Alþýðublaðið - 20.09.1988, Síða 3
Þriðjudagur 20. september 1988
3
FRÉTTIR
ÞORSKAFLINN LANGT
FRAM ÚR ÁÆTLUNUM
Enn eitt árið virðist heild-
arþorskaflinn ætla að fara
langt fram úr tillögum fiskl-
fræðinga svo og þeim áætl-
unum sem stjórnvöld gerðu
ráð fyrir. Fyrstu átta mánuð-
ina er aflinn þegar orðinn
tæp 277 þúsund tonn, en
Hafrannsóknastofnun lagði
til að aflinn yrði 300 þúsund
Eftir þingkosningarnar i
Sviþjóð á sunnudag er ijóst
að stjórn jafnaðarmanna með
stuðningi kommúnista heldur
veiii. Flokkarnir hafa raunar
hreinan meirihluta á þinginu
eftir kosningarnar.
Saman fengu flokkarnir
178 þingsæti af 349. Jafnaö-
armannaflokkurinn fékk
43,7% atkvæða sem er mun
meira en skoðanakannanir
þentu til. Flokkurinn taþaði
aðeins 1,3% atkvæða, þrátt
fyrir miklar umræður síðustu
mánuði um hneykslismál
sem tengjast flokknum. Sig-
urinn er því túlkaður sem
ekki síst persónulegur fyrir
Ingvar Carlsson flokksfor-
mann. Kommúnistar bættu
við sig, fengu 5,9% og tvö ný
þingsæti.
Niðurstöður kosninganna
eru ennfremur túlkaðar sem
mikið áfall fyrir borgaraflokk-
ana, sem sameiginlega
misstu 20 þingsæti. Hægri
flokkurinn tapaði 3%, Mið-
flokkurinn bætti við sig
tonn á árinu öllu. Heildarafli
þorsks á árinu er því talinn
geta orðið um 390 þúsund
tonn en spár gerðu ráð fyrir
360 þúsund tonnum.
Samkvæmt skýrslu Haf-
rannsóknar, sem birt var í
haust, þýðir afli umfram 360
þúsund tonn, að hlutfall smá-
fisks eykst enn frá þvi sem
1,5%, en Þjóðarflokkurinn
tapaði 2,1% atkvæða. Þá
missti flokkur kristilegra
demokrata sitt eina þingsæti,
þar sem flokkurinn fékk
aóeins 3% atkvæða. í síö-
ustu kosningum buðu Mið-
flokkurinn og kristilegir fram
sameiginlega.
Fyrir kosningarnar hafði
umhverfisverndarflokknum,
Græningjum, verið spáð 8%
atkvæða, en flokkurinn fékk
5,5% í kosningunum. Engu
að síður hafa úrslitin verið
túlkuð sem sigur fyrir þá, þar
sem Græningjar fengu að-
eins 1,4% í síðustu kosning-
um. Raunar er farið að tala
um nýja blokk i sænskum
stjórnmálum, grænu blokk-
ina, þar sem bæði kommún-
istar og Miðflokkurinn lögöu
ríka áherslu á umhverfismálin
í kosningabaráttunni. Þessir
þrír flokkar bættu allir við sig
og talið er að sameiginlega
muni þeir þrýsta á jafnaðar-
menn varöandi betrumbætur
í umhverfismálunum.
gert var ráð fyrir.
Miðað viö bráðabirgðatölur
Fiskifélagsins um afla fyrstu
átta mánuði ársins virðist
stefna í enn eitt metárið.
Heildaraflinn var, samkvæmt
bráðabirgðatölunum,
1.132.415 tonn í lok ágúst
miðað við 1.032.828 tonn í
fyrra.
Svavar Gestsson
KVENNALIST-
ANN MEÐ
„Ef viö erum aö tala um aö
mynda meirihlutastjórn, þá er
sá möguleiki ekki fyrir hendi
nema Kvennalistinn verði
meö,“ sagöi Svavar Gests-
son, þingmaður Alþýðu-
bandalagsins, við Alþýðu-
blaðið i gær. Alþýðubanda-
lagið hefur mótað tillögur
sem lagðar eru til grundvallar
í stjórnarmyndunarviðræð-
um. Þær gera ráð fyrir þeim
möguieika að Alþýðuflokkur,
Framsóknarflokkur, Kvenna-
listinn auk Alþýðubandalags-
ins myndi stjórn.
