Alþýðublaðið - 01.11.1988, Side 8
Þri ðj 1988
FRÉTTA SKÝRING u
Sólveig Ólafsdóttir skritar HHvC 'lr7s
Skýrsla nauðgunarmálanefndar
EKKIFÓRNARLAMB AÐSTÆÐNA
Skýrsla nauðgunarmála-
nefndar var kynnt fyrir frétta-
mönnum i gær, og tekur hún
fyrir bæði núverandi ástand
og tillögur nefndarinnar til
úrbóta i þeim efnum. Þar er
reynt að taka á öllum þáttum
málsins, en ekki að takmarka
sig í rannsóknum við nauðg-
un í lögformlegri merkingu. I
skýrslunni er m.a. að finna
ritgerð Hildigunnar Ólafs-
dóttur afbrotafræðings sem
átti sæti i nefndinni, þar sem
hún fjallar um „afbrotið
nauðgun, kærða, konur og
málsmeðferð”. Hildigunnur
byggir rannsókn sína á lög-
regluskýrslum um brot gegn
kynfreisi kvenna á tímabilinu
l.júlí 1977 til 31.desember
1983. Þá voru skráð 126 brot
af þessu tagi hjá rannsóknar-
lögreglu rikisins en einungis
84 kærur eru sendar á rann-
sóknartímabilinu til ríkissak-
sóknara. Af þessum 84 kær-
um fellir embættið nióur 33
mál, ákærir í 48 málum en 3
lýkur meö því sem kölluð er
önnur afgreiösla. Þaö virðist
því víöa pottur brotinn i máls-
meöferö kynferöisafbrota.
Viö skýrslugerðina var tekiö
mið af reynslu kvenna sem
voru fórnarlömb nauógara og
ber vitnisburður þeirra
gleggst vitni fyrirlitninguna
sem sýnd er þeim aöilum
sem tengjast slíku broti.
Reynsla þessara brotaþola
var ótrúlega lík, og bar þeim
saman um að ekki væri ein-
göngu um aö ræöa niðurlæg-
ingu við hina eiginlegu árás,
því samskipti þeirra við lög-
reglu og dómskerfið hafi ver-
iö ámóta niðurlægjandi
reynsla. Mikil brotalöm er í
þjónustunni við þessi fórnar-
lömb eins og allar tölur bera
vitni um.
Nauðgunarmálanefnd var
skipuð 1984 af þáverandi
dómsmálaráðherra Jóni
Helgasyni, og áttu sæti í
nefndinni Jónatan Þór-
mundsson prófessor, Ásdís J.
Rafnar lögfræðingur, Guðrún
Agnarsdóttir læknir og
alþingismaður, Hildigunnur
Ólafsdóttir afbrotafræðingur
og Sigrún Júlíusdóttir fálags-
ráögjafi. Tillögur nefndarinn-
ar um úrbætur nauðgunar-
málum má skiþta í 4 megin-
þætti:
1. Breytingar á XXII. kafla
almennra hegningarlaga,
og eru helstu markmið
með þeim breytingum sem
lagðar eru til grundvallar
að ákvæði um kynferðis-
brot verði ókynbundin,
samræming verði á
ákvæðum um kynferðis-
brot í anda ríkjandi við-
horfa nú á dögum og með
hliðsjón á breytingum ann-
arsstaðar á Norðurlöndum,
gleggri skil verði á milli
verklýsingar en í gildandi
ákvæðum og þá sérstak-
lega varðandi mörkin milli
nauðgunar og annarrar
kynferðislegrar nauðungar,
refsivernd verði almennt
aukin með því að leggja
ýmsar kynlifsathafnir að
jöfnu við samræði, og að
refsivernd barna og ungl-
inga verði almennt styrkt
frá því sem nú er.
2. Breytingar á lögum um
meöferð opinberra mála.
Markmió nefndarinnar
með þessum lagabreyting-
um eru einkum þau að
draga úr skaðlegum áhrif-
um orots og málsmeðferð-
ar á brotaþola, að þolend-
ur kynferðisbrota öðlist
fortakslausan rétt til end-
urgjaldslausrar lögfræði-
aðstoöar frá upphafi rann-
sóknar og þar til málsmeð-
ferð lýkur, að vikið verði
frá frjálsu sönnunarmati
varðandi fyrri kynferðis-
hegöun brotaþola þannig
að sönnunarfærsla um
fyrri kynhegðun hans verði
yfirleitt útilokuð. Þá er lagt
til aö tilgreint verði tæm-
andi í lögum hvenær
ákæruvaldið megi falla frá
saksókn, að brotaþoli öðl-
ist rétt til þess að með
málið verði farið fyrir lukt-
um dyrum, að heimiluð
verði skýrslutaka af brota-
þolr n návistar hins brot-
lega, og að settar verði
fortakslaust fréttabann á
persónulegar upplýsingar
um brotaþola. Nefndin tel-
ur einnig nauðsynlegt að
brotaþola verði tryggð
greiðsla þeirra bóta sem
dómstólar dæma henni
með því að ríkissjóður
greiði henni bæturnar og
endurkrefji síðan dómþola.
