Alþýðublaðið - 20.09.1988, Qupperneq 8
Ríkisstjórnin — Im memorian
AÐGERÐIR OG KRÍSUR Á
Þorsteinn Pálsson á Bessastöðum um helgina, þar sem hann baðst
lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti.
Rikisstjórn Þorsteins Páls-
sonar var mynduö meö form-
legum fundi 8. júlí 1987, en
mest öll vinnan hafði hins
vegar átt sér staö er Jón
Baldvin Hannibalsson hafði
stjórnarmyndunarumboðið
frá 2. júní. Fljótlega eftir að
Jón fékk umboðið tóku
Alþýðuflokkur, Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokk-
ur að ræðast ítarlega við,
frammi fyrir stórlega vaxandi
halla rikissjóðs og öðrum
efnahagsvandamálum. En
þegar Jón skilaði af sér var
nánast allt útkljáð — nema
vai manna í ráðherrastóla.
Málið var leyst með því að fá
Þorstein Pálssyni umboðið
og Framsóknarflokkurinn
fékk aukalegan stól.
Stefnuyfirlýsing og starfs-
áætlun stjórnarinnar varu
ítarlega fram sett og hér í
Alþýðublaðinu leiddi Ingólfur
Margeirsson rökum að þvi að
mestan heiðurinn að sáttmál-
anum ætti Alþýðuflokkurinn,
nánar tiltekið Jónarnir tveir.
Hér verður ekki farið ítar-
lega út í „Krataglaggið".
Meðal helstu markmiða voru
stöðugt gengi, lækkun
erlendra skulda, jafnvægi I
ríkisfjármálum á 3 árum,
bætt eftirlit með framkvæmd
skattalaga, stuðlað yrði að
eðlilegri byggðaþróun í land-
inu, óbreytt utanríkisstefna í
grundvallaratriðum, aukin
framleiðni með styttum
vinnutíma og bættum kjörum
hinna lægstlaunuðu, kjör
kvenna bætt og áhirf þeirra
aukin, samræmt lífeyriskerfi
fyrir alla landsmenn, jafnari
skiptingu lífskjara, bætt að-
staða aldraðra og fatlaðra,
traustari fjárhagsgrundvöllur
húsnæðiskerfisins með
auknu valfrelsi, virkari stjórn-
kerfi hins opinbera og efld
íslensk menning, menntun,
rannsóknir og vísindi. Megin-
þættir í efnahagsstefnu
næstu ára voru að koma
verðbólgunni niður, að eyða
halla ríkissjóðs, að lækka
erlendar skuldir og auka inn-
lendan sparnað.
Ríkisstjórnin boðaði um
leið sínar fyrstu aðgerðir í
fjármálum og peningamálum:
Undanþágum frá söluskatti
var fækkað meó 10% sölu-
skatti á matvæli (matarskatt-
urinn), öðrum en kjöti, fiski,
mjólk, ferskum ávöxtum og
grænmeti og nokkrum grein-
um þjónustu. í öðru lagi sér-
stakt bifreiðagjald. I þriðja
lagi sérstakur kjarnfóðurs-
skattur, í fjórða lagi hækkað
ríkisábyrgðargjald og lán-
tökugjald á erlend lán.
Þessar aðgerðir áttu að skila
ríkissjóði 3 milljörðum króna
á árinu. í peningamálum var
ákveöið að hækka vexti á
spariskírteinum ríkissjóðs til
að auka söluna, að endur-
greiða sjávarútveginum sölu-
skatt og setja reglur um fjár-
mögnunarleigu, notkun
greiðslukorta og afborgunar-
viðskipti. Loks var ákveðið að
bæta kjör hinna lægst laun-
uðu meö hækkun elli- og
örorkulífeyris, tekjutryggingar
og heimilisuppbótar og að
nækka barnabótaauka.
Þann 1. ágúst gekk í gildi
nýi 10% söluskatturinn á
ýmis matvæli og var gagn-
rýnt að það skuli hafa gerst
um leið og verslunarmenn
héldu upp á frídag sinn.
