Alþýðublaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 22. september 1988 SMAFRETTIR Ný Ijósmyndastofa Fyrir skömmu tók til starfa ný Ijósmyndastofa, „Studio 76“ aö Suðurlandsbraut 22. Þarna er boðin alhliða Ijós- myndaþjónusta, en megin áhersla er lögð á portrait- myndir og tækni og iðnaðar- Ijósmyndir. Það eru hjónin Anna Sigurðardóttir og Tryggvi Þor- móðsson sem eru eigendur og starfsmenn stofunnar, en þau hafa bæði verið í Banda- ríkjunum s.l. átta ár, numið Ijósmyndun og starfað aö grein sinni hjá þekktum fyrir- tækjum og á eigin vegum í Los Angeles. Þau Anna og Tryggvi læröu bæði við „Brooks Institute" í Kaliforniu, en þessi skóli kennir einvörðungu Ijósmynd- un og Ijósmyndatækni á sér- hæfðu sviði. Þau luku námi sínu, er tekur þrjú ár, árið 1983. Sérsvið Onnu var portrait og tískuljósmyndun, en sérsviö Tryggva iðnaðar- og tækniljósmyndun, og leggur „Studio 76“ því áherslu á þessar greinar, eins og áður segir. Þess má geta að tækni- og iðnaðarljós- myndun er nú æ mikilvægari grein við auglýsingar og kynningu á alls lags hlutum sem tengjast nýjungum á iðnaðarsviði og ætti þekking sem þessi að koma íslenskri iðnframleiðslu í hag. Bubbi á Hótel íslandi Stórtónleikar með Bubba Mortens verða haldnir fimmtudaginn 22. september n.k. á Hótel íslandi. Þessir tónleikar eru í tengslum við útgáfu plötunnar „56“. Hljómsveitin sem spilar með Bubba er skipuð mörg- um fremstu tónleikamönnum þjóðarinnar eða þeim sömu og komu fram með Bubba í íslensku Óperunni fyrir jólin í fyrra. Þeir eru Tómas M. Tóm-asson á bassa, Ásgeir Óskarsson á trommur, Þórður Árnason á gítar og Karl Sighvatsson á orgel. Bubbi er í toppformi, ný- kominn úr velheppnaðri tón- leikaferð um Noröurlöndin í tilefni útgáfu „The Serbian Flower“ og lofar aðdáendum sínum þrumutónleikum á Hótel Islandi. Reykjalundur með hlaup fyrir alla Reykjalundarhlaupið ’88 verður haldið laugardaginn 24. september. Hér er um nýjan viðburð að ræða, al- menningshlaup sem Reykja- lundur gengst fyrir í sam- vinnu við SIBS. Að Reykjalundi er rekin umfangsmesta endurhæf- ingarstarfsemi hér á landi og það er þvi við hæfi að sem flestir geti tekið þátt í hlaup- inu. Það verður reyndar ekki bara hlaupið heldur er einnig boðið upp á gönguleiðir og fólk í hjólastólum og með önnur hjálpartæki er boðið velkomið. Reykjalundarhlaup- inu er ætlað að höfða til sem flestra, fatlaðra sem ófatl- aðra, keppnisfólks sem skemmtiskokkara. Hlaupið hefst kl. 11 og fá þátttakendur boli til að hlaupa í og rásnúmer. Boðið verður upp á léttar veitingar að Reykjalundi eftir að trimminu lýkur og þar verða veitt verölaun, ekki þó fyrir fyrstu sæti heldurverða dregin út vegleg og skemmti- leg verðlaun en það er siður sem er vinsæll erlendis þar sem almenningshlaup eru í hávegum höfð. Þeir sem áhuga hafa á að vera með í skemmtilegu hlaupi og blanda saman hreyfingu og útiveru laugar- daginn 24. september geta tilkynnt þátttöku í síma 666200 (113 eða 117) á virkum dögum frá kl. 8 til 16. Þar verða einnig veittar nánari upplýsingar. Þátttökugjald er kr. 400 — en í því er innifalinn bolur svo og veitingar að Reykja- lundi. Væntanlegir þátttak- endur geta náó í boli sína og rásnúmer á föstudaginn 23. sept. frá kl. 8 til 18 eða á hlaupadeginum sjálfum. Allir þátttakendur eru beðnir um aö mæta tímanlega að Reykjalundi