Alþýðublaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 12. október 1988 FRÉTTASKÝRING Sólveig Ólafsdóttir skrifar VEITINGAMENN VIÐ SVARTAN I BARATTU MARKAÐ Baráttan við „svarta mark- aðinn” í veitingarekstri var eitt efnið sem tekið var fyrir á aðalfundi Sambands veit- inga- og gistihúsa í síðustu viku. Þar er átt við þá aðila sem stunda veitingarekstur án þess að hafa tilskilin leyfi stjórnvalda til slíkrar starf- semi, og greiða þar af leið- andi engin opinber gjöld af rekstrinum. Félagsheimili og einkasaiir eru helstu aðilar i þessum geira, og er áætlað að þeir hafi nú svipaða mark- aðshlutdeild og hinn löglegi veitingarekstur, sem er eng- an veginn fær um samkeppni á þessum grundvelli, og verð- ur að sæta því að vera undir- boðinn. Sé grafið undan veit- ingahúsarekstri með þessu móti, getur það komið alvar- lega niður á ferðamannaiðn- aðinum. „Svarti markaðurinn” hefur lengi veriö viö lýði, en ófremdarástand hefur nú skapast I kjölfar hækkunar á söluskatti og staögreiöslu skatta. Félagsheimili og salir í einkaeigu geta nú boðið viöskiptavinum sinum upp á mun ódýrari þjónustu en tíðkast meðal veitingahúsa, sem engan veginn geta veitt sama verð vegna hinna opin- beru gjalda sem þau verða að greiða. Starfsfólk í veitinga- rekstri flykkist líka yfir til þessara aðila því þar er hægt að komast hjá staðgreiðslu skatta af launagreiðslum. Það má því ætla að þessi starfsemi kosti ríkissjóð væna upphæð á hverju ári. Stjórnvöld hafa viðurkennt vandann, en enn hefur ekkert verið gert í þessum málum. Lýtur engu eftirliti „Svarti markaðurinn sam- anstendur af félagsheimilum og einkasölum, og megnið af þeim er hluti neðanjarðarhag- kerfisins, þó aö visu séu til félagsheimili sem reki veit- ingastarfsemi fyriropnum tjöldum. Þetta hefur verið vandamál alla tíð, en eftir að söluskatturinn hækkaði upp I 25%, og staðgreiðslan kom til sögunnar og fældi fólkið frá okkur og yfir á svarta markaðinn, er þessi sam- keppni orðin nánast óbæri- legt,”sagði Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa, „ýmsar skemmtanir sem áður voru haldnar á skemmtistöð- um hafa nú færst út I félags- heimilin þvi að þau geta boð- ið miklu lægra verð. Það er ekki möguleiki að bjóða upp á það verð sem félagsheimil- in eru að undirbjóða okkur með, með því að greiða öll tilskilin gjöld.” Hér er um að ræða söluskatt á veitingar, vin og aðgöngueyri. Erna . •' Með „svarta- m avk aðsbrask i * ‘ félagsheimilanna í veitingarekstri er verið að kippa fótunum undan löglegu veitinga- húsunum. Komi ekki til kasta stjórnvalda í þess- um málum gœtu tóm veitingahús orðið mun algeng- ari sjón í framtíð- inni. kvað öryggis- og heilbrigðis- eftirlit einnig mjög ábótavant með þessum rekstri. Lögleg veitingahús væru undir eftir- liti vínhúsaeftirlitsins, en enginn hefði eftirlit með fé- lagsheimilum og einkasölum. Þar er ekki lögbundin dyra- varsla, og enginn til að fylgj- ast með aldurstakmörkunum, og því sem þar fer fram. Veit- ingamenn væru að vonum orðnir langþreyttir á því að stjórnmálamenn og lögreglu- yfirvöld skuli sífellt horfa með blinda auganu á þennan markað. Jafnstór markaðshlutdeild í máli Ernu kom fram að stjórnvöld hefðu viðurkennt þennan vanda, en enn hefði ekki verið ráðin nein bót í þessum málum þrátt fyrir gefin loforð. „Við erum ekkert á móti félagsheimilum þar sem þeir sem þau eiga safn- ast saman og nýta sína