Um miðjan ágúst upphófst
togstreitan um kaupin á67%
hlutafjár rikisins í Utvegs-
bankanum. SÍS-veldið lagði
inn tilboð upp á 670 milljónir
króna, en „Valsliðið" mátti
síðan horfa upp á móttilboð
„KR-liðsins“, þ.e. 33 fyrir-
tækja, félaga og einstaklinga
um kaup á 76% hlutafjársins
á 797 milljónir króna. Veru-
lega hristist upp í stjórnar-
samstarfinu vegna þessa
máls og deilt um hvoru til-
boðinu ætti að taka eða hvor-
ugu þeirra og efna til nýs
útboðs. Þriggja manna nefnd
var sett í málið.
Útvegsbankamálið hélt
áfram. Þorsteinn Pálsson lét
fara fram umdeilda „skoðana-
könnun“ innan miðstjórnar-
flokks sins, sem kvað upp úr
um að frekar ætti að efna til
stjórnarslita en að SÍS fengi
að kaupa Útvegsbankann.
Snemma í september skil-
aði ráðherra síðan báðum til-
boðsaðilum því fé sem þeir
lögöu fram með tilboðum
sínum.
Skömmu síðar litu dagsins
Ijós fyrstu fjárlög ríkisstjórn-
arinnar. Var gert ráð fyrir því
að niðurstöðutalan yrði um
60 milljarðar króna meö áætl-
uðum halla upp á 1,2 millj-
arða. Stórfelldur niðurskurður
var áætlaður í öllum ráðu-
neytum og framlög til sjóða
og framkvæmda.
Þegar Alþingi var sett 10.
október var búið að breyta
fjárlögunum á þann hátt að
nú var gert ráð fyrir þeim
hallalausum með auknum
niðurskurði og sköttum.
Engin ný erlend lán skyldi
taka, skattakerfið yrði hert,
undanþágum undan sölu-
skatti fækkaö, neysluskattur
lagður á í auknum mælti og
boðaður flutningur á verkefn-
um frá riki til sveitarfélaga.
Gengisfelling var ekki á dag-
skrá og halda átti fast við
fastgengisstefnuna. Þó lýsti
Jón Baldvin því skömmu
síðar yfir að hann væri reiðu-
búinn til þess aö ræða um
frestun matarskattsins ef það
greiddi fyrir samningum aðila
vinnumarkaðarins.
Næst vakti mikla athygli
frumvarp Jóhönnu Sigurðar-
dóttur um breytt húsnæðis-
kerfi — sumir stjórnarliðar
höfnuðu frumvarpinu þegar
og var Alexander Stefánsson
fremstur í flokki úrtölu-
manna, hafði hann enda oft
verið ótæpilega gagnrýndur
af Jóhönnu í ráðherratíð
hans.
í byrjun nóvember ákvað
ríkisstjórnin síðan að fresta
matarskattinum til áramóta,
eftir að hafa rætt við aðila
vinnumarkaðarins.
Þá lagði sjávarútvegsráð-
herra fram kvótafrumvarp sitt,
þar sem gert var ráð fyrir
20% skerðingu á aflakvóta af
þeim afla sem fluttur er út
óunninn, í stað 10% áður.
Óskar Vigfússon ætlaði, að
þetta myndi skerða tekjur
sjómanna um 12%. Einnig
voru smábátaeigendur æva-
reiðir vegna tillagna um
kvóta á bátum undir 10
tonnum.
Næsta mál til aö valda
usla á stjórnarheimilinu var
ákvörðun Jóns Sigurðssonar
viöskiptaráðherra um að veita
6 fyrirtækjum leyfi til aö selja
frystan fisk til Bandaríkjanna
næstu mánuðina. Stóru
útflutningsaðilarnir, SH og
SÍS, brugðust ókvæða við og
þeir Þorsteinn Pálsson og
Steingrímur Hermannsson
tóku upp hanskann fyrir
þessa aðila.
í byrjun desember var svo
komið að líf stjórnarinnar var
talið hanga á bláþræði vegna
deilumála. Þó hafði sam-
komulag tekist um hús-
næðisfrumvarp, en nú deildu
kratar hart á kvótafrumvarpið
, og kvöfðust breytinga.
