Alþýðublaðið - 12.10.1988, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 12.10.1988, Qupperneq 2
2 Mióvikudagur 12. október 1988 AMIfMHBÍfl Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Blaöamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friðriksson. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síöumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. PCB-HNEYKSLIÐ Á AUSTFJÖRÐUM Eiturefniö PCB hefurfundist í kræklingum viö Fáskrúós- fjörö og Noröfjörö. Þótt enn hafi eiturefnið ekki fundist í fiskum, er ekki talið óhugsandi, aö fiskur í fjöröunum mengist af völdum efnisins, til aö myndasíldin sem geng- ur þar inn. Eiturefnið PCB, sem einnig hefur fundist í jarö- vegi vió Fáskrúösfjörö og Noröfjörö, ertalið stafafrá þétt- um sem urðaðir hafa veriö á ruslahaugum í botni Fá- skrúösfjaröar. Vatnsból staðarins er innan viö kílómetra fjarlægö, en ekki ersannaö, aö neysluvatnið hafi mengast. Flvernig má þaö vera, aö jafn hættulegt efni og PCB, sem ekki aðeins getur valdið húðexemi, heldur einnig skemmdum á lifur og ónæmiskerfi og jafnvel krabba- meini, sé meöhöndlaö af slíku kæruleysi ? Alþýöublaðiö birti í gær ítarlega fréttaskýringu um máliö, og kom þar meðal annars fram, aö eiturefnið sem finna má í fljótandi formi í þéttum og rafölum, er flutt inn eftirlitslaust, þótt lög gildi um innflutninginn. Innflutningur á eiturefnum eins og PCB er háöur innflutningsleyfum, en reglunum er ekki fylgt eftir, og því ómögulegt að áætla hve mikið magn af slíkum eiturefnum er í raun að finna á íslandi. Að sögn Birgis Þóröarsonar náttúrufræöings hjá mengunarvörn- um Hollustuverndar ríkisins, hefur PCB sambærileg áhrif á lífkeðjurog eiturefið DDT. Efniö eyóist ekki í náttúrunni, heldurgengurí sambönd viö fiturog önnurefni. Hollustu- vernd hefur í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins og Raf- magnseftirlit ríkisins unnið aö skrásetningu á notkun þessa efnis á landinu, og er þeirri skráningu aö Ijúka um þessar mundir. Eftir að augu manna fóru aö lúkast uþþ fyrir því, hve hættulegt efni PCB er, hafa sendingar af efn- inu verið sendar út til eyðingartil sérstakrafyrirtækjasem sérhæft hafa sig í eyðingu eiturefna. PcB-eitrunin á Austfjörðum fannst vegna rannsókna sem framkvæmdar voru ávegum Hollustuverndar. Grunur haföi leikið á, aö þéttar sem innihaldaeiturefniö heföu ver- ið urðaðir. í Ijós kom, aö grunurinn reyndist réttur. Aö sjálf- sögöu er nauðsynlegt aö slíkar rannsóknir haldi áfram á öörum stöðum á landinu þar sem slík mengun kynni aö vera fyrir hendi. Birgir Þórðarson náttúrufræðingur segir hins vegar í viðtali viö Alþýöublaöiö í gær, aö slík sýnataka strandi á fjárveitingu. Þaö er meö endemum, hve aftarlega íslendingar eru á merinni þegar umhverfismál eru annars vegar. Hin alþjóölegaumræöaum umhverfismál og meng- unarvarnirsem hófst fyrirhartnærtveimuráratugum, virð- ist ekki enn hafa náð eyrum íslenskra stjórnvalda nema aö litlu leyti. Umhverfismál heyra ekki undir sérstakt ráöu- neyti, eins og í öllum öörum nágrannalöndum okkar, mengunarvarnir hafa veriö mjög bágbornarog upplýsing- ar um þau efni af skornum skammti. Þaö er engu líkara en að þaö þurfi hrollvekju áviö PCB-hneyksliö á Austfjörðum til að vekja íslendinga af þyrnirósarsvefni umhverfismála. í öllum þróuöum ríkjum eru eiturefni eins og PCB bönnuð. Enn hefurnotkun og innflutninguráeiturefninu til íslands ekki verió bannaöur. Enn hefur reglugerö ekki séö dagsins Ijós varöandi bann við efninu og skipulagður útflutningur á því til eyðingar erlendis. Talsmenn eiturefnanefndar segja viö Alþýðublaðið í gær, aö reglugerðin sé á leiðinni en hún átti að sjá dagsins Ijós fyrir rúmum mánuði eöa þann 1. september