Alþýðublaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 4
4
Fimmtudagur 22. september 1988
FRÉTTA SK ÝRING
Friörik Þór Guðmundsson skrifar
Alþýðan og framfœrslan
HJÓN í VERKALÝDSSTÉTT
ÞURFA 24.000 KRONUR
— til þess að geta framfœrt sér og sínum samkvœmt formúlu vísitölufjölskyldunnar
Miðaö viö útreikning Hag-
stofu íslands á framfærslu-
þörf vísitölufjölskyldunnar í
byrjun septembermánaöar og
útreikning Mogga þarf þessi
margfræga fjölskylda hjóna
meö 1-2 börn (3,48 einstakl-
ingar) nú um 150.300 krónur
á mánuði í hreinar ráðstöfun-
artekjur til þess að endar nái
saman. Miðað við útreikninga
Kjararannsóknarnefndar á
vinnutekjum launafólks kem-
ur í Ijós að það þarf tvær full-
vinnandi fyrirvinnur til þess
að ná þessu marki og þær
þurfa um leið að vera báðar
með hæstu laun innan stétt-
arinnar og er þá öll yfirvinna
tekin með.
Framfærsluvisitalan mið-
ast við könnun á útgjöldum
376 fjölskyldna á árunum
1985-1986. Nú orðið þurfa
laun einnar fyrirvinnu að vera
187.600 krónur á mánuöi til
að endar nái saman eða sam-
tals 182.200 krónur ef fyrir-
vinnurnar eru tvær og per-
sónuafslættir nýtast að fullu.
Eftir skattana kæmi út talan
150.300 krónur á mánuði,
sem í grófum dráttum ætti
að skiptast upp svona:
Matvörur 30.800 kr. Drykkj-
arvörur og tóbak 6.300 kr. Föt
og skófatnaður 11.400 kr.
Húsnæði, rafmagn og hiti
25.000 kr. Húsgögn og heim-
ilisbúnaður 11.100 kr. Heilsu-
vernd 3.500 kr. Ferðir og
flutningar (eigin bifreið og
fleira) 28.600 kr. Tómstunda-
iðkun og menntun 16.500 kr.
Veitingahúsa- og hótelþjón-
usta 9.200 kr. Ýmislegt annað
8.100 krónur.
EIN FYRIRVINNA NÁNAST
ÚTILOKUÐ
Af einstökum liðum er gert
ráð fyrir 3.000 krónum í
tóbak, 1.500 krónum í barna-
heimilisútgjöld og húshjálp,
6.900 kr. í opinberar sýningar,
3.500 krónum í bækur, blöð,
timarit og fleira þess háttar,
sömu upphæð í snyrtivörur
og snyrtingu og 1.350 krón-
um í gjafir, að meðaltali á
mánuði.
Vísitalan miðast meö öðr-
um oröum á þessari formúlu
fjölskyldnanna 376 árið 1985-
1986, þar sem vísitölufjöl-
skyldan er með 3,48 einstakl-
ingum að meðaltali. Réttast
væri að hækka allar tölur um
15% og fá þá út framfærslu-
þörf hjóna með 2 börn.
Samkvæmt útreikningum
Kjararannsóknarnefndar fyrir
fyrsta ársfjórðung 1988 var
vegið meðaltal mánaðartekna
launafólks 73.613 krónur.
Engin leið er að fullyrða á
óyggjandi hátt hvert vegið
meðaltal er núorðið og því
verður hér framreiknað miðað
við gildi launavísitölunnar í
september. Launatölur frá 1.
ársfjórðungi hækka þá um
14,5% en þá hljóðar vegið
meðaltal mánaðartekna
launafólks upp á 84.287 krón-
ur eða 70.700 kr. eftir skatta.
Meðal-Jóninn í launastétt er
því alls um 70.600 krónum
undir framfærslukostnaóin-
um, ef hann vinnur einn, en
þarf að sjá fyrir maka og 1-2
börnum. Eins og sést á með-
fylgjandi töflu er gjáin allt frá
61.400 krónum hjá meðaltali
skrifstofumanna upp í 88.500
krónur hjá „meðal'1 konu í
launastétt. Bilið er því í öli-
um tilfellum of mikið en verst
hjá konum, einstæðum
mæðrum með 1-2 börn, hvað
þá fleiri. Á töflunni sést að
einstæða „meðal" konan þarf
helst að komast í ráðstöfun-
artekjurnar hjá „meðal"
stæðum skrifstofukarli til að
endar nái saman, þ.e. til þess
að hún geti leyft sér þann
lifnað sem endurspeglast í
útgjöldum vísitölufjölskyld-
unnar!