í desember var síðan upp-
lýst um breytingar á fjárlaga-
frumvarpinu. Tekjuhliðin
skyldi hækka um 3,1 millj-
arða króna með því að falla
frá lækkun söluskatts úr
25% í 22% og endurskoðun
á öðrum sköttum, en á móti
kæmi endurskoðun á ýmsum
tolium og vörugjaldi. Reiknað
var með 400 milljón króna
viöbótartekjum vegna bættra
söluskattsskila. Meðal ann-
ars var ákveðið að auka
niðurgreióslur og greiðslur
vegna barnabóta og lífeyris.
Þá fóru 200 milljónir í endur-
greiðslur á fóöurbætisskatti
og 100 milljónir til Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga. Fjármála-
ráðherra sendi frá sér lista
yfir breytingar á vöruverði:
Mjólk, skyr, smjör og dilka-
kjöt áttu ekki að hækka, en
fiskur, brauð, ostar, egg og
nýir ávextir áttu að hækka
um 15-25%. Hins vegar áttu
hreinlætisvörur, búsáhöld,
snyrtivörur, bifreiðavarahlutir
að lækka, svo dæmi séu
tekin.
Deilur urðu einnig um hús-
næðisfrumvarp félagsmála-
ráðherra og mætti Jóhanna
Sigurðardóttir ekki á ríkis-
stjórnarfund 10. desember
vegna þessa máls. Hún
sagðist standa og falla með
frumvarpinu og var það aö
lokum samþykkt á kvöldfundi
12. desember í neðri deild og
því vísað til efri deildar.
Laugardaginn 19. desember
varð frumvarþið um Hús-
næðisstofnun ríkisins síðan
að lögum. í lögunum eru
ákvæði um forgangshóþa, en
fallið frá mismunandi
vöxtum.
Alþingi fundaði stift milli
jóla og nýárs. Söluskatts-
frumvarpið varð loks að
lögum skömmu eftir ára-
mótin. Kvótafrumvarpið varð
hins vegar ekki aö lögum fyrr
en 15. janúar á næturfundi
eftir að komið hafði verið til
móts við smábátaeigendur.
í janúar bar á mikilli
óánægju vegna matarskatts-
ins og talið sýnt að sumir
kaupmenn hefðu notfært sér
glundroðan til að hækka vör-
ur meir en ætlast var til. í lok
mánaðarins sýndu skoðana-
kannanir DV og Hagvangs að
ríkisstjórnin nyti stuðnings
minnihluta kjósenda.
í lok febrúar kynnti ríkis-
stjórnin nýjar efnahagsað-
gerðir, i kjölfar samninga
VMSÍ og VSÍ. Gengið var fellt
um 6%, ákveðiö var að draga
úr framkvæmdum og útgjöld-
um hins opinbera, að endur-
greiða sjávarútvegi uppsafn-
aðan söluskatt (587 milljónir),
að fella niður launaskatt í
sjávarútvegi og samkeppnis-
greinum 1. júlí, að skuld-
breyta í sjávarútvegi upp á
370 milljónir, að lækka út-
gjöld til vegamála um 125
milljónirog fleira, meðal
annars að lækka framlag til
byggingasjóðanna og lét
Jóhanna Sigurðardóttir bóka
sérstök mótmæli vegna þess,
enda að kynna frumvarp sitt
um kaupleiguíbúðirnar.
Johanna var heldur ekki
ánægð með áform um
breytta verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga, sem skyldu
spara 260 milljónir. Gjald á
erlendar lántökur var ákveðið
6% í stað 3%, en falla niður
á næsta ári og fleira mætti
nefna. Breytingarnar áttu
meðal annars að leiða til
1.5% halla fiskvinnslunnar í
stað 5% og verðbólgan á
árinu að vera 15% í stað 10%
sem áætlað hafði verið.
Frumvarp Jóhönnu um
kaupleiguíbúðir mættu mik-
illi andstöðu meðal ýmissa
stjórnarliða og lýsti hún yfir
því að hugsanlega væri verið
að gera henni óbærilegt að
gegna starfi sínu.
