Alþýðublaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 22. september 1988 fii>iniii:ifiiiii Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson _ Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnddóttir og Ómar Friðriksson. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjaid 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. SAMRUNI A-FLOKKANNA? Kvöldveröur formanns Alþýöuflokksins og formanns Alþýöubandalagsins á heimili hins fyrrnefnda þar sem kálfalifur var á boröum, hefur oröiö tilefni mikilla vanga- veltna í fjölmiölum, hvort náiö samstarf og jafnvel sam- runi þessara tveggja flokka standi fyrir dyrum. Þetta er síöur en svo í fyrsta sinn sem hugmyndir af þessu tagi fá byr undir báöa vængi. Allt frá hinum sögulega klofningi Alþýðuflokksins 1938 sem leiddi til stofnunar Sósíalista- flokksins, hafaýmsartilraunirverið gerðaraf hálfu beggja flokkanna til aö nálgast hvor annan meö samstarf eöa samruna í huga. Rætur Alþýöuflokks og Alþýðubandalags eru þærsömu. Þaövarhinsvegarógæfa Alþýöuflokksins, Alþýðusambandsins og verkalýðshreyfingarinnar í heild, aö kommúnistar náöu ákveðnum undirtökum í hreyfingu vinstri manna meö þeim afleiöingum aö hún hefur veriö klofin æ síðan. Hin harða Moskvu-lína sem einkenndi Sósíalistaflokkinn á fjóröa, fimmta og sjötta áratugnum og fyrstu ár Alþýóubandalagsins, var síst til þess fallin aö byggja brú milli flokkanna. Alþýöuflokkurinn neitaöi þegar á fjóröa áratugnum aö standa undir fánarööum Stalíns og þeirrar harölínustefnu sem íslenskir kommún- istar boöuöu á íslandi. Alþýöuflokkurinn stóö hins vegar vöró um hag verkamanna og þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu og hefur ætíö barist fyrir samneyslu, jöfn- uói og velferó allra þegna. En þaö sem aðskildi Alþýöu- flokk og kommúnista, var og hefur ætíö veriö afstaða íslenskra jafnaðarmanna til frelsis, lýðræðis og frjáls- lyndis. Alþýóuflokkurinn hefur líkt og jafnaöarmenn annarra landa, aðhyllst blöndu hins frjálsa hagkerfis og ríkisfjár- mála til uppbyggingar velferðarríkis og jöfnuöar, lagt áherslu á frelsi og samvinnu vestrænna þjóöa og stuðlað að eflingu lýöræöis. Tíminn hefur sannaó aö stefna Alþýðuflokksins allt frá klofningnum 1938, var rétt. Alþýöubandalagið hefur þurft að horfa upp á stórfellt fylgishrun og upplausn, einfaldlega vegna þess að stefna þeirra og grunnur hugmyndafræöinnar sem flokkurinn byggir á, var og er rangur. Margir flokksmenn Alþýöu- bandalagsins hafa skilið þessa þróun og innan flokksins éru sterk öfl sem vilja leiörétta hina sögulegu skekkju og beina Alþýðubandalaginu aö nútímalegu og opnu þjóö- félagi og leggja firrur fortíöarinnar til hliðar. Þessi hugmyndalegi ágreiningur hefur riðið röftum í Alþýöu- bandalaginu á undanförnum árum. Meö kjöri Ólafs Ragnars Grímssonar í formannsembætti Alþýðubanda- lagsins, virðist sem hinn lýðræðislegi og frjálslyndi vængur flokksins hafi náð ákveðnum undirtökum. Þaö er ánægjuleg þróun, sem kynni aö verða flokknum og þjóö- félaginu til heilla og stuðla aö öflugri samstöðu og sam- vinnu stétta í landinu og minnkaði ágreining aðila vinnumarkaðarins. I vangaveltum um samvinnu eða samruna A-flokkanna svonefndu ber jafnaðarmönnum aö hafa í huga, aó vissu- lega væri slík samtenging eöa flokkur ný og stór stærö í íslensku þjóðllfi. En jafnframt ber jafnaðarmönnum aö hugaaö því aö forsendaslíkraviöræönaveröurað veraefl- ing og þróun þeirrar frjálslyndu og lýöræöislegu stefnu sem Alþýóuflokkurinn hefur boðaö. Því aöeins verður samtenging A-flokkanna íslensku þjóöfélagi til heilla aö sú samvinna efli lýöræöi, jöfnuö, réttlæti, hagsæld og grósku í íslensku þjóölífi. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Páll: Sjálfstæðismenn ekki þeir aular að þeir vissu ekki hvað þeir voru aö gera. MENN láta nú ýmis orð falla um hina framliðnu ríkis- stjórn. í Tímanum í gær, velti Páll Pétursson þingmaður Framsóknar vöngum yfir rík- isstjórninni sálugri. Páll segir m.a.: „Ég tel að það hafi verið mikill skaði að ríkisstjórnin skyldi ekki fara niðurfærsl- una, þvi að þjóðin tók þessu vel. Svo virðist sem ágrein- ingur hafi komið upp í Sjálf- stæðisflokknum og hinir skynsamari menn hafa ekki fengið að ráða, þ.e.a.s. þeir sem vildu fara niðurfærsluna. Þorsteinn Pálsson notar þá það ráð að fá ASÍ til að skera sig niður úr niöurfærslunni og ég held að það hafi veriö meiriháttar pólitískt slys að hann skyldi ekki hafa haft döngun í sér til að fara þessa leið. I þessum sundurleita flokki virðast hagsmunir at- vinnurekenda víða um land hafa veriö bornir fyrir borð. Þá kom að því að við reyndum að fara næst bestu leiöina, en Sjálfstæðisflokk- urinn kemur sér einnig frá því og endar með því að sprengja þetta stjórnarsam- starf. Eg lít svo á að það hafi verið viljandi gert, því menn- irnir eru ekki þeir aular að vita ekki hvað þeir voru aö gera.“ DANFRÍÐUR Skarphéö- insdóttir, Kvennalista, hefur einnig álit á rikisstjórn Þor- steins Pálssonar. Hún segir í viðtali vió Tímann: „Danfríður sagöi erfitt að sjá fyrir hvað nú tæki við en Ijóst mætti vera að Kvenna- listinn hefði lítinn áhuga á að ganga inn í einhverskonar samstarf um að sópa upp annarra manna gólf án þess að til kæmu kosningar, enda hefði Kvennalistinn nú ekki þingstyrk til að ganga inn í neitt slíkt hugsanlegt sam- starf.“ En nú virðist nýtt upp á teningnum; Kvennalistinn er greinilega búinn að fá póli- tíska eftirþanka og vill nú teygja fram annan legginn undan pilsfaldinum og tæla þá Steingrím, Jón Baldvin og Ólaf Ragnar til liðs við sig til að missa ekki gjörsamlega trúnað kjósenda. LEIÐARI Timans í gær, fjallaði um vald fjölmiðla og trúnaðarmálin sem þeir birta hiklaust úr pólitíkinni. Leið- arahöfundi Tímans er greini- Svavar: Undrandi og leiðir að Kvennalistinn hljóp. lega ekki vel við að frétta- menn komist yfir of mikið af trúnaðarmálum; sem erdálít- iö undarleg afstaða ritstjóra sem ætti að vilja upplýsinga- flæðið í þjóðfélaginu sem margbreytilegast og hörku og dugnað frétamanna sem mestan. Höfundur forystugreinar- innar segir: „Það sem einkennir efnis- meðferðina er sú tilraun fréttamanna að láta eins og þeir séu öllum hnútum kunn- ugir bak við tjöldin — sem þeir ekki eru — og geti auk þess séð fyrir óorðna at- burði, sem er alrangt. Stíls- mátinn einkennist síðan af hraðanum og þeirri tegund kvikmyndatækni, sem ein- göngu notast til afþreyingar og augnabliksskota. Frétta- mennska af þessu tagi felur þaö i sér að fréttamenn hætta aö vera menn orðsins og hugsunarinnar, upplýs- ingamiðlarar, og enda sem handbendi hraðans og tækn- innar. Ekki er ástæða til þess að hafa á móti góðri gagnaöflun fréttamanna. Öðru nær. Fréttamenn eiga að vera natnir gagnaöflunarmenn. En jafnvel í þeim efnum er skylt að þeir ætli sér af. Ef metn- aöur fréttamanna kæmist á það stig, að i sambandi við gagnaöflun helgi tilgangur- inn meðaiið, þá myndi sjálf- sagt ýmsum finnast nóg komið, enda gæti ofæði í þeim efnum leitt til alvarlegra siðferðisslysa og lögbrota. Eigi að siður gerist það æ ofan í æ í sjónvarpsfréttum að trúnaðarskjöl, sem eiga aðeins að vera milli fárra manna, eru ekki einasta rakin frá orði til orös, heldur er siðalögmálum storkað með þvi að sýna forsíður slikra plagga þar sem orðið Trúnað- armál er glöggt letraö.