Alþýðublaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 1. nóvember 1988 mfnnum Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Haukur Hóím og Sólveig Ólafsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. TVOFELDNI BANDARÍKJAMANNA M ikla athygli hafa vakið uppljóstranir Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra um framkomu banda- rískra stjórnvalda gagnvart íslendingum og viðskipta- hagsmunum þeirra i hvaladeilunni. Utanríkisráðherra upp- lýsti í fjölmiðlum um helgina, að Bandaríkjastjórn hafi reynt að knýja fram viðskiptaþvinganir á íslendinga með því að leita eftir því við Japani, að þeir hætti að kaupa hvalaafurðir islendinga. Jón Baldvin Hannibalsson hefur komið harðorðum mótmælum á framfæri við bandaríska sendiherrann á íslandi vegna þessa máls og lagt réttilega áherslu á hve alvarlegt málið er með þvi að hætta við þátt- töku á fundi með yfirmönnum Bandaríkjahers á Keflavík- urflugvelli. Málið er mjög alvarlegt þar sem utanríkisráð- herrar íslands og Bandaríkjanna hafa nýverið rætt sam- komulag ríkjanna um vísindarannsókn íslendinga á hvöl- um og framkvæmd hennar. Á þeim fundi fullvissaði George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna Jón Baldvin Hannibalsson um það, að enginn fótur væri fyrir þeim orórómi að Bandaríkjamenn hnekki núverandi sam- komulagi né að viðskiptaráðherra Bandaríkjanna verði þvingaður til að setja viðskiptabann á íslendinga vegna hvalarannsókna. Bandaríkjamenn hafa hins vegar ekki staöið viö orð sín. Skömmu eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna gefur utanríkisráðherra íslands ofan- greind loforð, beitir starfsmaður bandaríska viðskipta- ráðuneytisins Japani þrýstingi til að hætta kaupum á hvalaafurðum af íslendingum. En málið er víðtækara. Þetta er í fyrsta skipti sem bandarísk stjórnvöld reyna að beita íslendinga viðskiptaþvingunum. Og það gera Bandaríkjamenn þvert ofan í yfirlýsta stefnu, að þeir muni virða það samkomulag sem er milli landanna um vísinda- veiðar og framkvæmd þeirra. Þá er við að bæta, að sér- stakt samkomulag hefur verið við Bandaríkin á fundi í Malmö í Svíþjóð 1986, að eðlilegt teldist að íslendingar seldu ákveðið magn af hvalaafurðum sem ekki væri neytt innanlands, á alþjóðlegum markaði til að afla fjár til að kosta vísindaveiðarnar. Á skrifaðri stundu hafa Banda- ríkjamenn enn ekki útskýrt tvöfeldni sína. Þessi staða er afar slæm fyrir þjóðirnar tvær, sem ætíð hafa haft góð samskipti og mikið samstarf, meðal annars í varnar- og utanríkismálum. Framkoma Bandaríkjamanna gagnvart Islendingum í þessu tiltekna máli ertil þess eins að grafa undan því trausti sem ávallt hefur ríkt milli þjóðanna. Það er því mikið í húfi að bandarísk stjórnvöld upplýsi íslend- inga um málið og komi með haldbærar skýringar á fram- ferði sínu. íslendingar geta ekki unað því að vera hafðir að fíflum í viðræðum æðstu ráðamanna landanna. ALDI BLÆS Á ÁRÓÐURINN Þær ánægjulegu fregnir berast nú til landsins, að for- ráðamenn þýska fyrirtækisins ALDI hafi lýst því yfir á fundi með fulltrúum íslenska utanríkisráðuneytisins og sjávarútvegsráðuneytisins í Þýskalandi, að fyrirtækið muni haldaáfram viðskiptum sínum við ísland. ALDI hafði áður óskað eftir því að fá upplýsingar um hvalveiðistefnu íslendinga vegna yfirlýsinga Grænfriðunga í Þýskalandi, en fyrirtækið hefur keypt íslenskt lagmeti fyrir um 400 milljónir króna á ári. Ákvörðun ALDI færir okkur heim sanninn um það, að ástæðulaust er að fara á taugum við fyrsta mótblástur í hvalamálinu. Full ástæða er einnig til að ætlaað önnurfyrirtæki