Svavar sagði að alþýðu-
bandalagsmenn geri ráð fyrir
að slík stjórn starfi út kjör-
tímabilið. Aðspurður um við-
ræður Ólafs Ragnars Gríms-
sonar og Jóns Baldvins
Hannibalssonar um viðtækt
samstarf þessara flokka
sagði hann: „Það er ágætt að
Alþýðuflokkurinn tali við ein-
hverja aðra en Framsóknar-
flokkinn."
Svíþjóð
JAFNAÐARMENN
HÉLDU VELLI
Kvennalistinn
VILL ÞJÓÐSTJÓRH Ot KOSNINGAR
í samþykkt sem Kvenna-
iistinn sendi frá sér i gær er
þess krafist aö kosningar fari
hið fyrsta fram en fram til
þess tíma verði mynduð
Þjóðstjórn allra flokka til að
leysa úr bráðasta vanda
atvinnuveganna með bráða-
birgðaaðgerðum. Einnig ætti
slík stjórn að vernda kaup-
mátt lægstu launa.
Að sögn Danfríðar Skarp-
héðinsdóttur formanns þing-
flokksins komu Kvennalista-
konur víðsvegar að af landinu
saman til fundar á sunnu-
dagskvöld þar sem staðan
var rædd. Að sögn Danfríðar
hafa konurnar þó ekki sett
kosningar sem óvfrávíkjan-
legt skilyrði fyrir viðræðum
við aðra flokka um ríkis-
stjórnarmynstur til að gríp til
aögerða vegna efnahags-
ástandsins.
ALÞÝÐUBLAÐID FLYTUR
Alþýðublaðið og PRESSAN
hafa flutt ritstjórnarskrifstof-
ur sínar og afgreiðslu frá
Armúla 38 yfir að Ármúla 36,
(Dar sem Helgarpósturinn var
áðurtil húsa. Aðalsímanúmer
blaðanna er óbreytt: 681866.
Vigdis Finnbogadóttir forseti íslands boðaöi Steingrim Hermannsson
formann Framsóknarflokksins til Bessastaða i gær og fól honum
umboð til myndunar meirihlutastjórnar. Strax um helgina hóf Vigdis
viðræður við formenn og forsvarsmenn þingflokka til að kanna viðhorf
og vilja flokkanna. A-mynd/Magnús Reynir.
ALBERT
Sjálfstœðisflokkurinn
TIL BJARGAR ÞORSTEINI
Þreifingar Sjálfstæðisflokks og Borgara-
flokks hugsaðar sem pólitísk móttökunefnd
fyrir Steingrím ef „hrœðslubandalagiðii
klofnar.
Sjálfstæðisflokkurinn —
qou vadis?
Eftir aö Þorsteinn Pálsson
formaður Sjálfstæðisflokks-
ins sprengdi rikisstjórn sína
með því að standa óhaggan-
legur á haldlausum tillögum,
eru margir sem spyrja hver
staða Sjálfstæðisflokksins
sé í dag og hvert flokkurinn
stefni nú. Spurningarnar hafa
ekki minnkað eftir að skoð-
anakönnun SKÁÍSS á Stöð 2
i gærkvöldi sýndi hrun
flokksins.
FRJÁLSLHYGGJA 0G
PILSFALDAKAPÍTALISMI
Það er Ijóst að Sjálfstæðis-
flokkurinn á við djúpan vanda
aö etja þessa stundina og í
nánustu framtíð. Vandinn er
margþættur. Allt frá klofningn-
um sem leiddi til stofnunar
Borgaraflokksins, hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn verið í upp-
lausn. Forystan er veik, þing-
flokkurinn ósamhentur og
ótaminn, og flokkurinn sjálf-
ur í mikiíli hugmyndafræði-
legri kreppu. Frjálshyggjan
sem hve mest hefur rutt sér
til rúms innan Sjálfstæðis-
flokksins á undanförnum
árum, og m.a. kostað nokkrar
kreppur og uppgjör við fé-
lagshyggjusinna innan
flokksins, (eins og útrás
Gunnars Thoroddsen og
. Albertsmálið eru dæmi um)
x virðist nú á undanhaldi.
Frjálshyggjan beið ákveöinn
hnekk við samstöðu útgerð-
arauðvaldsins um niður-
færsluleiðina; leið sem er
tvímælalaust traustsyfirlýs-
ing á miðstýringu og pólit-
íska farvegi fjármagnsins og
þvert á hygmyndafræði frjáls-
hyggjumanna. Þorsteinn
Pálsson átti í raun ekki sjö
dagana sæla milli hinna
tveggja arma; frjálshyggju-
manna og pilsfaldakapítal-
ista, sem kröfðust mismun-
andi aðgerða og lausna á
efnahagsvanda þjóðarinnar.