HJÓN HÆSTU LAUNASTÉTTA
BRÚA BILID
Til að unnt sé að lifa slíku
lífi þarf greinilega tvær fyrir-
vinnur og þá er ekki reiknað
með því að hjónin eða sam-
búðaraðilarnir séu á lægstu
töxtum að eftirvinnu
óbreyttri. Útreikningarnir
sýna að ef fyrirvinnurnar eru
skrifstofukarl og skrifstofu-
kona á meðallaunum og í
eftirvinnu þá geta þau upp-
fyllt kröfur vísitölufjölskyld-
unnar að fullu en samt átt
inni 4.600 krónur á mánuði —
sem þau þá geta notað til að
ávaxta sitt pund, t.d. á gráa
markaðinum!
Iðnaðarmenn eru með lítil-
lega lægri meðaltekjur en
skrifstofukarlar og afgreiðslu-
konur nokkuð lægri en skrif-
stofukonur. Ef fyrirvinnurnar
tvær eru iðnaðarmaður og
afgreiðslukona er liklegt
samkvæmt útreikningi Kjara-
rannsóknarnefndar og
forsendum okkar að endar
myndu nokkurn veginn ná
saman I dæmi vísitölufjöl-
skyldunnar, en líklegt að um
2.000 krónur myndi vanta upp
á. Hjá skrifstofukarli og
verkakonu yrði gengið svip-
að, þannig að vart mundi
skorta meira en 3.000 krónur
í hreinum ráðstöfunartekjum.
Ef hins vegar er tekin
„meðal" launakarl og „meö-
al“ launakona, sem eftir
skatta eru likleg til að hafa
saman um 141.000 krónur á
milii handanna, þá er gjáin
strax farin að verða erfið, því
þá vantar 9.400 krónur upp á
framfærsluþörf vísitölufjöl-
skyldunnar eða 11-12 þúsund
króna launahækkun samtals.
LAUNALÆGSTIR ÞYRFTU 19%
LAUNAHÆKKUN
Þá er komið að fyrirvinnum
sem tilheyra lægstlaunuðu
stéttunum. Karl og kona sem
bæði vinna afgreiðslustörf
eru eftir skatta og með allri
yfirvinnu líkleg til að hafa um
133.000 krónur milli hand-
anna. Þá er reiknað með þvl
að meðaltekjur afgreiðslu-
karls með eftirvinnu séu nú
um 86.400 krónur og 69.200
krónur hjá afgreiðslukonunni
eða 155.600 krónur, en stað-
greiðsla skatta um 22.600
krónur. Hjá þessu fjölskyldu-
fólki vantar með öðrum orð-
um rlflega 17 þúsund krónur
upp á að endar nái saman
samkvæmt formúlu vísitölu-
fjölskyldunnar um mánaðar-
útgjöld.
Dæmið verður síðan öllu
erfiðast hjá karli og konu í
verkamannavinnu. Sam-
kvæmt útreikningi Kjara-
rannsóknarnefndar og fram-
reikningi okkar eru meðal-
tekjur verkakarls á mánuði
um þessar mundir nálægt
80.000 krónum með öllu, en
meðaltekjur verkakonu með
öllu nálægt 65.300 krónum
eða samtals hjá slíkum hjón-
um um 145.300 krónur. Eftir
skatta yrðu ráðstöfunartekjur
hins vegar um 126.300 krón-
ur. Þá vantar hjá þessu fólki
um 24.000 krónur í hreinum
ráðstöfunartekjum til þess að
mæta þörf vísitölufjölskyld-
unnar eða nálægt 27 þúsund
krónum í launahækkun sam-
tals. Með öðrum orðum þyrfti
að hækka laun beggja um
nálægt 18,7% (miðað við
óbreytt launahlutföll kynjal).
Þá gætu hjónin verkakarl og
verkakona lifað lífi vísitölu-
fjölskyldunnar.
Þess skal þó getiö að hér
er ekki reiknað með barna-
bótum eða ámóta endur-
greiðslum frá ríkinu, sem
gætu lækkað tölurnar um
viðbótaþörfina eitthvað. Ekki
er úr vegi að reikna með 3-4
þúsund krónu á mánuði að
meðaltali af þessum sökum.
