasti upp tyrkneska menn á Kýpur, og rúmri viku eftir nandtökuna var Denktash — sem berst fyrir skiptingu eyjarinnar í tvo hluta milli þjóðarbrotanna — sleppt og honum leyft að fara til Tyrk- lands aftur. Hafi handtakan æst upp tyrk neska menn, þá hafði lausn hans svipuð álhrif á hina grisku, einkum þó Grívas hershöfð- ingja, en hann hefur lengi bar- izt fyrir sameiningu Kýpur við Grikkland og m.a. beitt hryðju verkastarfsemi í þeim tilgangi. Limassol, sem hafa stöðugt ver- ið þrætuepli síðustu árin. Gsríkir menn höfðu, með sam oykki fulltrúa Sþ leyfi til að senda eftirlitssveitir gegnum Ayos Theodoros. Þeir hafa ekkj notfært sér þennan rétt síðan i april, en nú hófu þeir um- leitanir, gegnum fulltrúa 9þ, þess efnis, að þetta leyfi feng- íst að nýju. Tyrkneskir_ menn voru andvígir þessu. Ákváðu Grikkir þá, undir stjóm Grív- as, að láta tU skara skríða og sýna tyrkneskum mönnum Til æsinga hefur komið I Tyrklandi, þar sem krafan er: „Herinn til Nicósíu — Herinn til Aþenu.*’ Fréttaritari brezka stórblaðsins „The Times“ telur, að Grivas og aðrir öfgamenn grískir hafi talið lausn Denktash mikinn 6- sigur, og undanlátssemi við rynki. Hafi Grívas því ákveðið að sýna rækilega, að tyrknesk- ir menn væru enn í minnihluta á Kýpur, og gætu lítt staðið gegn grískumælandi mönnum þar. Þvi bom til átakanna í síð ustu viku, en Ijóst þykir að þau voru vel skipulögð. Bardaginn átti sér stað á eftirfarandi máta: Allt frá þvi vopnahlé var samið í lok árs- ins 1963, hafa Kýpurbúar af tvrkneskum ættum búið um sig í nokkrum þéttbýlissvæðum, en hið stærsta þeirra nær yfir norðausturhluta eyjarinnar og Iduta höfuðborgarinnar, Nico- siu. Þaroa eru staðsettir 650 tyrkneskir hermenn og „varð- lið“ tyrkneskra manna, um 12.000 menn. Utan þessa svæð- .s eru einstaka tyrknesk svæði, þeirra a meðal þorpið Kosinou og tyrknes'ki hluti Ayos Theo- doros, en þar búa um 700 tyrk neskir og 600 gdskir menn, en uppþomaður árfarvegur aðskil- ur hverfin. Þessi þorp hafa lykilaðstöðu varðandi þýðingarmestu vegina á leiðinni frá Nicósíu til hafnar oorganna í suðri, Larnaca og i tvo heimana — líklega án þess að hershöfðinginn ráð- færði sig við stjómimar í Nicósíu og Aþenu. Grikkir sendu því eftirlits- sveit iögreglu um Ayos Theo- doros, og fyrsta daginn var henni hleypt í gegn, en dag- inn eftir, miðvikudag, höfðu Tyrkir sett upp vegatálmanir — traktora og plóga! Lögregl- an, í herbifreiðum griska þjóð varðliðsins, réðist þá gegn vega tálmunum. Á þá var skotið, og var það merkið, sem þjóðvarð- liðar Grívas höfðu augsýni- lega beðið eftir. Þeir höfðu komið sér fyrir í hlíðunum um nverfis bæinn, og hófu mikla gagnárás er kostaði 23 Tyrki lífið. Sjónarvottar segja, að fallbyssur og önnur slík þung vopn hafi verið notuð legnTyrkjum. Ríkisstjórn hersins í Aþenu pótti aftur á móti of langt gengið, ekki sízt þegar Tyrk- landsstjóm, sem í upphafi lagði áherzlu á. að deilan yrði leyst friðsamlega, fór að sýna tenn- oroar. Um helgina stóðu herir Grikkiands og Tyrklands hvor á móti öðmm við Evros-fljót í Þrakíu, en það myndar landa næri ríkjanna. Jafnframt bárust óstaðfestar fregnir um kröfur Tyrkja þess efnis m.a., að Grívas hershöfð- mgi yrði kallaður til Aþenu og að Grikkir fækkuðu í liði sínu á Kýpur, en þar hafa þeir að sögn 10.000 hermenn. * Grívas kom síðan til Aþenu a sunnudag, en neitaði að segja neitt um ástæðuna. Talið er að gríska herforingjastjórnin muni halda Grívasi í Aþenu um nokurn bima, á meðan til- fmningahitinn lækkar nokkuð, og eru þá höfuðandstæðingarn ir báðir — Grívas og Denk- tash — í eins konar afkæl- ingu. Átökin á Kýpur kafa verið kærð til Sameinuðu þjóðanna, og mun væntanlega rætt í Ör- yggisráðinu. Kýpur-deiian leiddi til breyt inga á grísku herforingja- stjórnuinni. Eimn þekktasti diplómat Grikkja, Panayotis Pipinelus, var gerður að utan- ríkisráðherra og fékk frjálsar hendur um lausn Kýpur, að því er talið er. Pipinelus lýsti þvi yfir, að hann hefði tekið þetta embætti að sér einungis vegna þess alvarlega ástands, sem ríkir. Hann hefði skyldu að gegna gagnvart Grikklandi. Hann er þekktur sem mjög góður samningamaður, én verk sfnið erfitt. Auk þess sem Tyrk ír hafa búið her sinn til átaka og hækkað framiög sín til her- mála um ca. 840 milljónir kr., benda ýmiss ummæli ráða- manna til þess, að tyrkneska ríkisstjórnin hafi ákveðið að beita valdi. Orðrómur var á kreiki um það í vikunni, að gríska stjómin hefði fyrirskip að hervæðingu í Aþenu, og einnig hermdu fregnir, að ríkis stjóm Makaríosar á Kýpur befði í undirbúningi að kalla út varálið grískumælandi manna, ef á þyrfti að halda. Ástandið varð enn alvarlegra á miðvikudaginn var. Stríðsæði var í uppsiglingu í Tyrklandi, og ríkisstjóm Tyrklands krafð- ist svars innan 48 klukkustunda um það, hvort grísfca stjómin hyggðist kalla heim herlið sitt frá Kýpur. Jafnframt vísaði tyrkneska stjórnin á bug tillögu Grikkja um samningaviðræð- ur. Talsmaður tyrkneskra manna á Kýpur, Fazil Kuchuk, lýsti því yfir, að nú væri ekki lengur möguleiki á friðsam- icgri lausn Kýpurdeilunnar. Tyrkland vildi ekki stríð, en gæti aftur á móti ekki þolað núverandi ástand lengur. U Thant. framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, leitaði að lausn vandans á miðvikud. Tiikynnti hann, að sérlegur sendimaður yrði sendur til við ræðna við ríkisstjórnir Tyrk- lands, Grikklands og Kýpur. Er augisýnilega stefnt að því, að koma á viðræðum þessara þriggja ríkisstjórna, en að baki þeirra tilrauna standa m. a. Bandaríkin, Bretland og Kana- da. Hvort þetta tekst munu næstu dagar sýna, en í Tyrk- landi er allt reiðubúið til styrj aldaraðgerða, og þjóðin í stríðs æsingi. Enn segir Brown „sannleikann" George Brown, utanríkisráð- herra Breta, lenti einnig í þess Framihald á bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.