Alþýðublaðið - 20.09.1988, Side 7

Alþýðublaðið - 20.09.1988, Side 7
Þriðjudagur 20. september 1988 7 ÚTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir M Rússneska ballettdansmœrin Natalia Makarova sem fyrir 18 árum yfirgaf Kirov-ballett- inn og settist að á Vestur- löndum, fékk tœkifœri til að dansa með sínum gömlu félögum vegna Glasnost Gorbatjov. FRELSIÐ Natalia Makarova við komuna til Kaupmannahafnar nú ný- verið. Hún hafði veriö ráöin við sjónvarpsupptöku af Svana- vatninu i Árósum. HIIN KAUS Natalia Makarova er kona, sem vill vera frjáls eins og fuglinn. Þessi rússneska ballettdansmær, sem nú er 47 ára, hefur átt kost á því að lifa alþjóðlegu „þotu-liös lifi“ og hún hefur gert það síð- ustu 18 árin frá þvi hún yfir- gaf Kirov ballettinn, sem var að dansa í London. Stjörnulífi haföi hún kynnst áður en hún kom til Vesturlanda. Átján ára varö hún aóal sólóballettdansmær Kirovballettflokksins i Lenin- grad. Hún fékk öll þau for- réttindi sem kerfið bauð upp á, og var sovéskur heiðurs listamaður. MÓTÞRÓAGJÖRN I blaðaviðtali skömmu eftir að hún baðst hæjis í vestri sagði hún m.a. „Ég var á toppnum og hafði dansað öll helstu hlutverkin og ég vissi að ef ég ætti að geta þrosk- ast og tekið framförum, yrði ég að yfirgefa fööurland mitt.“ Strax á barnsaldri kom í Ijós að hún sýndi mótþróa, ef henni líkaði ekki við hlutina. Hún hlýddi því sjaldnast þegar henni var sagt að koma heim á vissum tíma. Þegar hún var 13 ára, fór hún í hinn þekkta ballettskóla Kirov-leikhússins. Hún lét ekki vel að stjórn kennara sinna, fannst þeir reyna að móta sig eftir þeirra höfði en hún vildi fara eigin götur. Það var á septemberkvöldi árið 1970, sem hún hringdi til Scotland Yard og bað um pólitískt hæli. Ekki einn ein- asti meðlimur Kirov-Balletts- ins hafði hugmynd um fyrir- ætlanir hennar. Hún hafði tekið þátt í æfingum dagsins og fengiö sinn hluta af fagnaðarlátum áhorfenda eftir sýninguna um kvöldið í Royal Festival Hall. Skyndi- lega var hún horfin. Þessi ákvörðun hennar hefur ekki verið auðveld. Heima í Rússlandi voru móð- ir hennar, bróðir, stjúpfaðir, tveir fyrrverandi eiginmenn (ballettdansari og kvikmynda- stjóri) ásamt verkfræðingn- um sem hún stóð í skilnaðar- máli við, og sem nú stóð uppi með nýjan Moskovich sem Natalia hafði pantað og borgað hlut i. Fljótlega eign- aöist hún nýja vini. TÖFRANDI Natalia og Baryshnikov höfðu staðið í ástarsam- bandi, meöan þau voru bæði viö Kirov-ballettinn, og hann varð steinhissa þegar hann ,sá hana aftur, þegar bæði voru komin til Vesturlanda: „Þegar hún fór frá Rúss- Iandi var hún ung og hálf kærulaus, þegar ég sá hana aftur árið 1974, hafði hún tekið ótrúlegum framförum. Vöxtur hennar hafði breyst til batnaðar, hún dansaöi af öryggi og var töfrandi í túlk- un sinni. Hið frjálsa umhverfi á Vesturlöndum hafði gert henni kleift að þroskast eftir eigin höfði og árangurinn var stórkostlegur." Hún þurfti eiginlega að byrja upp á nýtt, þegar hún var ráðin við American Ballet Theatre, þar voru sem stjórn- endur Anthony Tudor, Jerome Robbins og Glen Tetley. Hún var komin yfir þrítugt og hafði lært þar sem allt aðrar hefðir voru ríkjandi. Einn af þáverandi stjórnendum dans- flokksins sagði: „Hún var eins og lítill krakki í sælgæt- isbúð, hún gat ekki horft sig „sadda“ á hinum ýmsu dans- aðferðum sem hún lærði hér.“ Hún var aftur komin á toppinn árið 1977, þegar hún enn einu sinni kom mönnum á óvart og tilkynnti að nú vildi hún verða móðir. Á árinu áður hafði hún — eftir langt ástarsamband með John Touhey hjá BBS — gifst lebanisk-bandarískum kaup- sýslumanni Edward Karkar. Þann 1. febrúar 1978, ól hún soninn Andrei (kallaður Andrusha), og þremur mán- uðum síðar var hún aftur komin á sviðið, meðgöngu- tímann hafði hún notað til að skrifa minningabókina „A Dance Biography." DREKKUR VODKA Makarova gerir næstum allt, sem dansarar ættu eigin- lega ekki að gera. Hún keðju- reikir stanslaust. Drekkur gjarnan glas af vodka á rússneska vísu — kastar hnakkanum aftur — og í hall- æri rauðvín, hvítvín vill hún ekki, „það fer beint í vöðv- ana!“ Sagt er, að hún borði sjaldnast annað en handfylli af vitamínpillum daglega. LEIKARI Hún hefur dansað allt frá Carmen til Coppelia, og Svanavatnsins. Til að öðlast enn meiri reynslu tók hún þátt í söngleiknum On Your Toes eftir Richard Rogers. (Á Broadway) Þegar söngleikur- inn var færður upp í London, voru henni veitt hin virtu Laurence Olivier verðlaun, sem besti leikari í söng og leik. Ári seinna fékk hún London Standard verðlaunin fyrir „bestu frammistöðu árs- ins.“ Natalia Makarova er komin fram yfir venjulegan eftir- launaaldur dansara, en haldi einhver aö hún ætli að leggja árar í bát skjátlast þeim. Fyrir nokkrum vikum, átján árum eftir aö hún yfirgaf Kirov-Ballettinn, dansaði hún aftur meö sínum gamla dans- flokki, að vísu aðeins einu sinni, en var ákaft fagnað. Makarova var komin aftur til uppruna síns. „Mig hafði alltaf dreymt um þetta, en það er óneitanlega leiðinlegt að þetta skeði ekki fyrr en farið er að síga á seinni hluta dansferils míns. Hugsið ykkur öll árin sem fóru til spillis.‘“ Þegar hún hefur lokið starfi sinu í Danmörku, liggur léið hennar heim til Kali- forniu, í sumarhúsið (dacha) þar sem hún hefur gróðursett 32 birkitré, til að fá hina réttu rússnesku stemmningu. Kannski finnur hún þá stemmningu einnig á sviði Kirov-leikhússins,pvi eins og hún sagði á Kastrup flugvelli: „Nú veit ég þó að minnsta kosti að dyrnar eru opnar." (Det tri Aktuelt.)

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.