Alþýðublaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 1
briðjudagur 20. september 1988
STOFNAÐ
19*19
175. tbl. 69. árg.
Steingrími falið umboð til stjónrarmyndunar
M
Steingrímur Hermannsson
formaður Framsóknarflokks-
ins kvaðst gefa sér 4-5 daga
til að reyna myndun meiri-
hlutastjórnar þegar forseti
íslands veitti honum umboð
til stiórnarmyndunar í gær.
Á sunnudagskvöld og fyrri
hluta mánudags munu Jón
Baldvin og Ólafur Ragnar
Grímsson hafa rætt óform-
lega um mögulega þátttöku
Alþýöubandalagsins í ríkis-
stjórn og inn í þær viðræður
blandaðist hugmynd um að
nýta tækifærið til að vinna
að víðtæku samstarfi A-flokk-
anna til lengri tíma litið. í
gær sátu Halldór Ásgríms-
son og Jón Sigurðsson á
fundi og fínpússuðu sam-
komulag Framsóknar- og Al-
þýðuflokks og að loknum
þingflokksfundi Alþýðu-
bandalagsins kl. 16 í gær
hófust formlegar stjórnar-
myndunarviðræður A-flokk-
anna og Framsóknar sem
fram fóru í sjávarútvegsráóu-
neytinu.
Alþýðubandalagið gengur
til þessara viðræöna á grund-
velli samkomulags Alþýðu-
flokks og Framsóknar en
setur ýmis skilyrði s.s. um aö
verkalýðssamtökin fái aftur
samningsrétt sinn og að
komið verði í veg fyrir kjara-
rýrnun. Ennfremur krefjast
Alþýöubandalagsmenn jaess
að matarskatturinn verði
lækkaöur.
Þrátt fyrir að Framsókn og
Alþýðuflokkur vilji Ijúka
stjórnarmyndun af á skömm-
um tíma þykjast menn nú
þegar sjá þess merki að við-
ræðurnar séu að færast inn á
það stig að slíkt geti tekið
lengri tíma. Nú virðist útilok-
að að þessir flokkar myndi
ríkisstjórn nema hafa til þess
meirihlutastyrk á þingi en á
hægri vængnum hafa Sjálf-
stæðisflokkur og Borgara-
flokksmenn þó haldið áfram
óformlegum viðræðum sín á
milli um hugsanlega minni-
hlutastjórn þessara flokka.
i í gærkvöldi birti Stöð 2
niðurstöður skoðanakönn-
unar um fylgi flokkanna sem
hefur vakið athygli i stjórnar-
myndunarþreifingunum. Skv.
könnuninni eru 64%
aðspurðra andsnúnir stjórn-
armynstri Steingrims Her-
mannssonar en 35.8% sögðu
að sér litist vel á það. Af
þeim sem tóku afstöðu vildu
um 39% að kosningar yrðu
haldnar strax og 9% kosn-
ingar fyrir áramót.
I könnuninni fengi Alþýóu-
flokkurinn 13.5% sem er
veruleg aukning frá fyrri
könnunum en um 2% undir
niðurstöðu síðustu kosninga,
Framsókn fengi nú 22.6%
sem er aukning frá kosninga-
fylgi flokksins. Sjálfstæðis-
flokkurinn tapar fylgi skv.
könnuninni og fengi 25.6%
Alþýðubandalag fengi 10.8%,
Borgaraflokkurinn fengi 3.5%
og Kvennalistinn fengi
21.3%.
Stjórnarmyndunarvalkostir
eru nú ræddir í öllum krókum
og kimum flokkanna þrátt
fyrir að aðeins séu liðnir tveir
dagar frá því að Þorsteinn
Pálsson forsætisráðherra
gekk á fund forseta og baðst
lausnar fyrir ríkisstjórnina
eftir rúmlega 14 mánaða
valdasetu. Á baksíðu er
stiklað á stóru um aðgerðir
og kreppulægðir í stjórnar-
samstarfinu. Sjá einnig
fréttaskýringar á bls. 3 og 5.
Fyrstu formlegu stjórnarmyndunarviðræðurnar hófust i gær þegar Steingrimur Hermannsson boðaði til
fundar milli fulltrua Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags i sjávarútvegsráðuneytinu klukkan
fjögur. A-mynd/Magnús Reynir.
MINNIHLUTASTJORN
ÚT AF B0R0INU
Stefán Valgeirsson
VID HALLDOR
RÖKRÆDDUM
TILLÖGURNAR
„Ég hef auðvitað átt sam-
ræður viö ýmsa en það er
ekkert sem kalla má form-
legar stjórnarmyndunar-
viðræður. Halldór Ásgrims-
son hringdi i mig og bauð
mér aö skoða með sér þessi
drög Framsóknar og Alþýðu-
flokks og við fórum saman
yfir helstu punktana. Rök;
ræddum um þá suma,“ sagði
Stefán Valgeirsson.
En hvernig lýst honum á
samkomulagið? „Það er mis-
gott og ég á eftir að velta
ýmsu þar betur fyrir mér því
það má segja að þar séu
sumar blaðsíðurnar auðar ef
svo má segja. Það snertir
m.a. það hvernig koma megi
einhverju aftur til baka sem
búið er að sjúga frá fram-
leiðslunni,“ segir Stefán.