Næsta deilumál innan
stjórnarinnar varð síðan
vegna yfirlýsingar Steingrims
Hermannssonar um að hann
væri reiðubúinn til viðræðna
við fulltrúa PLO — Þorsteinn
lýsti því yfir að slíkar viðræð-
ur kæmu ekki til greina.
SKÁÍS könnun HP um miðjan
apríl sýndi stjórnina vera
komna niður í 44% fylgi.
I apríllok var felld van-
trauststillaga á rlkisstjórnina,
með 41 atkvæði gegn 22.
Þinglausnir voru 11. maí
VÍXL
eftir mikið streð.
Um svipað leyti upphófst
mikið gjaldeyrisstreymi út úr
bönkunum — Svarti miðviku-
dagur. Fjórðungur gjaldeyris-
forða landsmanna flæddi út,
um 25 milljarðar króna. Mikill
ágreiningur varð innan stjórn-
arinnar um ráðstafanir og
stærð gengisfellingar. Aðeins
náðist samkomulag um 10%
gengisfellingu (Framsókn
vildi 20%), öðru var frestað.
Ekki munaöi miklu aö þetta
mál yrði banabiti stjórnarinn-
ar. Bráðabirgðalög voru gefin
út 20. maí um efnahagsað-
geröir: Launahækkanir voru
takmarkaðar, skattleysismörk
hækkuð, fyrirtækjum í
útflutningsgreinum heimilað
að taka erlend lán til endur-
skipulagningar allt að 800
milljónum króna og fleira.
Um leið fór Jón Baldvin fram
á að gjaldleyrisdeild Seðla-
bankans upplýsti hverjir
heföu staðið fyrir gjaldeyris-
flóðinu mikla miðvikudaginn
svarta. Svör bankans þóttu í
fyrstu ófullnægjandi, en
síðar bárust böndin að miklu
leyti að bönkunum sjálfum:
þeir höfðu rifiö út gjaldeyri
uþþ á milljarð króna og höfðu
hagnast um leið um 100 millj-
ónir!
31. maí voru gefih út bráða-
birgðalög til viðbótar hinum
fyrri, þar sem voru fyllri
ákvæði um verðtryggingu
fjárskuldþindinga til skemmri
tíma en tveggja ára: Hún
bönnuð. Um svipað leyti fór
allt í háaloft vegna túlkunar á
álverssamningum í Ijósi
bráðabirgðalaganna og það
var upplýst að halli ríkissjóðs
væri orðinn 500 milljónir
króna. Um leið stóðu Jón
Baldvin og Jón Helgason í
deilum um endurgreiðslu
söluskatts á landbúnaðaraf-
urðum.
Þorsteinn Pálsson og
Steingrimur tóku upp á þvi
að karpa harkalega í júli og
verðbólgan tók að æða upp,
var komin í 50% miðað við
þróun síðustu 4 mánaða. Það
gerðist um leið og ríkis-
stjórnin hélt upp á ársafmæli
sitt. Jón Baldvin og Jón
Helgason deildu enn um
landbúnaðinn, sá fyrrnefndi
sagði niðurgreiðslur verða 90
milljónir en ekki 160 milljónir
eins og haldið hafi verið
fram. Hann boðaði um leið
uppstokkun á ríkisstjórnar-
heimilinu, annars yrði ekki af
öðru afmæli! Þjóðhagsstofn-
un lagði fram nýja þjóðhags-
spá, sem Jón Baldvin taldi
fela í sér rangfærslur af yfir-
lögðu ráði og gæfi kolranga
mynd af raunveruleikanum,
en þriggja manna nefnd ráð-
herra var sett í að yfirfara
f járlögi n.
í lok júlí voru deilur orðnar
mjög harðar og fylgi stjórnar-
innar í skoðanakönnun Skáís
komið niður I 35%. í vand-
ræðum sínum afréð ríkis-
stjórnin að setja á stofn sér-
staka ráðgjafanefnd um að-
gerðir, forstjóranefndina svo
kölluðu. Siðan töku viö ill-
viðráðanlegar umræður um
tillögur nefndarinnar og aðra
valkosti. Þeim umræðum
lauk sem kunnugt er með
stjórnarslitum um síðustu
helgir F.Þ.G.