Alþýðublaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 8
MMBWBieni
Fimmtudagur 22. september 1988
Hallgrimur Bergsson vörubil-
stjóri.
ALLS EKKI ÍHALDIÐ
„Ætli þaö sé bara ekki
vinstri stjórn. Ég vil alls ekki
íhaldið.“
— Alþýðuflokk og Alþýðu-
bandalag?
„Já, frekar. Mér finnst bara
komið nóg af íhaldinu," sagði
Hallgrímur Bergsson vörubíl-
stjóri.
Magnús Pálsson, öryggisvörður.
,,SAMBLAND.“
„Ja, það er erfitt að segja.
Einhver sem getur ráðið við
þennan vanda sem við er að
glíma.“
— Er það hægri eða vinstri
stjórn?
„Það er sambland, það
virðist erfitt fyrir bara annan
að valda því,“ sagði Magnús
Pálsson öryggisvörður.
■ Sverrir Pétursson sjómaður.
„FREKAR VINSTRI.“
„Ég hef enga skoðun á því,
sem ég vil bauna út úr mér
strax. Þaö er frekar vinstri,
við erum búin að fá nóg af
hinu í bili,“ sagði Sverrir
Pétursson sjómaður.
Valdis Finnsdóttir húsmóöir.
„Best að gefa vinstri
tækifæri."
„Ég er bara ekki búin að
mynda mér skoðun um það,“
sagði Valdís Finnsdóttir
húsmóðir.
— Hvort heldurðu að væri
skárra, vinstri eða hægri?
„Hægri hefur nú ekki
gengiö neitt mjög vel, þannig
að þaö er kannski best að
gefa vinstri tækifæri."
Jónas Jónsson sendiferða-
bilstjóri.
„ÞJÓÐSTJÓRN.“
„Hvaða ríkisstjórn? Ég
held að ég vilji bara þjóð-
stjórn fram að kosningum.
Mér finnst það ábyrgasta
afstaðan án þess að sé
kosið,“ sagði Jónas Jónsson
sendiferðabílstjóri.
Halla Guðlaugsdóttir húsmóðir.
„HÆGRI OG VINSTRI í
SAMBLAND.
„Ég vil hægri og vinstri í
bland. Ég hefði viljað hafa
Alþýðuflokkinn, Alþýðu-
bandalagið og Sjálfstæðis-
flokkinn. Ég held að það yrði
besta jafnvægið."
„Annars fer þetta allt eftir
mönnunum," sagði Halla
Guðlaugsdóttir húsmóðir.
Sigurður G. Ingimundarson.
Vinnur við jarðboranir.
„VILJAÐ ÞESSA
ÁFRAM.“
„Það er nú ansi mikill
vandi að svara því, úr því
þessi gat ekki haldið áfram,“
sagði Sigurður G. Ingi-
mundarson.
„Ég hef eiginlega enga
óskastjórn eins og er í þessu
ástandi, ég hefði helst viljað
hafa þessa áfram ef þeir
hefðu verið menn til þess. Ég
sé ekki að það sé neinn
annar kostur skárri.“
Margrét Jónsdóttir nemi.
„KVENNALISTINN
KANNSKI."
„Ég veit það ekki. Kvenna-
listinn kannski."
— Með einhverjum, fleiri?
„Ég veit það ekki. Ég veit
ekki hvort þessu liöi er
treystandi fyrir þessu. Helst
þær einar, eða þá það sem
þær vilja,“ sagði Margrét
Jóhannsdóttir nemi.
Ester Gisladóttir
næturvaktarkona.
„Ég veit það ekki.“
„Nú fórstu alveg með það.
Ég veit það ekki, ég hef
ekkert vit á þessu,“ sagði
Ester Gísladóttir nætur-
vaktarkona.
Um fátt er meira rœtt meðal
fólks þessa dagana, en tilraunir
stjórnmálamanna við að mynda
stjórn. Stjórnmálamenn hittast á
fundum út um allan bœ og ýms-
ar blokkir myndast, sundrast
eða breytast.
Talað er um sögulegar stundir
og sœttir. Ólafur Ragnar Gríms-
son formaður Alþýðubandalags
hefur lýst því yfir að hann og
Jón Baldvin Hannibalsson for-
maður Alþýðuflokksins hafi
tekið þá ákvörðun að setja í
gang viðrœður um víðtækt sam-
starf flokka sinna. Ekki aðeins
með tilliti til hugsanlegrar ríkis-
stjórnarmyndunar, heldur líka
með tilliti til framtíðarþróunar
og þeirrar uppstokkunar sem
framundan er.
Þeir fyrrum flokksbrœður,
Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstœðisflokks og Albert
Guðmundsson formaður Borg-
araflokks eru farnir að tala sam-
an á ný og hafa rœtt um að
mynda stjórn saman.
En hvernig ríkisstjórn viil
maðurinn á götunni? Alþýðu-
blaðið fór á stúfana og kannaði
málið.