síðastliðinn. Hér er mikið verkefni framundan. íslendingar geta ekki lifað endalaust í þeirri goösögn, að mengun og umhverfismál séu þeim óviðkom- andi. ÖNNUR SJÓNARMJÐ Guðmundur J. hefur manna best lýst ástandinu í Alþýðubandalag- inu — en er ástæðan fyrir upp- lausn í pólitík að sérfræðingar og fjölmiðlar hafa tekið alla þjóölífs- umræðu aö sér? HEFUR íslensk pólitík glataö lit sínum? Oddur Olafsson aöstoðarritstjóri á Tímanum veltir þessari spurningu fyrir sér í pistli í blaði sínu í gær. Hann heldur því fram að Ijósvakamiðlarnir og aðrir fjölmiðlar skammti stjórnmálamönnum jafnt sem verkalýðsforingjum tíma og umræðuefni, þannig að leið- togarnir í pólitíkinni þurfi aldrei að hugsa neitt og af- leiðingin er einn allsherjar geispi í stjórnmálum og verkalýðshreyfingu. Gefum Oddi oröið: „Það er varla von að fólk hafi tíma til að sinna félags- málum nú á dögum, flestir hafa lítinn tíma aflögu frá eróbikk og Ijósaböðum í ótal heilsuræktarstöðvum, fræáti alls konar og nú síöast kyn- fræðslunámskeiðum og hef- ur nú hið gamla málgagn verkalýðshreyfingar og sósíalisma tekið upp þá ný- breytni að leiða vi11uráfandi fólk um völundarhús kynlífs- ins í stað þess að þrugla um verkalýðsbaráttu og félags- mál. Enn má minna á að komnir eru fram á sjónarsviðið aðilar sem farnir eru að sjá um alla þjóðfélagsumræðu fyrir fólk og er óþarfi að fara á fundi í verkalýðsfélagi eða sam- vinnufélagi til að hita sér í hamsi. Ljósvakamiðlar hafa tekiö að sér aö skammta stjórn- málamönnum og félagsmála- frömuðum tíma og umræðu- efni og þar mega þeir svara spurningum, en aldrei eiga frumkvæði að því um hvað þeir vilja tala. Þarna er mikill vettvangur hagfræðilegra orðaleppa og hafa þeir sem fyrir svörum sitja einatt mun meiri áhyggjur af verðbólg- unni margbölvaðri en kjörum tolksins i landinu. Óbreyttir félagsmenn leggja aldrei orð í þennan fjölmiðlabelg og hafa kannski takmarkaðan skilning á því nafnvaxta og raunvaxtatali sem þar fer fram og hafa takmarkaða framtiðarsýn, enda sýnast þjóðmálin einkum snúast um það, að berjast við skulda- súpu gærdagsins, sem fjár- mögnunarraunvaxtasúpan hefur hækkað i skuldanagla- súpu dagsins í dag. En ekki eru allar syndir guði að kenna og hagfræð- ingaveldinu verður tæpast kennt um minnkandi félags- málaáhuga og tómlæti gagn- vart náunganum, eða að stjórnmálin hafa glatað allri framtiðarsýn. Guðmundur J. sat mörg kjörtímabil á þingi fyrir Alþýðubandalagið, sem telur sig öðrum fremur verkalýðs- flokk og lýsing hans á því kærleiksheimili sýnir að þar á bræðralagshugsjónin erfitt uppdráttar: „Flokkurinn hefur verið ákaflega sundurþykkur og menn heiftræknir þar. Ágreiningsefni og persónu- hatur hefur þar verið rosalegt og úlfúð gríðarleg.“ Ekki er nema von að Guö- mundi J. þyki íslensk pólitik leiðinleg og hafi glatað iit sínum." GARRI, góðvinur Alþýðu- blaðsins og dyggur lesandi þess, er i hálfgerðri kreppu þessa dagana. Eftir að kyn- lífssérfræðingur Þjóðviljans hóf að skrifa reglulega um óregluleg tippi, hefur Garri frosið allur, enda ekki vanur þess háttar umfjöllun (fremur en aðrir) í málgagni sósíal- ismaog þjóöfrelsis. En eins og fjölmiðlafræðingurinn kvaö: „Taki blaði að hraka/ skal tippunum blaka.“ En Garra líst ekki alveg á blikuna. í gær skrifar hann í dálk sinn: „Þjóðviljinn grípur til ýmissa ráða til að selja blað- ið sem hann gefur út á föstu- dögum og ætlar að ná mark- aðnum sem Helgarpósturinn sálugi skildi eftir. Eitt af þvi er að birta greinar um það sem hér á árum áður hefði veriö kallað klám. En sem núna er farið að nefna fínni nöfnum eins og kynlífs- fræðslu. í því skyni hefur blaðið tilkallað sérfræðing sem mun vera hámenntaður í faginu, ef marka má það hvernig hann vitnar fumlaust í hæfustu útlenda sérfræð- inga.