Það verður að teljast með
öllu útilokað að stjórnvöld og
vinnuveitendur taki það í mál
að hækka laun Verka-Jóns og
Verka-Gunnu um 18,7% að
raungildi á næstunni. Það
býður því þeirra enn sem fyrr
að sleppa ýmsum liðum af
neysluköku vísitölufjölskyId-
unnar. Þau hafa að öllum lík-
indum þurft og þurfa enn að
skera um 16% af neyslukök-
unni. Rétt er að skoða þessa
köku ögn nánar og athuga
hvar auðveldast er að skera.
,,MUNAÐURINN“ MÆTIR
NIÐURSKURÐARHNÍFNUM
Maturinn verður ekki skor-
inn niður, né heldur föt og
skófatnaður, húsnæðiskostn-
aður, rafmagn og hiti, heilsu-
vernd, kostnaður vegna eigin
bifreiðar trauðla án vand-
ræða. Það sem fyrst hlýtur
að mæta niðurskurðarliðnum
er eftirfarandi:
Tóbak................ 3.000 kr.
Veitingahús/hótel. 9.200 kr.
Sýningar o.fl..... 6.900 kr.
Orykkjarvörur .... 3.300 kr.
Snyrtiv./snyrting . . 3.500 kr.
Samtals: 25.900 kr.
Þetta eru því hlutskipti
Verka-Jóns og Verka-Gunnu
með börnin sin eitt til tvö. Úr
því þau hafa ekki náö sér í
tekjuhærri maka og úr því
þjóðfélagið hefur ekki
skammtað þeim hærri laun,
þá þurfa þau að spara á þess-
um sviðum til að ná endum
saman. Þau geta ekki leyft
sér munaðinn: Verða helst að
sleppa nautnunum áfengi og
tóbaki, mega helst ekki fara á
veitingahús eöa hótel eða á
opinberar sýningar og þá
náttúrlega veröur ekki mikil
þörf fyrir snyrtivörum og
almennri snyrtingu. Ef eitt-
hvað af þessu skyldi vera
ómissandi blasir auðvitað við
að spara i liðnum „bækur,
blöð, tímarit o.fl.“ Þannig er
staðan hjá þeim þrátt fyrir að
Verka-Jón vinni að meðaltali
7-8 klukkustundum lengur á
viku en skrifstofumenn og að
Verka-Gunna vinni rúmlega 3
klukkustundum lengur en
skrifstofukonur.
ALÞÝÐAN QG FRAMFÆRSLAN — Ráðstöfunartekjur alþýðunnar og framfærslukostnaðurinn —
Áætl. 150.300 kr.
mánaðarlaun framfærsluþörf
eftir skatta vísitöluf jölsk.
EIN FYRIRVINNA:
Skrifstofukarl 88.900 kr. Vantar 61.400 kr.
Iðnaðarmaður 87.400 kr. Vantar 62.900 kr.
Afgreióslumaður 72.100 kr. Vantar 78.200 kr.
Verkamaður 67.900 kr. Vantar 82.400 kr.
„Meöal" kona 61.800 kr. Vantar 88.500 kr.
TVÆR FYRIRVINNUR: Skrifstofukarl og skrifstofukona 154.900 kr. Inneign 4.600 kr.
Iðnaðarmaður og afgreiðslukona 148.400 kr. Vantar 1.900 kr.
Skrifstofukarl og verkakona 147.300 kr. Vantar 3.000 kr.
„Meðal" karl og
„meðal" kona 140.900 kr. Vantar 9.400 kr.
Afgreiðslukarl og
afgreiðslukona 133.000 kr. Vantar 17.300 kr.
Verkamaður og verkakona 126.300 kr. Vantar 24.000 kr.
Skýringar: Launatölur eru fengnar úr fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar um
laun og tekjur fullvinnandi fólks, þ.e. heildarlaun ad yfirvinnu meötalinni og
þær tölur framreiknaöar til septembergildis launavfsitölu, slöan er staögreiðsla
skatta dregin frá. Framfærsluþörfin er samkvæmt útreikningi Hagstofunnar á framfærsluþörf
visitölufjölskyldu (3,48 einstakiingar), meö öðrum orðum hjón með 1-2 börn.
Vöntunin hér miðast um leiö viö hreina viöbótarþörf, krónurnar þyrftu aö vera
fleiri en þetta I launaumslögunum.