Hann segir að ekki hafi
verið farið fram á það við sig
að taka þátt í formlelgum við-
ræðum A;flokkanna og Fram-
sóknar. „Ég þarf að hafa sam-
band við fólk í minu kjör-
dæmi og það hafa verið að
hringja í mig menn úr öllum
kjördæmum i dag sem vilja
leggja á ráðin með mér. Þetta
fólk hefur taláð um það að ef
farið veróur út i kosningar
verði sett fram sérstakt fram-
boö sem bjóöi fram í öllum
kjördæmum," segir hann.
LÆKKUN
í sameiginlegum grundvelli
Alþýöuflokks og Framsóknar
um aðgeróir í efnahagsmál-
um er gert ráö fyrir frystingu
launa og verölags fram til 10.
apríl. Aöeins veröi heimilt aö
hækka verö vöru og þjónustu
sem nemur sannanlegri
hækkun á erlendu innkaups-
veröi eöa hækkun á innlend-
um grænmetis- og fisk-
mörkuðum.
Hækkun búvöruverös um-
fram áhrif erlendra verö-
hækkana veröi mætt meö
auknum niðurgreiðslum. Til
þess veröi aflað tekna í ríkis-
sjóö. Þá veröi gjaldskrár fyrir-
tækja ríkis eöa sveitarfélaga
og gjaldskrár sjálfstætt starf-
andi sérfræðinga óbreyttar til
10 april. Ennfremur veröi
óheimilt aö hækka húsa-
Stjórnarsáttmáli Alþýðuflokks og Framsóknar
VAXTA OG BREYTT LÁNSKJARAVÍSITALA
leigu.
I sameiginlegu plaggi
flokkanna tveggja sem þeir
leggja til grundvallar í stjórn-
armyndunarviðræöunum er
ákvæði um að jafnhliða
launastöðvun verði launaliður
bænda í verðlagsgrundvelli
búvöru óbreyttur á sama
tímabili og almennt fiskverð
miðað við júni s.l. haldist
óbreytt til 10. apríl.
Aðgerðir til að bæta af-
komu útflutningsatvinnuvega
ganga út á að Veröjöfnunar-
sjóöi verði heimilt að taka
innlend og erlend lán með
ríkisábyrgð upp á 500 millj-
ónir kr. Andvirðinu verði varið
til að greiða verðbætur á
framleiðslu freðfisks og
hörpudisks.
Ríkið beitir sér fyrir endur-
skoðun afurðalánakerfis
sjávarútvegs, iðnaðar og
landbúnaðar og við það
miðað að hlutfall afurðalána
af söluandvirði verði ekki
lægra en það var meðan
Seðlabankinn sá um fjár-
mögnun þessara lána.
í aðgerðunum á að auka
niðurgreiðslur á ull um 30
m.kr. á næstu sex mánuðum.
Fjórðungslækkun á raforku-
verði til frystihúsanna verði
sett á dagskrá fyrstu að-
gerða. Uppsafnaður sölu-
skattur fiskeldis og loðdýra-
ræktar verði endurgreiddur
og svo ekki síst veröi komið
á fót viðreisnarsjóði útflutn-
ingsgreina í því skyni að
leysa úr vanda fyrirtækja í út-
flutningsgreinum með lánum
og skuldbreytingum. Sjóður-
inn fái tvo milljarða til ráð-
stöfunar á næstu tveimur
árum. Þá verði framlag ríkis-
sjóðs til Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs upp á 200 milljónir
kr. sett í viðreisnarsjóðinn á
naestu tveimur árum.
í vaxtakaflanum er gert ráð
fyrir viðræðum við lánastofn-
anir um lækkun vaxta og
gangi það ekki eftir komi
Seðlabankinn með beinni
ihlutun i vaxtakjörin á mark-
aðnum. Miðað verði við að
nafnvextir lækki um 5-10% í
næsta mánuði og með því aö
ríkisstjórnin beiti sér fyrir
3% lækkun meðalraunvaxta
á spariskírteinum og í samn-
ingum m.a. við lífeyrissjóöi
leiði slíkt til almennrar raun-
vaxtalækkunar.
Þá er gert ráð fyrir breyt-
ingum á grunni lánskjaravísi-
tölu, dráttarvextir reiknist
framvegis sem dagvextir og
dregið verði úr vaxtamun við
ákvörðun á afurðalánum út-
flutningsatvinnuvega.
Lög um fjármagnsmarkað-
inn verði sett á haustdögum
og 1. okt. hækki tekjutrygg-
ing elli- og örorkulífeyrisþega
um 3%. Einnig verði aflaö
150 milljónum kr. til skuld-
breytinga hjá húsbyggjendum
í greiðsluerfiðleikum.
Síðast en ekki síst eru
ákveðnar yfirlýsingar um
aðhald í rikisfjármálum og
lánsfjármálum sem m.a. skili
ríkissjóði 1% tekjuafgangi á
næsta ári en að óbreyttu
stefnir I 3.5 milljarða halla á
ríkissjóði á næsta ári.