sigli í kjölfar ALDI. Því ernauð- synlegt að menn snúi bökum saman heimafyrirog marki sameiginlega stefnu til frambúðar, í stað þess að hlaupa upp með skyndiákvarðanir í þessu veigamikla máli sem gætu skaóað íslenska hagsmuni. ÖNNUR SJÓNA RMIÐ m / i i II Hundahald: Skoðanakannanir án ábyrgðar framtíðin? ÞA eru Reykvíkingar búnir að segja nei við hundahaldi í höfuðborginni í nýyfirstað- inni skoðanakönnun. Borgar- yfirvöld eru hins vegar alveg óbundin af niðurstöðum skoðanakönnunarinnar, og því reyndar furða að Reykvík- ingar hafi yfirleitt nennt að greiða atkvæði um eitthvað sem engu máli skiptir í raun. En þeir voru sem sagt fleiri sem ákváðu að mæta á kjör- stað til þess að segja nei við hundahaldi, heldur en hinir sem vildu fara í hundana, ef það má orða það svo. Reynd- ar var Davið borgarstjóri er- lendis en hundurinn hans sennilega eftir heima og lik- lega hundóánægður með úr- slitin. En hundi Davíðs til happs er borgarstjórinn ekkert bundinn af vilja Reyk- víkinga i þessu máli frekaren öðrum málefnum höfuðborg- arbúa, og gerir bara það sem honum sýnist. Og þykir bar nokkuð sterkur pólitíkus fyrir bragðið. Hún Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er reyndar búin að fletta ofan af þrælsótta borg- arstarfsmanna, og að Davið hafi alla embættismenn borgarinnar í vasanum, þann- ig þarf Davíð ekki að óttast að möppudýrin setji upp hundshaus, þótt hann virði vilja borgarbúa að vettugi og leyfi hundahald. En þessi sjónarmið eru nokkuð sniðug í sjálfu sér: Að hætta við að efna til kosninga eða lýðræðislegrar atkvæðagreiðslu, en boða til skoðanakönnunar, þar sem yfirvöld eru algjörlega óbundin af niðurstöðunum. Þar með eru margar flugur slegnar í einu höggi. í fyrsta lagi fá allir á tilfinninguna að verið sé að þjóna lýðræðinu með því að efna til skoðana- könnunar. Það er náttúrlega alrangt. I öðru lagi geta yfir- völd túlkað útkomuna á sinn veg, og tekið allar ákvarðanir í framhaldi af því, og alveg óháð vilja kjósenda. Það er einnig að sjálfsögðu alrangt. En hver er að hugsa um rétt og rangt? Þessi mál snúast um völd; einræðisvöld undir yfirskyni lýðræðis. Hugsið ykkur bara hvaö það væri auðvelt að stjórna landinu, ef kosningar væru lagðar niður, og teknar upp skoðanakannanir á fylgi flokkanna. Nú eru náttúrlega stöðugar skoðanakannanir i fjölmiðlum um vinsældir flokka og þingmanna, en á fjögurra ára fresti kæmi stóra alþingiskönnunin, þar sem öll þjóðin mætti á kjörstað og segði álit sitt. Að sjálf- sögðu væri ríkjandi ríkis- stjórn í lófa lagið að fara eftir niðurstöðunum eða ekki. Aoaiatrioið væri að gefa kjós- endum þá tilfinningu að þeir hefðu haft einhver áhrif á gang mála. Þannig gæti ríkis- stjórn setið áfram ef henni þætti það betri niðurstaða, eða farið frá ef hún kysi að túlka niðurstöðu skoðana- könnunarinnar á þann veg, og væri leið á því að stjórna landinu. Því ekki að taka upp skoðanakönnun við forseta- kosningar? Forsetinn gæti svo sjálfur túlkað nióurstöð- urnar. Og allar sveitarstjórn- arkosningarnar! Bara skoð- anakannanir sem bæjar- stjórnir væru óbundnar af. Og sjá: Viö fengjum sterka ríkisstjórn, sterkan forseta, sterkar sveitarstjórnir. Og þá má sjálfur Davíð fara að vara sig. HUNDAR — vel á minnst. í nýjasta tölublaði af ísafjarð- arblaðinu Bæjarins besta, gefur að lesa óvenjulegt les- endabréf frá hundeiganda sem greinilega hefur týnt seppanum, en fengið þær fregnir að einhver hafi skotið hvutta og urðað. Bréfið skýrir sig sjálft: „Kæri vinur. Þinni örstuttu ævi lauk á sviplegan og sorglegan hátt. Þvi miöur veröur víst ekki sannað