Alþýðublaðið - 01.11.1988, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 01.11.1988, Qupperneq 7
Þriöjudagur 1. nóvember 1988 7 ÚTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir IAN SMITH, TÍU ÁRUM SEINNA Leiðtogi hvítra manna í barátt- unni fyrir því, að halda yfirráðum í Rhodesiu- Zimbabwe, iðrast einskis tíu árum eftir að hvítir urðu að láta í minni pokann. Tæpum tiu árum eftir ad hann beid ósigur í hinni löngu og blóðugu baráttu við að koma i veg fyrir að svartir kæmust til valda i Rhodesia, ber ekki á neinni iðrun hjá lan Smith, síðasta hvíta for- sætisráðherranum í ríkinu. „Þú heldur kannski að það rfki lýðræði í landinu, af því ég hef ekki verið drepinn?" segir lan Smith um föðurland sitt í Suður-Afríku. Landið hét á árum áður Suður-Rhodesia, en á dögum lan Smith varð það Rhodesia. Þegar svart-hvíta stjórnin réði ríkjum hét það Rhodesia— Zimbabwe. í dag heitir föður- land hans Zimbabwe. Menn benda oft á Zim- babwe sem dæmi um vel heppnaða yfirtöku svartra í afríkönsku ríki. Stjórnandi landsins er Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtogi frelsis- baráttunnar i landinu. Hann komst til valda árið 1980 eftir samningaviöræður, þar sem Bretland var í forsæti. Margir álíta það sem merki um umburðarlyndi hjá Robert Mugabe, að hans gamli erki- óvinur, kona hans og börn hafi leyfi til að búa í landinu. „Ætli það sé ekki öllu held- ur endurgjald. Samkvæmt okkar lögum á þeim tíma, voru Mugaþe, Nkomo og allir hinir uppreisnarmennirnir, réttdræpir. Ég lét þó ekki drepa þá,“ segir lan Smith. Orrustuflugmaöur Smith fæddist í Rhodesia, sem þá var bresk nýlenda og var hann mjög trúr Bretlandi. í heimsstyrjöldinni síðari var hann orrustuflugmaður í Royal Air Force. (konunglega breska flughernum.) Hann særðist og þurfti að fá gler- auga í annað augað og andlit hans er ennþá hálf-lamað öðru megin. Þegar kom að því, að Bretar fóru að veita hinum ýmsu nýlendum breska heimsveldisins sjálfsstjórn, fór Smith ekki að Iftast á blikuna. Hann var fremstur í flokki þeirra, sem vildu slíta tengsl við Bretland — en landið yrði undir hvftri stjórn. Hinar sex milljónir svartra íbúa og 275 þús. hvítra áttu þá eftir að standa I sjö ára borgarastyrjöld, og fimmtán ára alþjóðlegum samninga- viðræöum. Borgarastyrjöldin kostaði 30.000 þús. lands- menn lífið. Nú hefur þessi horaði, grá- hærði persónuleiki, yfirgefið búgarð sinn í miðhlutaZim- babwe til að setja áhættu- saman endapunkt við póli- tískan feril sinn. Fyrir einu ári var lan Smith vikiö frá af því að hann lét í Ijósi samúð með nágranna- rikinu Suður-Afríku. Nokkrir af ráðherrunum í ríkisstjórn Mugabe, vilja neita Smith um landvist, þegar hann snýr heim úr fyrirlestrarferð í Bret- landi og Bandaríkjunum. Maðurinn, sem einu sinni var sífellt forsíðuefni heims- pressunnar, flytur nú fyrir- lestra fyrir fámennum áheyr- endahópum og flelstir sem hlýða á fyrirlestra hans, hafa fyrirfram mótaðar skoðanir, þær sömu og hann sjálfur... lan Smith heldur fast við sannfæringu sína og telur þá sem ekki eru sömu skoðunar vera fjandsamlega. Smith er á móti viðskiptabönnum og hvers kyns mótmælum gegn Suður-Afríku. Hann er bitur þegar hann minnist hafn- bannsins á Rhodesíu, talar um kommúniskt undirferli, árásir hryðjuverkamanna og verður æstur af reiði þegar hann talar um endinn, sem bundinn var á íþróttaferil Zola Budd, sem er fædd i Suður-Afríku. lan Smith fyrir átján árum, þegar hann, sem leiðtogi og æðsti maður Rhodesia, var í sviðsljósi heimspressunnar. lan Smith i dag, valdalaus. Fagnaðarlæti Fagnaðarlæti hins fá- menna áheyrendahóps eru mikil, og aðdáendurnir hóp- ast í kringum Smith, til þess að taka i hönd hans. Um stund virðist ekkert hafa breyst hjá þessum pólitíkus, sem sagði einu sinni, „að Rhodesiu yrði ekki stjórnað af svörtum i 1000 ár”! Hinn 69 ára gamli lan Smith lætur ekki segjast á hverju sem gengur. Tveir þriðju hvíta minnihlutans, sem hann var i forsvari fyrir, hafa yfirgefið landið. Nokkrir fyrrverandi pólitiskir sam- starfsmenn hafa gengið í flokk Mugabe, sem er eini stjórnmálaflokkurinn sem leyfóur er i landinu. „Það væri sjálfsagt hag- stæðast og þægilegast", segir lan Smith, þegar hann er inntur eftir þvi hvort hann hyggi á að ganga í flokk Mugabe. Lord Carrington, sem var utanríkisráðherra í Bretlandi, þegar friðarsamningarnir voru undirritaðir, segir eftir- farandi i endurminningum sínum, sem komu út nýlega: „Þú ættir kannski að hafa það i huga, að án þín hefði kannski enginn verið drepinn í Rhodesiu", sagöi ég við óþolinmóðan lan Smith. lan Smith þvertekur fyrir, að Carrington hafi sagt þetta og segir: „Ef hann hefði sagt þetta, hefði ég minnt hann á, að fyrstu hryðjuverkamenn- irnir sem komu yfir landa- mæri okkar árið 1961 — drápu saklausa borgara og börn.“ Smith gefur í skyn, að möguleiki sé á því, að hann geti ekki búið í landinu til enda lífs síns: „Zimbabwe er föðurland mitt og fimm kynslóðir fjöl- skyldu minnar hafa búiö í landinu. Ég vona, að ég geti haldið áfram að búa þar, en kringumstæður gætu leitt til þess, að mér verði gert það ókleift. Ég elska landið.“ (Det fri Aktuelt)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.