Tíminn - 09.12.1967, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.12.1967, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 9. descmber 1967, TÍMINN t'f.yrr r I ÞOKUNNI Skyndileg hugmynd fékk George Smiley til að hringja á dyrabjöllunni á húsi sínu í stað þess að nota húslykilinn og ganga rakleiðis inn. — Ökunnur mauðr lauk upp og bauð húsráðanda að ganga í bæinn. En Smiley gekk ekki inn. Hann taldi, að hann hefði mesta möguleika á að halda lífi, ef hann forðaði sér í skyndi. Snilldarlega skrifuð njósnabók eftir meistara slíkra skáldsagna, Johr Le Carré, höfund met- sölubókarinnar „NJÓSMARINN, SEM KOM INN ÚR KULDANUM". Illllll mmmW: . : ■: ■:< ANDRES KRISTJANSSON SKRIFAR UM IVEeð Nansen í hafísnum Hjá seium og hvítabjömum: eftir Fridtjov Nansen. Jón Eylþórsson þýddi ísaföld gaf út. Mér er það sífellt í minni, að ein hin fyrsta bótk sem ég reyndi að stauta mig fram úr á d'önsku up>p úr fermingu, var íishafsibók eftir Friðþjóf Nansen. Mér er nær að halda, að það sé einmitt bók sú, er Jón Eyþórsson hefur nú þýtt, en síðar las ég fleiri bækur eftir Nansen, og enginn, sem vax- inm er upp á geimferðaöld getur imyndað sér hvílíkar hetjur Nan- sen og Atnuodsen voru í augum islenzkra fermingarstráka um 1930. Jón Eyþórsson segir í formála, að sér leiki talsverð forvitni á því að sannreyina, hvort hann sé einn um það að finnast þæsi bók Frið- þjófs Nansens bæði skemmtileg og fræðandi, og segist hann hafa snarað henni á íslenzku sér til dægradvalar. Ekki mun Jón einn um þá dá- leika, en hitt er ég smeykur um, að flestir samsinnismenn hans um þ^tta séu komnir yfir miðjan aídur,- Garnán væri t.d. að „sann- reyna’1 það, hve margir 17 ára unglingár vita eitthvað um Frið- þjóf Nansen og ferðir hans. Ég Frlðþjófur Nansen er hræddur um, að þeir séu fáir. Hitt væri ánægjulegt, ef útkoma þessarar bóikar á íslenzku vekti á- huga ungra lesenda á ævintýrum og stórræðum þeirra könnuða, sem stikluðu íshöf og heimskauta lönd á tivejm jafnfljótum eða sætrjám án hreyfils, hvað þá flug- véla eða kafbáta. Friðþjófur Nansen var ekki að eins frækinn ferðamaður i hafís og jöklum, heldur eininig greinar- góður dýrafræðingur, allgóður rit höfundur og meistaraskytta. Og hann hafði eitt umfram flesta aðra fræga könnuði norðurskauts svæðisins — hann var lipur drátt- listarmaður, en það var ekki lit- ill hvalreki á þeim árum, er myndavélar voru lítt í heimskauta ferðum, og raunar hafa slik tæki ætíð reynzt fremur umhendis á þessum slóðum. Bækur Nan^ens höfðu það því umfram flestar aðr ar íshafshækur, að þær voru með ágætum teikniugum, sem ■ efldu aila frásögn að miklum mun. Svo er um þessa bók. f henni er fjöldi frábærra teikninga. í þessari bók er ýtarlega sagt frá lifnaðarháttum sela, hvíta- bjarna og hvala, sem í íshafinu lifa, og er öll sú frásögn byggð á gaumgæfilegum athugunum Nansens sjálfs. Má sérstaklega nefna ýtarlega kafla um vörðusel og blöðrusel í þessari bók. Getur Jón Eyþórsson þess réttilega, að margt í þessum fræðum Nansens hafj orðið sígildur fróðleikur, sem náttúrufræðimgar, t.d. Bjarni Sæ. mundsson, hafi mjög byggt á. Þessum fróðleiksköflum skýtar Nansen inn i ferðafrásögnixu, sem annars er mjög byggð á da;:- bók og felld í það form. Óþarfi er að mæla 1 nokkru með þýðingu Jóns Eyþórssonar. Tungutak hans þeikkja margir og sérþekking hans á ísfræðum er trygging þess, að ekkert sé af- bakað fyrir Nansen. Síðar mun það verða talinn ómetanlegur happafengur, að Jón Eyþó-ison skyldi gefa sér tóm til að þýða þessa bók Nansens. og fyru það verður hún sérstakur kjörgnpur. Það er ekkert ofsagt í þeirri aug- lýsingu, sem finna má mnan á kápu bókarinnar, að þetta sé „á- gæt bók handa strákum á öllum aldri frá átta til áttatíu ára“ Vafa- samt er, áð nokkur bók sí&nái betur undir þeim. Útgáfaa “ bja myndarlegasta af hendi ísatu dar- prentsmiðju. -AK Fiskibátar til sölu Nofckrir fiskibatar af stærðunum 30—100 rúm- lesta, með öllum fullkomnustu siglinga- og fiski- leitartækjum. Nokkrum bátanna geta fylgt í kaupum veiðarfæri til flestra velða. Góð lánakjör og hófleg útborgun. SKIPAr OG VERÐBRÉFA- rSALAN^ JSKIPÁ- Ileiga IvESTURGÖTU 5 Talið við okkur um kaup. sölu og leigu fiskiskipa. JOHN LE CARRÉ höfundur þessarar njósnasögu, er fæddur í Eng- landi árið 1930 og heitir téttu nafni David Corn- well. Hann stundaði nám í nútímamálum við háskólana í Oxford og Bern, gerðist síðan kennari við Etonskóla, en varð að því búnu starfsmaður utanríkisráðuneytis Breta Hann þekkir þvi það svið, sem hann fjallár um í bókum sínum, sem selzt hafa i risaupplögum víða um lönd- NJÓSNARINN . ÞOKUNNl þykir með öllum einkennum hins góða höfundar ■ sem gerþekkir viðfangsefnið sitt og kann þá Iíst að halda athygli lesandans frá upphafi tiJ enda. Bókaútgáfan Vörðufell FRAMLEIÐENDUR — INNFLYTJENDUR Sjávarútvegssýningin „ÍSLENDINGAR OG HAFID" sem haldin verður í Sýningarhöllinni í Laugardal og umhverfi hennar, á vori komanda, gefur hér með framleiðendum og inn- flytjendum, sem starfa í bágu útvegsins, kost á að kynna varn- ing sinn á sýningunni. Þeir aðilar, sem áhuga hafa á þátttöku í sýningunni geri aðvart um það skriflega í skrifstofu Sjómannadagsráðs, Hrafnistu, Reykjavík, sem allra fyrst, og eigi síðar en 15 janúar 1968. Þeim verða síðan sendar ýtarlegar upplýsingar um kostnaðar- áætlun og önnur atriði, sem máli skipta. FRAMKVÆMDASTJÓRN SÝNINGARINNAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.