svo óyggjandi sé, á hvern hátt aldurtila þinn bar að höndum, en sterkar líkur benda til þess að skot úr haglabyssu hafi bundiö enda á þína tilvist í heimi hér. Hvar líkami þinn liggur fæst víst ekki uppgefið en vita má banamaður þinn að reynt veröur til þrautar aö hafa upp á þínum jarðnesku leifum, þó ekki væri til annars en aö ganga úr skugga um að þú sért aö eilífu horfinn héðan. Þú varst að vísu „bara hundur“ en í augum okkar sem að þér stóðu, elskuðu þig og virtu eins og einn af fjölskyldunni, varstu ekki „bara hundur“, heldur lifandi vera með heitt og ástríkt hjarta sem ekkert illt bjó í, þó á stundum hafi gáski þinn og æskufjör kannski getað orðið til þess að hræða hænuræfil frá varpi einn dag eða svo. Egg má kaupa fyrir lítið fé í næstu búð en lif, ást og trygglyndi „bara hunds“ verður ekki fengið fyrir peri- inga. Því er okkur harmur í huga. Meðferð skotvopna í bæj- arlandi er með öllu bönnuð. Hafi hundurinn fallið fyrir skoti innan bæjarmarkanna hefir sá sem á byssunni hélt gerst sekur um afbrot, hafi hann ekki verið skipaður til verksins af yfirvöldum, og á að svara til saka samkvæmt lögum. Sú er von min að sá sem valdur var að þessum atburði hafi samband við mig undir- ritaðan af sjálfsdáðum og vísi okkur á þann stað sem hann fól skrokkinn. Ég tel mig hafa það góðar upplýsingar í höndum, vitnis- burð fólks sem ég tek að ollu leyti trúanlegt, um afdrif og endalok hundsins, að nægja myndi fyrir rétti. Eftir því verður ekki leitað fyrr en í síðustu lög.“ Og þá er bara að upplýsa hvar hundurinn liggur graf- inn. INGVI Hrafn Jónsson, fyrr- um fréttastjóri Sjónvarpsins, þenur sig yfir oþnu DV um helgina þar sem hann greinir frá væntanlegri bók sinni um árin á Sjónvarpinu — en höfundurinn og útgefendur telja landsmenn enn þyrsta eftir fréttum af gömlu frétta- stofunni. Ingvi Hrafn veður náttúrlega eld og reyk í við- talinu og blaðrar jafnt um samstarfsmenn sína, ristil- aðgerðir á eigin líkama, plóli- tík, Markús Órn og Sigrúnu Stefánsdóttur og ekki síst Ingimar Ingimarsson sem eiginlega fær verri dóm en Quistling sjálfur. En grípum niður í viðtalið þar sem Ingvi Hrafn segir frá því, hvernig hann meðhöndl- aði flokksfréttir sem útvarps- stjóri gaukaði að honum: „Ég var búinn að tæta Sjálfstæðisflokkinn í sundur með háði. Þeir héldu víst að þeir væru að ráða mig inn sem hlýðinn og góðan mann sem mundi fylgja flokkslín- unni. Eftir síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins sendi Markús mér þykka möppu með skýrslum eftir alla ráð- herra Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum með þeirri orðsendingu hvort ekki væri eitthvað fréttnæmt í þessu. Ég tók möppuna fyrir framan fréttamennina og henti í rusliö. Það fór beint inn á borð til útvarpsstjóra hvernig ég haföi afgreitt málið. Við á fréttastofunni reyndum alltaf að reka hana sem sjálfstæða stofnun þá reynt væri aö setja mig í fjötra." Nú má spyrja: Er Ingvi Hrafn það slæmur fréttamað- ur að hann lesi ekki gögn til að kynna sér hugsanlega fréttapunkta? Eða er það daglegt brauð á fréttastofu Sjónvarps aó útvarpsstjóri gangi inn með fangið fullt af áróðri úr Sjálfstæðisflokkn- um? Markús Örn: Veifar flokksáróðri Sjálfstæðisflokksins á fréttasfof- unni samkvæmt Ingva Hrafni. Einn með kaffinu Þýski túristinn var afar óánægóur meö matinn á sumarhótelinu fyrir austan. Hann kallaöi á gengilbeinuna, skók gaffalinn meö kjötbitanum framan í hana og öskraði: — Kallar þú þetta svín!!?? — í hvorum enda gaffalsins? spuröi stúlkan rólega á móti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.