“ Og nú kemur dálítið skond- in klausa, sem flestir myndu kalla „selvfölgeligheder" upp á dönsku: „í ýmsum tilfellum hafa fréttastofur komið höndum undir slik trúnaðarmál með laumulegum hætti, þótt hér sé ekki unnt að gera nána grein fyrir hvernig slíkt má verða. Að sjálfsögðu er þó einfalt að geta sér til um hvernig trúnaðarskjöl berast fréttastofum. Enga skarp- skyggni þarf til að sjá að trúnaðarskjöl berast þvi að- eins í hendur þeim, sem ekki eiga heimild til þeirra, að ein- hver sem trúað er fyrir þeim, rýfur trúnaðinn og laumar þeim í hendur óviðkomandi manna. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort það sé blaða- manna að ákveða hvort heim- ildarmaður þeirra sé að rjúfa trúnað eða ekki? Er það ekki siðferðisspurning sem við- komandi heimildarmaður verður að gera upp við sig? Fréttamenn segja fréttir og þykist þeir hafa heimildir fyrir frétt sinni og flytja tíðindin í bestu trú aó þau séu sann- leikanum samkvæmt, er varla hægt að flækja þeim í sið- ferðisþanka pólitíkusa sem leka. Leiðarahöfundur Tímans virðist ekki sammála ofan- greindri skoðun og setur eft- irfarandi sjónarmið fram: „Með fullri virðingu fyrir dugnaði fréttamanna í gagna- öflun, þá er ástæða til að benda fréttastjórum á, að jafnvel riddarar sannleikans eru háðir siðalögmálum. Þótt orðið þjófsnautur verði ekki notað í þessu sambandi og klásúlur hegningarlaga um yfirhylmingu komi þessu ekki við, þá getur kappsfull frétta- mennska endað með siðferð- isbrotum." Við spyrjum: Er það sið- ferðisbrot að segja sannleik- ann, þótt hann sé trúnaðar- mál pólitikusa um stundar- sakir? Varla, nema um örygg- ismál þjóðarinnar sé að ræða. ísienskt flokkaþref meö einhverjum trúnaðar- málsstimplum á sjaldnast skylt við öryggismál þjóóar- innar sem betur fer. ÖLLUM, sem fylgst hafa með pólitík, kom ekki á óvart að Kvennalistinn hljópst enn einu sinni undan merkjum. Kvennalistinn er reyndar að verða aö samnefnara fyrir nöldrara sem alltaf eru til í að gagnrýna en þora engu þegar til framkvæmda kemur. Alþýðubandalagsmönnum virðist þó hafa sárnað mjög að stelpurnar hlupust á brott nú rétt einu sinni. Ólafur Ragnar og kó voru greinilega búnir að byggja upp þá loft- kastala að Kvennalistinn væri ábyrgur f pólitfk og gæti verið grundvöllur fyrir sam- einingu vinstri flokka f ís- lenskum stjórnmálum. Þjóð- viljinn var yfirfullur í gær af harmi og sút í garð Kvenna- listans eftir að flokkurinn hryggbraut kommana (og Steingrím og Jón Baldvin). Og Svavar Gestsson segir við Morgunblaðið í gær: „Svavar Gestsson sagöi við Morgunbiaðið að sér þætti það leitt að Kvennalist- inn hefði hætt þátttöku í við- ræðunum. „Við erum mjög undrandi og þykir það leitt að Kvennalisti hafi ekki viljað taka þátt í að mynda ríkis- stjórn félagshyggjuflokk- anna. I raun er það mjög alvarlegur viðburður. En það er ekki annað hægt að gera en að horfast i augu við þann veruleika og við munum láta málefnin ráða úrslitum." Einn með kaffinu Lögregluþjónninn kom niöur á stöö til aö skrifa skýrslu um dauöa hundinn sem hann fann í Fischersundi. Þegar lögreglumaðurinn var búinn aö þrælast á ritvélinni með einum putta drjúga stund, kallaói hann til félaga sinn á varðstööinni: „Hvernig stafið þiö Fischersund?" Þaö var fátt um svör. Þegar lögregluþjónninn haföi beðið eftir svarinu í nokkurn tíma, sagöi hann við félaga sína: „Ókei strákar, komið meö mér upp í Grjótaþorp og hjálpið mér aö draga hundkvikindið inn í Miöstræöi!"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.