á laugardags- morgun, að minnsta kosti hálftíma fyrir hlaup. Bókakaffi opnar eftir breytingar Bókakaffi við Unuhús í Garöastræti 17 hefur nú opnað aftur eftir breytingar. Meiri áhersla er nú lögö á að selja kaffi og útlend dagblöð samdægurs auk tímarita um ólíklegustu mál s.s. arki- tektúr, popp og listir. Nefna má að Bókakaffi selur nú sem fyrr ítölsk, þýsk, ensk og bandarísk dagblöð auk nor- rænna og væntanleg eru spönsk. Jafnframt verður Bókakaffi áfram með sýn- ingarhald, og um helgina næstu opnar þar sýning á verkum Margrétar Lóu Jóns- dóttur. Bókakaffi er opið alla virka daga frá kl. 10-19. Lokað sunnudaga. Starfslaunum Ríkisútvarps- ins úthlutað Gylfi Gislason, myndlistar- maður og Úlfur Hjörvar, rit- höfundur, hafa hlotið starfs- laun Ríkisútvarpsins til höf- unda útvarps- og sjónvarps- ofnis. Gylfa Gíslasyni eru veitt starfslaun til þriggja mánaða og mun hann á þeim tíma teikna og mála myndraðir við íslenzkar þjóðsögur til sýn- ingar í sjónvarpinu. Myndraö- irnar verða færðar á mynd- bönd og tal- og tónsettar. Úlfur Hjörvar hlaut einnig starfslaun í þrjá mánuði. Hann hyggst skrifa leikrit fyrir Útvarpið og vinna að öðrum verkefnum til frum- flutnings í Ríkissjónvarpinu. Þetta er í annað skiptið, sem starfslaunum Ríkisút- varpsins er úthlutað. Um- sækjendur um starfslaunin voru sex aö þessu sinni. Framkvæmdastjórn Rikisút- varpsins úthlutaði starfslaun- unum að fengnum umsögn- um dagskrárdeilda Ríkisút- varpsins. Nýtt greiðslukorta- fyrirtæki Stofnað hefur verið nýtt greiðslukortafyrirtæki á veg- um samvinnuhreyfingarinnar. Á stórfundi 14. september gerðust 17 félög stofnaöilar og þeir sem gerast hluthafar í fyrirtækinu innan mánaðar teljast einnig til stofnfélaga. Tæplega 40 félögum, þar á meðal kaupfélögunum og samstarfsfyrirtækjum Sam- bandsins, hefur verið boðin þátttaka I fyrirtækinu. Hluta- fé verður allt að 40 milljónir króna. Upphaf þessa máls er það að forstjóri Sambandsins, Guðjón B. Ólafsson, skipaði nefnd í janúar 1987 til að kanna útgáfu félagsmanna- korts. í þeirri könnun kom i Ijós að hagfelldara yrði að stofna til fyrirtækjakorts, sem gæfi möguleika á víð- tækri þjónustu. Ekki hefur verið boðiö upp á slíka . greiðslukortaþjónustu hér eins og víða erlendis. Tilgangurinn með samkort- um er m.a. að nýta þau á öll- um þeim sviðum sem sam- vinnuhreyfingin er með þjón- ustu á. Með þvi mætti draga úr lánastarfsemi og stjórn- unarkostnaði, en ýmsir fjöl- þættir möguleikar hafa nú þegar skapast í greiðslu- kortastarfsemi með víðtækri notkun tölvutækni. Þegar er búið að tryggja hugbúnað sem skapar þessa mögu- leika. Stefna hins nýja greiðslu- kortafyrirtækis er sú að kort- hafar hafi ávinning af þátt- töku. M.a. eru möguleikar á þvi að veita korthöfum sér- tilboð, afsláttarkjör og jafnvel arð af viðskiptum með kort- unum. Með því að auðkenna kortið aðildarfélögum, t.d. með númeri kaupfélags, skapast einnig möguleiki á því að veita þjónustu í ýms- um félagslegum tilgangi innan hvers félagssvæðis. Þáeru einnig uppi hug- myndir um það að hafa greiðslubímabilin tvö sem yrði t.d. til hagræðis fyrir launþega sem ekki fá greidd laun um mánaðamót. Eins og áður sagði verða þeir sem gerast aðilar að Samkortum hf. innan mánað- ar stofnaðilar félagsins. Sá sem unnið hefur að undir- búningi þessa máls fyrir samvinnuhreyfinguna