3. Nefndin leggur áherslu á
að komiö veröi á fót neyð-
armóttöku þar sem boðið
er upp á samræmda og
markvissa þjónustu og
aðstoð við fórnarlömb kyn-
ferðisbrota og llkams-
árása. Mikilvægt sé að
móttakan sé alltaf opin og
þjálfað fólk sé til reiðu.
4. Að námskeið verði haldin
fyrir lögreglumenn og
starfsfólk heilbrigðisþjón-
ustu, ekki síst um áhrif
kynferðisbrota á brotaþola
og hve mikilvæg fyrstu
vióbrögð þessara stétta sé
fyrir líðan þeirra.
GERIST INNI Á HEIMILUM
Hildigunnur Ólafsdóttir
gerir könnun á rannsókn og
meðferð nauðgunarmála frá
l.júlf 1977 til 31.desember
1983. Ritgerðin er ekki heild-
arkönnun á nauðgunarmálum
heldur könnun á skráðum
brotum gegn kynfrelsi
kvenna á þessu tímabili.
Einnig verður að taka tillit til
þess skv. rannsóknum
erlendis eru það 90-95% til-
fella sem upplýsist ekki enda
er kærutíóni ótrúlega lág, og
er engin ástæða til að ætla
að hátti til öðruvisi hér. Kær-
ur eru ekki árstíðabundnar,
en þær eru hinsvegar bundn-
ar við helgar. Meirihluti þeirra
er frá konum sem ekki
þekktu árásarmanninn, en í
fimmtu hverju kæru hafa aðil-
ar þekkst lítillega. Oftast
hafa samskipti brotaþolans
og brotamannsins hafist í
vinsemd eða á hlutlausan
hátt. Afbrotastaöurinn er oft-
ast heimili kohunnar, hins
kærða eða þriðja aðila, en
aðrir staðir eins og bifreiöir
og skip eru miklu sjaldgæf-
ari, svo og árásir á götum úti.
Af þeim 238 sem voru
viðriðnir brotin á þessu tima-
bili voru 73% sem voru undir
áhrifum áfengis; fleiri kærðir
höfðu neytt áfengis, eða 87%
samanborið vio 78% kær-
anda. Það sem er athyglisvert
viö þessa áfengisneyslu við-
komandi aðila er að það virð-
ist sem fleiri kvennanna séu
mjög ölvaðar þegar þær
verða fyrir brotinu, eða 1/4
þeirra. Það getur því verið
stór liður í því að þeim takist
ekki að veita mótspyrnu og
komast hjá nauðguninni.
HVERJIR NAUÐGA
- HVERJUM ER NAUÐGAÐ?
í þeim 126 málum sem
könnun Hildigunnar nær til
voru 114 karlar kærðir, en í
fimmtán málum tókst ekki aö
hafa upp á afbrotamönnun-
um. Alls eru þessir 114 ein-
staklingar kærðir 129 sinn-
um. Um tíu af hundraði eru
kærðir oftar en einu sinni á
þessu sex og hálfa ári, og
eru það því nokkuð margir
sem eru kærðir oftar en einu
sinni á rannsóknartímabilinu.
Meðal 114 karla eru aðeins 5
útlendingar eða 6% alls
hóþsins. Meðalaldur i hópi
þeirra kærðu er 27,8 ár, og
eru um % innan við þritugt.
Elstu brotamennirnir voru 54
ára en þeir yngstu 16 ára.
Flestir karlanna eru í fastri
vinnu og eru ófaglærðir;
fimmti hver er ekki í vinnu
sem er mjög hátt hlutfall
miðað við aö skráð atvinnu-
leysi í landinu er 1%. Aðeins
16% kærðra er að hefja
brotaferil sinn með þeim kyn-
ferðisbrotum sem rannsóknin
nær til; 20% karlanna hafa
verið sakfelldir fyrir önnur
kynferðisbrot, um 12% hafa
verið dæmdir fyrir ofbeldis-
brot, en 42% hafa áður verið
dæmdir fyrir önnur hegning-
arlagabrot, einkum þjófnaði
og önnur auðgunarbrot, en í
langflestum tilfella hafa þeir
brotið umferðarlög og áfeng-
islög.