“ Og áfram heldur Garri: „Reyndar er þarna í grein- inni gefin ábending um áhugavert rannsóknarefni sem visindamenn á þessu sviði þurfa endilega aö fara að láta til sin taka. Þar segir neínilega: „Sumir halda einnig að vissir kynþættir séu betur vaxnir niður, s.s. svertingjar, en það skortir enn sönnunargögn í því sam- bandi. Ekki hefur verið gerð nein rannsókn á tippisstærð íslenskra karlmanna. Reyndar þyrfti slík rannsókn að vera tvíþætt; hvað er tippið langt þegar það er slappt og síðan meðan á stinningu stendur.“ Það var nú það. Svertingjar virðast með öðrum orðum vera skynsamir í þessu og tregir til að láta tippalógum í té aðgang að nauðsynlegum sönnunargögnum til rann- sókna sinna. Aftur er svo að sjá að bandarískir meðaljón- ar hafi verið samstarfsfúsari við tippalógana; þarna er nefnilega gefið upp að stand- ardinn ffyrir Bandaríkjamenn, væntanlega hvita, sé 8,3-10,8 og 12,7-17,8 sentimetrar. íslenskir karlmenn hafa orðið að berjast við sitt af hverju i aldanna rás, svo sem Hundtyrkjann, danska einok- un, isbirni, óvæð vatnsföll, vetrarstórviðri, snjóflóð og Breta sem vildu veiöa þorsk- Garri hefur þungar áhyggjur af því að Þjóðviljinn hafi tekið á sig ábyrgð á undirstöðuatvinnuveg- unum með skrifum um tippa- stærðir. ana okkar. En nú tekur þó steininn úr. Hafa menn gert sér grein fyrir því hvaða af- leiðingar þetta getur haft?“ Sfærðin vefst mjög fyrir Garra, og það má greina ákveðinn ótta í eftirfarandi orðum: „En nú eiga að fara að upphefjast mælingar. Allt í einu er það orðið stórmál, sem brýnt er að fá upplýsing- ar um, hvort íslenskir karl- menn nái svona upp til hópa einhverjum bandarískum standardi. Og næsta skrefið verður svo sjálfsagt að hálærðir tippalógar fari að gera sitt besta til að æsa allar konur landsins upp á háa sé út af þvi hvort þeirra hjásvæfill nái nú akkúrat þessum banda- ríska standardi. Svona svipaö og um sé að ræða kassa af þorskblokk sem eigi að fara inn á veitingahús hjá Long John Silver. Og spyr þá eng- inn hvort ameríski standard- inn sé yfirhöfuð upploginn eða ekki, nú eða hvort hann skipti okkur hér uppi undir heimskautsbaug nokkru ein- asta máli. í framhaldi af því má svo búast við að hver einasta stelpa nálægt giftingaraldri fari að heimta vottorð af hverjum strák sem hún verð- ur vör við að sé farinn að renna til hennar hýru auga. Og skiptir þá engu máli þó strákurinn sé kannski hörku- duglegur að draga fisk og manna liklegastur til að skaffa vel fyrir fjölskyldu. Nei, tippalógískt vottorð skal það vera, útgefið af lög- giltum sérfræðingi i faginu. Slikt myndi skapa hér góða og trygga atvinnu fyrir slíka sérfræðinga. En um hitt er engu hirt að dugnaðarstrákar ná sér þá kannski ekki i kon- ur vegna þess að þeir upp- fylla ekki þann ameríska og nenna þá skiljanlega ekki að vera að standa í þvi að draga fleiri þorska að landi en þeir þurfa til að framfleyta sjálf- um sér. Hér er nefniiega ver- ið að vega að sjálfum undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinn- ar. Ábyrgð Þjóðviljans er mikil.“ Nú má spyrja í beinu fram- haldi af þessum lengaarskrif- um, eða „matter of measure- ment“ eins og Hemingway karlinn orðaði það í endur- minningabók sinni um París (og Nóbelskáldið þýddi sem „spurningu um talnaband"): Hvernig skyldi Garri vaxinn niður? Einn me8 kaffinu Þessi er birtur án ábyrgðar: Þegar íslenska ólympíuliðið kom aftur heim til íslands, lentu sumir íþróttamennirnir í tollskoðun eins og gengur og gerist. Þegar einn tollvarð- annavarað róta í tösku eins olympíufarans, heyrðist í ein- um ferðamannanna: — Blessaður hættu þessu gramsi, þú finnur ekkert gull!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.