Tíminn - 09.12.1967, Blaðsíða 8
\
VETTVANGUR
TfMINN
ÆSKUNNAR
LAUGARDAGUR 9. desember 1961.
Mjög fróðlegt að kynnast við-
tiorfum erlendra skoðanabræðra
■ segir Þorsteinn Skúlason, stud. jur.
Undanfarið ár hefur Þorsteinn
kúlason, stud. jur., verið formað
r Félags frjálslyndra stúdenta í
áskóla íslands. Við höfum feng
i hann til okkar, og hann ætlar
5 svara nokkrum spurningum.
— Hvenær var Félag frjáls-
ndra stúdenta stofnað?
— Félagið var stofnað 29. apríl
)39, og voru upphaflegir stofn-
ndur 25 að tölu. Meðal þeirra
nru ýmsir núverandi prófessorar
'þingismenn og jafnvel hæstarétt
•dómarar, svo að dæmi séu
efnd. Félagið hefur starfað alla
ð síóan og starfsemin með köfl-
m verið hin fjörlegasta.
— Hvenær tók stjórn þín við
iaginu?
— í nóvember fyrir ári. For-
;aður árið áður var Friðgeir
jörnsson, stud jur. í stjórninni
etta ár hafa hins vegar setið:
orsteinn Skúlason, stud. jur. for-
iaður, Rúnar Guðjónsson, stud.
ir. varaform., Finnbogi Alexand-
•sson stud. jur. ritari, Hjálmar
r^ysteinsson stud. med. gjald-
eri og Guðbrandur Steinþórsson
ud. polyt, spjaldskrárritari.
aramenn eru Gísli Magnússon
ud. philol. og Völundur Jónsson
ud. philol.
— Hvaða fundir hafa helztir ver
i haldnir á árinu?
— Fyrir jól í fyrra komu Ey-
.einn Jónsson, Helgi Bergs og
lafur Jóhannesson saman á fund,
ar sem þeir ræddu um stefnu
ramsóknarflokksins og svöruðu
/rirspurnum. í febrúar kom Þór
-inn Þórarinsson alþm. og rit-
:jóri á fund hjá okkur og talaði
m stríðið í Vietnam og svaraði
/rirspumum. Á sama fundi var
ímþykkt, að félagið skyldi ger-
st stofnaðili að hinni íslenzku
ietnam-nefnd, sem síðan var-
trmlega stofnuð með fundi í
jarnarbúð, eins og menn muna.
ulltrúi okkar í stjórn nefndar
innar hefur verið Finnbogi Alex
adersson.
Þá hafa verið haldnir fleiri fé-
lagsfundir. Auk þess má nefna, að
á s. 1. vori þágum við boð rússn
eska ambassadorsins um að sjá
hina stórfróðlegu kvikmynd Venju
legui fasismi, sem fjallar um upp-
gang Hitlers í Þýzkalandi eftir
1930.
Þorsteinn Skúlason
bandi við erlend samtök af svip-
uðum toga?
— Jú, við höfum í nokkur ár
haft samband við samtökin
World Federaition of Liberal and
Radical Youth. Haustið 1966 geng
um við svo formlega í þessi sam
tök á ársþingi þeirra í Varese á
Ítalíú/'óg var Friðgeir Björnsson
þar fulltrúi okkar. Þessi innganga
okkar hafði mjög óverulegar skuld
bindmgar í för með sér, enda eju
þessi samtök fremur lausleg. Þess
má geta, að Samband ungra Fram
sóknarmanna er í lauslegum
tengslum við sömu samtök (WFL
RY).
Þessi samtök' samanstanda af
æskulýðshreyfingum frjálslyndra
og róttækra flokka, sem svo kalla
sig, í Evrópulöndum og víðar. Ann
ars er talsverður munur á stefnu
þessara flokka eftir löndum, og
i sumum löndum, t. d. Danmörku
eru tvenn pólitísk æskulýðssamtök
aðilar að heimssambandinu.
— Á þennan hátt geta fulltrúar
Félags frjálslyndra stúdenta
kynnzt viðhorfum jafnaldra sinna
erlendis?
— Já, við fáum sendar margvís
legar upplýsingar, bæklinga o. fl.
frá WFLRY og ekki sízt deildinni
á Norðurlöndum. Þá hafa fulltrú
ar frá okkur undanfarin ár sótt
Sohool of Freedom, sem svo er
nefnt, en það eru stutt, alþjóð
leg nátnskeið um stjórnmál, yfir
leitt haldin ár hvert eða oftar,
venjulega í Þýzkalandi. Að þessum
námskeiðum standa m. a. WFLRY
og samtökin Liberal International
sem eru alþjóðasamtökí í miklum
tengslum við WFLRY.
— Þú munt hafa farið slíka för
í sumar?
— Já, það er rélt. Ég sótti
School of Freedom í Gummers-
bach, sem er smáborg um 50 km
frá Köln. Þetta var á s. 1- sumri,
og námskeiðið stóð í 10 daga eða
svo, og því lauk í Berlín. Þetta
var mjög fróðleg og ánægjuleg
för, enda er okkur fátt gagnlegra
en kynnast sjónarmiðum fólks af
öðrum þjóðum.
— Svo að vikið sé að öðru,
viltu þá ekki segja eitfchvað um
starfið innan Stúdentafélags Há-
skóla íslands?
