Alþýðublaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 12. október 1988 Vaxtalœkkunin Bankarnir misfljótir til Raunvextir lækkuðu i 8,75% í gær, en vegna tæknilegra ástæðna kemur sú lækkun ekki til fram- kvæmda alls staðar fyrr en í næstu viku, þar sem ekki allir bankarnir treysta sér til að leiðrétta þær breytingar sem þarf að gera á útsendum greiðsluseðlum. Vextir af skuldabréfum verða lægstir hjá sparisjóðunum 20% en hæstir hjá Landsbanka og Iðnaðarbanka 21%. Af spari- sjóðsbókum verða þeir lægstir 5% hjá Iðnaðar- banka, en hæstir 9% hjá Landsbanka og Iðnaðar- banka. Að sögn Yngva Arnar Krist- inssonar hagfræðings hjá Seðlabankanum hafa allir bankarnir tilkynnt vaxtalækk- un, en af tæknilegum ástæð- um taka nokkrar þeirra ekki gildi fyrr en 21. þ.m. Á það við um greiðslur af skulda- bréfum, en greiðslutilkynn- ingar vegna þeirra þarf að senda út með nokkrum fyrir- vara, og því getur sú lækkun ekki komið til framkvæmda fyrr en í næstu viku. Búnað- arbankinn, Verslunarbankinn og sparisjóðirnir hafa þegar lækkað vextina. Verslunar- bankinn er ekki aðili að Reiknistofu bankanna og er með sitt eigið skuldabréfa- kerfi. Hvað t.d. Búnaðarbank- ann varðar, má gera ráð fyrir að viðskiptavinir fái leiörétt- ingu er þeir koma í bankann að greiða, hafi greiðsluseðlar verið sendir út fyrir vaxta- breytingu. „En hinir bankarnir treysta sér ekki til að standa í þessari vinnu og fresta þess vegna gildistökunni." Vextir af víxlum verða á bil- inu 19 til 20,5%, þar er Sam- vinnubankinn lægstur, en Iðnaðarbankinn hæstur. Vext- ir af skuldabréfum verða lægstir hjá Verslunarbankan- um 19,5%, en þar er að vísu um að ræða svokallaða kjör- vexti, sem þýðir að miðað er út frá þessari grunntölu, en síðan er álag ofan á vexti eftir mati á skuldurum. Af öðrum skuldabréfum eru vextir lægstir hjá sparisjóð- unum 20%, en veröa það einnig hjá Samvinnubankan- um og Útvegsbankanum þann 21. n.k., og hæstir verða þeir hjá Landsbankanum og Iðnaðarbankanum 21%. Vext- ir á verðtryggðum skuldabréf- um fara alls staðar niður í 8,75%, en hjá Landsbankan- um, Iðnaðarbankanum, Sam- vinnubankanum, Útvegsbank- anum og Alþýðubankanum kemur sú lækkun ekki til framkvæmda fyrr en í næstu viku. Þar er Verslunarbankinn einnig með kjörvexti og lækka þeir í 8%. Af vöxtum af innlánum má nefna að vextir af tékkareikn- ingum verða hæstir hjá Al- þýðubankanum 4%. Nokkrar breytingar verða á almennum sparisjóðsbókum, hjá Iðnað- arbankanum eru vextir 5%, en hæstir eru þeir 9% hjá Landsbankanum, Búnaðar- bankanum og Útvegsbankan- um. Óverðtryggðir skiptikjara- reikningar miðað við óbreytta innistæðu i.eitt ár munu bera lægsta vexti hjá Iðnaðar- bankanum 11,3%, en hæsta 17,18% hjá Alþýðubankanum. Vextir af verötryggöum inn- lánsreikningum hafa verið óbreyttir mjög lengi, 2% af 3 mánaða reikningum og 4% af 6 mánaðareikningum. Af 3 mánaða reikningum verða þeir lægstir hjá Útvegsbank- anum 0,5% og 1,5% hjá Landsbankanum, en aðrir verða áfram með 2%. Af 6 mánaða reikningum verða þeir einnig lægstir hjá Út- vegsbankanum 2%, 3,5% hjá Landsbanka og Búnaðar- banka, og 3,75% hjá spari- sjóóunum. Þá má geta þess að með- altal viðskiptavíxla er nú 24,1%, en var 28% af 30 daga víxlum, hjá sparisjóðunum eru þeir 22,3%, en hæstur er Alþýðubankinn 26,6%. RÍKISSTOFNANIR OG SKÓLAR 3JA OG SÍÐASTA afgreiðsla á APPLE Macintosh tölvum samkv. samningi Innkaupastofnunar ríkisins og menntamálaráðuneytisins við Radíóbúðina verður í byrjun desembermánaðar. Pantanir þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir 20. OKTOBER NK. ' *r Uppl. veitir Kári Halldórsson í síma 26844. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS, Borgartúni 7, 105 Reykjavik. ABNA STOFNSI Hr. forseti. Ég vil leyfa mér að hefja mál mitt á að óska yður til hamingju með kosningu yðar í embætti forseta fertugasta og þriðja fundar Allsherjar- þingsins. Ríkisstjórn íslands óskar yður allra heilla í þessu mikilvæga og virta embætti. Hr. forseti. Þegar stofnskrá Samein- uðu þjóðanna var undirrituð litu margir svo á, að það markaði fyrsta stórsigur frið- arins í heimi nútímans. Stefnt var að alþjóöaöryggis- kerfi sem tryggja átti friö með sameiginlegu átaki þannig að svæðisbundin frið- argæsla yrði að mestu óþörf. Illu heilli varð draumur þessi aldrei að veruleika. Þess í stað örvaði kalda stríðið vöxt herðanðarbanda- laga og öryggiskerfis, sem byggðist á gagnkvæmum ótta við gereyðingarmát kjarnavopna. KROSSGÖTUR Ég skal ekki leggja dóm á hvort meinbugir voru á stofn- skránni sjálfri eóa hvort hún helgaðist af of mikilli bjart- sýni. Svo kann að vera, en ég er þess þó fullviss, að í raun- inni hafi hugmyndin um „einn heim“, sem stofnskráin kveður á um, aldrei verið fyrir borð borin. Þaðan af síður skyldu menn vanmeta árangur þann sem mannkynið hefur náð að undanförnu í viðleitni sinni til að fjarlægja sumar þær tálmanir, sem staðið hafa í vegi stofnskrár Sameinuðu þjóðanna. Sagan mun að sjálfsögðu kveða upp sinn dóm. Ég mun þó hætta á að lýsa því yfir hér, að ef til vill stöndum við nú á krossgötum ( samskipt- um Austurs og Vesturs. Ekki er að efa að einhugur og staðfesta Vesturlanda hafa átt drjúgan hlut í þeim þátta- skilum sem orðið hafa. Þó ber að viðurkenna að fram- farir í Austri hafa einnig gegnt nokkru hlutvérki, en þar hafa breytingar á stjórn- arháttum haft (för með sér sveigjanlegri og frjórri utan- ríkisstefnu en áöur. Árangur hefur fyrst og fremst orðið á sviði afvopn- unar og i svæðisbundnum deilumálum. Á sviði afvopn- unar er svo komió að við um okkur ekki nægja að reisa skorður við fjölgun kjarnavopna, heldur höfum við hafist handa við raunveru- lega fækkun. Samningúrinn um útrýmingu meðaldrægra kjarnavopna á landi, sem fagnað var á íslandi sem tímamótaáfanga, hefureflt trú manna á möguleikum af- vopnunar almennt og hleypt nýjum þrótti í viðræður, sem miða að fækkun langdrægra kjarnaflauga, efnavopna og hefðbundinna vopna. Engu þýðingarminni er sá árangur sem náðst hefur i viðleitni manna til að finna lausn á svæðisbundnum deilumál- um, er árum saman hafa verið Þrándur í Götu alþjóð- legra friðarumleitana. RÆTT ANDRUMSL0FT í SAMSKIPTUM RANDARIKJANNA OG SOVÉTRÍKJANNA Þegar á heildina er litið, hefur þessi þróun eflt traust manna á að Sameinuðu þjóð- unum — sem kaldastríðs- samkeppni hamlar ekki leng- ur — takist að uppfylla þær vonir sem bundnar voru við þær í upphafi. Ofangreindan árangur má ekki síst rekja til hins bætta andrúmslofts í samskiptum Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. Þó væri rangt að líta á Sameinuðu þjóðirnar sem aukaskeifu einvörðungu í diplómatískum samskiptum stórþjóða. Með því væri horft framhjá því gifurlega starfi sem sérstofnanir Sameinuðu þjóöanna hafa innt af hendi til að draga úr orsökum ófrið- ar manna í millum. Með til- raunum sínum til að uppræta slíkar orsakir, hvort sem um er að ræða fátækt, sjúkdóma, fáfræði eða misrétti, hafa Sameinuðu þjóðirnar ekki einungis lagt af mörkum dýr- mætan skerf til friðar um víða veröld, heldur einnig komið í veg fyrir að svæðis- bundnir árekstrar breiddust út yfir orrustuvelli kalda- stríðsins. Ennfremur hljótum við að spyrja hvar komið væri fyrir okkur hefðu Sameinuðu þjóð- irnar ekki gegnt afgerandi sáttahlutverki í margvísleg- um staðbundnum átökum. Þetta hefur á ýmsan hátt verið stærsta stund Samein- uðu þjóðanna eins og veiting friðarverðlauna Nóbels til friðargæslusveitanna í ár er til vitnis um. Á tiltölulega skömmum tíma hefur stofn- unin í senn haft milligöngu um brottflutning herja Sovét- manna frá Afganistan og vopnahlé í stríðinu milli írana og íraka. Tilraunum Samein- uðu þjóðanna er ekki síst fyrir aö þakka að endalok íðsins (Vestur-Sahara eru ef til vill í sjónmáli og að árangur hefur náðst i sátta- umleitunum á Kýpur. Gangi allt að óskum, getur svo farið að viðleitni Sameinuðu þjóö- anna í Angóla og Namibíu — en réttlát krafa Namibíu- manna um sjálfstæði sér til handa verður ekki sniðgengin lengur — beri ávöxt innan tíðar. ALVARLEGUR FJÁRHAGSVANDI Hr. forseti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.