er Halldór Guðbjarnarson, við- skiptafræðingur. Fulbright veitir styrk Árlega veitir Fulbright- stofnunin íslendingum styrki til Masters eða Doktorsnáms við bandaríska háskóla. Styrkirnir eru veittir í október. Síðasta ár voru valdir 9 styrk- þegar úr stórum hópi um- saekjenda. í ár nemur framlag bandar- ískra háskóla til íslenskra Fulbrightstyrkþega um það bil $ 60.000. Framlag Ful- brightstofnunarinnar er $ 27.000. Alls um 4 milljónir íslenskar krónur. íslenskir Fulbrightstyrk- þegar skólaárið 1988-1989 eru þessir: Auöna Ágústsdóttir, hjúkrunarfræði, University of Alabama, Birgir Hermanns- son, stjórnmálafræði, New School for Social Research, Bjarni Birgisson, tölvunar- fræði, Indiana University, Eydís Sveinbjarnardóttir, hjúkrunarfræði, University of Pittsburgh, Hlynur Óskars- son, líffræði, Rutgers Uni- versity, Jón Helgi Einarsson, rafmagnsverkfræöi, Purdue University, Jón Karl Helga- son, bókmenntir, University of Massachusetts, Ragnar Sigurðsson, saga, University of South Florida, Salvör K. Gissurardóttir, kennslufræði, University of lowa. Umsóknarfrestur fyrir Ful- brightstyrkinn fyrir þá sem hyggja á háskólanám skóla- árið 1989-1990 rennur út 3. október n.k. Umsóknareyðu- blöð liggja frammi á skrif- stofu Fulbrightstofnunar- innar Laugavegi 59. Skrif- stofan er opin frá kl. 10-14 daglega. • Krossgátan Lárétt: 1 drabb, 5 lasleiki, 6 söngflokkur, 7 gelti, 8 fámáll, 10 samstæðir, 11 munda, 12 stingur, 13 tómir. Lóðrétt: 1 drolls, 2 máltíð, 3 flan, 4 gluggar, 5 skurn, 7 þrautir, 9 hestur, 12 til. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 sælir, 5 strá, 6 óri, 7 ið, 8 lánaði, 10 GK, 11 mun, 12 menn, 13 náinn. Lóðrétt: 1 strák, 2 ærin, 3 lá, 4 ráðinn, 5 sólgin, 7 Iðunn, 9 amen, 12 mi. • Gengið Gengisskráning 179 - 21 september 1988 Kaup Sala Bandaríkjadollar 46,570 46,690 Sterlingspund 78,319 78,521 Kanadadollar 38,227 38,325 Dönsk króna 6,4997 6,5164 Norsk króna 6,7655 6,7829 Sænsk króna 7,2576 7,2754 Finnskt mark 10,5505 10,5777 Franskur franki 7,3327 7,3516 Belgiskur franki 1,1892 1,1923 Svissn. franki 29,5120 29,5881 Holl. gyllini 22,0947 22,1516 Vesturþýskt mark 24,9277 24,9920 itölsk lira 0,03348 0,03357 Austurr. sch. 3,5448 3,5539 Portúg. escudo 0,3029 0,3037 Spánskur peseti 0,3736 0,3746 Japanskt yen 0,34732 0,34821 írskt pund 66,956 67,129 SDR 24.11 60,2602 60,4155 ECU • Evrópumynt 51,6857 51,8189 • Ljósvakapunktar •RUV 12.00 Ólympíusyrpa. Hand- knattleikur. Sýnd viðureign ís- lendinga og Alsíringa. • StáH 2 22.50 Við rætur lífsins. Bió- mynd meðTrevor Howard, Juli- etta Greco, Errol Flynn, Her- bert Lom og Orson Welles í aðalhlutverkum. • Ras 1 23.10 Tónlist á síðkvöldi. „Draumur á Jónsmessunótt” eftir Felix Mendelssohn. Hljómsveitin Fílharmonía leik- ur Otto Klemperer stjórnar. • Rás 2 8.10 Handknattleikur. Lýst beint frá Seoul leik íslendinga og Alsíringa. • Útvarp Alfe 20.00 Biblíuléstur.|' Gunnar Þorsteinsson Iqs og leé. KRATAKOMPAN Alþýðufólk Garöa- og Bessastaðahrepps Almennur félagsfundur veröur haldinn aó Goðatúni 2 mánudaginn 26. sept. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á 44. flokksþing Alþýöu- flokksins.’ 2. Gestir fundarins veróa þingmennirnir Karl Steinar Guðnason og Kjartan Jóhannsson. Mætum vel og stundvíslega. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.