Alls voru þær konur sem
rannsóknin náði til 121; Fimm
konur hafa kært oftar en einu
sinni, ein kona kærir þrisvar
sinnum, aðrar tvisvar. Það eru
því 4% kvennanna í rann-
sóknarhópnum sem hafa orð-
ið fyrir hliðstæðu broti oftar
en einu sinni. Allar konurnar
voru íslenskar. Langflestar
kvennanna eru á aldrinum 15-
19 ára, en meðalaldurinn er
23.6 ár. Konurnareru því
yngri en þeir kærðu; 69%
þeirra voru 24 ára eða yngri
en 43% hinna kærðu. Ekki er
alhæft neitt um atvinnu og
félagslega stöðu kvenna, en
hlutfall nemenda er þó all-
miklu hærra en meðal
kærðu, enda konurnar yfir-
leitt yngri. Aðeins 25%
kvennanna hafði sætt viöur-
lögum vegna afbrota, en þaó
er miklu lægra hlutfall en
hinir kærðu þar sem 84%
þeirra höfðu verið sakfelldir.
Ölvunarakstur er það brot
sem konurnar eru oftast sak-
felldar fyrir. Fórnarlömbin
virðast þvl vera sundurleitari
hópur en sjálfir nauðgararnir,
og félagsleg staða þeirra
ólíkari innbyrðis en þeirra.
MÁLSMEÐFERÐ
ÓFULLNÆGJANDI
Af 126 kærum sem bárust
til Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins lauk 42 kærum á lög-
reglustigi en ö4 Kærur eru
sendar til ríkissaksóknara. Af
þeim enduðu 48 sem ákærur.
Þriðjungi allra mála lýkur því
á lögreglustigi, innan við
þriðji hluti kæranna er felldur
niður hjá ríkissaksóknara og
rúmlega þriðjungi málanna
lýkur með dómi. Það er því
mikill minnihluti þeirra kæra
sem berast rannsóknarlög-
reglunni’ sem endar á dóms-
stigi. Að meðaltali tekur það
eitt ár og fimm mánuði frá
því að kært er til lögreglu og
þar til dómur er genginn í
málinu. Það mál sem tók
stystan tíma i réttarkerfinu
var afgreitt á 314 mánuði, en
það mál sem lengstan tima
tók að afgreiða var 4 ár.
STUTTí
KVENFYRiRLITNINGUNA
„Þetta var mjög neikvæð
reynsla. Þeir gagnrýndu mig
og rengdu. Þeir sögðu að ég
ætlaði mér bara að nota
hann og hefði viljað þetta
sjálf.”
„Þeir voru óþolandi. Þeir
efuðust um allt sem ég sagði
og spurðu hvort ég væri ekki
að „spenna þetta upp” eða
„varstu ekki bara ögrandi
sjálf.”
„ Þeir sögðu að þetta væri
ekki svo alvarlegt mál; ég
skyldi bara gleyma þessu.”
Þessi dæmi um viðbrögð
lögreglu við fórnarlömb
nauðgarans eru í viðtalsóók
Sigrúnar Júlíusdóttur
Hremmingar, sem fjallar um
reynslu 24 kvenna af nauðg-
unarmálum. Bókin var unnin í
tengslum við skýrslugerð
nauðgunarmálanefndarinnar,
en hefur nú verið gefin út í
þeirri trú aö reynsla þessara
kvenna muni stuðla að
breyttum viðhorfum í garð
þolendanna. Það virðist æði
oft vera raunin að framburður
konu sé vefengdur þegar hún
ber fram kæru vegna meintr-
ar nauögunar, og hún talin
eiga jafnmikla sök á málum
og árásarmaðurinn. Oft er
eins og ansi stutt sé í kven-
fyrirlitningu yfirvalda, og er
það sameiginleg reynsla
flestra þessara kvenna að
þeim hafi verið sýnd ákveðin
niðurlæging í meðförum
málsins í dómskerfinu. Það
ætti að vera Ijóst að konur
sem verða fyrir slíkri árás
eiga ekki að bera nokkurn
hluta sakarinnar; valdbeiting
og skerðing á kynfrelsi ein-
staklings er alltaf alvarlegt
og viðkvæmt mál, og réttur
hans til viðeigandi málsmeð-
ferðar ætti að vera skýlaus.
Tillögur nauðgunarmála-
nefndarinnar fela í sér mun
afdráttarlausari línur um rétt-
arfarstöðu fórnarlambsins,
og allar þær úrbætur sem
nefndin leggur til eru stórt
stökk fram á við í þessum
málum. Jafnbrýnt er að sama
skapi verði viðhorfsbreyting
meðal almennings, ef viðun-
andi árangur á að nást.
I