Það varð m.a. ríkisstjórn Þor-
steins Pálssonar að falli að
forsætisráðherra vissi ekki í
hvorn fótinn hann átti að
stíga til að þóknast báðum
örmunum innan flokksins —
auk annarra þrýstihópa sem
á hann hafa steðjað.
ÚTGÖNGUHEFÐIR
Krafan um hinn sterka for-
mann hefur því aukist; mann
sem getur saumað flokkinn
saman aö nýju og gert hann
að flokki allra stétta. Til þess
þarf einstakling sem er til-
búinn að slá á hendur sumra
en hampa öðrum. I þessu til-
viki mæna margir til Davíðs
Oddssonar borgarstjóra sem
hefur sýnt að hann tvínónar
ekki við að taka ákvarðanir,
hvort sem þær reynast vin-
sælar eða ekki.
Því skyldi ætla aö vandi
flokksins yrði að hluta til
leystur með nýjum formanni
og nýrri forystu. En slik
hókus-pókus lausn er ekki
vinsæl í Sjálfstæðisflokkn-
um. Það eru engar hefðir fyrir
því að fórna mönnum, og
allra síst forystumönnum.
Formenn Sjálfstæðisflokks-
ins ganga gönguna á enda
og hverfa með tign af svið-
inu. Þannig er hefðin, þannig
eru leikreglurnar og þær ber
að virða að mati sjálfstæðis-
manna.
AÐ TRYGGJA SÉR ALBERT
Stjórnarmyndunarmenúett-
inn gæti haft áhrif á þessa
stöðu. Þaö kom flestum á
óvart að Þorsteinn og Albert
Guðmundsson voru skyndi-
lega komnir í pólitísk faðm-
lög með stjórnarmyndun i
huga. Samkvæmt heimildum
Alþýðublaðsins vinnst margt
með slíkum pólitískum atlot-
um: í fyrsta lagi er það von
þeirra sem að viðræðum
Sjálfstæðisflokks og Borg-
araflokks standa, að slík viö-
töl muni gera það að verkum
að Sjálfstæðisflokkurinn nái
undirtökunum að nýju með
25 þingmanna blokk í stað 23
þingmannablokkar Fram-
sóknar og Alþýðuflokks.
Þannig geti Sjálfstæðismenn
með aðstoð Borgaraflokks
klofið „hræðslubandalagið"
eins og þeir nefna samstöðu
Alþýðuflokks og Framsóknar
um efnahagsaðgerðir i yfir-
standandi stjórnarmyndunar-
viðræðum. Sjálfstæðismenn
vonast til að hafa tryggt sér
Albert og félaga, og að aldrei
muni ganga saman með
Steingrími, Jóni Baldvin og
Ólafi Ragnari, vegna skilyrða
hins síðastnefnda. Steingrim-
ur meö umboðið í hendi sér
muni þá snúa baki við Al-
þýðuflokknum og venda sér í
að mynda meirihlutastjórn
með blokkinni sem bíður;
Sjálfstæðisflokki og Borgara-
flokki. Kjósi Steingrímur það
ekki og gefist upp við stjórn-
armyndun og skili af sér um-
boðinu, hljóti það að koma í
hlut Þorsteins, að fá um-
boðiö næstur og þá sé það
hægur leikur fyrir formann
Sjálfstæðisflokksins aö
mynda stjórn með nánast
hverjum sem er.
BJARGAÐ Í H0RN
Ríkisstjórn með Sjálf-
stæðisflokkinn innbyrðis
mun bjargaásjónu flokksins
og formannsins, að mati
margra þeirra sjálfstæöis-
manna sem Alþýðublaðið
ræddi við. En einnig þeir eru
til, sem benda á að mistakist
Sjálfstæðisflokknum enn
einu sinni við stjórn efna-
hagsmála sé flokkurinn kom-
inn á heljarþröm, og myndi
biða afhroð í næstu kosning-
um.
Enn hafa sjálfstæðismenn
og Borgaraflokkur ekki rætt
aðgerðir i efnahagsmálum,
enda samtöl þeirra fyrst og /■
fremst af pólitískum toga.
Heimildir Alþýðublaðsins
herma þó, að kjarni umræðna
þessara tveggja flokka væri
algjör uppstokkun á efna-
hagsmálunum, hvað sem það
nú þýðir.
Það er alla vega skondið
að Albert Guðmundsson
skuli vera álitinn helsti bjarg-
vættur Sjálfstæðisflokksins í
dag.