áð- stöðu til ýmissa félagsstarfa, heldur að þeir séu komnir í beina samkeppni við okkur án þess aö búa við sömu reglur og við. Við viljum að þeir þurfi að sækja um veit- ingaleyfi nákvæmlega eins og veitingahús ef þeir eru að leigja sali sína fyrir Pétur og Pál.” Markaðshlutdeild fé- lagsheimila í veitingarekstri er orðin gífurleg nú síöustu ár. Erna kvaðst telja að stóla- fjöldi í félagsheimilum og einkasölum sé mjög svipaður og ( löglegum veitingahús- um, eða um 6000 stólar á hvorum markaði fyrirsig. Þetta væri þvl mikil blóðtaka fyrir veitingahúsastéttina, þau væru ekkert á móti sam- keppni, en þá yrðu allir að sitja við sama borð. 200 milljón króna tap ríkissjóðs? „Ég hef engin dæmi í höndunum, en veit með vissu að þetta er til staðar. Við hjá veitingahúsunum sjáum að það er stór hluti viðskipta sem fer frá okkur yfir á þessi hús,” sagði Wilhelm Wess- man veitingamaður á Hótel Sögu. „Það er alveg greini- legt að þeir gefa afslátt upp á söluskattinn, en ég held að þeir fari ekki mikið neðar í verði. Svo sleppa þeir við allt sem kallast launatengd gjöld; launaskatt, Iífeyrissjóði og ýmis félagssgjöld — auk þess sem sem þeir greiða ekki rúllugjöld, stefgjöld o.þ.h.” Wilhelm hefur verið að geta sér þess til hve mikið tap það sé fyrir veitingahús og ríkissjóð að félagsheimili og einkasalir fái óáreitt að starfa við veitingarekstur með þessum hætti. „Ég skaut á það í gamni, aö mið- að við að eðlileg nýting á þessum stólum sem um er að ræða væri um 1,5 kvöld í viku að meðaltali á ári, og að þetta eru hátt í 60 hús hér á Reykjavíkursvæðinu þá ættu þau að vera með u.þ.b. millj- arð í veltu á ári, og með því að bakreikna þjónustu- og söluskattinn af því, þá erum við komin með 200 milljónir fyrir utan önnur gjöld.”sagði Wilhelm. Skaðar ferðamannaiðnaðinn Þessi starfsemi félags- heimilinna er að mestu ein- skorðuð við vetrarmánuðina. Nú er verið að byggja upp ferðamannaiðnað hérlendis og er aðalvertíðin yfir sumar- timann/en forsenda þess að þessar þjónustugreinar sem að honum standa geti „lifað af” er að þeir geti haldið eðli- legri markaðshlutdeild allan ársins hring. Það eru því fleiri hliðar á þessu máli en ein- ungis beint tap fyrir veitinga- húsareksturinn, þar sem það orsakar minna fjármagn til þessa reksturs, og flestir geta verið sammála um að nauðsynlegt sé að haldi velli. „Það að þessi rekstur er að stela frá okkur viðskiptum þýðir beinlínis, í því sam- hengi, að okkar samkeppnis- aðstaða versnar, og erfiðleik- ar okkar verða meiri þar sem við getum ekki haldið okkar eðlilegu hlutdeild í þessum markaði,” sagði Wilhelm. „Við verðum að eiga eðlileg- an aðgang að honum.” Lausn í höndum fjármálaráðherra Bjami Sigtryggsson hjá fjármálaráöuneytinu sagði að til hefði staðið að ráðast í þessi mál nú í haust, en vegna stjórnarslitanna hefði ekki orðið af því. Fyrrverandi fjármálaráðherra hefði ráð- gert að tilkynna á aðalfundi Sambands veitinga- og gisti- húsa nú í síðustu viku, að all- ur veitingahúsarekstur ætti að lúta sömu lögmálum, og að þær kröfur yrðu gerðar til félagsheimila sem stæðu í slíkum rekstri, að þau hefðu , veitingaleyfi og gætu full- nægt öllum reglugerðum varðandi heilbrigðis- og ör- yggisatriði. Bjarni sagðist ekki vita um afstöðu hins nýja fjármálaráðherra varð- andi þetta mál, en tíminn yrði að ieiða það í Ijós.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.