Tíminn - 09.12.1967, Síða 2

Tíminn - 09.12.1967, Síða 2
SONUR OÐALSEIGANDANS eftir metsöluhöfundinn Ib H. Covling -- kr. 310.00 Menfreya kastslinn MENFREYA KASTALINN nýr framhaldshöfundur: Victoria Holt — kr. 275.00 ELSSASS-FLUGSVEITIN sönn œvisaga stHðshetju líkari œsispennandi skáldsögu en raunvoruleikanum — STARFANDI STULKUR eftir Margit Ravn — þetta er priðja bókin hennar og Margit Ravn er alltaf jafn vinsœl — kr 170.00 Auðvitað bók frá MINNING Þórarinn Ólafsson - trésmíðameistari í Keflavík Þórarinn Ólafssan, trésmiða- meistari í Keflavík, lézt í Sjúkra húsi Keflavikur 28. nóv. s. 1. Hann var fæddur 30. maí árið 1896, að Fífustöðum í Ketildala hreppi í Barðastrandarsýslu. Voru foreldrar hans Ólafur Helgason, sjómaður og bóndi þar, og kona hans, Kristín Elínborg Jónsdóttr. Annan son áttu þau hjón, Jón að nafni. Lést hann 18 ára gamall. Ólafur faðir þeirra bræðra fórst í sjó. Þórarinn kvœntist ungur Guð- rúnu Kristjánsdóttur frá Bíldudal. Með henni átti hann tvo sonu, Ólaf, loftskeytamann við Lóran- stöðina á Snæfellsnesi, giftan Svan laugu Magniúsdóttur, og Sæmund, verzlunarmann í London, kvæntan enskri konu, Dapihne að nafn. Þessi vestfirzki húsasmiður átti brátt eftir að sjá á bak konu sinni ungri inn í Vífilsstaðalhæli, þaðan sem hún kom ekki lífs, og voru þá drengimir í frumbemsku, er hún lézt, og ólust upp fyrir vestan fram yfir 10 ára aldur, en vitjuðu þá föður síns aftur. Þá var hann kominn til Keflavíkur. Hefur suð urför Þórarns óefað staðið í sam- bandi við breytta hagi, er konan féll frá, en til Keflavíkur kom Þórarinn um 1930, og fór ekki LAUST STARF Ungur maður með verzlunarskólapróf eða svipaða menntun, óskast til starfa í bókhaldsdeiid bæjar- skrifstofunnar. Allar frekari upplýsingar veitir bæjarbókari. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist undirrituðum. 8. desember 1967. BÆJARSTJÓRINN f KÓPAVOGI Gerið hagstæð kaup Seljum næstu daga, raðsófagrindur (óbólstrað) á lágu verði. Einnig iítið gallaða borðstofustóla (grindur). \ NÝVIRKI H F., Síðumúla 11 Símar: 30909 og 33430 þaðan meir, nema næturlangt. Hann bjó í festum nokkur ár með Kristínu Elíasdóttur, og eignaðist með henni dóttur, Guðrúnu, gifta Braga Pálssyni, húsasmið. Kristín dó frá dótturinni ungri. Hélt hann heimili með ráðskonum, og síðar með dóttur sinni og manni henn- ar. Sá handnetti og lófahlýi maður, Þórarinn Ólafsson, mátti eins og af framanskráðu ræðst, una því, að loft gerðist þrútið með köflum og þungur sjór, eins og verður við Skor, og lét þó fátt yfir. Börnum sínum kom hann öllum til manns, enda eru þau kyngott og greint kostafólk; fylgdi þeim heiðríkja inn í líf hans. Ævistarf Þórarins var að reisa hús og mannvirki fyrir náungann, reka trésmiðju og kenna mörgum ungum mönnum iðn sína. Hann gerðist brátt af elju sinni ög at- höfn efnaður maður, og naut auk þess lífsgleðinnar bezt við um- fangsmikil störf. Standa verk hans víða hér um bæinn, reist jafnt fyrir ríka og snauða. Metnað hafði hann til þess að alheimta ekki daglaun að kveldi, einkum ef þann skort fé, er greiða skyldi. Þesslháttar rausn kemur sér vel á öld hraðans, þegar menn mega vart vera að því að hugsa um að hafa fé til að framkvæma hugsjón, hvað þá að féð liggi á borðinu. En hamarshöggum fækkaði ekki fyrir það. Húsin standa, hús úr timbri, hús úr steini, húsin við veginn eða á klöppinni við sjó- inn, „já elsku vinur“. Þegar Þórarinn kom til Kefla víkur fyrst, þá kom hann til að reka smiðshöggið á það hús þar. sem stærst var fram um miðja þessa öld. Má það með vissum hætti þykja táknrænt um afköst hans síðan í þeirri heimabyggð. er hann kaus sér eftir að Barða- ströndin hvarf í móðu fjarskans. Með fé sínu og framtaki skipaði hann sér á fremsta bekk athafna manna, um leið og hann studdi aðra til efnalegs þroska. — „Glaður og reifur skyldi gumna hver, unz sinn bíður bana“. Þetta gamla ljóðmál var Þórarni runnið í merg og bein, þótt hann heyrðist aldrei syngja það. Hann var þó orðnn lúinn nokkuð, er hann lézt, en heilsuhraustur lengst af, og fagnaði jafnan fundi góðra vina. Var manna kátastur þar. Hanri var félagslyndur að eðlis- fari, enda félagsmaður í mörgum félögum, og nefndarmaður góður, þar sem hann studdi góð mál af bjartsýni og festu. Hann var deildarformaður kaupfélagsins frá stofnun, annaðist fasteignamat, sat í ýmsum nefndum fyrir bæjar félagið sem ekki blýðir að rekja nánar, þar sem gögn liggja fyrir til síðari sögu. Þegar Þórarinn kveður nú sam ferðamenn sína, og er farinn, — enginn veit hvert —, þá kemur ekki neinn til að fylla sæti hans á sama hátt og hann, eða lyfta skál í öndvegi. Genginh' er höfð ingi, ör og skapmikill með köfl- um, en líka hýr og litillátur eins og bam. Gott væri að vita hann þar sem „situr að teiti sveitin öll“, á skrafi við gegna menn, hvar hann ætti þess kost að gera nýjar aætlanir um fremdarverk, og njóta þess að vera kátur. En trúað gæti ég því, að þar sem hann kynni nú að ganga um gætt ir, þá myndi hann veita sér þann munað, að skoða hversu hurðir féllu að stöfum. Og bera þá um leið saman handaverk tírna og eilífðai. Valtýr Guðjónsson. Saltsteinninn „R0CKIES“ ROCKIES innlheldur öil nauðsvnleg steinefni fyrir nautgripi og sauðfé ROCKIES þolir veður og vind og leysist ekki upp í rigníngu. ROCKIES vegur 25 ensk pund og má auðveldlega hengia hann upp. SEÐJIÐ salthungur búfiárins með þvi að hafa ROCKIES I húsi og I haga. INNFLUTNSNGSDEILD JOLASVEINN I HEIMSÚKN Frá kl. 5—8 í dag verður KERTASNÍKIR staddur í BLÓMASKÁLANUM VIÐ NÝBÝLAVEG og býSur öll börn hjartan- lega velkomin. Börn úr Kópavogi eru sérstaklega boSin að mæta milli kl. 6 og 8. Með fyrirfram kveðju. KERTASNÍKÍR Trúin flytur fjöll — Við flytjam allt annað SENDIBÍLASTÖOIN HF. BlLSTJORARNIR aðstoða

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.