—i Eins og menn muna var
Stúdentafélag Háskólans endur-
vakið í fyrrahaust. Félag frjáls-
lyndra stúdenta hefur bæði þá
og í ár ’stutt B-lista við stjómar-
kjör í félaginu, og höfum við
því stutt meirihluta stjórnarinnar
sem mest við höfum mátt. Félagið
hefur að mínu viti farið mjög
myndarlega að stað undir stjórn
B-listans, og hefur starfsemi þess
Framhald á bts 15
Að vonum vakti fullveldisræða Sigurðar A. Magnússonar nú
á dögunum verulega athygli. Morgunblaðið valdi af alþekktri
smekkvísi nokkra stutta kafla úr ræðunni til birtingar, og tókst
þannig að láta svo líta út sem ræðumaður hefði látið uppi allt
aðrar meginskoðanir en raun bar vitni. Að öðru leyti hefur
Morgunblaðið forðazt að geta um þessa ræðu fyrrverandi blaða
manns síns, og þannig sannað í verki áhuga sinn fyrir hlut-
lægum umræðum um stöðu íslands á alþjóðavettvangi.
Alþýðublaðið skrifaði hins vegar leiðara, þar sem reynt var
að andmæla sumum rökum Sig. A. Magnússonar. Var frammi-
staða blaðsins að því leyti mannborlegri en Morgunblaðsins.
Hitt er svo annað mál, að leiðarahöfundi Alþýðublaðsins tekst
óhönduglega í röksemdafærslu sinni. Má benda honum á, að
þótt áhrif Rússa í Austur-Evrópu hafi vissulega stóraukizt, svo
að ekki sé meira sagt, á árunum 1945—1951, hefur þvi samt
aldrei verið haldið fram’ að ísland, sem tvímælalaust tilheyrði
áhrifasvæði Vesturveldanna, hafi verið í beinni hættu vegna
yfirgangs Rússa, þannig að Slík yfirvofandi hætta hafi réttlætt
komu Bandaríkjahers hingað 1951. Ennfremur er rétt að
benda leiðarahöfundi Alþýðublaðsins á, að Keflavíkursjónvarp-
inu hefur enn ekki verið lokað betur en svo, að það sést enn
á mörgum stöðum í Reykjavík. Þá er og mjög hæpin aðferð að
væna Sig. A. Magnússon og hina fjölmörgu skoðanabræður
hans um lélega söguþekkingu. Hitt er hins vegar jákvætt, að
Alþýðublaðið skuli viðurkenna réttmæti heilbrigðrar gagn-
rýni á stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum afdráttarlaust.
Um 1960, þegar hægrimenn voru við völd meðal háskóla-
stúdenta, var 1- des. hvað eftir annað notaður til að koma á
framfæri sjónarmiðum ríkisstjórnarinnar. Gegndi þá furðu,
hve hátt settir ráðamenn gátu lagzt lágt í fullveldisræðum. í
hittiðfyrra var hins vegar brotið blað með ræðu Sigurðar Lín-
dal, og með ræðu séra Þorgríms í fyrra og loks Sigurðar A.
Magnússonar nú, hefur verið haldið áfram á sömu braut.
Víðast hvar erlendis hafa stúdentar verið í fararbroddi meðal
róttækari þjóðfélagsafla. Hér hefur minna farið fyrir slíku. Á
hinn bóginn er ljóst, að með því að stuðla að ábyrgri og heil-
brigðri gagnrýni á alla undanlátssemi gagnvart erlendum stjórn-
völdum, eins ogj mátt hefur finna í fullveldisræðunum síðustu
þrjú árin, markar meirihluti stúdenta sér stöðu, þar sem áhríf '1
þeirra geta einmitt hváð helzt orðið til góðs.
Baráttunni fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og varðveizlu þjóð-
ernisins á aldrei að ljúka. Á meðan meirihluti uppvaxandi
menntamanna okkar gerir sér þessa meginstaðreynd ljósa, ætti
ekki að vera ástæða til að örvænta.
Ritstjóri Björn Teitsson
Aðalfundur FUF
í Vestur-Skafta-
fellssýslu
Aðlfundur FUF í Vestur-
Skaitafellssýslu var haldinn í
Vík í Mýrdal laugardaginn 18.
nóvember s. 1.
Á fundinum fóru fram venju
leg aðalfundarstörf. Auk þess
var einkum ræfct um framtíðar
verkefni. Á fundinum gengu
rúmlega 20 nýir meðlimir i
félagið.
Gestir fundarins voru Bald
ur Óskarsson form. SUF og
Pétur Einarsson form- Félags
ungra Framsóknarmanna í
Kópavogi. Baldur ávarpaði
fundinn og ræddi um síðustu
atburðina í íslenzkum stjórn
málum. Ennfremur rakti hann
starfsáætlun Sambands ungra
Framsóknarmanna. Að ræðu
Baídurs lokinni hófust aimenn-
ar umræður.
Síðan-fóru fram kosningar í
stjórn og fulltrúaráð. Formaður
félagsms var kjörinn Einar
Valdimarsson, Kirkjubæjar-
klaustri. Auk hans voru kosn
ir í stjóm og fulltrúaráð:
Páll Helgason, Fossi
Friðrik Friðriksson, Mörk,
Bergur Ingibergsson, Melhól,
Valur Oddsteinsson, Úthlið,
Kristín Rútsdóttir, Vik
Birgir Hinriksson, Vík
Garðar Bjarnason, Vík,
Eyjcifur Sigurjónsson,
Pétursey.
Að lokum sleit formaður fé
iagsins, Einar Valdimarsson,
fundinum og þakkaði mönnum
góða fundarsetu.
Auk þessa er rétt að geta
Frá Vík i Mýrdal.
þess, að laugardagskvöldið 2.
des. s. 1. gekkst Fglag ungra
Framsóknarmanna í Vestur-
Skaftafellssýslu fyrir spila-
kvöld á Kirkjubæjarklaustri,
og var það mjög vel sótt, að
því er formaður félagsins tjáði
tíðindamanni Vettvangs æsk-
unnar nú í vikunni.